Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 31 MAIGRET OG SKIPSUÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 23 Nei, hann hafði ekki þrótt til að streitast á móti. Hann fór að hágráta. Maigret leit fyrst á Jean Duclos og síðan á Pijpekamp með þessu fasta augnaráði, sem fékk marga til að halda, að hann væri ekki með öllum mjalla, því að þetta augnaráð var svo fast, að það virt- ist galtómt! — Haldið þér.......hóf Pijpe- kamp máls. — Litið á sjálfir. Ungi maðurinn snýtti sér, beit saman tönnum til að kæfa grátinn og stamaði: — Ég hef ekkert gert.... Hinir horfðu á hann, meðan hann barðist við að ná valdi yfir sér. — Það var nú ekki meira, sagði Maigret að lokum. — Ég hef ekki sagt, að þér hafið gert neitt rangt. Oosting hefur beðið yður að láta, eins og þér hafið séð ókunnugan mann í grennd við húsið. Hann hefur sjálfsagt sagt, að það væri eina leiðin til að bjarga ákveðnum aðilum úr klípu....hverjir voru þeir aðilar annars? — Ég sver við minningu móður minnar, að hann nefndi engin nöfn. .. . Ég veit ekkert...ég óska þess eins, að ég væri dauð- ur.... — Kjaftæði. En þegar ungir menn eru átján ára láta þeir því- likar hugsanir stundum hvarfla að sér.... Ætlið þér að spyrja hann einhvers Pijpekamp? Hollenzki lögreglumaðurinn ypti öxlum, eins og hann gæfi þar með til kynna, að hann botnaði hvorki upp né niður í neinu. — Agætt! Farið þá, drengur minn! — Ég ætla bara að segja, að það er ekki Beetje... — Það er vel trúlegt. ... En nú skuluð þér fara aftur til félaga yðar um borð í skólaskipinu. Hann ýtti honum vingjarnlega fram og tautaði: — Og svo er það hinn .... er hann kominn. .. Því miður skilur hann ekki frönsku. Rafmagnsbjöllu var hringt og skömmu siðar visaði lögreglu- maður Baesen inn í herbergið. Hann hélt á húfunni og pípunni í hendinni. Hann leit ekki á neinn nema Maigret og það var engu likara en hann álasaði honum fyrir eitt- hvað. Svo stillti hann sér upp við skrifborðið, þar sem Pijpekamp sat og hneigði sig kurteislega. — Viljið þér gera mér þann greiða að spyrja hann, hvar hann hafi haldið sig um- þær mundir, sem Popinga var myrtur? Lögreglumaðurinn sneri spurn- ingunni á hollenzku og Oosting hóf langar skýringar, sem Maigret skildi ekki, en liann greip fram í fyrir honum. — Nei. Ekki þetta! Hann þarf aðeins að svara í fáeinum orðum. Pijpekamp kom þessu til skila. Og aftur leit Baesen álasandi til hans. Svarið var örstutt. — Hann var um borð í bátnum sínum! — Segið honum, að það sé ekki satt! Maigret hélt áfram að þramma fram og aftur og gróf hendur í vösum. — Hvað segir hann við því? — Hann sver, að hann segi satt! — Ágætt! En ef það er rétt, þá hlýtur hann að geta sagt okkur, hver hefur stolið kaskéitinu hans..... Pijpekamp var ljúfur sem lamb, en Maigret geislaði af myndug- leika. — Núna? Hann var niðri í klefanum sínum .... var að ganga frá reikn- ingum . . . gegnum kýraugað sá hann fætur á þilfarinu og tók eftir að maðurinn var í sjómanns- búningi. — Og veitti hann manninum eftirför? Oosting hugsaði sig um, lokaði augunum til hálfs og löng útskýr- ing fylgdi. — Hvað er hann að segja? — Að hann kýs að segja sann- leikann! Hann skilur, að það er nauðsynlegt, að við trúum á sak- leysi hans. ... Þegar hann kom upp áþilfarið gekk maðurinn sína leið .... og hann elti hann. . Þannig gekk hann eftir Amster- diep og næstum alveg út að húsi Popinga. . . . Þar faldi maðurinn sig......Oosting varð forvitinn, faldi sig lika og beið.. .. — Heyrði hann skotið tveimur tímum síðar? — Já, en hann gat ekki haft hendur í hári mannsins, því að hann hljóp allt hvað af tók og hvarf von bráðar. — Sá hann þennan mann fara inn í húsið? — Að minnsta kosti sá hann manninn fara inn i garðinn...... Hann býst við, að honum hafi tekizt að klifra upp á aðra hæð. Maigret brosti, undarlegu brosi, sem gerði mörgum órótt i geði. — Myndi hann þekkja mann- inn, ef hann sæi hann aftur. Pijpekamp túlkaði. Baesen yppti öxlum. — Hann veit það ekki. — Sá hann Barens fylgjast með