Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 23 'i N emendamót V erzlunar skólans — að venju haldið 30. apríl HIÐ árlega nemendamót Nem- endasambands Verzlunarskólans fer fram á Hótel Sögu föstudag:- inn 30. apríl og: hefst með borð- haldi kl. 19. Fulltrúar þeirra árganga, sem nú minnast þess að heill eða hálfur tugur ára er liðinn síðan þeir kvöddu skólann munu flytja ávörp og nýútskrifaðir nemendur úr 4. bekk skólans koma á hófið. Nemendamót Nemendasam- bandsins hafa ávallt verið hinar vinsælustu skemmtanir og hitt- ast þar margir sem daglegt líf hefur skilið að um langan tíma. Er jafnan fjölmenni á þessum nemendamótum. Aðgöngumiðar að hófinu verða seldir á skrifstofu Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur 28. og 29. þ.m. „Ávallt viðbúinn“ Skátar fagna sumardeginum fyrsta EINS og undanfarin ár munu skátar setj a svip sinn á dags- skrá sumardagsins fyrsta. Hefur það verið venja að fylkja liði og ganga til kirkju, svo verður einnig gert í ár. Að þessu sinni verður gengið frá Iðnskólanum á Skólavörðu holti um eftirtaldar götur: Skóla vórðustíg, Bankastræti, Austur- stræti, Aðalstræti, Túngötu, Hofsvallagötu, Nesveg, Haga- torg, að Háskölabíói þar sem hlýtt verður á messu séra Bem harðs Guðmundssonar æskulýðs fulltrúa Þjóðkirkjunnar. Mun skátakór syngja við undirleik Jóns Stefánsspnar organleikara. Ylfingar og ljósálfar halda líka messu í Neskirkju þar sem séra Jón Thorarensen messar og munu þeir ganga með skátunum til kirkju, en messurnar hefjast báðar kl. 11,00 f.h. Þá er og venja hjá skátum að halda dans Ieik á nýbyrjuðu sumri, þar sem margt verður til gamans gert. Ljósálfar og Ylfingar halda skemmtun að Brautarholti 6 frá kl. 3,00 til 6,00 e.h. Verða þar leikir, skemmtiatriði og dans fyrir þann aldursflokk. — Einnig verða haldnir dansleikir í TÓNABÆ, þar sem Gaddavír 75% mun leika, á báðum dans leikjum. Yngri skátar, 11—15 ára verða frá kl. 4,00 til 7,00 e.h. en eldri skátarnir, 15—99 ára skemmta sér frá kl. 9,00 til 1,00 e.m. Er það von allra að skátar mæti þar með gesti. Óskum svo landsmönnum gleðilegs sumars. Með skátakveöju. (Fréttatilkynn ing) Fulltrúaráðs- fundur FULLTHÚARÁÐSFUNDUR Sam bands ísl. sveitarfélaga hófst í fyrradag í hinu nýja félags- heimili á Seltjarnarnesi. Páll Lín dal formaður sambandsins, flutti setningarræðu, en þvi næst á- varpaði Emil Jónsson, félagsmála ráðherra, fundarmenn. Aðalerindið í gær flutti Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, um skipan heilbrigðismála og er vik ið að því nánar á öðrum stað. Fundinum lýkur i dag en þá flyt ur Sigurður Líndal, hæstaréttar- ritari, erindi um eignarrétt að £d menningum. Á fundinum voru tilkynnt úr- slit í verðlaunasamkeppni, sem sambandið efndi til á s.l. ári í tilefni af 25 ára afmæli sínu um efnið: Réttindi og skyldur sveita stjórnarmanna. Verðlaun voru 50 þúsund krónur, og hlaut þau Steingrímur Gautur Kristjánsson, fulltrúi bæjarfógetans i HEifnar- firði. Ritgerðin hefur verið sér- prentuð, og var henni dreift á fundinum. I þriggja manna dóm- nefnd voru Páll Lindal, borgarlög maður, formaður, Hjálmar Vil- hjálmsson, ráðuneytisstjóri, og Ólafur Jóhannesson, prófessor. Jónas Pétursson, alþm.; Happdrættislán og hringvegur HINN 27. október siðastliðiinn laigði ég fraim á Adþiinigi frv. til laga um happdraottisiáin rilkis- sjóðs til vegia- og brúargerða á Sltei ðar ársandi. Frv. var af- greitt sem lög frá Alþingi 11. marz síðas'tliðinn. 