Morgunblaðið - 22.12.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.12.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 Sverrir Hermannsson o.fl.: íslendingar leiti að karfamiðum á úthafinu SVERRIR Hermannsson hefur ásamt tveimur öðrum sjáifstæðis- mönnum fiutt tiilögu til þings- ályktunar um, að Aiþingi álykti að feia Hafrannsóknarstofnunni að semja um leigu á hentugu tog- skipi, sem leiti nýrra karfamiða í LÖNDUN A LOÐNU Frumvarp ríkisstjórnarinnar um löndun á loðnu til bræðslu var afgreitt sem lög frá Alþingi á ,fundi neðri deildar s.l. miðviku- dag, og taka lögin gildi 1. janúar n.k. Lög þessi eru að mestu sam- hljóða núgildandi lögum, en í þeim er þó ákveðið skýrar á um ýmis efni, svo sem vald Loðnu- nefndar til að stöðva löndun í verksmiðjur á ákveðnum svæðum í stuttan tíma. NORÐURLANDASAMNINGUR Frumvarp til laga um heimild Þingmenn í jólaleyfi JÓLALEYFI alþingismanna hófst í gær, en fundum Alþingis var frestað til 21. janúar n.k. Ey- steinn Jónsson forseti sameinaðs alþingis þakkaði þingmönnum unnin störf á þessu ári og óskaði þeim gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Utanbæjarþingmönnum óskaði forseti góðrar heimferðar. Fyrir hönd þingmanna þakkaði Gunnar Thoroddssen forseta hlý orð í þeirra garð og óskaði honum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Loks las forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, upp forsetabréf til staðfestingar þingfrestuninni. úthafinu. Segir í tillögunni, að leit þessari skuli flýtt svo sem kostur sé og allur kostnaður við leitina greiðast úr rfkissjóði. Meðflutningsmenn Sverris að tillögunni eru þeir Pétur Sigurðs- son og Matthfas Bjarnason. fyrir ríkisstjórnina til að stað- festa Norðurlandasamning um al- þjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lög- ráð var afgreitt sem lög frá Al- þingi á fundi neðri deildar s.I. miðvikudag. LÆKNALÖG Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á læknalögum var afgreitt sem lög frá Alþingi á fundi neðri deildar s.l. fimmtu- dag. Meginbreytingin er í því fólgin, að íslenzkt ríkisfang er ekki lengur skilyrði fyrir veitingu lækningaleyfis. LÖGHEIMILI Frumvarp til breytingar á lögum lögheimili var samþykkt sem lög frá Alþingi s.l. fimmtu- dag. I þvf felst bráðabirgða- ákvæði þess efnis, að Vestmanna- eyinga geti talið sig til lögheimilis í Eyjum fram til 1. október 1974, þótt þeir dvelji annars staðar. TEKJUSTOFNAR SVEITARFÉLAGA Frumvarp til breytingar á lög- um um tekjustofna sveitarfélaga var samþykkt sem lög frá Alþingi s.l. fimmtudag. Gera lögin m.a. ráð fyrir að nú sé sveitarfélögum heimilt að innheimta 60% útsvara fyrra árs sem fyrirfram greiðslu á fyrra helmingi ársins. Þá er með lögum breytt ákvæðum um inn- heimtu aðstöðugjalda. Greinargerðin með tillögunni fer hér á eftir í heild: „Það hefur verið vitað um all- langt skeið, að karfi gýtur í úthaf- inu. En það var ekki fyrr en 1961, að gotstöðvar hans voru staðsettar í Grænlandshafi og hafsvæðinu þar fyrir sunnan, vegna islenzkra og þýzkra rannsókna. Önnur got- svæði eru undan vesturströnd Norður-Noregs, undan austur- strönd Nýfundnalands og á Nova Scotia-Main svæðinu. Það kom snemma í ljós að magn seiða í úthafinu var það mikið, að um stóran gotstofn hlaut að vera að ræða. Veiðitilraunir