ferðum Beetje og Popinga? — Já. — Og þar sem hann óttaðist sjálfur, að grunur félli á hann, en vildi þó í aðra röndina vera lögreglunni hjálplegur, þá lét hann Cornelius gefa þessa skýrslu fyrir sig. — Já, það segir hann.... En við tökum það ekki sem góða og gilda vöru.... Það er deginum ljósara, að hann er sá seki... . Jean Duclos sýndi merki óþolin- mæði. Oosting var sallarólegur. Hann sagði eitthvað og Pijpe- kamp þýddi það. — Nú segir hann, að við getum auðvitað gert við hann hvað, sem okkur þóknast, en bendir á, að Popinga hafi verið bæði vinur hans og velgjörðarmaður. — Hvað hafið þér hugsað yður að gera? — Setja hann i gæzluvarðhald.. ..Hann hefur viðurkennt að hafa verið á staðnum. Sennilega voru áhrif koniaksins ekki horfin með öllu, því að rödd Pijpekamps var þróttmeiri en venjulega, hreyfingar hans ákaf- ari og ákvarðanir hans einkennd- ust af hinu sanna. Hann vildi koma hinum franska starfsbróður sinum svo fyrir sjónir sem væri hann maður, sem gæti tekið skjót- ar ákvarðanir, þegar þess gerðist þörf, og hann vildi vera bæði sjálfum sér og Hollandi til sóma. Hann setti upp virðulegan svip ög hringdi bjöllunni. Þegar lögregluþjónninn kom inn, skipaði hann fyrir stuttlega: — Handtakið þennan mann . . . leiðið hann á braut . . . ég tala við hann síðar .. . Þetta var sagt á hollenzku, en af raddblænum þóttist Maigret skilja, hvað hann sagði. Svo reis hann upp og sagði ein- beittur: — Ég ætla mér að upplýsa þetta mál frá grunni . . . Og ég skal ekki láta hjá líða að skýra frá hlutdeild yðar . . . Að sjálfsögðu má nú landi yðar fara frjáls ferða sinna. Honum datt ekki i hug, að ein- mitt á þessu andartaki var Mai- gret að hugsa með sér: — Vesling litli vinur, þú átt eftir að iðrast þessa rækilega, þegar þú ferð að róast á næstu klukkutimum. Pijpekamp opnaði dyrnar, en Maigret var ekki reiðubúinn að fara. — Mig langar að biðja yður að gera mér einn greiða, sagði hann óvenju kurteislega. — Já, ekki nema guðvelkomið, kæri vinur. — Klukkan er ekki orðin fjögur ... I kvöld getum við sviðsett harmleikinn með öllum þeim, sem eru viðriðnir málið . . . viljið þér gjöra svo vel og skrifa hjá yður nöfnin? . . . frú Popinga . . . Any . . . Duclos prófessor . . Bar- ens . . . Wienandsfjölskyldan . . . Beetje . . . Oosting, og svo faðir Beetje, Liewns bóndi. — Hvað vakir fyrir yður? — Mig langar til að fara í gegn- um hvert minnsta atriði frá þeirri stundu, þegar Jean Duclos lauk erindaflutningi sxnum. Þeir þögðu, meðan Pijpekamp hugsaði sig um. — Ég skal hringja til Groning- en, sagði hann að lokum, — og fá ráðleggingjar hjá yfirboðurum mínum. Hann bætti við, að hann væri ekki viss um, að þetta skritna gaman Maigrets félli i kramið hjá öllum. — En okkur mun vanta einn . . . þvi að Conrad Popinga ... — Ég skal taka að mér hlutverk hans, sagði Maigret. Og svo gekk hann út ásamt með Jean Duclos eftir að hafa sagt: — Kærar þakkir fyrir ljúflegan hádegisverð. Kærastinn þinn ætlar að standa í þessum stellingum unz ég hef komið upp fuglahræðunni. VELVAKAIMOI Velvakandi svarar f síma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Hitaveitan Ibúi við Suðuigötu hringdi og hafði athugasemdir fram að færa vegna skrifa Velvakanda i fimmtudagsblaðið um blessaða hitaveituna i Reykjavik. Konan sagði, að til dæmis hefði hitinn hjá sér ekki farið upp fyrir 16 stig s.l. miðvikudag, og hefði hún setið hríðskjálfandi i tveimur lopapeys- um við rafmagnsofn daginn þann. Einnig sagðist hún vita til þess, að hitinn væri ákaflega lélegur i barnaheimilinu Tjarnarboi'g. Velvakandi hafði samband við Gunnar Kristinsson, verkfræðing hjá Hitaveitunni. Hann sagði, að borizt hefðu nokkrar kvartanir um kulda í húsum undanfarna daga, og hefði þá undantekninga- laust verið um að ræða bilun í hitalögnunx viðkomandi húsa, þannig að ljóst væri, að ekki væi'i það hitaveitan, sem ætti sökina. Hins vegar sagði hann starfsmenn hitaveitunnar til þjónustu reiðu- búna við þá, sem hafa við að striða vandamál af þessu tagi. Gunnar