Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 181. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 18. AGÚST 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezhnev og Tító þinga enn: Bandaríkjamenn fagna ummælum Brezhnevs um að bæta sambúðina Moskvu, 17. ágúsl —AP. Reuter. BREZHNEV, forseti Sovét- ríkjanna, og Tito, forseti Júgóslavíu, hófu í dag viðræður sínar í Kreml, og að því er Tass- fréttastofan skýrði frá fóru við- ræðurnar fram í góðu og vinsam- legu andrúmslofti. Fréttastofan Carter um Presley: „Hann var einstak- ur og óbæt- anlegur Washington, 17. ágúst — Reuter. „HANN VAR einstakur og það kemur enginn í hans stað,“ segir í yfirlýsingu Carters Bandaríkjaforseta vegna and- láts rokksöngvarans Elvis Presleys í gærkvöldi. Sorg og sút ríkir um gervöll Bandarfk- in vegna þessa atburðar og for- seti landsins taldi ástæðu til að láta í sér heyra. í orðsendingu segir Carter að Presley hafi ruðzt fram á sjónarsviðið af slíkum krafti að fyrir því hafi ekki veriö fordæmi og engan hafi órað fyrir þeim áhrifum sem hann hafði og sennilega muni eng- um takast að fara í fötin hans hvað þetta snertir. Carter segir að í tónlist sinni, í flutningi og framkomu hafi Presley sam- einað ólíka þætti tónlistar hvíta og svarta mannsins og tónlist hans hafi orðið til að umbylta bandarískri pop- músík. „Hann naut óhemju aðdáun- ar og hann var fólki um viða veröld tákn um þrótt, lífsorku og skaphita þjóðar hans.“ gaf í skyn, að viðræðurnar myndu snúast um þann ágreining sem nú er uppi milli kommúnistaflokka í V-Evrópu annars vegar og A- Evrópu hins vegar og um sam- skipti kommúnistaflokkanna í löndunum tveimur, Sovétríkjun- um og Júgóslavíu, en þar hefur löngum verið nokkur stirðleiki á milli. Fundum þeirra Brezhnevs og Títós verður fram haldið á morg- un, og þá er búizt við að leiðtog- arnir muni einbeita sér að slökunarsáttmálanum (detente) og í tengslum við hann fyrirhug- uðum rikjafundi i Belgrad, en að þeir muni einnig fjalla um sam- skipti Sovétrikjanna og Banda- ríkjanna og um samband Sovét- rikjanna og Kina, en Tító heldur einmitt á föstudag áleiðis til N- Kóreu og Kína. Eins og komið hefur fram v-ar Brezhnev hófsamari í orðavali um stefnu Bandaríkjanna og Carters forseta í hófi sem hánn hélt Tító á þriðjudagskvöld og lagði þar áherzlu á að ef Bandaríkin vildu bætta sambúð við Sovétríkin, stæði ekki á Sovétmönnum að koma þar til móts. Af hálfu utan- ríkisráðuneytisins bandaríska hefur þessum ummælum Brezhnevs verið fagnað og ítrekað að Bandaríkjastjórn sé þess mjög fýsandi að bæta sambúðina við Sovétríkin, en hún hefur stirðnað nokkuð eftir yfirlýsingar Carters um mannréttindamál. Túlka stjórnmálafréttaritarar ummæli Brezhnevs á þá lund að nú megi vænta þess að sambúðin fari aftur batnandi. Sprengja fannst 1 Palma de Mallorka Palma. Mallorka 17. ágúst — Reuter LÖGREGLA fann í dag kassa með dýnamiti í á götu, þar sem Jóhann Karl Spánarkonungur og Adolfo Suarez forsætisráðherra höfðu ekið yfir skömmu áður. Sprengjan var færð á auðan stað um sex kíló- metra fyrir utan Palma og sprengd þar. Lögreglumaður kom auga á sprengjuna hjá fléttubrú i aðeins um 50 metra fjarlægð frá lysti- skipahöfninni þar sem konungur- inn og forsætisráðherrann voru í klúbbhúsi. Suarez kom til Palma i dag til viðræðna við konung og sneri aftur til Madrid síðdegis. Öll umferð var stöðvuð á svæð- inu í kring þar sem sprengjan ELVIS SYRGÐUR — Aðdáendur rokkkóngsins Elvis Presley söfnuðust saman fyrir utan heimili hans f Memphis strax og fréttist um lát hans f fyrrakvöld og héldu þar kyrru fyrir alla nóttina. ísraelsstjórn ákveður bú- setu á herteknum svæðum Talið geta spillt mjög fyrir friðarumleitunum Bandaríkjamanna JerÚKalem, 17. ágúst —AP, Reuter. tSRAELSK stjórnvöld tilkynntu í dag þá ákvörðun sina að hefja búsetu Gyðinga á þremur