gerðar með handfæri frá veðurskipum í Grænlandshafi (Alfa) gáfu til kynna, að karfi væri í úthafinu árið um kring. Á árunum 1962 og 1963 gerðu Rússar nokkrar til- raunir til að veiða karfa i úthaf- inu með miðsjávarvörpu, en árangur var rýr. Þjóðverjar hófu veiðar á karfa f miðsjávarvörpu haustið 1968 og öfluðu mjög vel til að byrja með. En mjög hefur dregið úr þeim afla, þótt eitthvað stundi þeir slík- an veiðiskap enn þá. Karfaveiðar Þjóðverja í miðsjávarvörpu eru ekki veiðar i úthafinu sjálfu, heldur hafa þeir veitt karfann yfir landgrunninu og þá vanaleg- ast allnálægt botni á svæði suður af Eldey. Þeir hafa stundað þess- ar veiðar eitthvað á hverju hausti síðan, en afli hefur verið tregur hjá þeim. Þeir taka tvö tog á sólar- hring og hafa verið að fá um 15 tonn á sólarhring. Karfinn, sem þeir veiða, er sams konar og sá, sem fæst i botnvörpu á svipuðum slóðum. íslendingar byrjuðu að leita að karfa í úthafinu 1972, og hafa alls á árunum 1972 og 1973 verið farn- ir 4 leiðangrar, þar sem slík veiði hefur verið reynd, 3 að hausti og 1 að vori, allir með r/s Bjarna Sæm- undssyni. Þessar rannsóknir beindust m.a. að því að reyna að finna í úthafinu gotstofn þess karfa, sem heldur sig annars á landgrunnunum. Það hefur ekki tekizt enn þá. Það er hins vegar vitað, að hann leitar burt frá bönkum til gots. Þetta er því brýnt verkefni, sem þarf að leysa. Rannsóknir íslendinga og ann- arra benda því eingregið til þess, að í úthafinu sé sérstakur karfa- stofn. Seiðarannsóknir og veiðitil- raunir benda til þess, að hér sé um stóran stofn að ræða. Veiðitilraunirnar hafa hins veg- ar sýnt fram á, að karfinn er mjög dreifður í úthafinu, bæði hvað snertir útbreiðslusvæði og dýpi, á þeim tímum, sem farið hefur ver- ið í leiðangra. Þannig var reynt víða í Grænlandshafi á 50—650 m dýpi. Karfi fékkst á öllum dýpum. Beztur afli hjá Bjarna Sæmundssyni var: a) I vestanverðu Grænlands- hafi að hausti á 110 m dýpi, 321—330 kg pr. togtíma að meðal- tali úr allmörgum togum. b) í austanverðu Grænlands- hafi að vorlagi á 250 m dýpi 230 kg pr. togtíma. Þess ber að geta, að vélaorka í Bjarna Sæmundssyni er ekki næg til að toga stóra vörpu, og hefur því verið notazt við minni vörpu en æskilegt væri. Enn fremur ber þess að geta, að svæðið, sem til greina kemur, er ákaflega stórt og því mjög takmarkað, hvað eitt skip getur annað á stuttum tíma. Enn fremur hefur vegna anna skipsins ekki enn verið unnt að fara á þeim tíma, sem vænlegast- an til árangurs mætti telja. Fisk- leitartæki eru hins vegar góð í Bjarna Sæmundssyni. En þau hafa ekki komið fyllilega að til- ætluðum notum, þar sem ekki hefur enn reynzt uhnt að greina endurvörp á karfa með nokkurri vissu frá ýmsum öðrum endur- vörpum. Sá karfi, sem veiðzt hefur í út- hafinu hingað til, hefur allur ver- ið djúpkarfi (Sebastes mentella). Ný lög frá Alþingi Hin tegundin (S. marinus), sem er uppistaðan í veiði togaranna á íslenzka og austurgrænlenzka landgrunninu, hefur ekki fundizt í úthafinu enn þá. Karfinn, sem veiðzt hefur í til- raunum Hafrannsóknastofnun- arinnar hingað til, er tvenns kon- ar með tilliti til nýtingar: 1. Heldur smár karfi, en þó all- ur vinnsluhæfur, en mjög sýktur af sníkjukrabbanum Sphyrion lumpi, sem skilur eftir smá-„bris“ i fiski undir roði, þar sem