Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 17 r Utsendari lék tveim skjöldum Stokkhólmi, 21. desember, NTB. RÉTTARHÖLDIN gegn þremur Svfum, sem eru ákærðir fyrir að hafa svipt hulunni af sænsku leyniþjónustunni IB hafa tekið nýja stefnu þar sem IB-útsendar inn Hákan Isacson hefur skýrt frá þvf, að hann hafi leikið tveim skjöldum. Samtímis og hann kom upplýs- ingum áleiðis til hinna sakborn- inganna tveggja, blaðamannanna Peter Bratt og Jan Guillou, skýrði hann landvarnarráðuneytinu hvað eftir annað frá því, að blaða- mennirnir væru komnir á slóð IB. Bo Andstrin deildarstjóri í landvarnaráðinu skýrði frá þessu, þegar hann var yfirheyrður sem vitni. Heykal svart- sýnn Kario, 21. des. NTB. MOHAMMED Heykal, ritstjóri A1 Ahram og áhrifamesti fréttaskýrandi Egypta lætur í ljós efasemdir og tortryggni í garð Bandaríkjamanna, vegna þess hlutverks, sem þeir hafa átt í undirbúningi friðarráð- stefnunnar í Genf, í vikulegum dálki, sem hann skrifar í blað sitt. Heykal segir, að Bandaríkja menn hafi ekki lagt fast að ísra- el að hörfa með herlið sitt frá víglínunni frá 22. október og að ísrael reyni að draga viðræður á langinn, ef til vill í f jölda ára. Hann leggur áherzlu á, að friðarráðstefnan muni fyrst og fremst sýna áhuga deiluaðila á friðsamlegri lausn og varar við bjartsýni um skjótan og áþreif- anlegan árangur. Andstrin skýrði yfirmanni sín- um frá upplýsingum Isacsons og gerir ráð fyrir, að hann hafi látið stjórnina vita. Isacson sagði, að hann hefði séð myndir hjá Bratt og Guillou af skrifstofum IB, nafnskilti húss, sem IB réð yfir, og af yfirmanni IB, Birger Elmer. Vitnið sagði, að IB („upplýs- ingaskrifstofan") hefði verið al- menningi óþekkt stofntin í 50 ár þar til blaðið FIB/Kulturfront svipti hulunni af henni. Aðalákærandinn, Carl Axel Robert, ítrekaði i dag kröfu sína um, að sakborningunum þremur yrði refsað fyrir njósnir. „Isacson hefur ljóstrað upp um ríkisleynd- armál. Bratt og Guillou hafa safn- að og ljóstrað upp um ríkisleynd- armál í þeim tilgangi að afhenda þau erlendum ríkjum,“ sagði hann. Hann tilgreindi ekki, til hvaða refsingar hann vildi, að sakborn- ingarnir yrðu dæmdir, en bað réttinn um að taka tillit til þess, að þeir hefðu sýnt barnaskap. Hanngagnrýndi lika IB-umræðu i útvarpi og blöðum: „Fjölmiðl- arnir hafa viljað láta líta út fyrir, að meirihluti (fólks) telji, að Bratt og Dullou hafi gert rétt. Ég hef hins vegar áþreifanlegar sannanir fyrir hinu gagnstæða. Hvenær eru njósnir og samfélags- gagnrýni eitt og hið sama?" Hann sagði, að yfirmaður her- aflans, Stig Synnergren, sem var yfirheyrður fyrir luktum dyrum, hefði lagt fram sterkar sannanir fyrir því, að afhjúpanirnar hefðu skaðað sænska ríkið. Bandaríkja- manni rænt Buenos Aires, 21. des. AP VOPNAÐIR menn rændu I dag bandarlskum verkfræðingi í Buenos Aires, Robert Hayes, er hann var á leið í vinnuna í bfl sfnum. Nýlega var öðrum Bandaríkja- manni rænt í Argentlnu — Victor Samuelsson forstjóra olfu- reisunarstöðvar Esso f Campana. Hann kvað verknað sakborn- inga eiga rætur í stjórnmálahvöt- um, ekki peningafýsn, þótt það gætu ekki talizt mildandi kring- umstæður. Sprengjur