Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 4** „Eg fylgi handritaskip- inu eftir í huganum“ Rætt við kempuna Jörgen Bukdal í Askov EINN þeirra maruna, sem mikið hefur komið við sögu handritamálsms er dansfci rithöfundurinn Jörgen Bukdal í Askov, sem er mörgum íslendingum að góðu kunnur, frá heimsóknum hans og fyrirlestrum fyrir nokkrum árum og það var hajnm, sem einna fyrst vakti athygli á handritamálinu í kjallara- greinum í Politiken árið 1944. Frá þeim tíma hefur hann barizt af miklum eidmóði fyrir afhendingu handritanna, eins og sönnum hershöfðingja sæmir. Fréttamaður Morguniblaðsins hitti hina gömlu kempu á heimili hans í Askov sl, sunnudag og ræddi við hanin. Jörgen Bukdal er nú 75 ára að aldri, hann er við góða heilsu, heymin er að vísu eitt- hvað farin að bila, en röddin er alltaf jafn styrk og það fór ekki á milli mála, að handritamálið hefur verið honum mikið hjartans mál og í samtali okkar talaði hainin með þrumuröddu, til að leggja áherzlu á orð sín. — Það var stundum barizt óvægi- iega? — Já, enda ekki ástaða til annars. Það voru feiknalega margir vísinda- memx, sem börðust með kjafti og klóm gegn afhendingunni og þar voru í farar- broddi þeir Westergaard-Nielsen og Bröndum-Nielsen. Þeir höfðu mikið fjármagn til umráða til að halda uppi áróðrimum gegn afhendingunni. Á hinn bóginn voru það hinn danski borgari og lýðháskólahreyfingiin með C.P.O Christ- iansen í fararbroddi, sem studdu ein- huga að íslendimgum yrðu afhentir þeirra eigin þjóðardýrgripir. Það kom bezt í ljós í áskorumarSkjalinu sem sent var til þjóðþingsins 1947. Á þessum tíma kom einnig fram á sjónarsviðið \Bjami M. Gíslason, einin af mestu bar- áttumönnum handritamálsina. Hann ferðaðist um allt landið, hélt ræður, skrifaði greinar og bækur. Þá fór bar- áttan af stað fyrir alvöru. — Hvernig stóð á því að þú fékkst svo mikinn áhuga á málinu? — Afhemdimg handritamma var í sam- ræmi við mínar hugsjónir um bræðra- lag og vináttu þjóða. Ég taldi að af- hending þeirra myndi sanna fyrir Evrópuþjóðum, sem voru sem flakandi sár eftir heimsstyrjöldina að andstæður þjóða þyrftu ekki að vera þrándur í götu gagnkvæms skilnings og viináttu. — Ég leit á rnálið frá tveimur hlið- um. Annars vegar þjóðlegu hliðinni, þ.e.a.s. vinátta og samstaða erlendra þjóða, og hims vegar vísindalegu hlið- innii. Vísindahliðin var mér ekki síður mikilvæg. Ég gerði mér grein fyrir því að þegar talað var um handritin, var ekki aðeins um að ræða Flateyjarbók og Codex Regius. í safninu var aragrúi af hálfórannisökuðum handritum frá kaþólska tímanum á íslandi, sem var nauðsynlegt að færu til íslands, þar sem ísienzkir vísindamenn með nægilega kunnáttu gætu ranmsakað hvaða áhrif þau hefðu haft á þjóðina. Hér á ég einkum við rímnakveðskap, sem oft hélt lífinu í íslendingum á hörmungatímum í sögu þjóðarinmar. Rímumar, sem voru beint framhald af íslendinga- sagnahefðinni þótt þær væru lausari í reipunum. Þetta voru mín hjartans áhugamál og þess vegna barðist ég fyr- ir handritamálinu og þess vegna er ég glaður í dag, þegar handritin eru á leið til Islands. — Þú hefur komið tvisvar til ís- lands. — Já, og frá þeim heimsóknum geymi ég margar dýrmætar endurminn- ingar. í fyrra Skiptið bauð íslenizka rík- isstjómiin mér í fyrirlestrarferð um landið og þá fékk ég að heimsækja alla sögustaðina, Bergþónshvol, Borg, Rcyk- holt og marga aðra. Þar var stórkost- legt