Morgunblaðið - 22.12.1973, Side 20

Morgunblaðið - 22.12.1973, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 Island fær stóran hlut í bók um abstraktlist Dráttarbáturinn Magni var f g*r að brjóta fs á Elliðavogi. Astæðan var sú, að við Bátanaust þurfti að koma skipi á flot, og þar sem allt var gaddfreðið var Magni fenginn til þess að brjóta ísinn. — Ljósm.: Ol.K.M. f PARlS er komin út merkileg bók um abstraktlist, eitthvert stærsta verk, sem gefið hefur ver- ið út um þessa tegund myndlistar. I þriðja bindinu, sem kom út fyr- ir skömmu, er fjallað um ab- straktlist í Evrópu 1939—1970. Þar er kafli um tsland með fjölda mynda og er hann lengri og ftar- legri en kaflar um hin Norður- löndin. Bókina skrifa tveir mjög þekktir listgagnrýnendur í Parfs, þeir Michel Dragon og Michel Seuphor, og ritar sá síðarnefndi íslenzka kaflann. Verkið er gefið út af sýningarsamtökunum Maeght f París, sem reka stóran og kunnan sýningarsal, sem nýtur virðingar. Til bókarinnar er mjög vel vandað og ummælin um íslenzka abstraktlist ákaflega vinsamleg. I upphafi greinarsinnar skrifar Michel Seuphor: „Til eru þeir, ' sem halda, að eyjaskeggjar séu fólk, sem af eðlilegum ástæðum útilokist frá umheiminum. E.t.v. hafa þeir rétt fyrir sér. Þeirra kenning nær þó a.m.k. ekki til Islands. Varla er til sá staður sem — Friðar- ráðstefnan Framhald af bls.l Þjóðabandalagsins gamla tafðist um 40 mínútur, því að deiluaðilar gátu ekki komið sér saman um sætaskipan við hringlaga samn- ingaborð. Eban hótaði að ganga út ef ísraelska sendinefndin fengi sæti við auða stóla Sýrlendinga. Egyptar vildu ekki sitja við hlið Israelsmanna. Waldheim skar loks á hnútinn með miðlunartil- lögu, þannig, að sendinefndirnar fengu stóla í þessari röð: SÞ, Isra- el, Sovétríkin, Sýrland (auðir stólar), Jórdanía, Bandaríkin og Egyptaland. Bandaríski utanríkisráðherr- ann Henry Kissinger sagði, að fyrsta verkefni ráðstefnunnar yrði að koma til leiðar brottflutn- ingi herjanna á Súezvígstöðvun- um bak við örugga vopnahléslínu. „Eftir þær viðræður, sem ég hef átt síðustu daga, tel ég, að slíkur samningur sé mögulegur,“ sagði hann. Öllum á óvart mismælti Kiss- inger sig í ræðu sinni og sagði óvart „und“ á þýzku en leiðrétti sig. Þorlákur sýnir í ÞORLAKUR Halldórsson listmál- ari opnaði í fyrradag málverka- sýningu í húsakynnum Listmálar- ans að Laugavegi 21. Þorlákur sýnir þarna 21 mynd, landslags- myndir, sjávarmyndir og uppstill- ingar. Eru myndirnar málaðar á þessu ári og í fyrra. Þetta er 14. einkasýning Þor- er opnari fyrir báðum helmingum heimskringlunnar en þessi eyja, sem okkur sýnist vera töpuð langt norður í íshafi. Ekki þarf annað en að fara í gegnum æviágrip þessara íslenzku listamanna. Allir hafa þeir stundað nám í sínu eigin landi og einnig erlendis, á Norðurlöndum, í París og New York. Allir hafa farið i námsferð- ir til meginlandsins en þjóðernis- tilfinning þeirra hefur ekki liðið við það. Ég veit aðeins um einn þeirra, sem ekki hefur snúið aftur og setzt að í sinu landi. Þessi undantekning er Nína Tryggva- dóttir, sem dó í New York, en átti þó íbúð í Reykjavík, sem hún heimsótti mjög oft.“ Og í lok greinarinnar segir Michel Seuphor: „Við sjáum, að SJÓMENN á fiskiskipum og tog- urum hafa lagt fram kröfur sínar á fundi með útgerðarmönnum og hefur deilunni verið vfsað til sáttasemjara. Torfi Hjartarson sagði, að að öllum líkindum myndi það verða hans fyrsta verk eftir hátfðarnar að boða til sátta- fundar með þeim, en þó taldi hann það geta dregizt fram yfir nýár. Eru það bátakjara- samningarnir, sem komnir eru til sáttasemjara. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands íslands tjáði Mbl. i gær, að fundur um báta- kjarasamningana með útvegs- mönnum hefði verið haldinn 18. desember, en um togarasamning- ana í fyrradag. Kröfurnar eru í allmörgum liðum og taka til hækkunar á kauptryggingu og hundraðshluta í afla. Er hækkunarkrafan mismunandi en talsverð. Jón var spurður um afkomu- möguleika útgerðarinnar með til- liti til samþykktar stjórnar LlU og sagði hann að vissulega væru miklir erfiðleikar aðsteðjandi fyr- ir útgerðina, en það breytti þó ekki því, að nauðsynlegt væri að bæta kjör sjómanna, þótt ekki Listmálaranum láks, síðast sýndi hann í Reykja- vík i fyrra og þá í Bogasalnum, en síðasta sýning hans var í október sl. í Keflavík. Sýning Þorláks verður opin fram að jólum, og sýningartími fylgir opnunar- og lokunartíma verzlana. Island er langt frá því að vera einangrað frá mcginlandinu: hin- ir ýmsu stílar abstraktlistarinnar speglast þar iðulega með ósvikn- um persónulegum einkennum." Með greininni eru birtar mynd- ir af listaverkum Nínu Tryggva- dóttur, Finns Jónssonar, Harðar Ágústsonar, Jóhannesar Jóhann- essonar, Sigurjóns Ólafssonar, Þorvalds Skúlasonar, Kristjáns Davíðssonar, Jóns Gunnars Árna- sonar, Gerðar Helgadóttur, Guð- mundu Andrésdóttur, Steinþórs Sigurðssonar og Svavars Guðna- sonar. Og í texta nefnir höfundur auk þeirra, Valtýr Pétursson, Eirík Smith, Braga Ásgeirsson, Benedikt Gunnarsson. og Hiör- leif Sigurðsson, Karl Kvaran, Guðmund Sveinsson og Jóhann Eyfells. væri til annars en að unnt yrði að manna flotann. Hann kvað sjó- menn einnig fara fram á aukin skattfríðindi, þar sem hluti þeirra skattfriðinda, sem sjómenn hefðu haft væri bundinn ákveð- inni krónutölu, sem síðan hefði brunnið upp í óðaverðbólgu. Sovézkur Gyðingur dæmdur Moskvu, 21. des. NTB. SOVÉZKUR Gyðingur, sem hefur verið neitað um leyfi til að fara úr landi, hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, ákærður fyrir að vera snikjudýr á samfélaginu. Leonid Tsabelisjensky er 32 ára gamall og hefur verið fyrirlesari við tækniháskólann í Moskvu. Honum var sagt upp i maí, þegar hann hafði sótt um leyfi til að flytjast til ísraels. Siðan hefur honum verið neitað um vinnu. Framhald af bls. 36 Jósepsson til að skipa Jóhannes Elíasson í það starf, gegn því að tryggt yrði, að Guðmundur Hjart- arson yrði ráðinn bankastjóri Ut- vegsbankans í hans stað. Fulltrúar stjórnarflokkanna í bankaráði Utvegsbankans eru Björgvin Jónsson fyrir Framsókn- arflokkinn, Halldór Jakobsson fyrir Alþýðubandalagið og Har- aldurHenryssonfyrirSFV. Enda þótt Ölafur Jóhannesson forsætis- ráðherra talaði persónulega við fulltrúa stjórnarflokkanna í bankaráði Utvegsbankans, tókst honum ekki að tryggja atkvæði Haralds Henryssonar með ráðn- ingu Guðmundar Hjartarsonar. Mun Haraldur hafa talið eðlileg- ast, að Lúðvík Jósepsson sæti uppi með þá skömm að skipa bankastjóra í Seðlabankann í and- stöðu við mikinn meirihluta bankaráðsins. Eftir að ljóst var, að viðskiptin myndu ekki takast milli Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins vegna and- stöðu þriðja stjórnarflokksins, skipaði Lúðvik Guðmund Hjartar- son bankastjóra Seðlabankans frá og með 1. janúar næstkomandi, enda þótt hann hlyti aðeins eitt — Alit NATO Framhald af bls.l öryggi annarra þjóða, einkum Noregs, veikzt, svo og möguleikar á lífsnauðsynlegum fjarskiptum milli Evrópu og Bandaríkjanna. Jafnvel þótt ísland féllist á að veita hernaðarlega aðstöðu, ef til ófriðar kæmi, gæti það orðið um seinan. Ekki yrði hægt á skömmum tíma að byggja upp aftur þann viðbúnað, sem Kefla- víkurstöðin veitir. NATO þarf á íslandi að halda til að geta tryggt skjóta og óhindraða liðsflutninga frá Bandaríkjunum til Evrópu. