Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 10
JQ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 Sig. Haukur Guðjónsson skrifar um barna- og unglingabækur Púkarnir á Patró II Höfundur: Kristján Hali- dórsson Myndir: Höfundur Prentun: Prentsmiðjan Edda h.f. Útgefandi: Bókaútgáfan Tálkni. ÞETTA er framhald samnefndar sögu frá í fyrra. Pottormarnir orðnir eldri og leikvöllur þeirra því a3 nokkuð annar en á5ur. Mér fellur betur við þá á þessu skeiði en fyrr, og höfundi tekst líka bet ur upp, þetta eru sannari persón- ur, mennskari. Sögusviðið eru dagar sundiðkana og margt gera strákarnir sér til dundurs, sem skemmta mun lesandanum. Still höfundar er yfirleitt góður, það góður, að ég skil ekki, hví hann treystir honum ekki t.þ.a. koma efninu til skila. Hér á ég við þann misskilning, að börnunum hæfi bezt barnamál. Bækur eru einum þræði til þess að læra af þeim málið, og því þarf það að vanda. Það gerir höfundur Iíka mikilum mun betur en í fyrri sögunni, og þegar 3ja bókin kemur, þá verður málið orðið gott, það er spá mín. Enn vantar svolítið á: Ljótt finnst mér: „sneisafullur af sögum“ (10) „ætti ekki fullt af sendibréf- um“ (24); *,,Við veiddum heila hrúgu af sverum drjólum" (35); ...kreppa á þér slútakrumluna utan um glottið.. “ (108). Ég veit að þetta er allt sagt, en ég veit líka, að höfundur getur sagt sögu án þess að nota svona leikvalla- mál, getur gætt persónur sínar lífi án þess að gera þær óhreinar um munninn. Skemmtilegasta persónan, að mínum dómi, er lygalaupurinn og draumóraprinsinn Hansen gamli. Frásögn hans kom stráknum í mikinn vanda. En sleppum þvi, leyfum sögunni sjálfri að tala. Myndir höfundar eru langt frá góðar, teiknari er hann hreint ekki. Villur ekki alvarlegar, helzt orðið „flixur" á fyrstu siðunni. Þetta hlýtur að vera slys. Ég þakka höfundi fyrir, að hann gerði þess bók miklu betur en hina fyrri, og ég spái, að margur snáðinn hafi gaman af að stauta sig í gegnum hana. Prentun góð. Áróra og Sókrates. Höfundur: Anne-Cath. Vestly Myndir: Johan Vestly. Prentun: Prentsmiðjan Edda hf. Útgefandi: Iðunn. Söguhetjan er Aróra og henni við hlið Sókrates, bróðir hennar. Bókin er framhald fyrri sagna um hana, óg enn sem fyrr tekst höf- undi bráðvel, svo vel, að bókin verður meðal beztu barnabóka. Pabbinn er eldabuskan, því að mamman vinnur úti, við lögfræði- störf. Þar kemur, að pabbinn þarfnast næðis frá húsverkunum t.þ.a. ljúka doktorsprófi. 1 þessum þætti finnst mér höfundur gera of lítið úr mömmunni, alltof, alltof lítið. Sjálfelska hennar særir Áróru, hellir myrkri yfir þau systkinin. Vandamálið fær þó far- sælan endi, og lífið fellur í eðlileg- an farveg á ný Margt skemmtilegt gerist, amm- an tekur próf í bifreiðaakstri eftir að hafa þrælazt á bifreið kennar- ans í yfir 200 tíma, pabbi fær stöðu við háskóla, og margt, margt fleira ber við. Bezt finnst mér höfundi takast, er hann lætur Aróru fela stöllu sína i klæðaskáp, og eins, er hún hellir úr skálum reiði sinnar yfir andmælandann við doktors- vörn föður síns. Þýðingin mjög góð, og eins allur frágangur. Þetta er því prýðisbók. Stúfur í Glæsibæ. Höfundur: Anne-Cath. Vestl.v