Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977 23 Einar Jónsson yfir- prentari — Minning F. 1903 D. 1977 í dag verður kvaddur hinstu kveðju Einar Jónsson prentari. Hann lézt fimmtudaginn 11. ágúst á Landakotsspítala eftir stutta legu. Einar var fæddur 16. nóvember 1903 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Jón Einar Jóns- son prentari og kona hans Sigur- veig Guðmundsdóttir. Jón Einar náði háum aldri og starfaði mikið að félagsmálum prentara og varð heiðursfélagi Hins islenzka prent- arafélags 1947. Arið 1904 tók Jón Einar þátt i þvi ásamt 20 öðrum prenturum :ð stofna prentsmiðj- una Gutenberg. Ailir þessir menn voru félagar í Hinu islenska prentarafélagi og átti stofnun prentsmiðjunnar eftir að hafa af- gerandi áhrif í þá átt að gera Hið íslenska prentarafélag að samn- ingsaðila allra íslenskra prentara. Jón Einar hóf störf í Gutenberg strax i byrjun og vann þar öslitið til ársins 1938. Af þessu má ráða að saga prent- smiðjunnar Gutenberg er samofin sögu Einars Jónssonar allt frá fæðingu og í Gutenberg vann hann sitt ævistarf. Einar hóf prentnám í Gutenberg 19. ágúst árið 1919 og lauk þar námi. Árin 1925—1927 dvaldi hann í Kaup- mannahöfn við prentstörf hjá Egmont H. Petersen kgl. Hof. Bogtrykkri (Gutenbergshus). Er hann kom heim hóf hann aftur störf í Gutenberg og starfaði þar til dánardægurs. Einar starfaði i 30 ár sem verk- stjóri í vélasal, en það varð hann 1947 og siðan sem yfirverkstjóri allt þar til lokið var flutningum prentsmiðjunnar í hió nýja hús- næði en þá sagðist hann vera orð- inn of gamall til þess að standa í þvílíku streði sem yfirverkstjórn- inni fylgdi, enda kominn á átt- unda áratuginn. Einar var elsti starfsmaður rik- isprentsmiðjunnar Gutenberg að starfsaldri til hafði starfað allt frá upphafi prentsmiðjunnar 1930. Sem yfirmaður var hann virtur af undirmönnum sínum, og segja má að þar hafi þeir átt góðan hauk í horni þar sem hann var, og oft sá hann i gegnum fingur sér við þá með eitt og annað. Eins og áður sagði starfaði Ein- ar í Kaupmannahöfn um skeið. Varla hefur verið algengt á þess- um árum að íslenskir iðnaðar- menn sæktu til útlanda í leit að þekkingu og reynslu í iðngrein sinni. Þetta gerði Einar Jónsson, og má hafa það til marks um staðfastan ásetning hans að gera prentverk að ævistarfi. Einnig þá skoðun eða vissu að sé starfið þess virði að menn geri það að ævi- starfi, þá sé það einnig þess virði að menn leggi sig alla fram um að leysa það vel af hendi. Þetta sjónarmið mun hann síð- an hafa haft að leiðarljósi allan sinn langa starfsferil. Ekki þarf að eyða orðum að því, að farsæll var Einar Jónsson i starfi, það þekkja. þeir bezt sem annað tveggja unnu með honum eða þurftu til hans að leyta með prentstörf. Hin margvíslegu verk- efni sem inna þrufti af hendi í Rikisprentsmiðjunni Gutenberg kröfðust þess oft að beita þyrfti bæði kappi og forsjálni til þess að koma þeim i höfn. Þessi mynd var tekin við opnun nýja Nestisins við Háaleitisbraut. Sonja Helgason, forstjðri, og Guðfinnur Kjartansson, framvkæmdastjóri, ásamt Ósk og Erlu Axels- dætrum og Sigurjóni Sigurðssyni. Sjötta Nestið opnað NESTI hf. hefur opnað sinn sjötta þjónustustað og smurbrauðsstofu í Austur- veri við Háaleitisbraut í Reykjavík. Með tilkomu smurbrauðsstofunnar get- ur Nesti nú sjálft framleitt brauðvörur, sem hingað til hafa verið aðkeyptar. Nesti hf. hefur nú starf- að í tuttugu ár. Forstjóri og aðaleigandi er Sonja Helgason, en fram- kvæmdastjóri er Guðfinn- ur Kjartansson. Dóttir Sonju, Ósk Axelsdóttir, mun veita nýja Nestinu við Hjá Nesti hf. starfa nú Háaleitisbraut forstöðu. um 50 manns. t Útför sonar míns og bróður okkar, ÞORBJÖRNS AÐALBJORNSSONAR Skólavörðustlg 24 A fer fram föstudaginn 19 ágúst kl. 3, frá Fossvogskirkju. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á minningarsjóð knattspyrnufélagsins Valur. Þorbjörg Grímsdóttir og systkini. t Innilegar þakkir sendum við öllum er vottuðu okkur samúð við andlát og útför bróður okkar og föður, ÓLAFS BJÖRNSSONAR Hringbraut 10 Pétur Bjömsson, Edda Bjömsdóttir, Iðunn Björnsdóttir. Sigrlður Ölafsdóttir. t Kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður og ömmu KRISTÍNAR PÉTURSDÓTTUR frá Bildudal ferframfrá Fossvogskirkju i dag fimmtudaginn 18. ágústkl. 