Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAl 1971 Llewllyn væri búin ýmsu forn- legu skrauti, þá vildi hann ekki láta hina forstjórana sýna of mörg merki rikidæmisins. Það orkaði óheppilega á hluthafana, sem voru vanir að gretta sig við öllum ónauðsynlegum útgjöldum og kusu heldur ágóðahlut en Picassomálverk. Lloyd Llewellyn III kaus helzt að lesa fyrir stand- andi eða öllu heldur gangandi um gólf og það var hvimleiður siður vegna þess að þá hlaut hann að snúa undan helminginn af tímanum, og þá var erfitt að heyra til hans. En hann las nú samt vel fyrir, og Nancy heyrði vel, og að nokkrum mínútum liðnum kenndi hún ekki neins taugaóstyrks. Hann hafði talað um fáein bréf, en hann hélt nú samt áfram að lesa fyrir alveg til hádegis. Verksmiðjan hafði fjölbreytta framleiðslu. Mest af henni var sitt af hverju varðandi útvarp og sjónvarp, en svo var líka ým- islegt annað. Þama var bæði unnið úr plasti og málmi, og þar eð Nancy kunni þegar flest tækniorðin og kunni að stafa þau, veittist henni ekkert erfitt að skrifa þau niður og lesa úr þeim á eftir. — Jæja, þá var það ekki meira, sagði hann loksins. — Haldið þér að þér getið haft þau tilbúin um klukkan hálf fimm? — Já. En á ég að vélrita þau hérna eða i salnum? — Vitanlega héma — við borðið hennar ungfrú Bames. Spegill spegill herm þú mér.. Spegillinn er harðasti gagnrýnandi þeirra, sem bera umhyggju fyrir útliti sínu, en hann getur líka verið aðstoð við persónulega snyrtingu, sem hæfir yður sérstaklega. INNOXA snyrtivörur eru ómissandi í baráttunni við spegilmyndina. INNOXA úrvalið gerir ráð fyrir mismunandi húð, margvíslegum sérþörfum hvers einstaklings, litarhætti og útliti. INNOXA eru snyrtivörur nútíma konunnar. Reynið INNOXA, — og látið svo spegilinn dæma. Satin Bloom: Litað dagkrem fyrir blandaða og feita húð. Cream Satin: Litað dagkrem fyrir þurra og venjulega húð. Jewelfast: Varalitur. Margir litir. Breytir ekki lit. 3 22 Special: Varalitur fyrir ofnæmiskenndar varir. Margir litir. íö Kynnist úrvalinu hjá INNOXA. ÍNNOXA Eykur yndisþokkann. Þá getið þér líka svarað i sím- ann fyrir mig. Hann leit á hana, eins og í vafa. — Þér skiljið, að þér eigið að fá að vita, hver er að hringja og látið þá svo bíða, þangað til þér vitið, hvort ég er viðlátinn. En gætið þess að spyrja þá ekki um erindið, fyrr en þér vitið og hafið sagt mér, hver er að hringja. Nancy var dálítið uppstökk. — Ég er nú efcki ókurteis venju lega, sagði hún. Hann roðnaði. — Afsakið. Ég ætlaði ekki að gefa í skyn, að . . . en sumar stúlkurnar eru það. Og sjálfur er ég líklega ekki stórum betri. Hann brosti afsak andi . Hann elti hana svo fram í hina skrifstofuna og horfði á hana meðan hún leitaði í skúff- unum og dró fram bréfhausa, kolpappír og afritunarpapp- ir. Hún skammaðist sín hálfgert fyrir þetta uppþot sitt. Hann leit á úrið. Klukkan var yfir tólf. — Hvenær er hádegisverðartíminn hjá yður? o 0 0 o o oooooo ooooo o 2 § ooooooooooo o Þessi tími var breytilegur hjá starfsfólkinu og Nancy sagði, að sinn tími væri klukkan eitt. — Þá ætla ég að fara, en verð kominn aftur klukkan tvö. Hann lokaði ekki dyrunum milli skrifstofanna. Auk þessa ávana síns að ganga um gólf, virtist honum vera lítið um fullkomið næði. Dyrnar milli ytri og innri skrifstofunnar höfðu verið opn ar allan tímann. Nancy sneri sér að bréfunum og óskaði þess heitast, að mega hafa þetta starf til frambúðar, án þess að þurfa að sitja í stóra salnum undir arnaraugum ung- frú Litchgate. Einhvers staðar hlaut ungfrúin að borða hádeg- isverð, en enginn hafði nokkru sinni séð hana gera það. Stúlk- unum í vélritunarsalnum fannst hún alltaf vera þar. Og hún var þar þegar Nancy gekk þar í gegn á leiðinni í kaffistofuna. — Hvemig gekk? Ungfrú Litchgate viidi vita, hvort sér hefði skjátlazt er hún sendi stúlku, sem hafði verið þarna svona skamman tíma, inn til for- stjórans. — Það gekk vel að lesa fyrir og ég á ekki í neinum erfiðleik- um með afskriftina, sagði Nancy. — En hvernig