sagði ennfremur, að bil- un væri í hitakerfi Tjarnarborg- ar, og hefði oi'ðið að loka barna- heimilinu s.l. miðvikudag af þess- um sökum. Gunnar sagði, að krafturinn á heita vatninu væri nokkuð mis- munandi eftir því um hvaða hverfi væri að ræða, til dæmis yrði oft vatnslítið vestast í Vestur- bænum þegar frost hefðu staðið lengi. Nú væri fyrirhugað að bæta úr þessu, og nxættu Vesturbæingar búast við því, að ný hitaveituæð kæmist i gagnið innan tveggja ára. % Settar verði upp fánastengur sem víðast Magnús Guðmundsson, Eyrarvegi 26, Grundarfirði, skrif- ar: „Það er mjög i tizku, að sölu- menn ferðist um landið og selji varning sinn með þeim afleiðing- um, að viða má sjá sams konar hluti, sem prýða híbýli manna, svo sem hillur, myndir og mál- verkaeftirprentanir. Eg hef verið að hugsa um það, þai' sem þjóðhátiðarárið er nú framundan. hvort þjóðhátiðai- nefndin geti ekki fengið ein- hyerja duglega menn til að ferð- ast unx landið á vori konxanda og taka að sér að setja upp fána- stengur við hús manna. sem þess óska. Oft er litið hægt að gera til hátiðabi'igða i fámennum byggð- arlögum nema þá helzt að draga fána að húni. Væri ekki hægt að gera eitthvað til að bæta úr þessu, helzt fyrir þjóðhátið á næsta surnri? Magnús Guðimindsson." % Sparið vöðvana Fyrir þá, sem teknir eru að þreytast á jólaamstrinu, og eru oiðnir þreyttir og pirraðir, er ekki úr vegi að geta þess, að þeir. sem eru svekktir á svipinn, eru að bjóða hrukkunum heim. Þeir, sem eru leiðir og reiðir á svipinn nota nefnilega 62 andlits- vöðva, en þeir, sem eru glaðir og góðlátlegir þurfa ekki að nota nema 26. Það er í'étt að spara andlits- Vöðvana eins og annað á þessum siðustu og verstu tímum. % Miðað við hvað? Kunningi Velvakanda, sem ferðast mikið með sti ætisvögnum kom að máli við hann nýlega. Hann sagðist stundum vera að hugsa um það á ferðum sinum nxeð þessum farartækjum, hvers vegna fai'þegar sætu allir stein- þegjandi í stað þess að skeggi'æða. Þarna sætu allir samanþjappaðir, hver i sinum hugarheimi. llann sagðist samt hafa heyrl eftirfar- andi orðaskipti í stiætisvagni um daginn: — Það er vandlifað! — Það fer nú eftir þvi við hvað er miðað. Aðalheiður tekur við blómum að afloknum tónleikum á sviði Þjóðleikhússins f Costa Rica ísl. söng- kona fær góða dóma í Costa Rica HINN 30. nóvember söng Heiða Einarsson (Aðalheiður Guðmundsdóttir) átónleikumá vegum lista- og bókmennta- félagsins i Costa Rica. Voru hljómleikarnir i þjóðleikhús- inu, Teatro Nacional í borginni San Jose. Á tónleikunum söng Heiða erlend ljóð og íslenzk, m.a. lög eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Björgvin Guðmundsson og Fjölni Stefánsson. En erlendu lögin voru eftir Schuman, Brahms, Hugo Wolf, Strauss, Gluck og Saint-Saens. Undir- leik annaðist Carlos Enrique Vargas. Mbl. hefur borizt úrklippa úr stærsta blaðinu í San Jose í Costa Rica, La Nacion. Þar seg- ir gagnrýnandi blaðsins, Romas Joneliukstis, sem er þekktur baritonsöngvari þar í landi: „Mezzosópransöngkonan Heiða Einarsson flutti okkur tónleika, eins og maður getur fengið að heyra í hvaða höfuð^ borg sem er í Evrópu. Tónleikarnir voru haldnir á vegum lista- og bókmennta- deildar Menntamálaráðuneytis- ins (Direccion de Artes y Letras) í þjóðleikhúsinu 30. nóvember 1973. Carlos Enrique Vargas lék með á pianó. • Heiða Einarsson hefur dásamlega rödd, sannan mezzo- sópran af þýzka skólanum, en hann er vagga „lieder“ söngs- ins. Hinir fögru hljómar, sem ómuðu frá söng hennar, heill- uðu áheyrendur hvei't einasta augnablik. Hinn skýri fram- burður og góði flutningur yfir allt raddsvið hennar, ásamt góðri öndunartækni, voru þætt- ir, sem hún sameinaði vel og eru ómissandi undirstaða góðr- ar túlkunar. Carlos Enrique Vargas lék með meistaralega og af mynd- ugleik. Hvert einasta augnablik var hið nauðsynlega samband milli þessara tveggja lista- manna fyrir hendi — Romas Joneliukstis" MORCUNBLADSHÚSINU LESIfl DnCLEGH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.