10 30 Jarðarförin ákveðin mánudaginn 22. ágúst frá Bíldudalskirkju Pétur V. Jóhannsson, Sigrfður Pálsdóttir, Jóhanna Kristinsdóttir, HörðurV. Ámason, Valgerður Kristinsdóttir, Sigursteinn Steindórsson, Bima Kristinsdóttir, i Eggert Þorsteinsson og barnaböm En vel vissi Einar að kappið og forsjálnin dygðu skammt ef verk- kunnáttuna skorti. Hann lét sér þvi verkmenntun prentara miklu skipta. 1 Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg voru jafnan margir nemar i prentiðn, og mun Einar Jónsson hafa útskrifað á annan tug pressumanna, sem meistari þeirra. Reyndi hann jafnan, sem og aðrir ráðamenn prentsmiðj- unnar að vanda til kennslu nem- anna. Auk kennslustarfanna sem verkstjórastarfinu fylgdi, var hann til þess valinn mjög snemma að vera fulltrúi Hins íslenska prentarafélags i prófnefnd í prentun. Hann var varamaður í nefndinni árin 1939 — 1946 og aðalmaður frá 1946 — 1969. For- maður prófnefndar var hann frá 1954. Hann hefur því starfað að þessum málum í full þrjátíu ár og verður það starf seint fullþakkað. Þessi störf með hinum ungu mönnum munu hafa látið Einari vel, og hann talið þau með hinum geðþekkari af skyldustörfum sin- um. Hann lét sér annt um nem- endur sina og þeir bera iíka til hans virðingar- og þakkarhug. Einar hefur verið félagsmaður Hins islenska prentarafélags síð- an 16. febrúar 1924. Ef frá eru talin störfin i prófanefnd prent- ara hefur Einar Jónsson ekki gef- ið sig mikið að félagsmálastörf- um, enda alltaf unnið langan vinnudag. Gjaldkeri Reykjavíkur- deildar Hins islenska prentarafé- lags var hann þó árið 1928 og í skemmtinefnd árin 1942—1944. Störfin að prentverkinu sjálfu hafa tekið mestan hans tíma og fyrir þau störf hlaut hann Ridd- arakross hinnar íslensku fálka- orðu, árið 1971. Áhugamál átti hann þó fleiri. Hann gekk í Odd- fellowregluna 1942 og hefur starf- að í henni síðan, síðast i stúkunni Þorkeli Mána. Hann kunni vel að meta gcð listaverk, myndlist og fagrar bækur. Eftirlifandi kona Einars er Jór- unn Þórðardóttir. Þau gengu í hjónaband árið 1931. Börn þeirra eru fjögur. Þórður, Sigurður Örn, Sesselja Edda og Sigurveig Jóna. Heimilislif þeirra var einstaklega hamingjurikt og hjónin samrýmd. Samstarfsmenn Einars Jóns- sonar i Rikisprentsmiójunni Gutenberg votta ástvinum hans dýpstu samúð. Við þökkum hon- um samvinnuna og hið mikla starf hans að íslensku prentverki. Blessuð sé minning hans. Sverrir Sveinsson. Guðm. Kristjánsson. t Eiginkona min, móðir. dóttirog amma, MARGRÉT VILHELMÍNA JÓNSDÓTTIR, Þórólfsgötu 7, Hafnarfirði, verður jarðsett frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 1 9. ágúst kl 2 Markús Jónsson Ólafia Jóna Jónasdóttír Ólafía SumarliSadóttir Jón Ársæll Jónsson Ársæll Gislason Ingvi Öm Ingvason t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURJÓNS V. FJELDSTED pípulagningameistara Sérstakar þakkir til starfsfólks 5 hæðar Landakotsspitala Sigrún G. Fjeldsted, Vigdis S. Fjeldsted, Óttar Snædal Guðmundsson, Margrét S. Fjeldsted, Gísli í. Jónsson, Sigrún S. Fjeldsted, Geirarður Geirarðsson, Anna S. Fjeldsted. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, DANÍELS SIGURBJORNSSONAR rafvirkja, Grýtubakka 32 Kristín Ó. Sigurðardóttir, Hreggviður Daníelsson, Hallgrimur Danfelsson, Sigurlín Magnúsdóttir, Sigurður Danielsson, Pálína Karlsdóttír, Sigurbjörn Daníelsson. Gyða Einarsdóttir + Alúðar þakkir sendum við þeim fjölmörgu vinum og ættingjum, er vottað hafa okkur samúð sína við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS ÞÓRÓLFSSONAR, frá Straumfirði á Mýrum, Vesturgötu 66 B, Reykjavik. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild E—6, læknum Borgar- spitalans og Endurhæfingardeild Grensásdeildar, ennfremur til Franska sendiráðsins Guð blessi ykkur öll Helgi Kristjánsson, Sæunn Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Kristjánsson, Hanna Guðmundsdóttir, Þórólfur Kristjánsson, Valborg Stefánsdóttir. Þórdis Kristjánsdóttir, Þóra Kristjánsdðttir, og barnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.