hann hefur setið. Enn fremur eru dökk- ir blettir í roði all-algengir á þess- um karfa. Nýting hans reyndist 21,4% við vinnslu i frystihúsi. Þessi karfi hefur einkum veiðzt á tiltölulega litlu dýpi. 2. Vænn karfi, litið sýktur af S. lumpi og með eðlilegu litarfari, og gæti verið djúpkarfi eins og við þekkjum hann frá landgrunns- höllunum. Þessi karfi hefur að jafnaði veiðzt dýpra, en mun minna af honum. Eftirfarandi atriðum, sem áhríf kunna að hafa á hugsanlega veiði karfa í úthafinu, hefur ekki verið svarað viðhlítandi enn þá: 1. Þéttist úthafskarfinn ekki einhvern tíma í úthafinu það mik- ið, að grundvöllur sé til veiða? Og ef svo er, þá a) Hvenær ársins? b) A hvaða svæði? c) I hvaða dýpi? 2. Gotstofnar karfans, sem al- gengastir eru við ísland og Aust- ur-Grænland, hafa ekki fundizt í úthafinu enn þá, en vitað er, að hann gýtur þar. Hvar halda þeir sig? 3. Eru gotstofnar tegundanna (karfa og djúpkarfa) aðskildir eða ekki? Flutningsmenn telja mjög mik- ilvægt, að mál þetta sé kannað til hh'tar hið allra fyrsta.“ Þingspjall ÞA er þinghaldinu lokið fyrir jól og þingmenn farnir í jólafrí til 21. janúar. Eins og ávallt er raunin voru síðustu dagar þingsins fyrir jólafríið anna- samir, og stundum stóðu þing- fundir fram á nótt. Þetta staf- ar fyrst og fremst af fjárlagaaf- greiðslunni, en einnig eykst vinnuálagið vegna ýmissa laga- frumvarpa, sem nauðsynlegt er að afgreiða fyrir áramót. Svo var einnig nú. Sérstaklega vakti athygli nú afgreiðsla toll- skrárfrumvarpsins, sem nauð- synlegt var að afgreiða fyrir 1. janúar til að þá gætu tekið gildi tollalækkanir á vélum og hrá- efni til iðnaðarins. Var þetta nauðsynlegt til að hann yrði samkeppnishæfur við innflutt- ar iðnaðarvörur frá Efta- og EBE-löndunum, en tollar á vör- um frá þessum löndum lækka 1. janúar vegna samninga þar um. Eins og kunnugt er var þetta frumvarp ekki afgreitt á þing- inu, vegna þess að ríkisstjórnin hafði ekki þingstuðning til að fá heimild til að hækka sölu- skatt um leið um eitt söluskatt- stig._Fram á það var rækilega sýnt af hálfu Sjálfstæðis- flokksins, að ríkisstjórnin hafði enga þörf fyrir þessa heimild, þó að tolltekjurnar lækkuðu, þar sem telja má ví°.t, að toll- tekjurnar á næsta ári fari langt fram úr fjárlagaáætluninni. Þá taldi flokkurinn einnig fráleitt, að hengja breytingu á lögum um söluskatt aftan í frumvarp um alls óskylt mál. Alþýðuflokkurinn rökstuddi andstöðu sína með nokkuð öðr- um hætti. Var svo að skilja á ræðu, sem Gylfi Þ. Gísla- son hélt í umræðunni um málið, að Alþýðuflokk- urinn væri aðallega á móti, vegna þess hversu óeðli- legt væri að hækka söluskatt með þessum hætti. Hins vegar kynni flokkurinn að vera til umræðu um einhverjar auknar skattaálögur til að mæta toll- tekjutapinu, ef tillögur um þær bæri að með eðlílegum hætti og eftir að Ijóst væri hvaða ráð- stafanir aðrar ríkisstjórnin hygðist gera í efnahagsmálum. Fjármálaráðherrann rauk auð- vitað upp til handa og fóta og sá þarna hylla undir nýjan meiri hluta til að keyra málið i gegn. Eftir mikið makk í skúmaskot- um þinghússins sl. fimmtudag ákvað svo ríkisstjórnin að taka tollskrárfrumvarpið út af dag- skrá neðri deildar, þar sem það átti að vera til annarrar um- ræðu, en við þá umræðu hefði ákvæðið um söluskattinn verið fellt út úr