Myndir: Johan Vestlv Þýðing: Stefán Sigurðsson Prentun: Prentsmiðjan Eddah.f. Útgefandi: Iðunn. Ein af þessum elskulegu barna- bókum, bókum sem jafnt hæfa krökkum og öfum. Fyrst kemur það til, að söguhetjan Litli-bróðir, er einn af þessum heilbrígðu drengjum, sem er að vaxa til, manns. Hann-er kannski svolítið einn, P’ilipus, bróðir hans, er tals- vert eldri og mamma og pabbi hafa nóg að bjástra. En litlibróðir a' vin, Litla-Stúf, telgdan vin, og við hann getur hnokkinn rætt gátur dagsins. Það gefur auga leið, að Litli-Stúfur á föður og móður, eins og Litli-bróðir, en hann á líka afa og þvf getur hinn ekki stært sig af. Sagan hefst á því, að fjölskyldan er að flytja í riýtt umhverfi, til Glæsibæjar. Þar þekkir Litli-bróðir engan og í fvrstu finnst honum fátt um stað- inn. Hann er svolítið hræddur og kemur rúmi sínu í nálægð stóra bróður. En nýi staðurinn tekur honum vel, hann hittir Magnús, granna sinn, og fjölskyldan mætir alls staðar brosum. Margt skemmtilegt drífur á daga Litla- Stúfs og Litla-bróður, en bezt finnst mér höfundi takast, er hann lætur snáðann rogást með skó fjölskyldunnar til þess að gleðja vin sinn, skósmiðinn, hand- an götunnar. Myndin sú er bráð- snjöll eins upphaf sögunnar, þar sem Litli-bróðir ræðir við gamla tréð og lærir, að sá sem rótum hefir skotið er tregur til flutn- ings. Höfundur kann til verka, og með sérstæðum töfrum líður sagan án boðfalla, lygn, seiðandi. Þú þekkir drenginn úr þínu eigin lifi. þýðingin er mjög góð, málið lipurt og tært. Myndir bókar- prýði. Allur frágangur bókarinn- ar er til fyrirmyndar. Þökk fyrir elskulegt verk. Barbapapa Höfundar: Annette Tison og Talus Taylor Þýðing: Anna Valdimars- dóttir Prentun í Belgíu Útgefandi: Iðunn Þetta eru myndabækur fyrir hina yngstu lesendur. Myndirnar eru vel gerðar, söguhetjan undra- skepna, sem er þeirrar náttúru, að hún tekur á sig gervi allt eftir því, hvers hún þarfnast, stundum agnarsmá, stundum ferleg og há. Pétur vinur hennar kemst fyrst í verulegan vanda, er hann fær að vita hjá dýralækninum, að vinur hans þarfnast kvendýrs. Þeir leita yfir höf, ferðast meira að segja milli hnatta, en allt án árangurs. En undrið gerist, úr garði Péturs vex frú Barbámamma. En af hverju var nafnið þýtt? Til hálfs hjá frúnni og krökkun- um, en alls ekki nafn bóndans. Þetta skil ég ekki, og mér fellur miður, því að Barbapapa er hreint skripayrðí í íslenzku. Ég hefði og kosið, að áletranir á myndum hefðu verið færðar til íslenzks máls. Tæknilega mjög auðvelt. Sé ekki betur en hér sé á ferð fyrirburðir en ekki fullfrágengn- ar bækur. Prentun er góð. Höfundur: Noel Streat- field Þýðandi: Jóhanna Sveins- dóttir Setning: Prentstofa G. Benediktssonar Prentun: Viðey h.f. Bókband: Arnarfell h.f. Útgefandi: Bókaútgáfan Örn og Örlygur h.f. TVÆR systur búa við ólik kjör. önnur lifir kyrrlátu lífi með börn- um sínum og manni, streðar til « þess að leggja börnum sínum veg inn í framtíðarlandið. Hún baðar sig í geislum stundar — lýðhylli, telur pels og klapp menntun dóttur sinnar meira virði. Ur heimum þessum tveim eru börnin teidd, sem sagan snýst um. Emma heldur í umsjá móðursystur