springa í Lundúnum London, 21. desember, NTB. TVÆR litlar sprengjur sprungu f nótt fyrir utan Hilton-hótelið í London, en engan sakaði og eignatjón varð Iftið. Lögreglan lokaði strax svæðinu og hóf leit að fleiri sprengjum, sem kynnu að leynast þar. Rúmlega 60 manns hafa meiðzt f nokkrum sprengingum í London sfðustu daga. Lögreglan óttast, að Irski lýðveldisherinn (IRA) standi á bak við sprengjuherferð- ItJtför Carrero Blancos, forsætisráðherra Spánar, í [Madrid í gær. Fremsturlgengur Juan Carlos prins. Samningur um bann við úrgangsefnum NORÐMENNLEITA ENNAÐKAFBÁT Bergen, 21, desember. NTB. TUTTUGU sérfræðingar aðal- stöðvar norska sjóhersins í Hákonsvern rannsökuðu f dag allar upplýsingar, sem hafa borizt um óþekkta kafbáta, sem kona sá á Onarheimfirði í fyrradag. Það er samdóma álit sér- fræðinganna, að sáralitlar líkur séu á því, að um erlendan kafbát hafi verið að ræða, að því er yfir- maður sjóhersins í Vestur-Noregi, Oddmund P. Akenes, sagði á blaðamannafundi i Hákonsvern í dag. Hann sagði, að konan ætti þakk- ir skilið fyrir að hafa tilkynnt um það, sem hún sá. Öryggi landsins byggðist á árvekni íbúanna í strandhéruðunum. „Við treystum þeim og ég vona, að þeir treysti sjóhernum," sagði hann. Akenes aðmi'ráll lagði áherzlu á, að allar fréttir um óþekkta kaf- báta og aðra hluti væru teknar mjög alvarlega. Það væri alltaf vel hugsanlegt að erlendur kaf-. bátur kæmist inn í norskan fjörð. Lýsing konunnar gæti komið heim við norskan kafbát, sem hún hefur séð áður, eða beinhákarl, sem getur orðið allt að 15 metra langur. Norska sjóhernum er venjulega tilkynnt einu sinni f mánuði um óþekkta kafbáta í fjörðum Noregs. Á síðari árum hefur sára- sjaldan tekizt að fullyrða með vissu, að um erlendan kafbát hafi verið að ræða. Seinast staðhæði sjóherinn, að erlendur kafbátur hefði sézt I Sognsæ, í fyrravetur. Auk þess er talið sennilegt, að erlendur kaf- bátur hafi leynzt á Harðangus- firði fyrir tveimur árum. París, 21. des. NTB. FIMMTAN rfki f Evrópu ætla að athuga nánar áætlun, sem miðar að þvf að stemma stigu við frekari mengun Norður-Atlantshafs. Áætlunin gerir ráð fyrir, að bannað verði að losa skaðleg efni Upphefð Amalriks? Moskvu, 20. des. — NTB. ANDREI Amalrik, sovézki rithöf- undurinn og andófsmaðurinn, sem áður hefur verið dæmdur f útlegð fyrir „andsovézka starf- semi“ svonefnda, m.a. fyrir ritun bókarinnar „Verða Sovétrfkin til árið 1984“, hefur verið veitt staða sem aðstoðarforstöðumaður efna- hagsdeildar við rannsóknarstofn- un eina, að því er haft var eftir góðum heimildum í Moskvu í kvöld. Samkvæmt heimildunum hefur það aðeins einu sinni áður hcnt, að maður, sem talinn er hafa svert Sovétrfkin, fái háa stöðu síðar. Ekki er ljóst, hvar Amalrik á að vinna, en fyrrnefndar heimildir herma, að það muni líklega verða við rannsóknarstofnun í Magadan, en þangað var hann raunar sendur í útlegð í haust. Magadan er við Okhotsk-vatn, nærri heimskautsbaug. eða takmarkanir settar í því skyni, að þvi er talsmaður franska umhverfisverndarráðuneytisins skýrði frá i dag. Áætlunin var samin á ráð- stefnu, sem var haldin í Paris fyrir tilstilli Frakka dagana 13. til 20. desember. Fundinn