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir það öryggi, sem dvöl NATO- hers á Islandi veitir. Með tilliti til ótryggs ástands í alþjóðamálum eru gagnkvæmar varnaraðgerðir og eining Atlantshafsríkjanna lífsnauðsynlegar, ef takast á að framfylgja stefnunni um minnkaða spennu. Einhliða fækkun í herjum getur breytt niðurstöðum samninga austur og vesturs. atkvæði í bankaráðinu — atkvæði Inga R. Helgasonar. Guðmundur Hjartarson er fæddur 1. nóvember 1914 á Mýr- um. Hann stundaði nám i eitt ár á Laugarvatni og í eitt ár í Reyk- holti á árunum 1935 til 1937. Stundaði hann siðan almenn störf til lands og sjávar til ársins 1942, að hann fluttist til Reykjavikur á árinu 1939 og starfaði þar sem lögregluþjónn í 4 ár, eða til ársins 1946. Þá varð hann starfsmaður og erindreki Sósíalistaflokksins og gegndi því starfi allt til 1956, er hann var ráðinn forstjóri Inn- flutningsskrifstofunnar. Því starfi gegndi hann til 1960. Hann hefur siðan jöfnum höndum sinnt nefndarstörfum, haft umsjón með byggingum og starfað að ýmsum öðrum málum í þágu Sósíalista- flokksins. M.a. hefur hann átt sæti i verðlagsnefnd, í bankaráði Búnaðarbankans, í fasteignamats- nefnd Reykjavíkurborgar, svo og hefur hann átt sæti í stjórn KRON frá 1953. Hann var formað- ur Sósíalistafélags Reykjavíkur í nokkur ár og átti sæti í stjórn þess I mörg ár. Eftir að Alþýðubanda- lagið var stofnað hefur hann gegnt ’mörgum trúnaðarstörfum fyrir það. I samkomulagsumleitunum verður reynt að taka eftir fremsta megni tillit til óska íslenzku ríkis- stjórnarinnar um leið og reynt verður að framlengja varnar- samninginn þannig, að hann tryggi öryggi Atlantshafsbanda- lagsins, einkum hvað snertir stór- mikilvægar fjarskiptaleiðir. Hvað snertir samband milli N, V, og S-Atlantshafsþjóða, er Ísland þar á krossgötum og ekkert getur leyst það af. Til umræðu hefur komið, að láta stöðvar í Færeyjum eða Grænlandi taka við af Kefla- víkurstöðinni, en þeir möguleikar hafa verið afskrifaðir. Niðurstöður NATO eru þvi þær að lokun varnarstöðvarinnar í Keflavík myndi hafa í för með sér miklar hættur, þar sem liðs- flutningar á ófriðartimum myndu taka of langan tíma. NATO fer því fram á það við íslendinga, að þeir leyfi stöðinni að vera og að Bandaríkjamenn hagi þannig rekstri stöðvarinnar, að hann skapi Islendingum sem minnst óþægindi. Var ályktun þess efnis samþykkt á fundi 5. desember sl. Að beiðni Islendinga 25. júní sl. tók NATO mál varnarstöðvar- innar til meðferðar og komst að fyrrgreindum niðurstöðum eftir umfangsmiklar rannsóknir hernaðarsérfræðinga. NATO hefur ekki átt þátt í beinum samningaviðræðum þótt Josef Luns, framkvæmdastjóri banda- lagsins hafi rætt við stjórnir beggja aðila. Ekkert hefur gerzt f samningaviðræðum frá því i nóvember, er síðasti fundur var haldinn, en „sambandsleiðum hefur verið haldið opnum“. Til marks um það, að menn innan NATO gera sér vonir um að málið leysist á farsælan hátt, þrátt fyrir allt, er, að engar ráð- stafanir hafa verið gerðar með það í huga að stöðin verði lögð niður. — Útför Blanco Framhald af bls.l handteknir, en ekki er vitað hvort meðal þeirra séu þeir, sem sprengdu sprengjuna. Verklýðsforingjar höfðu skorað á verkamenn að efna til mótmæla- aðgerða um allan Spán áður en Carrero Blanco var ráðinn af dög- um. Tilgangurinn er að mótmæla réttarhöldum gegn tíu foringjum andstæðinga stjórnarinnar í Mad- rid. Sjómenn leggja fram kröfur — Lúðvík löðrungar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.