sinnar, deilir kjörum með fjöl- skyldunni, meðan móðir hennar hefir ekki tíma til að sinna henni. Höfundi tekst mjög vel, er hann lýsir, hvernig Emma, hol og sjálfselsk, bregzt við hinum nýja heimi. Smátt og smátt lærir hún, að hún er ekki ein í heimi hér, líka það, að hamingjan fæst ekki fyrir peninga, heldur í gjöf af sjálfum sér. Þetta erhugljúf saga fyrir telp- ur. Þýðingin hefir tekizt mæta vel, er létt og lipur. Prentun og allur frágangur bókarinnar sér- lega góður, útgáfunni til sóma. BÓKMENNTIR skrifar Afburðamenn og örlaga- valdar Utgefandi: Ægisútgáfan. Þýðandi: Bárður Jakobsson. A síðasta ári sendi Ægisúlgáfan frá sér bókina Afburðamenn og örlagavaldar I. Sú bók mun hafa hlotið allgóðar víðtökur og nú er komið út II bindi af ritinu, sem fjallar, eins og hið fyrra, um tuttugu mikilmenni sögunnar. A bókarkápu eru taldir upp þeir menn, sem bókin fjallar um, og hlýtur sú upittulning ein sam- an að vekja áhuga. Æviþættir manna frá ýmsum skeiðunt sög- unnar, allt frá Konfúsíusi til Kemal Ataturk. Þættirnir eru misjafnir aðgæð- um, ýmsir þeirra eru skemmti- legir og fróðlegir, t.d. þættirnir um Benjamín Franklín, Galileo Galilei og fleiri mætti telja. Aðrir þættír eru nánast mas, sem lítið er á að græða og má þar nefna sem dæmi þættina um Karla- ntagnúsog Horatio Nelson Aðóreyndu skyldi maður ætla. að b<)k sein |>essi væri gagnleg óllum þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér mannkynssögu og ævi- feril þeirra manna, sem rnikil áhrif hafa haft á framvindu lienn- ar. Þessi Ixik getur vafalítið komið ýmsum að góðu gagni, en stór galli er þó á henni f því tilliti. Kaflarnir eru sundurlausir og litil sem engin grein er gerð fyrir því þjóðfélagi, sem söguhetjurnar lifðu og störfuðu í Hinn almenni lesandi. sem ekki er þeim mun fróðari um sögu þegar hann tekur sér bókma í hönd, getur því átt í erfiðleikum ineð aðátta sig á því, sem um er að ræða. Ilann hlýtúr að skynja siigupersónurnar sem 111 lúl f tit'díx'i H11111 Hii einstaklinga, er fallið hafi- af himnum ofan og svo réð hending þvf, að lífshlaup þeirra varð eins og raun bar vitni. Þetta á að vísu ekki við um alla kaflana, en því miður allt of marga. Helzt hygg ég að skólafólk geti haft gagn af bókinni. ]>aðhefur kennslubækur við höndina og getur leitað til kennaranna um upplýsingar, ef þörf gerist. Síæmur gálli er það á bókinni, að höfunda þáttanna er hvergi getið. Eru höfundarnir margir, kannski sinn að hverjum þætti, eða eru allir þættirnir eftir einn og sama manninn? Ymislegt bendir til þess, að a.m.k. sumir þættirnir séu ritaðir af Englendingi, t.d. segir í þættinum um Nelson flotaforingja: „Dan- mörk, Svíþjóð og Rússland voru að vígbúast gegn okkur.. . “ Þetta segir þó ekkért úm að allir þættirnir séu ritaðir af sama manninum. I riti, sem fjallar um sagnfræðileg efni, verður skil- yrðislaust að geta höfunda, ef þeir eru á annað borð þekktir. Þaðerekki hægt aðætlasttil þess að fölk taki mark á orðum ein- hverra óþekktra huldumanna. Þótt hiifundar Islendinga- sagnánna hafí ekki láttð nafns síns getið, getur slíkt ekki talizt sagnfræðileg dyggð. Þá er komið að þeim galla bókarinnar, sem