gekk með símann? Það er mjög mikilvægt, skiiurðu. — Já, það voru nú ekki nema fáar hringingar og ég tók nöfn- in og símanúmerin. Það var ekk- ert sérlega erfitt. Klukkan var orðin hálfþrjú þegar Lloyd Llewellyn kom aft ur í skrifstofuna og hún afhenti honum blað með nöfnum og núm erum þeirra, sem höfðu hringt. Hann leit á blaðið. — Þeir hringja ailir aftur nema hr. Ga- vin. Viljið þér ná í hann fyrir mig? Hann lét enn dyrnar standa opnar og Nancy hálfgramdist ef ~266ÖÖ\ al/ir þurfa þak yfir höfudið / M / Fasteignaþjónustan Austursíræti 17 (Silli&Valdi) simi 26600 þetta væri til þess gert, að hann gæti heyrt, hvemig hún svaraði i simann. En hún sá seinna, að þetta gat ekki verið ástæðan, því að hann fór eins að nokkru seinna, þegar Frank Dillon kom stikandi inn, kinkaði kolli vin- gjamlega til hennar og hóf svo samtal, sem hún þóttist vita, að henni væri ekki ætlað að heyra. — Þú vildir tala við mig, Lloyd? — Já. Sjáðu nú til. Hvað legg urðu upp úr þessu? Það varð þögn og Dillon var sýnilega að lesa eitthvað. — Og þetta er bara einn brjál æðingurinn af átján. Ég held ekki, að það sé nein ástæða til að taka neitt mark á því. -— Kannski ekki, en mér fannst það nú samt skrifað í fullri alvöru. Ég er nú ekkert sérlega hræðslugjarn, en ef einhvem langar að skjóta mig, þá vil ég vita hver það er og hvers vegna. Það væri ekki jafn óhugnanlegt, ef hann hefði sett nafnið sitt undir það, en það er bara undirritað „Rétt- læti“. Mér datt í hug, að þú gæt ir sagt mér, hver hefði skrifað það. Nancy vissi vel, að hún átti ekki að vera að hlusta, en hver hefði ekki gert það i hennar sporum? Henni þótti hálfgaman að málrómi hans. Það var greinilegt, að hann var alls ekk ert hræddur, en hann talaði i eitt hvað efablöndnum tón, sem skein út úr spurningin! Hverj- um gæti eiginlega verið illa við mig? — Hótunarbréf eru næstum allt af nafnlaus, Lloyd, en þetta bréf er ekkert vandamál. Dirk McCarthy hlýtur að hafa skrif- að það. —- Aidrei heyrt hann nefnd- an? Hver er hann? Hvað hef ég gert honum, svo að hann vilji skjótamig? —. Þú hefur ekkert gert hon- Óskum að ráða konur til þvottahússtarfa, strax. Upplýsingar í Borgarþvottahúsinu, Borgar- túni 3, eftir klukkan 6. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. JÞú getur vel unnið vel án þess að ofreyna þig, og það liggur mikið eftir þig í dag, ef þú heldur vel á spöðunum. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Vinir og vandamenn eru kröfuharðir við þig og timafrekir. Tvíburarnir, 21. rnaí — 20. júní. Því snyrtilegar, sem þú starfar í dag, þeim mun hagkvæmara fyrir þig og þína í framtíðinni Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú verður að haida þolinmæðinni þótt á móti blási. Ljónið, 23. jtilí — 22. ágúst. Langar áætlanir standa dálítið á sér. Reyndu að sjá til þess að ákefð þín leiði ekki til breytinga, sem eru hroðvirknislega framkvæmdar. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Það, sem þú gerir fyrir aðra, er fyrir sjálfan þig gert. Vogin, 23. september — 22. október. Smáatvik, sem þú stýrir, og á að koma einhverjum á óvart dregur dilk á eftir sér. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóveniber. Þú verður að vinna samvizkusamlega að daglegum verkum, og svo skaltu ekki láta freistast til að taka til við ný verkefni. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Það er heilmikið að gerast í kringum þig, þótt þú fáir litlu komið I verk fyrr en seinna í dag eða með kvöldinu. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú verður fyrst og fremst að Ijúka verki, sem hafið er. Þér gengur betur. ef þú forðast nýjar málaflækjur. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að slcppa daglegum störfum, því að smáatriðin í verki þínu eru ekki í fullu samræmi við það, sem á undan er gengið. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú hefur átt í einhverjum brösum með yngra fólkið, en það lagast allt seinna í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.