Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1971 19 rrrr í KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★ Frábær, ★★★ mjög góð, ★★ góð, ★ sæmileg, léleg. IIIBIEI Sig. Sverrir Pálsson Björn Vignir Sæbjörn Sigurpálsson Valdimarsson Nýja bíó Kvæntir kvennabósar Viðskiptafrömuður einn hlustar af andagt á kunningja sinn lýsa refilstigum f ramh j áhaldsins. Hann sýnir löks áhuga á því að reyna þessa íþrótt af eigin raun, en áður en svo má verða þarf hann að ganga í gegnum harðan skóla og leysa ýmsar þrautir, sem kunningi hans leggur fyrir hann. Eftir langa mæðu er hann reiðuibúinn til framkvæmda en þá gerast ýmsir válegir atburðir. í aðalhlutverkum Walter Matthau og Robert Morse Leikstjóri Gene Kelly. ★ Ég hafði vænzt meiri til- þrifa af samvhmu Kelly og Matthau. Þeir þræða báðir troðnar slóðir en meðhöndl- un efnisins er fj arska amer- ísk og myndin sjaldan veru- lega skemmtileg. ★★ Kennslustundir í fram- hjáhaldi eru nýstárlegt efni í gamanmynd, og hefur reynzt leikstjóranum ágætlega hand bært. Þá er Walther Matthau í essinu sínu, en hann er I vafalaust einn bezti gaman- leikari Bandaríkjamanna í dag. Þá koma einnig fram fjölmargir aðrir ágætisleik- | arar, og standa aig flestir með prýði. Góð skemmtun. Gamla bíó Útsmoginn bragðarefur Útsmoginn bragðarefur situr í fangelsi fyrir tilverknað tölvu, sem kom upp um kauða. Um leið og hann losnar hyggur hann á hefndir, ræðst í vinnu hjá tölvufyri-rtæki og með klókind- um og heppni tekst honum að finna veilu í kerfinu með arð- bærum árangri. Hann á þó ekki síðasta orðið, þvi að eiginlkona hans slær hann gjörsamlega út 1 klókindum. í aðalhlutverkum eru Peter Ustinov (sem einnig hefur samið handritið með IraWallach), Maggie Smith, Karl Malden og Bob Newhart. Leiíkstjóri Eric Till. Líflegri leikstjórn en sézt hefur í mörgum öðrum form- myndum. Fjörleg afþreying- armynd, full af græskulausu gamni. — „Mynd fyrir alla fjölskylduna". ★★★ Óvenjuleg og kyrr- lát brezk kímni svífur yfir vötnunum í þessari mynd. Ustinov hefur sjaldan leikið betur en nýtur afbragðs lið- veizlu Maggie Smith, Mald- ens og síðast en ekki sízt Bob Newharts. ★★ Oft bráðskemmtileg sat- íra um vélarafmánina, sem I bráðum fer að sjá fyrir okk- ur — rafmagnsheilann. Sem betur fer virðist hún þó | ekki ehn sjá við bragðaref- um á borð við Peter Ustin-1 ov, sem í þessari mynd sýn- ir einn bezta gamanleik sem ég hef lengi séð. Aðrir leik- arar skila sínum hlutverkum | með ágætum. Laugarásbíó Harry Frigg Harry Frigg er í einkastríði við metorðatign hersíns meðan aðrir berjast á vígvöllum síðari heims styrjaldarinnar, og hlýtur því að gista herfangelsi fyrir að afnejta herþjónustu. Sérhæfir hann sig í að strjúka úr fangelsum og þegar myndin hefst strýkur hann í þrítugasta sinn Á sama tíma eru fimm einnar stjörnu hershöfð ingjar bandamanna teknir fastir af ítalska hernum Tilraunir þeirra til stroks eru meira í orði en á borði, Eterstjóm in dubbar Harry Frigg upp i 2ja stjörnu hershöfðingja og gerlr hann út til að kippa málunum í lag. Formföst framleiðsla, þar sem hvergi örlar á frumleg- heitum. Paul Newman, sem gerður er að tveggja stjörnu hershöfðingja í myndinni á þessar tvær