ævintýri. í hitt skiptið bauð Morg- unblaðið mér til að vera viðstaddur víglu Skálholtskirkju. Mér fannst það stórkostlegt að vera viðstaddur, þegar endurbyggð kirkja Brynjólfs biskups var vígð og að heyra klukkur hennar hijóma frá Mosfelli til Vaðlaheiðar. Þá main ég líka eftir mikilli veizlu í Val- höll á Þingvöllum, þar sem norrænir menn voru samankomnir. Það var Skemimtileg ferð. Ég fór kannSki ekki rétt að þar, því að ég flutti ræðu, en það mátti víst ekki flytja ræðu. En, mér fannst nauðsynlegt að minnast afreks- mannanna frá nauðungartímum ís- lands. Það var þeim að þakka að ísland er eins og það er í dag. — Og nú er skipið á leið heim með handritiin. — Já, og ég samgleðst íslendingum innilega yfir endurheimtingu dýrgrip- anna, sem alltaf hafa verið þeiira eign með réttu. í huga mínum fylgist ég með ferð handritaslkipsins, sem flytur Flateyjarbók og Codex Regius heim, eftir langa útlegð í Danmörku. Bjarni M. Gíslason Framhald af Ms. 15. ins árið 1947 og var áskorunin undir- rituð af öllum 50 lýðháskólastjórum i Danmörku. Upp frá þessu má segja, að þrætan hafi byrjað fyrir alvöru, því að fræði- mönnum fannst það ókurteisi að farið væri fram á þetta, áður en þeir skil- uðu nefndaráliti sínu. Þessar þrætur héldu síðan áfram og voru deilur harð ar í blöðum og á mannamótum, þangað til Hand Hedtoft, þáverandi forsætisráð herra tók málið af dagskrá þingsins ár- ið 1954. Sama ár kom út fyrsta hand- ritabókin mín, sem var svar gegn danska nefndarálitinu, sem kom út ár- ið 1951. í bókinni sýndi ég fram á að nefndarálitið var ekki vísindalega rétt. 1 því var oft sneitt framhjá aðalatrið- unum og smáatriðin ýkt, til að sanna að ísland hefði engan rétt til handrit- anna. Eftir útgáfu bókarinnar hörðnuðu deilurnar og æ fleiri kröfðust þess að handritamálið yrði aftur tekið inn á dagskrá Þjóðþingsins. Það var svo gert árið 1961 og þá var samþykkt að skila handritunum til íslands með 110 at- kvæðum gegn 36. — Þetta var fyrsti sigurinn í hand- ritamálinu. — Já, en ekki sá síðasti, eins og all- ir vita, þvá að hann vannst er hæsti- réttur kvað upp dóminn í sl. mánuði. Stefna min í handritamálinu var því í stuttu máli frá upphafi sú, að ég trúði ekki á lausn sérfræðinganefndarinnar, því ég taldi mig vita að þar myndi hallast á, því að danskir vísindamenn voru algerlega á móti afhendingu hand ritanna. Ég og stuðningsmenn mínir börðumst því fyrir því að danska þjóð þingið leysti málið fyrst, en síðan gætu visindamennirnir komið á eftir. Þetta hefur nú orðið endanleg lausn máls- ins og þess vegna eru handritin á leið- inni heim. — Þetta hljóta að vera stór tímamót í þínu lífi. — Þetta eru svo stór tímamót í mínu lífi, eftir 25 ára stanzlaust stríð, að ég tel mig hljóta að vera hamingjusam asta mann íslands á þessari öld. Það hafa margir unnið vel og drengilega að lausn málsins, en eftir að vera búinn að eyða 25 beztu árum lífs síns í þágu einhvers máls, þá hlýtur það að segja sig sjálft, að maður hefur enga stjórn á sér, þegar allar óskirnar eru upp- fylltar. Það hefur Uka gert mig sér- staklega hamingjusaman, að finna vin- áttu og skilning beggja þjóðanna. Frá því að hæstaréttardómurinn var kveð- inn upp hef ég fengið t.d. hátt á 2. himdrað bréfa, frá öllu Islandi og mörg frá fólki, sem ég alls ekki þekkti úti á landi. Þetta er handtak, sem maður gleymir aldrei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.