Morgunblaðið - 22.12.1973, Síða 19

Morgunblaðið - 22.12.1973, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 19 Við getum sparað einhver ósköp í reksturskostnaði á biln- um okkar — með þvi að aka á hæfilegum hraða. Þetta vita allir núna. Sá sannleikur, að hægt sé að spara stórar fúlgur í bensínkostnaði er allt i einu kominn upp og er haldið óspart að fólki um allan heim. Ætli einhver bílasérfræðingurinn hafi nú allt í einu farið að hafa áhyggjur af buddunni okkar, vesalings neytenda, og þvi tekið sig til við að fræða okkur á því, að bíllinn okkar drekkur í sig bensin í hlutfalli við hraðann, sem ekið er á? Nei, nei, fram undir þetta hefur þess í engu verið getið á bílasýningum, bílasíðum dagblaðanna og fræðsluþáttum fyrir neyt- endur, að ekki þurfi annað til að draga úr bensínkostnaði en aka hægar. Allt fram á þetta haust var á stóru bílasýning- unum lögð á það mest áherzla, að bíllinn væri kraftmikill og hægt að aka honum hratt. Ætli fari ekki svo, að við, þetta bruðlfólk nútímans, lær- um í olfukreppunni ýmislegt gagnlegt — tilneydd að visu. Ég las um daginn i franska blaðinu l’Express klausu eftir starfs- systur mína Francois Giraud, sem kom mér skemmtilega kunnuglega fyrir sjónir. Hún sagði: „Þeir, sem þekktu þá tíma, þegar maður nýtti stund- irnar, fleygði aldrei flfk, áhaldi eða bandi — þeir, sem lærðu á barnsaldri að slökkva ljósið, þegar þeir fóru út úr herbergi og að brjóta vandlega saman pappfrinn utan af jólagjöf- unum sinum — þeir, sem fengu ávítur af því, að maður „skilur ekki eftir á diskinum sínum" — þeir, sem geymdu i tuttugu ár fermingarúrið sitt eða sjálf- blekunginn — i stuttu máli, þeir, sem fæddust -fyrir tíma bruðlsins, finna kannski innst inni til ofurlitils votts af ill- kvittinni ánægju við þá tilhugs- un, að dekurbörn nútima- neyzluþjóðfélags fari nú án efa að læra, hvers virði hlutirnir eru. Þetta gætu eins vel verið orð einhvers íslendings, sem kominn er yfir miðjan aldur — eða kannizt þið ekki við hvern lið í upptalningunni? Og blaðakonan bætir við: „Þetta unga fólk, sem æðir áfram, skemmir, fær lánað og hirðir með ýktri fyrirlitningu og kæruleysi um efnislega hluti, hefur farið svo í taug- arnar á eldra fólkinu (í réttu hlutfalli við það erfiði, sem það hefur á sig lagt til að eignast það, sem það nú nýtur) að það getur nú ekki að sér gert að hugsa, í kvíða sínum yfir ástandinu, með votti af hæðni til svipsins á aumingjunum þeirra litlu, þegar þeir verða sviptir hitanum og öðrum sjálf- sögðum gæðum. Þótt þetta séu ekki fagrar hugsanir, þá eru þær kannski skiljanlegar. Heil kynslóð hefur verið sett á saka- bekk fyrir að ganga í fram- leiðsluneyzluvaxtarhringdans- inn t)g fyrir að skapa það, sem kallað er tilbúnar þarfir.” Ætli þetta geti ekki gilt nokk- uð víða núna — a.m.k. i Evrópu. „Aumingjarnir litlu” okkar eiga sér þó sem betur fer, enn hlýtt hreiður og geta flúið heim úr kuldanum í útlandinu. Flugfélögin veita þeim jólaaf- slátt. Við hér erum svo heppin, að hafa búið vel um okkur i köldu landi með því að nýta jarðhitann, a.m.k. hér í Reykja- vík, þar sem helmingur þjóð- arinnar býr. Þegar við lesum i erlendum blöðum, hvernig allir eru að skamma sin stjórnvöld fyrir að hafa ekki búið sig undir og gert sig óháðari oliu- framleiðendum á einhvern Eftir Elínu Pálmadóttur hátt, þá áttum' við okkur á, að það hefur verið mikil forsjálni þegar byrjað var að koma hér upp hitaveitu meðan engin þjóð kunni slikt, og aftur þegar árið 1962 var gert stórt átak i Reykjavík til að koma á næstu árum hitaveitu í öll hitaveitu- laus hús i borginni. Svona get- um við rambað réttan veg. Hvað um það! Fyrrnefnd um- mæli blaðakonunnar frönsku sýna vel, að fólkinu svipar saman í Súdan og Grímsnesinu, eða Paris og Reykjavík. Og raunar hefur aldrei verið meira áberandi en síðan oliukreppan hófst, að við erum orðið öll á sama báti — það eru engir áhorfendur