Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977 31 Útsýnarferðin á HM í Danmörku: Allir miðar seldust á tveimur tímum FERÐASKRIF- STOFAN Útsýn aug- lýsti fyrir skömmu hópferð á loka- keppni Heims- meistarakeppninnar í handknattleik, sem háð verður í Dan- mörku 25. janúar til 4. febrúar á næsta ári. Öhætt er að segja að mikill áhugi sé fyrir keppninni hér innanlands því allir miðarnir, alls 90, seldust upp á tveimur tímum og 60 manns eru á biðlista. Ferðin kostar frá 102 þúsund krónum fyrir manninn og verð- ur það að teljast hagstætt verð því innifalið í verðinu eru flug- ferðir til og frá Danmörku og þar innan lands, gisting með morgunverði, ferðir með lang- ferðabílum og miðar á alla leik- ina. Islenzkir fararstjórar verða i förinni. Iþróttasíðunni er ekki kunn- ugt um það hvort fleiri ferða- skrifstofur en útsýn ætla að sjá um hópferðir á HM i Dan- mörku. lslenzkir handknattleiksunnendur hafa greiqilega mikinn hug á því að fylgjast með Þórarni Ragnarssyni og félögum hans á HM í Danmörku. Sigurður og Þórdís keppaáEM ÞAU Sigurður Sigurðsson, Ar- manni, og Þórdis Gísladóttir, I.R., munu keppa fyrir Islands hönd á Evrópumeistaramóti unglinga í frjálsum iþróttum, sem fram fer i Donetzk i Sovétrikjunum dagana 19.—21. ágúst n.k. Slun Sigurður keppa i 100 og 200 m hlaupi en Þórdis í hástökki. Fararstjóri verður Sigurður Helgason. Fylkir stofnar siglingadeild ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Fylkir I Árbæjar- hverfi hefur stofnað siglingadeild. Er ætlunin að félagar deildarinnar sigli á Rauðavatni og hefur verið útbúin að- staða fyrir deildina norðanvert við vatn- ið Þá hefur deildin fengið siglingabáta að gjöf frá Æskulýðsráði Reykjavikur og voru bátarnir afhentir í gærkvöldi Þeir. sem áhuga hafa á því að gerast félagar í nýstofnaðri deild og stunda siglingar á Rauðavatni eru beðnir að snúa sér til stjórnarmanna i Fylki eða koma að Rauðavatni. Landsmótið í golfi haldið á þremur völlum næsta ár? í býgerð að breyta reglum mótsins Formannafundur golfklúbb- anna i landinu, sem haldinn var nýlega, lýsti yfir þeim vilja sín- um að Landsmótið 1978 yrði hald- ið á þremur stöðum, Leiruvelli við Keflavík, Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og Nesvellinum á Sel- tjarnarnesi. Ennfremur að Lands- mótið 1979 yrði haldið á Akureyri og Landsmótið 1980 á Grafar- holtsvelli. Ársþing Golfsambandsins mun taka endanlega ákvörðun í haust, að sögn Konráðs Bjarnasonar, rit- ara sambandsins, en fastlega er reiknað mcð að óskir formanna- fundarins hljóti þar staðfestingu. Ársþingið mun ennfremur taka til meðferðar tillögur um breyt- ingar á Landsmótinu og þá hugs- anlega í þá veru að fækka kepp- endum að hálfnaðri keppni til að minnka hana í sniðum. Fleiri til- lögur um breytt fyrirkomulag kunna að koma fram. Að sögn Konráðs Bjarnasonar hefur keppendafjöldinn á Lands- mótunum aukizt gífurlega mikið. Árið 1955 voru þeir 36 en núna 20 árum seinna voru þeir 226. „Það bendir allt til þess að þessi sama þróun haldist ef við grípum ekki til einhverra ráða og þá verða Landsmótin hreinlega óviðráðan- leg,“ sagði Konráð. Hann tók sérstaklega fram, að þótt keppendur hefðu verið fleiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu Landsmóti i golfi, hefði allt geng- ið vel fyrir sig og væri það fyrst og fremst að þakka geysigóðu starfi forystumanna og félaga í Golfklúbbi Reykjavikur, sem lagt hefðu á sig 14—15 tíma vinnu kauplaust mótsdagana og fyrir þá. Allt hefði verið til fyrirmyndar hjá GR, bæði starfið að fram- kvæmd mótsins og undirbúningur vallarins, sem væri nú orðinn virkilega skemmtilegur og góður keppnisvöllur. Opna íslenzka meist- aramótið um helgina Eitt sterkasta golfmót sumarsins OPNA islenzka meistaramótið I golfi verður haldið um næstu helgi á Hval- eyrarvelli í Hafnarfirði. Golfklúbbur inn Keilir sér um framkvæmd keppn- innar. en klúbburinn er 10 ára um þessar mundir. Hér er um að ræða holukeppní. sem stendur frá föstu- degi til sunnudags og hafa aðeins kylfingar með 6 og lægra í forgjöf þátttökurétt. Samkvæmt þessu hafa 32 kylfingar rétt til þátttöku og I gær voru 23 búnir að skrá sig, svo hér verður um að ræða eitt allra sterkasta golfmót sumarsins Meðal þátttakenda verða allir beztu kylfingar landsins t.d. allir þeir 10 kylfingar. sem holtið hafa flest lands- liðsstig I sumar. Stigin standa nú þannig: Stig 1. Björgvin Þorsteinss GA 1 75,33 2 Ragnar Ólafsson GR 165,15 3 Sveinn Sigurbergsson GK 1 02,35 4 Magnús Halldórsson GK 87,05 5 Sigurður Pétursson GR 65,65 6 Hálfdán Þ Karlsson GK 58,88 7. Þorbjörn Kjærbo GS 55,70 8. Jón H. Guðlaugss. NK 54,45 9. Sigurður Hafsteinss GR 52,55 10 Júlíus R Júliusson GK 52,40 Á þessum lista er ekki Sigurður Thorarensen GK, sem var þriðji I Landsmótinu, en hann verður með i Opna islenzka meistaramótinu eða „lcelandic Open" eins og keppnin nefnist á enskri tungu. Sumir versla dýrt - aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð ^ heldur árangur af hagstæðum innkaupum. Við seijum ennþá kaffið á kr. 360 pakkann Hversvegna? Jú, — snemma í vor gerðum viö mjög hagstæö innkaup á verulegu magni af úrvals Santos kaffi frá Danmörku, þó aö viö höfum selt þetta góöa Víðiskaffi alveg grimmt, þá er ennþá til nokkurt magn — en hvaö lengi? Austurstræti 17 starmýri 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.