Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAl 1971 5 Skólaslit í verzlunar- deild Verzlun- arskólans 128 nemendur brautskráðir Föstudaginn 30. april s.l. voru 128 nemendur brautskráðir úr 4. bekk Verzlunarskóla Islands við hátíðlega athöfn í samkomusal skólans. Meða! gesta var Björgvin Schram, varaform. Verzlunarráðs íslands, Gísli Einarsson, form. skólanefndar, fulltrúar ýmissa afmælisárganga o.fl. Skólastjóri, dr. Jón Gíslason, minntist í upphafi tveggja ný- látinna velunnara skólans, frú frú Sigriðar J. Bjarnason, sem var meðal fyrstu kennam skól- ans, og Gríms Jónssonar frá Súðavík, fyrrum útvegsbónda og kaupmanns, sem var í fyrsta nemendahópnum, er brautskráð- ur var frá skólanum, árið 1907. Frú Sigriður J. Bjarnason kenndi um langt árabil ensku við skólann. Gat hún sér mikinn og góðan orðstir sem kennari. Faðir frú Sigríðar, Jón Ólafs- son, skáld og ritstjóri, var einn af aðal hvatamönnum að stofnun skólans. Grimur Jónsson frá Súðavík hélt jafnan staðfastri tryggð við Verzlunarskólann og sýndi það bæði í orði og verki við ýmis tækifæri. Er þess skemmst að minnast, að i „Verzlunarskóla blaðið“, sem út kom í febrúar s.L skrifaði hann ágæta grein, sem er órækur vottur þess, hve einlægan vinarhug hinn ágæti frumherji og rammíslenzka kempa bar til skólans. Skólastjóri bað alla viðstadda að rísa úr sætum í virðingar- skyni við minningu þessara tveggja hollvina skólans. Skólastjóri flutti siðan stutta skýrslu um starf skólans s.l. vet ur. Við upphaf skólaárs höfðu verið innritaðir samtals 731 nem andi, 305 piltar og 426 stúlkur. Var þeim skipað í 28 bekkjar- deildir. Er þá talið með nám- skeið i hagnýtum verzlunar- og skrifstofugreinum fyrir gagn- fræðinga. Við skólann störfuðu samtals 46 kennarar, þar af 22 fastráðn- ir. Allt er fræðslustarfið nokkru margbrotnara og erfiðara við- fangs nú vegna þess, að kennt er eftir tveimur námsskrám, með an gamla skipulagið er að hverfa smám saman, en hið nýja að koma i þess stað. Úr 4. bekk voru að þessu sinni brautskráðir 128 nemend- ur. Hlutu 55 I. eink., 54 II. eink. og 19 III. eink. Enn hafa 13 nem endur ekki lokið prófi í 4. bekk að þessu sinni, bæði vegna veik- inda og annarra orsaka. Eftirtaldir nemendur náðu beztum árangri á burtfararprófi úr 4. bekk að þessu sinni: Niels Karlsson, I. eink., 8,93, Pálmi Vigfús Jónsson, I. eink., 8,80 og Margrét Auðunsdóttir I. eink., 8,78. Er skólastjóri hafði gert grein fyrir úrslitum prófa, afhenti hann nemendum verzlunarprófs skírteini sín og sæmdi þá verð- launum, sem fram úr höfðu skar- að. Á námskeiði fyrir gagnfræð- inga var Guðrún H. Bjarnadótt- ir efst, hlaut I. eink., 8,58. Loks ávarpaði skólastjóri brautskráða nemendur með ræðu. Kvað hann því fydgja bæði vanda og vegsemd að vera ungur, ekki ' sízt á vorum við- sjálu tlmum. Brýndi hann fýrir þeim að gera sér sem gleggsta grein fyrir hinni miklu ábyrgð, sem á þeim hvíldi gagnvart landi og þjóð, einkum vegna sí- vaxandi iðnvæðingar. Loks kvöddu sér hljóðs full- trúar nokkurra afmælisárganga. Fyrir hönd 40 ára nemenda tal aði Leifur Guðmundsson for- stjóri. Gáfu þeir félagar peninga upphæð í „Verðlaunasjóð Jóns Sívertsen". Tilgangur sjóðsins er að verðlauna þá, sem skara fram úr í stærðfræði á burtfarar- prófi. Njáll Símonarson, fram- kvæmdastjóri, hafði orð fyrir 30 ára nemendum. Færðu þeir skólanum að gjöf málverk eftir bekkjarsystur sína, listakonuna Guðmundu Andrésdóttur. Af hálfu 25 ára nemenda tal- aði Björgvin Torfason. Gáfu þeir félagar fjárupphæð i „Minningarsjóð nemenda Verzl- unarskóla Islands". Sjóð þenn- an stofnaði einmitt þessi sami ár gangur á 20 ára afmæli sínu. Tilgangur sjóðsins er að efla og viðhalda góðu félagslífi í skól anum svo og að efla nýmæli við kennslu í