lengur, aðeins þátt- takendur i leiknum. Þegar Faysal konungur hnerrar í Riyad þá fær Japan kvef. En um leið er þessi samhang- andi heimur orðinn svo flókinn, að maður botnar ekkert í þvi, hver er hvað, fulltrúi hvers, hvað hann er að gera, í þágu hvers og gegn hverjum, af hvaða hugsjónum og með hvers kyns áhuga. Þeir, sem eru að reyna að elta „vinstri” og „hægri“, verða alveg ráðvilltir — ef þeir þá gleypa ekki allt hrátt og passa sig að sjá ekki nema það rétta. Sovétmenn selja Sýrlendingum og Egypt- um vopn. Hver borgar fyrir þau? Nokkrir oliukóngar og furstar greiða fyrir þau i doll- urum, sem þeir hafa fengið hjá bandariskum stórfyrirtækjum i greiðslu fyrir hlunnindi. Bandaríkjamenn styrkja svo Israeia til að fara gegn þessum vopnum. Það er vist ekkert, sem heitir svart og hvítt lengur. Allt hefur blandazt í flóknasta mynstur. Og ef einhver spyr mig nú, þessa ráðvilltu sál, þeirrar áleitnu spurningar, sem allir spyrja nú hvern sem er: Hvernig ætlar þetta allt að enda? Þá svara ég auðvitað eins og sá, sem vitið hefur — rétt eins og allir hinir: — Það endar með skelfingu. Fyrst oliuskorti, kulda og hungri, fyrirtækin dragast saman, fólk fer að missa vinnuna, verkalýður Evrópulanda lætur sér ekki lynda nú á dögum að vera at- vinnulaus, mótmæli hefjast, kröfugöngur, uppreisnir, bylt- ing, stríð . . . Ekki e'r það bjart! Nei, annars sleppum þvi. Ætli ekki sé betra að draga sig í hlé, þegar guðirnir berjast? Hví féll Allende? ™ESKung Santiago-de-Chile er ekki um- setin borg. Herforingjarnir hafa ekki myrt 50.000 mann- eskjur. En þó líklega 5000. Það er nóg til að vera óverjandi. En samt eru sterkar líkur fyrir þvi, að herforingjastjórnin njóti stuðnings meirihluta Chilebúa. Hvernig má það vera? Hví vildi meirihluti chileönsku þjóð- arinnar, að hinum réttkjörna forseta, Salvador Allende, og stjórn hans yrði steypt af stóli? Hvernig gat hún gengið svo langt. Þetta eru spurningar, sem ekki má gleyma mitt í allri ring- ulreiðinni út af grimmd herfor- ingjanna. Stefna Allendes og ástæðurnar fyrir falli hans verða að skoðast án tengsla við síðari atburði. Byltingarsinnar jafnt sem lýðræðissinnar, einnig á Norðurlöndum, geta dregið mikilvægan lærdóm af svörunum. Skilyrði þess, að Salvador Allende heppnaðist að gera sósialíska byltingu með þing- ræðislegum og löglegum leið- um, var, að honum tækist að vinna til fylgis við sig meiri- hluta þjóðarinnar. Þetta tókst honum hins vegar ekki, svo að hann varð að sætta sig við að vera forseti með minnihluta at- kvæða á bak við sig. Hann fékk 36% atkvæða við forsetakosn- ingarnar 1970 og við sveitar- stjórnarkosningarnar hálfu ári seinna fékk stjórnarflokkurinn tæplega 50% atkvæða. Um þetta leyti lék allt í lyndi, en jafnhliða því, að efnahags- vandamálin uxu stjórninni yfir höfuð óx óánægja kjósenda. Stjórnin fékk því aðeins 43% atkvæða við þingkosningarnar 1973. Hin sivaxandi efnahags- vandamál voru aðalástæðan fyrir því, að Allende tókst ekki að vinna meirihluta kjósenda á sitt band. Allir eru sammála um, að undir lokin réð algjört öngþveiti f efnahagsmálum. En menn hafa þó mismunandi hug- myndir um orsakirnar og skella skuldinni á ólíka aðila. Allende og fylgismenn hans kenndu efnahagslegum stríðs- rekstri bandarísku heimsvalda- stefnunnar og hamstri og eyði- leggingarstarfsemi yfirstéttar- innar um. Stjórnarandstaðan áleit hins vegar, að léleg stjórn- vizka í efnahagsmálum og flokkspólitískt ofstæki stjórn- arinnar væru aðalbófarnir í spilinu. Aðgerðir utan að og innan að komandi andstæðinga gerðu illt verra, en þær stöfuðu af skip- broti efnahagsstefnu Allendes. Plássins vegna verður eitt dæmi að nægja. Allende hugðist taka yfir einkafyrirtæki i þvi augnamiði að kippa grunninum undan hinni borgaralegu andstöðu og óháðum fjölmiðlum. Hagnaðurinn af _ hinum yfirteknu fyrirtækjum átti að greiða hinar þjóðfé- lagslegu umbætur. En stjórn