stjörnur fyllilega skilið fyrir leik sinn, en myndin á því miður enga. ★ ★ Þetta er heldur ófrumleg gamanmynd og að ýmsu leyti andlega skyld Cool Hand Luke (einnig með Newman), þó að lakari sé. Gamanið er græskulaust, en gildi hennar er fólgið í afbragðsleik New mans og bráðskemmtilegri persónusköpun aukaleikar- anna. Dágóð afþreying. ★ Hvert stefnirðu Paul í Newman? Hvað fær þig til J þess að leika í mynd á borð við þessa? Hún er þér engan | veginn samboðin. Andlaus, bragðlítill og gefur hvergi tækfæri til að sýna hæfileika þína. Þú ætlar vonandi ekki að fara sömu leið og Peter Sellers, Brando og fleiri góð- ir menn — láta myndir á borð við þessa drepa þig Hafnarbíó Sjálfskaparvíti Stephan Rojack, þekktur sjón- varpsmaður, kemur í íbúð konu sinnar, sem er veizlu- og dryklkju sjúk en forrík heimskona. Hún er nýkomin úr svallferð um Evr- ópu en þau Rojack hafa ekíki bú- ið saman í mörg ár. Hann vill skilnað en hún verður æf og neitar. Kemur til slagsmála og hún fellur fram af svölum. Rojack hefur deilt harkalega á lögregluna fyrir dugieysi hennar i baráttu gegn Mafíunni og henni gefst nú kærkomið tæki- færi að klekkja á honum — gruna hann um morð. Á þessum örlagatíma rifjar Rojack upp gömul kynni við söngkonuna Cherry, sem gengið hefur Maf- íunni á hönd. Frelsi beggja er heft en þau reyna að losna úr viðjunum til að sameinast. Leik- stjóri Robert Gist, — Janet Leigh og Stuart Whitman i aðalhlut- verkunum ★ Byltingin étur börnin sín er sagt, en það gerir draumur- inn ameriski einnig — sam- kvæmt sögu Mailers. f mynd inni er ráðizt á fremur veik- an hátt á efnishyggjudraum- inn, valdið og fjölmiðlana. Efnið of yfirgripsmikið til að því séu gerð viðhlítandi skil. ★ Mynd þessi er satt að I segja ekki ýkja merkileg, en þó bregður fyrir á köflum kaldranalegri þjóðfélags- ádeilu Mailers. Á meðan Elanor Parker nýtur við er myndin harkaleg og miskunn arlaus, en það varir ekki lengi, því miður. Og ekki | skína beinlínis leiklistargáf- urnar af Stuart Whitman. Háskólabíó Sæluríki frú Blossom Þetta hefst allt á því að sauma vél eiginkonu Blossom, brjósta- haldaraframleiðanda, bilar og hann sendir einn af starfsnnönn- um vertcsmiðju sinnar heim til að gera við hana. Sá gerir sér lítið fyrir. sezt að uppi á háa- lofti á heimili Blossom og tekur að halda við frú Blossom. Þann- ig gengur þetta um tíma unz eiginmaðurinn verður fyrir því óláni að tæknilegir gallar verða á uppfinningu hans — loftpúða- brjóstahaldaranum. Þá hafa eigin- maðurinn og elskhuginn hlutverka skipti. í aðalhlutverkum Shirley MacLaine, Richard Attenborough og James Booth. Leikstjóri Joseph McGrath. ★ Hugmyndin að kvikmynd þessari er býsna smellin en framleiðanda og leikstjóra tekst ekki að gera úr efninu skemmtilega heild þrátt fyr- ir dágóða spretti. Afbragðs- leikur hjá Attenborough og MacLaine. ★ Slétt og felld gamanmynd, og ósköp tilþrifalítiL Nær því varla að ná meðallagi, þrátt fyrir góðan leik þeirra Shirley MacLaine, Richard Attenboroughs og Freddie | Jones. Tónabíó Kafbátur X-I England 1943. Kanadískum kaf bátsforingja mistakast tilraunir til að sökkva þýzka beitiskipinu ,,Lindendorf“. Er hugleysi kennt um, en maðurinn sýknaður