verzlunardeild skól- ans. Þorvaldur Alfonsson, fram- kvæmdastjóri, hafði orð fyrir 20 ára nemendum, sem gáfu f jár- upphæð í „Minningarsjóð Inga Þ. Gislasonar." Ólafur Nilsson, lögg. endur- skoðandi, hafði orð fyrir 15 ára nemendum, sem gáfu peninga- upphæð í „Styrktarsjóð Nem- endasambands Verzlunarskóla Islands." Orð fyrir 10 ára nemendum hafði Sveinn Kjartansson, verzl- unarmaður. Gáfu þeir félagar peningaupphæð, sem varið skyldi til kaupa á handbókum fyrir kennarastofuna. Skólastjóri þakkaði að lokum ræðumönnum fyrir hlý orð í garð skólans og starfsliðs hans fyrr og siðar og fyrir hinar rausnarlegu gjafir tii styrkt- ar ýmsum nauðsynjamálum skól- ans. Vinarhugur gamalla nem- enda og vakandi áhugi þeirra á málefnum skólans á líðandi stund væri mikill stuðningur og örvun fyrir þá, sem við hann störfuðu.- Hóf Nemendasambands Verzlunarskóla íslands að Hótel Sögu. Að kvöldi 30. april efndi nem- endasamband skólans til mann- fagnaðar að Hótel Sögu. Valgarð Briem, lögfræðingur, stýrði hóf- inu, sem var mjög f jölmennt. Margar og snjallar ræður voru fluttar, þar sem blandað- ist saman gaman og alvara og mörgum gömlum minningum skaut skyndilega upp. Kristinn kaupmaður Einars- son, brautskráður árið 1916, flutti ræðu, sem gneistaði af fjöri og skemmtilegum hugdett- um. Kristinn er ættaður frá Hjalla í Ölfusi, sem kunnugt er. Höfðu foreldrar hans ráðizt í að láta skrá hann nemanda í und- irbúningsdeild Verzlunarskóla íslands. En nokkru síðar bárust austur yfir Fjall fregnir um, að stríð hefði brotizt út í Evrópu. Fylltust þá margir nokkrum ugg, enda kvað kerling ein í Ölfus- inu svo að orði: „Það er ég viss um, að þeir hætta ekki í þessu stríði, fyrr en þeir hafa drepið mann.“ —• Helzt voru foreldrar Kristins þá að hugsa um að láta strika hann út af nemendaskrá Verzlunarskólans. En rétt á eft- ir kom önnur frétt austur yfir Hellisheiði: Smjörið hafði hækk að í verði. Þá dugði ekkert hik lengur. Kristinn skyldi fara I Verzlunarskólann. Aðrir ræðumeim voru Gunnar Petersen, skrifstofumaður, Björgvin Torfason, skrifstofu- maður, frú Hafdís Hlíf Sigur- björnsdóttir, Sveinn Kjartans- son, verzlunarmaður og frú Gerður Pálmadóttir. Að lokum flutti skólastjóri, dr. Jón Gíslason, stutt ávarp. Þakkaði hann mörg vinsamleg orð, sem um skólann og kenn- arana hefðu verið sögð. Að loknu borðhaldi gekk I salinn fylktu liði hinn fríði hóp- ur, sem brautskráður hafði ver- ið fyrr um daginn. Verzlunar- prófsnemendur ávarpaði Krist- inn Hallsson, óperusöngvaxi, og bauð hina ungu menn og konur velkomin í nemendasamband skólans. Einn úr hópi nemenda, Hilmar B. Baldursson, þakkaði fyrir hönd bekkjarsystkina sinna. Síðan var dans stiginn af miklu fjöri og með almennri þátt töku allra aldursflokka. Framtíðarstarf Trésmiður eða laghentur maður óskast í uppsetningu á bílskúrshurðum. GLUGGASMIÐJAN, Síðumúla 20. Sölumannadeild Hádegisverðarfundur Næsti fundur deildarinnar verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 8. maí klukkan 12.15. Gestur fundarins verður ERLENDUR EINARSSON. forstjóri, og nefnir hann erindi sitt: SÍS og sölumálin. Félagar eru hvattir til að bjóða gestum. Athugið! Síðasti fundur vetrarins. STJÓRNIN. Ve/ varið hús fagnar vori.... VITRETEX heitir plastmálningm frá SL/PPFÉLAG/NU. Hún ver steinveggi gegn vatnsveðrum haustsins og frosthörkum vetrarins. V/TRETEX p/astmá/ning myndar óvenju sterka húð. Hún hefur því framúrskarandi veðrunarþol. Samt sem áður „andar" veggurinn út um V/TRETEX plastmálningu. Munið nafnið VITRETEX það er miki/vægt — því: endingin vex með V/TRETEX Framleiðandi á íslandi: S/ippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjód Dugguvogi — Símar 33433 og 33414

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.