Morgunblaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 25
MORGUN BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1973 25 — Hvernig get ég sannfært þtg um það Alli minn, að ég er ekki að látast. — Ég- viðurkenni að þetta hljómar eins og ást, en þú átt eftir að gera þér grein fyrir ýmsum hlutum. 1' "|| rjoCTOO Ift' — Þú ert orðin sjö ára og átt því að vita hvort þetta er sönn ást eða ekki. — Læknirinn sagði að ég ætti aðeins eftir að lifa í sex mánuði, sé þig seinna elskan. — Þessi litla skrýtna tá ger ir það að verkum að þú skuld ar mér 1000 krónur. — Þau mættust í drullupolli og það var ást við fyrstu sýn, þar tU þau þvoðu sér. — Eg hef áhyggjur af syni okkar, hann segist ætla að taka ráðleggingum mínum. Póstkort Kiwanishreyfingarinnar PÓSTKORT MEÐ GOSMYNDUM — gefiö út á vegum Kiwanishreyfingarinnar Á VEGUM Kiwanishrefingarinn- ar í Evrópu fer nú fram víðtæk peningasöfnun til styrktar Vest- mannaeyingum vegna náttúru- hamfaranna á Heimaey. Fjársöfnunin er skipulögð af aðalskrifstofu Kiwanishreyfing- arinnar í Zúrioli í Sviss í sam- ráði við stjórn Kiwanislireyfing- arinnar á Islandi. Tvær peninga- sendingar hafa borizt beint tU isilenzku hreyfingarinnar, önnur frá Austurriki um 50 þús. krón- ur og frá V-Þýzkalandt kr. 23 þús. Islenzkir Kiwanisklúblbar hafa þegar látið nokkm fjárupphæð af hendi til Rauða krossias, og auk þess fer fram alluimfangs- mikil söfnun á vegum hreyfing- arinnar meðal klúbbamna hér á landi og eru þeir peningar lagðir inn á sérstaka sparisjóðsbók við Landsbanka Is'lands. Offsetprcn'tsmiðjan Lithrá hef ir gefið út glæsilegt póstkort í samvinnu við Kiwanishreyfing- una og mun allur ágóði af sölu þessara korta renna óskiptur til hjálparstarfsins. >á hefir Félag bókaverzlana masfct til þess við félagsmenn sína, að þeir selji kort þessi án þess að taka nokk- ur söliulaun. Kiwanishreyfin.gin vilí eindreg- ið hvetja einsta'klinga og fyrir- tæki til að kaupa þessi vönduðu pótkort og styrkja um leið hjálp arstarfið. Sjötugur: Kristján Gunnarsson trésmíðameistari Allit frá upphafi íslandisbyggfi ar, getur sagan margra afreks- manna, en svo eru þeir þar nefndir, er getið hafa sér frægð ar, eða verið i fylkinigarbrjósti á vettvangi þjóðmálanna, í bliíðu og strlðu, og leibt þjóðina fram til sigurs í barátbunnálium hennar. Heiður ber þeim og þakkir um allar aldir. Island hefur einnig ábt, og á marga fleiri afreksmenn, en þá, er hæst ber í sögunni, menn er hafa unnið verk sín í kyirrþey, verið skörungar í sirani stébt, og áunnið sér traust fjölda með- bræðra sinna fyrir dugnað, dyggð og fórnfýsi hvers konar. Einn meðal-þei.rra vormanna er Kristján Gunnarsson trésmiða- meistari á Blönidiuósi. í meira en hálfa öld hefur Kristján Gunnarsson unnið þjóð sinni, með þegnskap miiklium, oft lega án þess að spyrja við upp- haf verks, hve md’kil yrðu daglaun að kveldi. Homum þótti mest um vert, að mannvirkin, er hann skóp væru traust og af listfengi gerð, en þó hófller/i dýr. Svo er þetta enn og mun verða meðan Kristján getur lyft hamri og sög. Ég, sem þetta rita, get gleggst um þetta vitni borið, vegna samstarifs okkar Kristjáns og tang.rar kynningar. Kristjáni Gunnarssyni hefur ætáð verið Ijóst, að kapp er bezt með forsijá, enda rílkur af hvoru tvegigja. Fomar dyiggðir hafa verið Kristjáni í blóð bornar, og þróazt hafa þær jafnt hans eig- in þroskaferii. Kristján Gunnarsson er fædd ur að Krossi í Fellum í Mjóa- firði, 13. febrúar 1903. Ólst Kristján upp með íoreldrum sín um Gunnari Sigfússyni bónda á Krassi og konu hans Önnu Jónsdóttun. Kristján dvaldi með foreldr- um sinum i systikimahópi þar til hann hleypti heimdragamum, tví tugur að aldri. Fór Kristján þá til Reykjavíkur og hóf nám í Iðnskóla Islandis, jafnframt verklegu námi. Vann hann sem verknemi, þar til hann lauk sveinsprófi, með ágæti® vitnis- burði árið 1930. Meistararétt- indi hliaut Kristján nokknum ár- um seinna. Krástján rak eigið verkstæði mörg ár, er annaðist vandaðar inn.réttimgar ibúða. Þá vann Kristján og að byggimgu húsa af ýmsum stærðum og gerðum, þ. á m. við bygg.imigiu Háskól'a Is- landis, og margar fleiri stórbygg