Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 288. tbl. 60. árg. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stöðvast fiskiflotinn um áramót? Landsamband (slenzkra útvegsmanna hefur ákveðið að stöðva alla útgerð báta og togara um áramótin, verði rekstrargrundvöllur útgerð- arinnar ekki tryggður á árinu 1974. Alyktun um þessa stöðvun var í gær samþykkt einróma á stjórnarfundi LlÚ, en hún er í samræmi við samþykkt aðalfundar Landssambandsins, sem haldinn var f haust. Framhaldsaðalfundur hefur verið boðaður 4. janúar næstkomandi. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá LIÚ, sem er svohljóðandi: Frá setningu friðarráðstefnu landanna fyrir botni Miðjarðarhafs f höll Þjóðabandalagsins gamla f Genf í gær. Eftir nokkurt þóf tökst samkomulag um þá röðun á sætunum sem myndin sýnir. Autt borð Sýrlendinga er fremst fyrir miðju en sfðan koma borð sendinefnda Jórdanfu, Bandarfkjanna, Egyptalands, Sameinuðu þjóðanna, Israels og Sovétrfkjanna. Sjá frétt neðar á sfðunni. „I framhaldi af samþykkt aðal- fundar L.Í.Ú. í haust, samþykkir stjórn L.I.Ú., að útgerð báta og togara hefjist ekki eftir næstu áramót, fyrr en tryggður hefur verið rekstrargrundvöllur fyrir útgerðina á árinu 1974. Fundurinn felur einstökum út- vegsmannafélögum að sjá um framkvæmd þessarar stöðvunar. Fundurinn samþykkir að boða til framhaldsaðalfundar í Reykja- vfk 4. janúar 1974.“ Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna, sagði i viðtali við Mbl. i gær, að vandamál útgerðarinnar væru fyrst og fremst vegna gífur- legrar olíuverðhækkunar, en einnig hækkuðu öll veiðarfæri mjög, þar sem framleiðsla þeirra hráefna, sem til veiðarfæranna væri notuð, væri mjög nátengd olíu. I þriðja lagi sagði Kristján að allur tilkostnaður innanlands hefði hækkað mjög vegna verð- bólgunnar í landinu. T.d. hefði allt viðhald hækkað mjög, hækk- anir hefðu orðið vegna visitölu o.s.frv. Þá hefðu sjómenn og lagt fram miklar kaupkröfur 18. des- ember, en sökum þess hve skammt er síðan þær hefðu verið Iagðar fram, hefði ekki unnizt tími til þess að kanna þær. Alit fastaráðs NATO: Þá reyndi Morgunblaðið í gær að ná í sjávarútvegsráðherra, Lúð Ekkert getur komið 1 vík Jósepsson, til þess að spyrja hann að því, hvað rikisstjórnin hygðist gera til þess að leysa þennan aðsteðjandi vanda, en án árangurs. stað Islands stætt hernaðarlegt gildi sökum landfræðilegrar legu landsins, sem gefur einstæða möguleika til eftirlits með flugi og flota- hreyfingum á N-Atlantshafi. Staða Islands hvað þetta snertir CaDey synjað Brússel 21. des. einkaskeyti til Mbl. frá C.M. Thorngren. Areiðanlegar heimildir innan Fastaráðs Atlantshafsbandalags- ins í Brussel hermdu í dag, að nokkurs kvfðboga gætti hjá ráða- mönnum NATO um lausn á ágreiningi Bandarfkjamanna og tslendinga um varnarstöð NATO á Keflavíkurflugvelli. Viðræður Viðbúnaður við útför Blancos [ Sjá mynd á bls. 17. ] hrópuð gegn róttækum vinstri- sinnum. um málið eiga, sem kunnugt er, að hefjast á ný eftir áramótin. Á fundi utanrikisráðherra NATO fyrr i þessum mánuði sagði Einar Ágústsson utanríkisráð- herra íslands í ræðu sinni, að 3 möguleikar væru fyrir hendi varðandi varnarstöðina. 1. óbreytt ástand, 2. alger brottflutningur bandariskra hermanna og 3. að óbreyttir borgarar annist rekstur stöðvarinnar. Innan NATO er það von manna, að samkomulag verði um óbreytt ástand. Afstaða NATO til málsins er sem hér segir: Island hefur ein- hefur orðið mun mikilvægari á undanförnum árum samfara stór- auknum flotastyrk Sovétríkjanna og auknum siglingum á þessum slóðum. Sovétríkin sækjast mjög eftir því, að ná yfirburðastöðu á hafinu og það leikur enginn vafi á því, að í þvf sambandi er ísland þeim mjög mikilvægt. Menn verða því að vera á verði gegn hættunni á að valdajafn- vægið í N-Evrópu raskist. Vilji ísland halda óbreyttri stöðu