fyrirtækjanna var sett í hendurnar á „kommisörum" ríkisins, sem gáfu hagsmunum flokksins frekari gaum en hags- munum fyrirtækjanna og þjóð- arbúskaparins. Kristilegir demókratar fengu þvi göðar undirtektir meðal stórra hópa verkamanna með kröfu sinni um raunverulegt vald verka- manna. Pólitíkin varð framleiðslunni mikilvægari i hinum þjóðnýttu fyrirtækjum og rekstur þeirra varð með miklum halla. Pen- ingaprentverk ríkisins gekk af sífellt meiri hraða, ekki til að borga fyrir félagslegar umbæt- ur heldur til að greiða tap ríkis- fyrirtækjanna. Skipbrot ríkisrekstursins átti mikinn þátt í hinni ört vaxandi verðbólgu. 1 fyrra varð hún hin mesta í veröldinni, og Chile All- endes var á góðri leið með að tvöfalda sitt eigið met nú í ár. Verðbólgan varð gjöreyðandi fyrir miðstéttirnar, sem sáu eignir sínar og sparifé verða að engu á meðan verðlag hækkaði meira en laun. Hástéttirnar áttu auðveldara með að verja sig, bæði vegna þess að fjár- hagslegur bakhjarl þeirra var frá upphafi traustari og þær áttu auðvelt með að hagnast vel á dollarabraski. Önnur ein- kenni hins efnahagslega skip- brots eru vel þekkt — vöru- skortur, biðraðir, hamstur, smygl og svartamarkaðsbrask. Urslit þingkosninganna 1973 gerðu Allende valdalausan í þinginu. Von hans um að koma á sósialisma eftir þingræðis- legum og löglegum leiðum var því orðin að engu, þar sem meirihluti þjóðarinnar mátti ekki heyra minnzt á slíkt. Hjá borgarastriði eða valda- ráni hersins varð þvi ekki kom- izt nema Allende tækist að ná samstöðu með hinum umbóta- sinnaða hluta stjórnarandstöð- unnar. Eftir þrýsting frá kaþóslku kirkjunni féllst All- ende á að hefja samningavið- ræður við formann flokks kristilegra demókrata, Patricio Ailwyn, sumarið 1973. Ef litið er til baka sést, að samningaviðræður Allendes og Ailwyns voru siðasta tækifærið til að bjarga þjóðinni frá borg- arastríði eða valdaráni. En hvorugur vildi eða gat náð sam- komulagi. Kristilegir demó- kratar hefðu tapað miklu fylgi til hægri ef þeir hefðu bjargað Allende. Óánægja miðstéttanna var nú orðin svo mikil, að litið hefði verið á hverja málamiðl- un til að halda Allende við völd sem svik af hálfu kristilegra. AUende hafði einnig slæma samningsaðstöðu. Aðalritari hans eigin flokks, Carlos Alta- mirano, var frá upphafi á móti samningaviðræðunum. Hann og stuðningsmenn hans hótuðu að ganga úr flokknum ef All- ende byndist samkomulagi við stjórnarandstöðuna. Alta- mirano leit á hverja málamiðl- un, sem kristilegir demókratar gætu sætt sig við, sem uppgjöf af Allendes hálfu. Svo hefði lika sjálfsagt verið. En það hefði verið eina færa leiðin til að komast hjá borgarastriði eða valdaráni hersins. En Alta- mirano vildi borgarastríð og hvatti Allende til að vigbúa verkamenn. Allendé hikaði til hins síðasta. Hann gat ekki tek- ið ákvörðun um, hvort hann ætti að taka tillit til vilja meiri- hlutans eða byltingarsinna, sem með öllum tiltækum ráðum vildu berjast fyrir hagsmunum hinna fátæku. Allende sagði i bréfi til aðalritara kommúnista- flokksins stuttu fyrir valdarán herforingjanna: „Við höfum náð botninum . . . Hvað getum við tekið til bragðs?” Á meðan Allende stóð ráðalaus lamaðist athafnalífið af verkfalli vöru- bifreiðaeigenda. Um sama leyti fór að bera meir á ofbeldi öfga- manna til hægri og vinstri. Þegar hvergi bólaði á póli- tískri lausn og borgarastrið virtist blasa við, ákvað her- stjórnin að slá til. Þeim var fagnað sem frelsisher af meiri- hluta þjóðarinnar. En fyrir stuðningsmenn Allendes fóru erfiðir tímar í hönd. Hin póli- tíska morðalda náði þeirri hæð, sem óhugsandi hefði verið í stjórnartíð Allendes. Og at- hafnalífið er i svo mikilli rúst eftir þriggja ára skort á fjár- festingu og endurnýjun, að langan tíma mun taka að reisa það við. Þyngsta byrðin mun lenda á hinum fátæku, sem munu búa við erfiðari kjör en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.