imgar vann hann við. Árið 1946 var mjög happa- sælt fyrir Blöndiuóiskauptún. Þá var búið að byggja kjallara bamaskólahússins og grunn lteikfimissalarins á Blönduósi. Og nú vantaði vel færan bygg- ingameistara til að halda áfram verkimu og helzt ljúka bygging unni á sem allra skemimstum tima. Þá var og ákiveðið að reisa hús fyrir Mjölkursamsöliuna. Var þá leitað eftir bygginga- meistara í Reykjavík tál þess að taka að sér þessar byggimg- aa Heppnin var með. Við femg- um Kristján Gunnarsson í starf ið. Hann hafði og ágætustu með mæli og þau reyndiust sönn. Kristján kom til Blöndiuóss vor- ið 1946 og tök þegar til starfa við báðar mefndar byggingar. Barnaskólah úsið á Blönduósi er altaikið hús, í því eru m.a. fjórar rúrmgóðar kennslustoifur og nokkur minni henbergi, og leikfimissalurinn við húsið er um 120 fermetrar, auk búnimgs- herbergja og baða. Þessa er get ið hér til að sýna, hve mi'kið verk var hér um að ræða. Því var lokið á mettíma, þ.e. húsið var fulilgert í ársbyrjun 1947. Hús mjölkursarmsölunnar var og fullgert seint sama ár. Þetta eru afrek, sem þvl miður eru fá tíð nú siíðustu ár. Á þessum fyrr töldu árum var mjög torsótt að fá margs konar byggingarefni, helzt var að leita þess í Reýkjavík, og ti’l leitarinnar þurfti þaul'kunnuga menn og vimmanga. Af eigin raun kynntist ég því, að Krist- jáni Gunnarssy-ni stóðu aMar dyr opnar i höfuðborgimni til hvers konar fyrirgneiðsliu í þessu efni. Vegina vinsæMa Krist jáns höfðum við erindi sem erf- ið, er við lögðuim leið okkar td'l höfluðstaðarins í nefndum erind- um. HoMvætítir voru okkur Blönduósingum hliðholldr. Krist ján tök sér bólfestu hjá okbur. Árið 1947 stofnaði hann ásamt Blönduósshreppi og Kaupfél. Húnvetnmga trésm&ðaverk- stæðið Stáganda h.f., er Krist- ján hefur rekið síðan, með mik- illii reisn, svo blómgazt hefur æ betiur rmeð hiverjo ári. Svo fler jafinan, þegiar samslumgin stjórn semi, duignaður og hygigindi enu með í flörum. Kristján hefur jafnan 5—6 fasta starfsmenn í þjómusitu sinni, en á ýmsum tíimum fleini!, þegar mikil byggingavinna er fyrir hendi. Hann hefur byggt mörg hús á Biiönduósi, stór og smá, m.a. byg.gði hann hverffi húsa við Kvennaskólann, og byggði einnig við gamia skóla- húsið og endurbætti það sjáLflt. Þá hefur Kristján og reist hús á mörgum sveitatoýlum, víðs veg ar um héraðið. Þetta allt eru af- rek, er seint fyrnast þeim ' er njóta. Vimsiæll er Kristján meðal starfsmanna sinnia, t.d. hafa tveir ágætir smiðir starfað hjá homum samfleytt um tvo ára- tugi. Útskrifað hefur Kristján marga iðnaðarmenn, og nokkrir þeirra reka nú trésmiðaverk- stæði á Blönduósi. Kvæntur er Kri-stján Val- gerði Þortojörnsdöttur Jóhannes sonar frá Stafholtsveggjum í Borgarfirði. Frú Valgerður er ágætis kona, góð móðir barma sinna og fyrinmyndar húsmóðir, hún hefur og prýtt heimilli þeirra hjóna smekklega og að- Laðandi. Þau Kristján og VaiL- gerður eiga þrjá syni: Þormar, Hiimar og Sigurð. Þormar er verkamaður, Hilrnar trésmiður, vinna báðir hjá Stíganda, en Sigurður vinnur í Búnaðair- banka Isl. á Blönduósi. Frá fyrra hjónabandi á Krist ján Gunnarsson fjögur börn: Þórir matsveinn í Reykjavik, Hreinn trésmiður Hvammstanga Hrefna, frú Reykjavík og Hanna frú Eskifirði. Ölil enu börnim vel gefin, greind vel, dugleg og dyggðug. Blönduósingar eiiga mikla þakkarskuld að gjalda Krist- jáni Gunnarssyni og heimilí hans og fjölskyfidu. Ég er viiss um að þá skuld vilja þeir af heil um hug borga, á einn eða amm- an hátt, þó sliik skuld geti aldrei orðið, nema að liitítu teyti greidd. Við hjónin þökkum Kristjámi Gunnarssyni fyrir ágæta kynn- imgu og einlæga vináttu, svo og komu hans og bömum, með ósk um heila og heiða framtið þeim til handa. Þá vonum við að Blönduós- ingar og Húnaþing aMlt megl enn lemgi njóta starfs Kristjáms stjórnsemi hans og hygginda. Stgr. Davíðsson. Höfum flutt skrifstofur og alla starfsemi okkar aö Suðurlandsbraut 20 - Sími 86633 Varahlutir í flestar geröir bíla. BMW varahlutir. Renault varahlutir. Viögeröarverkstæöi. Kristinn Guðnason hf., Suðurlandsbraut 20, sími 86633.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.