alvarlegastur verður að teljast, en það er þýðingín. Það skal tekið fram strax, að þýðandinn á marga dágóða spretti, en þess á milli er hann furðulega mistækur Þá koðnar allt niður í hálfgerða mál- leysu, alls kyns ambögur og hnökrar verða áberandi og sums staðar virðist vera um hreinar hugsanavillur að ræða. I þættin- um um Múhameð er t.d. talað um þrjózka borg og í þættinum um Kemal Atatúrk segir. að Grikkir hafi gugnað og flúið „í rusli“. Fleiri svipuð dæmi mætti telja þótt það verði ekki gert hér. Þarna er hins vegar um að ræða atriði, sem íslenzkir bókaút- gefendur virðast ekki gefa nægan gaum. Þýddar bækur koma fyrir margra sjónir og þess vegna hafa þýðendur sömu skyldum aðgegna gagnvart íslenzkri tungu og rit- I höfundar. Það er ekki nóg að | skilja þá tungu, sem þýtt er úr, heldur verður að aðlaga frá- sögnina íslenzku máli. Til þess að þýðingar séu vel úr garði gerðar verður líka að gefa þýðendum giiðan tima til starfa svo að þeir þurfi ekkí að flaustra við verk sitt. Annað atriðí, sem gefa þarf gaum að, er prófarkalesturmn. Eitthvað virðist hann hafa farið 'úr skorðum er þessi bók var prentuð, t.d. er Rousseau á tveim stöðum gerður að samtímamanni Tryggva Gunnarssonar og gæti það komið sér illa fyrir skólafólk, sem h.vgðist hafa gagn af lestri bókarinnar. Þegar litið er á bókina sem heild verður ekki annað sagt, en að efni hennar sé athyglisvert, og vonandi verður útgáfu slíkra bóka haldið áfram. Til þess að vel fari verður útgáfan hins vegar að bæta úr ýmsum göllum, sem hér hafa verið taldir og ættu fæstir að verða of erfiðir viðfangs. £ | lYÍ I ( l IHI l't %'Ít'lPifcí f «wNI 4 4 *-4'+ A Haukur Ingibergsson: HUOMPLÖTUR Rfó Aiit í gamni LP, Stereo Fálkinn Þetta mun vera fimmta LP- píáta Ríó tríósins og að mörgu leyti sú bezta. Það, sem einkum prýðir- plötuna, er vönduðj vinna, og er greinilegt, að j æfingin hefur í þessu | tilviki skapað meistarann. l Útsetningarnar eru hnitmið- j áðar og flutningúrinn pottþéttur, einkum er þó söngurinn fágaður, erl til að- stoðar gamla Ríó eru Pálmi Gunnarsson og Gunnar Þórðar- son auk Karls Sighvatssonar og nokkurra Norsara, en platan er tekin upp í Noregi og virðist tríóið vera komið upp á lagið með að vinna i góðum upptöku- sölum. Efni plötunnar er i aðalatrið- um tviskipt. Annars vegar eru lög eftir þá sjálfa og er þar m.a. að finna myndríkt lag Helga Péturssonar, Colorado, sem vafalaust á rætur sínar að rekja til Bandaríkjaferðar þeirra í sumar sem leið. Þá á Gunnar eitt létt lag, sem heitir Sumar. Hins vegar eru erlffnd lög, og þar eru áberandi rokklög frá því um 1960, hafa þau e.t.v. komið í leitirnar, er Ríó-tríóið var að koma rokksyrpunni á seinustu plötu saman. Eru þetta lögin Ó Gunna og Maja, Maja. Það, sem fólk e.t.v. sakn- ar, eru þessar ekta gamanvísur, sem áður hafa verið á Ríóplöt- unum, en öll er þó platan létt og má þar benda á lagið Sértu klár, en þar er að finna greinar- góða lýsingu á afstöðu margra til lögreglu og dyravarða. Er vonandi, að Ríó eigi eftir að koma saman fleiri plötum. é * S'in #■ «•-».-* -+’*/ Ji + •- ‘m mí* é» ut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.