Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. MAl 1971 30 Rey k j a víkurmótið: EnnhefurFram ekki fengið mark á sig Sigraði Ármann 5-0 og hefur nú forystu í mótinu Southampton sigraði 6:0 Nokkrir leikir fóoru fram í eneku knattspymunini í íyrrakvöld. Úrslit þeirra urðu: 1. DEILD: Southampton — Crystal P. 6:0 2. DEILD: Luton — Cardiff 3:0 3. DEILD: Aston Villa — Reading 2:1 Preston N.end —- Rotherham 3:0 Swansea '— Halifax 3:1 4. DEILD: Girimsby — Grewe 2:0 Hann sat eins og venjulega fyrir framan sjónvarpið og horfði á knattspyrnu. Svo hrópaði hann: „Skjóttu fíflið þitt.“ — Og þá skaut ég. Sigurður Geirdal afhendir sigurvegurunum verðlaun sfn. Lengst til vinstri er Ágúst Ásgeirsson, ÍR, sem keppti þarna sem gest»r, f miðið er Gunnar Snorrason og lengst til haegri er Ragnar Sigurjónsson. FRAMARAR unnu fremur auð- veldan sigur yfir Ármenningum í Reykjavíkiirmótinu i fyrra- kvöld, og hafa nú náð öruggri forystu í mótinu, leikið þrjá leiki og unnið þá alla. Og það sem meira er, í þessum leikjum hafa Framarar ekkert mark fengið á sig, og talar það sinu máli n traustleika varnar liðsins, sem örugglega er sú bezta sem fslenzkt lið hefur yfir að ráða þessa dagana. Leikur Fram og Ármanns var heldur leiðinlegur á að horfa og fátt um skemmtileg atvik. 1 hálfleik hafði Fram skorað tvö mörk. Það fyrra gerði hinn marksækni Kristinn Jörundsson, eftir að Marteinn Geirsson hafði spyrnt beint á markvörð Ár- menninga úr vítaspyrnu. Voru vamarmenn Ármanns of seinir að átta sig á því hvað gerzt hafði, en Kristinn brá hins veg- ar fljótt við og átti auðvelt með að renna boltanum í netið. Ör- skömmu síðar skoraði svo Fram sitt annað mark og var þar Arn- ar Guðlaugsson að verki, en mestan heiðurinn að því marki átti Kristinn Jörundsson, sem hafði einleikið upp undir víta- teig Ármanns og skotið þaðan. Markvörður Ármenninganna hélt ekki boltanum, sem barst íyrir fætur Arnar, og var þá eftirleikur auðveldur. 1 síðari hálfleik léku Framar- ar undan golunni, og sóttu held- ur meira, þótt ekki fengju þeir tækifæri til markskota lengi vel. Var leikurinn heldur slakur á þessu tímabili, og virtist svo sem Ármenningar ætluðu að verjast fleiri mörkurn. Loks á 34. mínútu kom þriðja markið. Það gerði Kristinn Jör- undsson, sem reyndar var þá orðinn meiddur og fór út af skömmu síðar. Átti pilturinn, sem kom inn í hans stað, Ágúst Guðmundsson, eftir að skora tvö mörk í leiknum og innsigla stórsigur Fram. Engin glæsi- bragur var yfir þessum mörk- um, þar sem bæði komu úr þvögu sem hafði myndazt fyr- ir framan mark Ármanns, þar sem boltinn gekk mótherjanna á milli. Mikið má vera ef Fram vinn- ur ekki þetta Reykjavíkurmót með fullu húsi stiga. Vörn liðs- ins er mjög góð og reyna þar flestir leikmennirnir að byggja upp, er þeir losa sig við bolt- ann. Og einhvern veginn hefur maður það einnig á tilfinning- unni að framlína liðsins sé til alls líkleg, þegar hún finnur neistann, sem ekki er hægt að segja að hafi gerzt í þessum leik, þrátt fyrir mörkin fimm. Framlína Ármannsliðsins virð- ist vera fremur slök, en fram- varðaliðið hins vegar sterkasta lið liðsins. 