nýjum stöðum á hertekna svæðinu á vesturbakka Jordan. Þessi ákvörðun kemur aðeins þremur dögum eftir að stjórnin lýsti því yfir að hún hygðist auka félags- lega þjónustu á vesturhakkanum og Gazasvæðinu, en andstæðingar stjórnarinnar halda því fram að með þeirri ráðstöfun sé stjórnin f reynd að inniima þessi svæði. Báðar þessar aðgerðir þykja þannig geta orðið til að spilla fannst meðan sprengjusérfræð- ingar komu henni á öruggán stað og sprengdu hana. Skömmu áður en sprengjan kom í leitirnar höfðu konungur og forsætisráð- herra ekið um brúna, en konung- ur er nú í sumai leyfi á Mallorka. Iri æpti að Skota: Hvað er und- irpilsiþínu? London, 17. ág. AP HVAÐ ER innanundir skota- pilsinu? Þessi spurning hefur löngum leitað á hugi ýmissa sem ákveðið áhugasvið hafa og dómari i London fékk um það vitneskju við að hlýða á fram- burð tra eins. trinn var haldinn fróðleiksþorsta í meira lagi og það kom honum í koll. Málavextir eru þeir að Skot- inn Peter Keany var á sunnu- dagsgöngu, klæddur pilsinu sínu, meðfrám Thamesánni, þegar James O'Connor kom að- vífandi og æpti hástöfum: „Ég ætla mér að komast að þvi, hvað er þarna undir hjá þér.“ En Keany var staðráðinn i að vernda leyndardóminn. Var þá ekki að sökum að spyrja. Slags- mál upphófust milli þeirra O’Connors og Keany og lyktaði þvi við þvi, að Keany reiddi til höggs hníf, sem borinn er við skozka þjóðbúninginn, og var laginu stefnt á handlegg Irans. Keany sagði fyrir rétti, að hann væri saklaus og hann mun ekki þurfa að afplána sex vikna fangelsisdóm ef hann gerist ekki brotlegur. Sögur herma, að Skotar klæð- ist ekki neinu undir pilsum sín- um en það kom ekki fram fyrir réttinum, hvort O’Connor varð einhvers vísari hvað það mál snerti. Sovétríkin saka Sómali um vopnaða íhlutun í Eþiópiu Moskva, Nairobi, Mogadishu 17. ágúst —AP, Reuter. SOVÉTRlKIN hafa sakað Sómalíu um „vopnaða íhlutun í innanríkismál Eþíópfu" og þar með tekið beina afstöðu gegn þessum handamanni sínum í átökunum við nágrannaríkið Eþíópíu. I grein í Izvestia var ennfremur sagt, að Sómalía væri einungis peð f höndum heims- valdasinna. I Sómalfu var þvf lýst yfir í dag, að landið gæti neyðzt til að lýsa yfir stríði á hendur Eþíópíu, ef stjórnin þar freistaði þess að fá erlent herlið til aðstoð- ar f átökunum við skæruliða í Ogadenhéraðinu, sem Sómalía styður, og voru þegnar landsins hvattir til að vera viðbúnir. Fr»mh»lrl ó hls 18. friðarumleitunum Bandaríkja- manna f þessum heimshluta. enda mótmælti stjórnin í W'ashington þessari ákvörðun um búsetuna um leið og kunnugt varð um hana í dag og einnig hafa samtök Palestínuaraba látið frá sér fara harðorða mótmælayfir- lýsingu. Ákvörðunin um búsetu Gyðinga á vesturbakkanum var tekin af stjórnskipaðri nefnd, sem veitt hafði verið umboð til að taka loka- ákvörðun í þessu efni, og sam- kvæmt heimildum innan nefndar- innar var ákvörðun hennar ein- ungis staðfesting á ákvörðun fyrr- verandí stjórnar um að búseta skyldi leyfð á þessu landsvæði, en innan nefndarinnar hefði ekki búsetu á herteknu svæðunum. Begin, forsætisráðherra hefði þannig i engu brugðið út af áætl- unum fyrrverandi stjórnar Rab- ins um búsetu á herteknu Framhald á bls 18. Nordli á undir högg að sækja Osló, 17. ágúsí — AP. Verkamannaflokkur Od- vars Nordli forsætisráð- herra Noregs, revnir nú eftir föngum að halda for- ystu sinni í kosningabar- ‘áttunni í Noregi, en svo virðist sem það muni ekki takast ef marka má skoð- anakannanir. Þetta segir i Aí* frétt frá Ösló i gær, en þar er tekið fram að stjórnin eigi undir högg að sækja þar sem hvert hneykslismálið af öðru hafi komið upp á síðustu mánuðum og sömuleiðis sé sam- vinna mið- og hægriflokka gegn Verkamannaflokknum honum þrándur í götu. Kosningar verða í Noregi dagana 12. og 13. septem- ber n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.