Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 w. . f-y flSáWM í ®iSS Þýtur ískóginum ss- 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS „Ástandið er ískyggilegt," sagði rottan með spekingssvip. „En ég held, að ég viti með vissu, hvað ráðlegast er, að froskur geri og ég skal segja ýkkur það. Hann ætti að... “ „Nei,“ hrópaði moldvarpan með fullan munninn af mat. „Alls ekki. Þú skilur þetta ekki. Hann ætti miklu heldur að... “ Skrautlegt rör Svona auðvelt er að láta venjulegt drykkjarrör líta hátíðlega úr. Þetta jólasveinaandlit teiknarðu á kartonbút og litar failega. Á bakhiiðina iímir þú yddaða eldspýtu og þá er auðvelt að festa jólakarlinn í rörið. „Ég geri það, hvort eð er ekki,“ hrópaði froskur og var æstur. „Ég læt ekki skipa mér fyrir verkum. Þetta er mitt heimili, sem um er að ræða, og ég veit nákvæmlega, hvað gera skal. Ég ætla að. . . “ Þau töluðu öll fullum hálsi, hvert f kapp við annað, og hávaðinn varð ógurlegur. En þá gnæfði mjóróma rödd yfir allar hinar: „Þegið þið nú augnablik!" og undir eins sló á þögn. Greifinginn hafði loks lokið við kjötbúðinginn og sneri sér að þeim með alvörusvip. Þegar hann sá, að hann hafði tryggt sér athygli þeirra óskipta og þau biðu auðsjáanlega eftir því, að hann hæfi mál sitt, teygði hann sig í ostinn. Slík virðing var borin fyrir góðum gáfum þessa snjalla dýrs, að enginn mælti orð á meðan hann lauk við eftirréttinn og dustaði mylsnuna af hnjám sér. Froskur sýndi þó nokkra tilburði, en rottan hélt honum í skef jum. Þegar greifinginn var búinn að ljúka sér af, stóð hann á fætur og gekk að arninum hugsandi á svip. „Froskur," sagði hann loks með alvöruþunga. „Vandræðagepill og fáráðlingur. Kanntu ekki að skammast þfn? Hvað heldurðu, að faðir þinn og vinur minn hefði sagt, ef hann hefði verið staddur hér í kvöld?“ Froskur var lagztur á legubekkinn með fæturna í hnipri. Hann sneri sér á grúfu og hristist af djúpum ekka. „Svona,“ hélt greifinginn áfram heldur blíðari á svipinn. „Svona, hættu að gráta. Við reynum að gleyma því, sem gert er, og byrjum nýtt líf. En það er alveg satt, sem moldvarpann segir. Hreysikettirn- ir eru á verði um allt og láta engan bilbug á sér finna. Það er tilgangslaust að ætla sér að ná Glæsi- höll með áhlaupi. Þeir eru okkur sterkari.“ „Þá er öllu lokið,“ sagði froskur og grét ofan í sófapúðana. „Ég verð að ganga í herinn og fæ aldrei að sjá Glæsihöll á ný.“ „Svona, hertu upp hugann, froskur,“ sagði greifinginn. „Til eru fleiri aðferðir en beint áhlaup. Ég hef ekki lokið máli mínu enn og nú skal ég segja ykkur leyndarmál.“ Froskur settist upp og þurrkaði sér um augun. Hann hafði alltaf geysilegan áhuga á leyndarmálum, því hann gat aldrei þagað yfir leyndarmáli og naut þess alveg sérstaklega að trúa öðrum fyrir því, sem hann hafði lofað að segja engum. cJVonni ogcTVlanni Jón Sveinsson Við vorum komnir kippkorn út á fjörðinn, langt út fyrir lægið, þar sem útlendu skipin voru. Við vonun svo andvaralausir, að við gleymdum alveg áminningum móður okkar og Þórdísar gömlu. Ég tók inn stýrið og sagði við Manna: „Nú sting ég upp á því, að við verðum héma, þangað til að við höfum veitt sinn fiskinn handa hverjum heima, einn handa pabba, einn handa mömmu, einn handa systur okkar, einn handa vinnustúlkunni og einn handa okkur hvorum. Það verða sex samtals. Þá róum við lengra norður, út að Oddeyrartanga, og þar ætla ég að reyna að seiða fiskana til mín með flautunni“. „Ágætt“, sagði Manni. „Þetta skulum við gera“. Ég tók nú færið með blýfiskinum og kastaði því út. ,JVIá ég veiða fyrsta fiskinn?“ sagði Manni. Freysteinn Gunnarsson þýddi „Þú mátt það, ef þú vilt. En hann á að vera handa mömmu, og henni þykir svo góður koli“. „Jæja“, sagði Manni. „Þá skal ég veiða kola“. Blýfiskurinn sökk í sjó, dýpra og dýpra, þangað til að hann náði til botns. Ég rétti Manna færið. Hann vafði því um höndina og dró það örlítið frá botni. Þar hélt hann, að kolarnir myndu halda sig. Svo beið hann átekta. En ég tók franska köku upp úr vasa mínum og gæddi mér á henni. Þá kallaði Manni: „Það er koli á hjá mér“. „Dragðu þá fljótt“. Hann byrjaði að draga, en kallaði þá aftur: „Hann sleit sig af“. Gleðileg jól, elskan ... — Ég hellti kláðadufti í möndlugrautinn... SrUim> yu — Hvernig væri að þú þurrk- aðir af löppunum ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.