Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1977 29 A\ W VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI jLMJL athöfnin var einkamessa og fagn- aðarboði fyrir einn hóp í sameig- inlegum salarkynnum. Fjórðu hafa ætt um landið til þess að fá sveitafólkið til að hætta neyzlu sláturafurða; og mætti þó ekki minna vera en fólk hefði frið í þessu landi til að bjarga sér. Hvernig er það, eru engin tak- mörk fyrir því hvaða myndir della tekur á sig, hvaða gervi hún klæðist í góða veðrinu, hvaða hæfileikar ferðast um kring, hvaða þekking flýgur yfir dalinn þarna milli fjallanna? Nei, má ég þá heldur biðja sjálfan mig um góða bæn, í einrúmi. Mattheus guðspjallamaður seg- ir frá ræðum Krists úti um víða veröld náttúrunnar. Virðist mönnum ekki annar blær á þeirri boðun? Sagt er um Franz frá Assisi, að hann talaði mikið við fuglana, í lausu máli og ljóðum sem enn eru þekkt, sökum fegurð- ar og djúpskyggni. Mála sannast myndi reynast, ef rannsakað væri, að fuglar hafa ratvísi, bæði af þessa heims og annars átta- skyni. Spóinn i heiðinni er hollari gestur en vottur sá er predikar útskúfun Jahves. Og sólskríkjan Iætur alla gleyma Helgakveri, og því sem af þeim letursíðum er sprottið. Þorkell máni, sonarsonur Ingólfs landnámsmanns, lét á banadægri bera sig út i sólar- geisla, og fól sig á hendur þeim guði er sólina hefði skapað. Sólin sagði honum allt — það er nægði til að vita rétt. Merkilegt er, að í föðurlandi Þorkels mána skuli vera á stjái trúarmenn, sem telja það nauðsynlegt að orga í eyru barna rífast í kapp við brak og bresti í trékassaræfli og hvia með ólátum í húsum inni, eða trúa á Abraham sem alveg eins getur tekið upp sina gömlu fórnarsiði, ef hann kemur aftur, á Mólokks- fótunum. Hvað varðar Krist um það sem hér er ofaukið? Ymsir sérsöfnuðir á landinu hafa gefið úr sálmabók hver fyrir sig. Flest af þeim samsetningi, sem þær flytja er flatrímað holta- þokuvæl. Og mun það hafa verið fyrirframómurinn af þessu vænt- anlega gauli, sem Jónas Hall- grimsson heyrði á sinum tíma, en ekki af hinum ágætu rimum Sigurðar Breiðfjörðs. Sálmabæk- ur gera það helzt að spilla mál- kennd og hugsunarskýrleik þjóð- arinnar. Þegar bezt lætur, neyðist nefndarfargan af svo sem fimm til tiu hrosshausum, til að viður- kenna jafna tölu af guðdómlegum stórskáldum, og hleypa þeim inn i sálmabók, svo sem til að sýna í öllu bróðerni, í hversu göðum fé- lagsskap þeir séu. Gott að þeir finna þetta þó út. Að einu leyti er sótið svartast hjá þjóðkirkjunni. Það ætti að vera fyrir áhrif hennar, og hún á að sjá sína blessun í þvi, að fá því komið til leiðar með lipurð en festu, að hverrar trúar sem söfn- uðir í landinu eru, — innan þessa ríkis —, verði skyldir að gæta þess, að öll boðun trúar, í húsi sem utan, fari fram á sómasam- legan hátt. Hins konar aðferðir eru eins og verið sé að gera til- raunir með að bera sólskinið i kerlingarsvuntu frá 17. öld inn í gluggalaust hús hér norður á Brakanda, — i staðinn fyrir að bera fólkið út í sólskinið. Sigurður Draumland Bréfritari kemur viða við í bréfi sínu sem er hið athygglis- verðasta. En áreiðanlega eru ekki allir á eitt sáttir um það atriði sem bréfritara er hugleiknast að þessu sinni, og væri fróðlegt að heyra frá fólki um þessi mál. ÞeSvSÍr hringdu . . . 0Afreks- íþróttamenn Þessa dagana vinnur okkar ágæti kúluvarpari Hreinn Halldórsson frábær afrek í iþróttagrein sinni. Sama má einn- ig segja um fjölmarga aðra ein- staklinga í hinum ýmsu iþrótta- greinum. Að athuguðu máli kem- ur i ljós að flestir þessir einstakl- ingar ná hinum góða árangri fyrir eigin dugnað og vegna mikilla fórna, en ekki fyrir veittan stuðn- ing utanaðkomandi aðila, nema að mjög litlu leyti og í undantekn- ingartilfellum. Því vaknar sú SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A skákmóti í Júgóslaviu í fyrra kom þessi staða upp i skák þeirra Lakic, sem hafði hvítt og átti leik, og Gliksmans. 22. Hg4! — De3+, 23. Khl — Dxd3 (Einnig var haldlaust að leika 23. . . g6, 24. Bxg6!) 24. f7 + — Kf8, 25. Dxd3 — Hxd3, 26. Hxg7! og svartur gafst upp. spurning hvort ekki væri ráðlegt að reyna að búa betur að afreks- fólki í íþróttum, hvernig svo sem formið á því skyldi vera, því eng- inn efast um uppeldisgildi það sem felst i iþróttaiðkun, og einnig eru góð íþróttaafrek ein ódýrasta og bezta landkynning sem um get- ur. Velvakandi hvetur fólk til að skrifa sér nokkrar línur og segja álit sitt á þessu máli, þ.e. hvort ekki væri rétt að búa betur, og þá hvernig, að afreksfólki í iþrótt- um. PASSAMYIVDIR s teknar i litum tilkúnar strax I barna & flölskyldu LjOSMVMDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Til sölu Enskur plastbátur 19 fet. Hydro-marin diesel- vél 12 ha. Netablökk fylgir. Verð kr: 1600 þúsund. Upplýsingar í síma 83278. Ljúffengt og gott HALTI HANINN LAUGAVEG 1 78 (VIO HLIDINA A SJÖNVARPINU) V Við eigum nóg til af Hamborgurum í miklu úrvali og fjölbreyttu meðlæti. Pizzur með nautahakki Intematíonal Scoutll AUGLYSINGADEILDIN Eigum til sölu og afgreiðslu strax sýningarbifreið sem ekin hefur verið 7000 km. Mjög hagstætt verð og greiðslukjör. Verð kr. 3.15o.-þús. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.