1 Ármannsliðinu eru margir mjög efnilegir knatt- spyrnumenn, en sennilega eru þeir ekki í nógu góðri æfingu ennþá. Guðmundur Haraldsson dæmdi leikinn mjög vel. Þarna var markvörður Ármenninga heppinn. Erlendur Magnússon átti fast skot af stuttu færi á Ármannsmarkið. Boltinn lenti í markverðinum, og aftur fyrir hann. En hann var fijótur að átta sig og snúa sér vlð og á siðasta atignabliki tókst honum að spyrna boltanum fram hjá. Ljósm. Mbl.: Sveinn Þorm.) Met 1 golfkeppni! Góð þátttaka í víða- vangshlaupi UBK — Ágúst Ásgeirsson sigraði 3. Ragruar Sigurj.ss., UBK 6.13.1 4. Viðar Toreid, Noregi 6.27.0 5. Níels Níelsson, KR 6.27.9 6. Bjarki Bjamasom, Aft.e. 6.32.3 í öðrum flokkum urðu fyrstir: FL. KVENNA 1. Ragnh. Pálsd., Stjömuntni 4.46 2. Anna Haraldsdóttir, ÍR 5.10 Sveinn Eiríksson sigraði af öryggi í þessari keppni. Komst hann hringina tvo (18 holur) eins eg „parið" og forgjöfin áætla og til viðbótar lauk hann 2 hol- um á þriðja hring. Hefur aldrei náðst svo góður árangur i þess- ari íyrstu keppni hvers sumars. LAUGARDAGINN 1. maí fóru fram í Kópavogi þrjú víðavangs- hlaup á vegum Ungmennafélags- ins Breiðabliks. Allgóð þátttaka var í hlaupunum eða samtals nokkuð á annað hundrað manns. í flokki fullorðinna var keppn- in geysihörð milli Kópavogs- mannanna, Gunnars Snorrason- ar og Ragnars Sigurjónssonar og ÍR-ingsins Ágústs Ásgeirssonar. Komu þeir allir í einum hnapp að endamarkinu, en Ágúst reynd- ist þó aðeins sterkari en hinir á síðiistu metrunum. Lions-klúbbur Kópavogs hef- ur gefið. fagran verðlaunagrip sem Kópavogsmernn keppa um imnbyrðis. Guniniar Snorrason handhafi verðlaunagripsine frá síðasta ári vann hanm nú í anmað sinn. Böð fyrstu manma í hlaupimu varð sem hér segir: 1. Ágúst Ásgeiirssom, lR 6.10.6 2. Gunnar Snorrason UBK 6.12.0 FL. F. 1956 OG ’57 1. Þorlákur Jónissom 3.57.3 2. Sigurður P. Sigmundss. 4.01.8 F. 1958 1. Sigurjón Rannversson 4.09.8 2. Kriistján Gunmarsson 4.11.7 F. 1959 1. Hilimar Hreinsson 2.13.6 2. Trausti Sveimsson 2.17.7 F. 1960 1. Guðmundur Geirdal 2.17.0 2. Alexander Þórisson 2.18.7 F. 1961 1. Benedikt Þ. Guðlm.ss. 2.15.0 2. Magnús Haraldsson 2.19.1 F. 1962 1. Helgi Bentsisom 2.37.0 2. Sigurlaug Guðmundsd. 2.45.7 F. 1963 OG YNGRI 1. Asmundur Ásmundssom 2.49.0 2. Atli Páknasom 2.56.9 FYRSTA golfkeppnin hjá Golf- kiúbbi Ness á sumrinu var háð um s.l. helgi. Var það svonefnd Flaggakeppni, sem fer fram með sérstöku sniði. Hver keppandi leggur upp frá skálanum með ákveðinn höggafjölda í vega- nesti. Er það „par“ vallarins að viðbættri forgjöf hvers þátttak- anda. Stendur síðan keppnin um það að komast sem iengst, hver á sínu veganesti Annar varð Kjartan L. Páls- son. Sló hann 2 högg á 1. holu á þriðja hring. Þriðji varð Óli B. Jónsson. Hann sló eitt högg á 1. holu í þriðja hring. Bezti árangur fram að afreki Sveins nú er 1 högg slegið á 2. holu í 3. hring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.