1. grein frv. mæŒiir svo fyrir: „Riíkissjóður geifur úf, til sölu innajnlands, ha p pdríett issikuida- bréf í 5 filokfkum, hvem að fjár- hæð 40 miR'jóniir króna á ári i 5 ár, samitalLs 200 milljónir króna." 8. og síðasta greinin hljóðar svo: Lög þessi öðlast þegar giidi. Það hefur iegið í loftiniu ein- sitakur áhugi — einstök samúð mieð þessu máli. Andmæli hafa ekki heyrzt. Er fátítt að slík samstaða sé um mál. Hvar sem maður er spurður, hvort hann miumi kajupa skuldabréf I þesisu skyni, er sviarað með djúpu jái. Þjóðin báður eifitir því að giera þeftta samstiMita áitak til að opna hrdngveg um iandið. Orkam bíð- ur útráisiar. Nú þarf vegamiállasttjóiriníin að bregða hart við um verkfræði- stönfin við vesituxvötnin á sand- inium. Það er skammt í skulda- bréfiiin, og fóffikið þanf fljótlega Jónas Pétursson að sjá árangur af þvi fé, sem það leggur fram. Það er auðvelt nú orðið í bókstaifllegiri merkinigu með aðstoð sjónivairpsins. Á nœisita ári þanf að hefja verkið. Þá má svo fara, að ekið verði um hritngveg á 1100 ára afmæii byggðar í landimu. Þá má með aanmi óslka íis- lenzkri þjóð til haminigju. Minningarathöfn um þá JÓHANNES ÖRN JÓHANNESSON, GlSLA KRISTJANSSON, GARÐAR KRISTINSSON, sem fórust með mb. Andra 7. apríl sl., fer fram 22. apríl í Keflavíkurkirkju klukkan 2.00 eftir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda. Þórarinn Þórarinsson. LESIÐ onciEcn Hjartans þakkir færi ég öll- um, skyldum og vandalausum, fjær og nær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og símtölum í tilefni 85 ára afmælis míns 10. apríl sl. Guð blessi ykkur öll og far- sæli framtíð ykkar. Sigríður Árnadóttlr, Reynifelli, Vestmannaeyjnm. URVALSBÆKUR til tækifærisgjafa KOSTAKAUP I. SAFNRIT: ANDVÖKUR I—-IV og BRÉF OG RITGERÐIR l-IV, eftir Stephan G. Stephansson, í útgáfu Þorkels Jóhannessonar. HEMSKRINGLA Snorra Sturlusonar, I—III myndskreytt- STURLUNGA SAGA 1-11. Útgáfa dr. Jóns Jóhannessonar, Magnúsar Finnbogasonar og dr. Kristjáns Eldjárn. Rlku- lega prýdd myndum af sögustöðum. nnmiiiii RITSAFN Theodoru Thoroddsen með ritgerð um skáld- konuna eftir dr. Sigurð Nordal, LJÓÐASAFN l-lll eftir Jakob Jóh. Smára. LÆKNINGAR OG SAGA l-ll eftir Vilmund Jónsson fyrrv. landlaekni. — Safn ritgerða um þróun íslenzkra læknavís- inda. II. ÆVISÖGUR MERKRA ÍSLENDINGA: GESTUR PÁLSSON l-ll, eftir Svein Skorra Höskuldsson. TRYGGVI GUNNARSSON l-ll, eftir dr. Þorkel Jóhannes- son og Bergstein Jónsson. SIGURÐUR Á YZTAFELLI eftir Jón Sigurðsson. STEINGRlMUR THORSTEINSSON eftir Hannes Pétursson. — Ný útgáfa. EINARS SAGA ÁSMUNDSSONAR l-lll, eftir Arnór Sigur- jónsson. III. NOKKUR ÖNNUR RIT: Á SÖGUSLÓÐUM eftir W. G. Collingwood, með myndum höfundar af íslenzkum sögustöðum. ÍSLENZK ORÐABÓK handa skólum og almenningi, hin fyrsta í sinni röð. VEFNAÐUR A ISLENZKUM HEIMILUM eftir Halldóru Bjarnadóttur. Með fjölmörgum skýringarmyndum, m. a. í litum, HUNDRAÐ ÁR I ÞJÓÐMINJASAFNI eftir dr. Kristján Eld- járn. Prýdd eitt hundrað myndum af merkum safngripum. TÓLF KVIÐUR úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante^ fslenzk þýðing Guðmundur Böðvarsson. JÁTNINGAR ÁGÚSTfNUSAR. — fslenzk þýðing dr. Sigur- bjarnar Einarssonar biskups. PASSfUSÁLMAR séra Hallgríms Péturssonar. — Við- hafnarútgáfa með myndum eftir Barböru Árnason. Að auki fjöldi annarra góðra bóka, m. a. SAGA FOR- SYTANNA l-lll, allur meginstofn verksins. Ofantaldar bækur fást í hinni nýju afgreiðslu okkar, að Skálholtsstig 7, Landshöfðingjahúsinu, og í öllum bóka- verzlunum. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.