sinni má þetta valdajafnvægi ekki breytast. Ef þetta jafnvægi breytist, gæti Framhald á bls. 20. Washington, 21. desember. NTB. HERAFRVJÚNARDÓMSTOLL- INN í Washington staðfesti í dag 20 ára fangelsisdóm William Calleys lautinants fyrir vísvit- andi morð á að minnsta kosti 22 suður-víetnömskum borgurum í þorpinu My Lai 1969. Sfðan dómnum var áfrýjað fyr- ir 11 vikum hafa dómararnir rannsakað gögn upp á mörg þús- und blaðsfður allt frá því Calley var ákærður fyrir f jórum árum. Dómararnir hafa ekkert fundið sem þeir telja réttlæta ný mála- ferli eða breytingu á dómnum. Madrid, 21. desember. NTB. LlK Luis Carrero Blanco, forsæt- isráðherra Spánar, var í dag lagt til hinztu hvfldar í litlum kirkju- garði f útjaðri Madrid. I líkfylgdinni voru Juan Carlos prins, ríkisarfi Spánar, fulltrúar margra erlendra rfkisstjórn, en ekki Francisco Franco rfkisleið- togi og enginn samstarfsmanna hans. Franco er sagður hafa fengið snert af inflúensu, en kunnugir benda á, að hann hafi aldrei verið viðstaddur jarðarfarir samstarfs- manna sinna. Strangar öryggisráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir óeirðir. Rúmlega 10.000 manns stóðu við götur sem líkfylgdin fór um. Baska-samtökin ETA, sem berj- ast fyrir aðskilnaði Baskahérað- anna, hafa lýst sig ábyrg á morði Carrero Blanco. Margir báru spjöld eða borða þar sem samtök- in voru fordæmd. Vígorð voru Leyniskyttur og lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu á húsaþök- um og margar þyrlur sveimuðu yfir borgina, en ekki dró til tíð- inda. Ýmsir heilsuðu að sið falangista og sumir sungu bar- áttusöng þeirra. Samtök Baska segja, að Carrero Blanco hafi verið veginn til þess að hefna þess, að nfu Baskarféllu nýlega í skotbardaga við lögregl- una samkvæmt ýfirlýsingu sem franska blaðið ,,Sud-Ouest“ fékk frá ETA. Auk þess var Carrero Blanco kallaður einn fremsti fulltrúi stjórnar, sem væri fasistfsk og stæði fyir handtökum, pyntingum og manndrápum, og hefði getað tryggt áframhaldandi völd henn- ar. Kunnugir telja, að morðið leiði til þess, að tökin verði hert á Spáni. Fjölmennt lögreglulið var kallað út strax eftir morðið og þyrlur hafa stöðugt verið á sveimi yfir borginni. Margir hafa verið Framhald á bls. 20. Gagnkvæm klögumál á friðarráðstefnunni Genf, 21. desember. NTB. REIÐILESTÚR og gagnkvæmar ásakanir einkenna fyrstu friðar- ráðstefnuna, sem tsrael og Araba- rfkin hafa haldið eftir aldarfjórð- ungs viðsjár og styrjaldir, þótt hófsemi setti svip sinn á setning- arathöfnina í dag. Abba Eban, utanrikisráðherra Israels, sakaði Sýrlendinga að þeim fjarstöddum, um hrotta- lega meðferð á ísraelskum stríðs- föngum og likti meðferðinni við morð nasista á Gyðingum í Au- chwitz i síðari héimsstyrjöldinni. Ismael Fahmy, utanríkisráð- herra Egyptalands, svaraði með þvi að saka Eban um að sviðsetja sjónarspil og las upp sundurliðað- ar ásakanir um árásir og hefndar- aðgerðir, sem ísraeí hefði staðið fyrir. Ráðstefnan gengur fljótar fyrir sig en búizt var við. Aðeins Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og utan- rikisráðherra Bandaríkjanna og Svoétríkjanna áttu að tala í dag, en auk þeirra töluðu utanríkisráð- herrar Egyptalands, Israels og Jórdaniu, sem áttu að tala á morg- un. Abba Eban hélt uppi eldheitri vörn fyrir tilverurétti Israel að baki tryggum og öruggum landa- mærum og bauð fram samstarf á sviði efnahagsmála og stjórnmála við nágrannaríkin fyrir botni Mið- jarðarhafs. Hann sagði, að Jerú- salem hefði verið sameinuð ,,að eilífu". Ismail Fahmy sagði, að ræða Ebans hefði verið innlegg i bar- áttuna fyrir þingkosningarnar, sem fara fram í ísrael 31. desemb- er. Hann sagði, að Eban hefði ekki minnzt einu aukateknu orði á brottflutning frá arabiskum svæðum. Setning ráðstefnunnar í höll Framhald á bls. 20. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.