frumvarpinu. Sennilegt er, að stjórnarand- stæðingar hafi í skúmaskotsvið- ræðum sínum við ráðherrana sagt þeim, að tollskrárfrum- varpið yrði fellt í neðri deild, ef ríkisstjórnin ætlaði að halda ákvæðinu um söluskattinn til streitu, en við lokaafgreiðslu málsins hefði stjórnarandstað- an orðið að fella frumvarpið i heild til að koma í veg fyrir söluskattshækkunina. Nokkuð áreiðanlegar heimildir segja á hinn bóginn, að Gylfi hafi ekki í hyggju að koma rikisstjórninni til bjargar í þessu máli, þegar það kemur aftur fyrir þingið eftir jólaleyf- ið. Hefur ráðherrunum engu aðsíðurþótt rétt að fresta mál- inu til að sjá hverju fram vind- ur á næstu vikum í þvi kvik- syndi, sem við blasir i efnahags- málunum. Það, sem er athyglisverðast við þetta rnál, ér' i^þetta er í fyrsta skipti, sem beinlínis reynir á það í þinginu, að ríkis- stjórnin hefur ekki þingmeiri- hluta til að koma fram málum sínum. Að vísu valdi ríkis- stjórnin ekki þann kostinn, að láta þingið beinlinis felia til- lögu sína um söluskatts- hækkunina. Hefur stjórnlaga- prófessornum Ölafi Jóhannes- syni ekki þótt vænlegt að fá slíkt á sig en sitja samt áfram, en í því virðist hann staðráðinn. Það breytir ekki því, að nú blas- ir við, að ríkisstjórnin hefur ekki starfhæfan meirihluta á þingi og ber auðvitað eftir öll- um þingræðisreglum að segja af sér. Hvarvetna í þeim ríkjum, sem búa við þing- ræði, mundi rikisstjórn segja af sér við þessar að- stæður. Því til staðfest- ingar nægir að minna á af- sögn ríkisstjórnar Ankers Jörgensen í Danmörku fyrir skemmstu, en þar voru aðstæð- ur ekki ósvipaðar þeim, sem nú ríkja hér á landi. Það er líka sjálfsagt að láta reyna á það með þjóðinni í kosningum þeg- ar þannig er ástatt, að ríkis- stjórnin getur ekki stjórnað, hvort þjóðin vill efla ríkis- stjórnina til áframhaldandi setu eða fela öðrum völdin. En þetta vill vinstri stjórn á Is- Iandi ekki. Ölafur Jóhannesson er þess fullviss, að rikisstjórn hans nýtúr ekki lengur stuðnings þjóðarinnar. Það kom fram í þingræðu hjá hon- um sl. fimmtudag, þegar hann sagði, að Bjarni Guðnason stefni nú, með kröfum sínum um kosningar, að þvi að koma nýrri viðreisnarstjórn til valda. Það hefur líka komið fram, að rikisstjórnin telur það eitt af stefnumálum sinum að koma í veg fyrir, að Sjálfstæðisflokk- urinn taki á ný við stjórnar- taumunum. Undir því háleita stefnumáli náðist samstaða um landhelgissamningana við Breta og undir því sama háleita stefnumáli situr nú ríkisstjórn- in áfram gegn vilja þjóðarinnar og þingræðisreglum Það virðist vera full ástæða til að benda þessum mönnum á í einfeldni sinni, að það er ekki þeirra að ákveða, hver fer með völdin í þessu landi. Við búum við lýðræði og þess vegna ræð- ur þjóðin. Og þjóðin vill að þessir menn láti af völdum. Þegar þar við bætist, að þing- meirihluti þeirra brestur, er það skylda þeirra gagnvart fólkinu í landinu að fara frá. Menn verða öðru hverju að sýna af sér manndóm og viður- kenna staðreyndir, þó að þær séu sárar. Þennan manndóm sýndi Hermann Jónasson af sér í fyrri vinstri stjórn, en Ölafur Jóhannesson ber höfðinu við steininn og neitar að viður- kenna staðreyndirnar. Þess végna mun þessi rikisstjórn enn um sinn sitja þjóð sinni til óþurftar. JSG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.