sóttu fulltrúar Is- lands, Noregs, Vestur-Þýzka- lands, Belgíu, Austurrfkis, Dan- merkur, Spánar, Frakklands, Bretlands, Irlands, Luxemborgar, Hollands, Portúgals, Svíþjóðar og Sviss. Að sögn talsmannsins verður uppkast að samningi um bann við losun úrgangsefna lagt fyrir ríkis- stjórnir þessara landa, þegar viss- ar lögfræðilegar leiðréttingar hafa verið gerðar á tillögunni. Til þess að samningurinn taki gildi, verður hann að vera sam- þykktur af þremur fjórðu hlutað- eigandi ríkja. Þau riki, sem neita að samþykkja samninginn, verða ekki neydd til að fara eftir ákvæð’- um hans að sögn talsmannsins. Hann taldi, að nokkur lönd i Evrópu kynnu að neyðast til að slaka á aðgerðum, sem hafa verið innleiddar til þess að koma i veg fyrir mengun, vegna hins erfiða ástands í orkumálum Vestur- landa. Neyðaraðgerðir vegna orkukreppu Tokyo, 21. desember. NTB. RlKISSTJÓRNIR og þingsam- kundur um allan heim grfpa nú til kröftugra ráðstafana til þess að ráða bót á orkukreppunni og verðhækkunum, sem hafa leitt af henni. I Japan voru forvextir i dag hækkaðir um tvo af hundraði í níu af hundraði. Neyðarástandi verður senn lýst yfir samkvæmt Bandarískir sérfræðingar: 12% verðbólga og 4-5% hagvöxtur á íslandi 1974 Washington, 21. desember AP. 1 SKVRSLU sérfræðinga bandarfsku viðskiptaráðuneyt- isins, sem kunngerð var í Was- hington í dag segir, að óvenju hátt fiskverð, mikil verðbólga og hægur hagvöxtur, einkenni efnahagsþróun Islands síðasta ársfjórðung þessa árs og er bú- izt við, að þetta ástand haldist nokkuð fram á næsta ár. Gert er ráð fyrir, að hagvöxt- ur á Islandi verði 4 — 5% 1974, sem er mun lægra en á liðandi ári, en hann er um 9,5% en var 6% 1972. Segir í skýrslunni, að verðbólgan hafi aukizt samfara stórhækkuðu fiskverði á er- lendum mörkuðum. Segir að verðbólgan í ár sé 20 — 25%, en gert ráð fyrir, að hún verði allt að 12% á næsta ári. Þá segir, að auk hækkaðs fiskverðs eigi miklar launahækkanir 1972 — 1973 og vísitölubinding þeirra mikinn þátt í hinni öru verðbólguþróun. Helzta spurningin í sambandi við efnahagsþróun næsta árs er útkoma samninga við verka- lýðsfélög, sem nú standi yfir. góðum heimildum til að hægt verði að hamla gegn áhrifum kreppunnar. Japanska þingið samþykkti tvenn lög, sem auka völd stjórnar- innar í baráttunni gegn hækkandi verðlagi. Kakuei Tanaka forsætis- ráðherra fær meðal annars vald til að hafa eftirlit með dreifingu á olíuafurðum og til að koma á verðstöðvun. I Hollandi samþykkti neðri deild þingsins einnig lög um auk- in völd handa rikisstjórninni i dag. Stjórnin vill fá slík völd til að setja á kaup- og verðstöðvun og gera ráðstafanir til að hindra upp- sagnir ef alger kyrrstaða tekur við i efnahagsmálunum. I Teheran komu olíuráðherrar og aðrir fulltrúar helztu olfufram- leiðslulandanna saman í dag til að ákveða hve hækkun á hráolíu skuli verða rnikil. Ráðherranefnd OPEC, samtaka olíuframleiðslulanda, heldur fundi á morgun eftir þriggja daga viðræður efnahagssérfræðinga landanna í Vin. Olíuverðið við Persaflóa hefur þegar verið hækkað um 75%, en markaðsverðið hefur hækkað um 17%. I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.