við réttarhöld í málinu. Er honum því næst fengið það verkefni að þjálfa mannskap á þrjá dvergkaf báta sem ætlað er það verkefni að sökkva fyrrgreindu beitiskipi, þar sem það liggur á Sognsæ í Noregi Eftir stranga þjálfun, sem fram fer með mikilli leynd er lagt upp í ferðina, sem heppn ast, eftir miklar þrekraunir. Mynd þessi er gerð af því þekkingarleysi og vanefnum, sem löngum hafa sett mark sitt á annars flokks myndir. Leikur, tæknivinna og leik- stjórn, ef hún er þá nokkur, er fyrir neðan allar hellur, svo maður tali nú ekki um handritið. Aðeins fyrir þá, sem á- huga hafa á tækjaútbúnaði kafbáta og þjálfun frosk- [ manna, kryddað sprenging- um og skothríð. „Helvíti get [ ur verið mjög kalt, mjög blautt — og mjög djúpt,“ seg ir á auglýsingaplakati um myndina en ristir mjög grunint Austurbæjarbíó Woodstock Músíkhátíðin í Woodstock í Bandaríkjunum vakti heimsat- hygli á sínum tíma, því að slík ur fjöldi ungmenna hefur víst ekki öðru sinni komið saman á einum stað til að hlusta á músík flutning jafn margra stórstjarna popheimsins. Woodstock hátíðin hefur verið nefnd þrír dagar af músík, friði og ástum, en kvik- myndin, sem gerð var frá þess- ari hátíð, er réttir þrír tímar af músík, friði og ástum, og var ekkert til hennar sparað, svo að hún gæfi sem gleggsta m>nd af þessum viðburði. ★ ★ ★ Woodstock er heimildar- mynd um ungt fólk í Banda ríkjunum — og reynir að gefa sem sannasta mynd af hugs unarhætti þess og afstöðu til þjóðfélagsins. Hve réttilega myndin lýsir hátíðinni get ég ekki dæmt um, en hún er stórkostleg, vegna þess að hún er SÖNN. ★ ★ ★ Woodstock höfðar eðlilega fyrst og fremst til ungu kyn slóðarinnar, en á þó ekki síð ur erindi til hinna eldri, ef þeir haldast við vegna hávaða-tónlistar. Merk heim ild um einstæðan atburð og frábærlega gerð. ★ ★ ★ f landi, þar sem pophljóm I leikar eru lítt þekkt fyrir- brigði, er þessi mynd, með öllum sínum stórstjörnum, hreinn hvalreki. Reyndar má hún teljast stórkostleg á sínu sviði, bæði frábær skemmtun og tæknilega mjög vel unnin, sérstaklega kvik- [ myndunin. Stjörnubió Funny Girl ,,Funny Girl“ fjallar um hluta ævi gamanleikkonunrnar fraagu, Fanny Brice. Allt frá því hún tróð í fyr*ta sinn upp, í lítil- fjörlegu leikhúsi í fátækrahverf- inu, sem hún bjó í og þar til hún er orðin aðalstjarna Zieg- field dansflokksins, en lengra var tæpast hægt að ná á þeim ár- um. Inn í myndina fléttast svo misheppnað hjónaband hennar og fjárhættuspilarans Nick Arnstein. Ásamt Barbra Streisand leika þeir Omar Sharif og Walter Pide gon. Leikstjóri er William Wyler. ★ ★ Söngvamyndir falla iðulega á lævísu bragði, væmni. — Leikstjóranum, William Wyl er, tekst þó furðu vel að forð ast hana og Barbra Strei- sand hjálpar mikið til með skemmtilegu látbragði og á- gætum leik. Mörg hópatrið- in á leiksviðinu eru frábær- lega sviðsett og kvikmynda- takan stundum tilþrifamikil. ★ ★ ★ Hér er á ferðinni danisa- og I söngvamynd, eins og þær gerast beztar frá draumaverk smiðjunni Hollywood. Leik- tjöld, og búningar eru meist aralega vel gerð og stúdíó upptaka frábær. Þá eru dans- og söngvaatriðin skemmtilega | útfærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.