Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1»77 3 Formaður Stéttarfélags verkfræðinga: Verkbannið boðar breytta stefnu hjá borgaryfirvöldum gagnvart starfsmönnunum „ÞETTA eru auðvitað allt annað en vinsamleg viðbrögð og ég tel að þau marki alveg nýja stefnu borgaryfirvalda gagnvart starfs- mönnum borgarinnar“, sagði Björn Stefánsson, formaður Stéttarfélags verkfræðinga, er Mbl. hafði samband við hann vegna kjaradeilu verkfræðinga og Reykjavikurhorgar og þeirrar ákvörðunar borgaryfirvalda að svara verkfallsboðun fjögurra verkfræðinga með verkbanni á hina 27, sem hjá Reykjavíkur- borg starfa. „Mér vitanlega hafa borgaryfirvöld ekki beitt verk- banni fyrr á sína starfsmenn né heldur hafa aðrir atvinnurekend- ur notað það í áratugi. Til við- „ÞAÐ HAFA ekki komið fram neinar heinar óskir um að próf- kjör verði hjá Alþýðuflokknum í Norðurlandskjördæmi vestra vegna væntanlegra alþingiskosn- inga og það er því óbreytt ástand í þessum efnum eins og er“, sagði Anton V. Jöhannsson, formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. A s.l. ári tilkynnti kjördæmisráðið að það hefði valið Finn Torfa Stefánsson lögfræðing í 1. sæti á lista flokksins til Alþingiskosn- inga og um svipað leyti var einnig tilkynnt að Magnús II. Magnússon hefði verið valinn í 1. sæti í Suðurlandskjördæmi. Þegar hreyfing komst á próf- kjörsmál Alþýðuflokksins var hins vegar ákveðið að efna til opins prófkjOrs i Suðurlandskjör- dæmi og í Alþýðublaðinu i gær tilkynnir Finnur Torfi að han sé tilbúinn til þess að fara í opið prófkjör verði þess óskað. Kunn- ugt er um hugmyndir ýmissa Al- þýðuflokksmanna i kjördæminu um að opið prófkjör fari fram og bótar þessari breyttu stefnu gagn- vart verkfræðingunum kemur svo, að Reykjavíkurborg hefur yfirleitt gengið inn í samninga, sem stéttarfélög hafa gert. Það vilja þau ekki viðkomandi verk- fræðingunum. en Stéttarfélag verkfræðinga hefur gert samning um kaup og kjör við verkfræði- stofurnar". Þegar Mbl. spurði Björn, hvers vegna sú leið hefði veriððvlin að boða verkkrrfll hjá fjórum al- mennum verkfræðingum af 31 í þjónustu borgarinnar sagði hann: „Reyna ekki öll stéttarfélög aó ná fram sem mestu á sem ódýrastan hátt? auk Finns Torfa hefur m.a. verið nefndur Jón Sæmundur Sigur- jónsson, hagfræðingur frá Siglu- firði. I samtalinu við Anton sagði hann að það væri ekki útilokað að efnt yrði til opins prófkjörs. „Það verður farið að athuga þessi mál bráðlega, það er lægð i þessu fram i september". I umræðum um frambjóðendur í prófkjöri hefur m.a. verið nefnd- ur Jón Sæmundur Sigurjónsson hagfræðingur og náði Mbl. sam- bandi við hann í Bonn í Þýzka- landi i gær og innti hann álits á þátttöku í prófkjöri. „Eg mun alls ekki taka þátt í slíku prófkjöri og það verður ekki um neitt slíkt að ræða af minni hálfu. Ég er í flokksstjórn Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra og mín skoð- un er sú að framboð Finns Torfa hafi verið ákveðið löglega af kjör- dæmisráði samkvæmt þágildandi flokksreglum og það er þvi óþarfi að hafa prófkjör. Ef Finnur Torfi telur slikt æskilegt þá er það hans mál.“ Annars er þessi verkfallsboðun i samræmi við þá punktaverk- fallastefnu, sem ASI rak með því að boðað var verkfall hjá ákveðn- um starfsgreinum. Þetta er alveg sama hugsunin; að setja fáa i verkfall fyrir allan fjöldann. Við beitum svipuðum aðferðum gegn borginni i fyrra án þess að fá nokkurt verkbann á móti, en nú hefur stefnan sem sé breytzt, hvað það snertir. Það er svo dálít- ið hjákátlegt að vera að fárast yfir því að svona punktaverkföll lami einhverja starfsemi, þegar það er haft í huga að verkbannið lamar auðvitað miklu meira og kemur í veg fyrir þá meginhugsun okkar, að kjaradeilan valdi sem minnstri röskun. Um launahliðina er svo það að segja, að kröfur verkfræðinganna á hendur borginni eru lægri, en það sem við höfum samið um við verkfræðistofurnar, en sá samn- ingur gefur 4% hærri laun, en verkfræðingar borgarinnar fara fram á. Samkomulagið við stofurnar var gert í lok siðasta mánaðar og það gildir frá 1. júli til 1. febrúar 1978. Launahækkun samkvæmt því er 21,4% ofan á júnilaunin. Það er svo náttúrlega út i hött, eins og Jón Tömasson gerir í við- talinu við Mbl. i dag, að sækja viðmiðunarpunkt allt aftur í mai- mánuð, sérstaklega þegar þess er gætt að samningur verkfræðinga við borgina rann ekki út fyrr en 10. júlí. Það má náttúrlega fá út alls konar dæmi með því að velja sér viðmiðunarpunkt einhvers staðar. Við gætum þá allt eins farið tvö, þrjú ár aftur í tímann, eða þá tíu ár, en á þeim tíma hefur kaup verkfræðinganna hækkað um 100% minna en laun láglaunastéttanna. Þannig má fá fram ýms dæmi, en auðvitað verð- ur að miða nýja samninga við þann tíma, sem fyrri samningur rennur út á. Annað er ekki raun- hæft. Svo er líka rétt að benda á að verkfræðingar hjá Reykjavíkur- borg njóta ekki verðtryggðs líf- eyrissjóðs og er staða þeirra þann- ig sambærileg við starfsbræður þeirra á almennum vinnumark- aði“. Prófkjör Alþýðuflokks í Norðurlandi vestra: „Engar beinar ósk- ir um opið prófkjör” 600 milljónir er alltof mikið —segir Wilfried Hilgert um einvígi milli þeirra Korchnois og Fischers „ÞAÐ er rétt, að ég hef mikinn áhuga á þvi að stuðla að einvígi milli þeirra Korchnois og Fisch- ers. Hins vegar hafa engar fjár- upphæðir verið nefndar í því sambandi og þrjár milljónir doll- ara finnst mér alltof mikið fé í þessu sambandi", sagði vestur- þýzki fjármálamaðurinn Wilfred Hilgert í samtali við Mbl. f gær, er blaðið bar undir hann frétt brezka blaðsins Times byggða á Reutersfrétt um að hann væri fús til að leggja fram jafnvirði um 600 milljóna islenzkra króna til einvígis milli þeirra Fischers og Korchnois. Wilfred Hilgert býr i Porz, sem er útborg Kölnar, en það er ein- mitt við skákklúbbinn í Porz sem Korchnoi hefur gert við samning um að tefla á hans vegum næstu tvö árin. Þegar Mbl. spurði Hil- Framhald á bls 18. Prófkjör Alþýðuflokks í Suðurlandskjördæmi: „Þrír til fimm menn munu bjóða sig fram” MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Þorbjörn Pálsson, formann kjör- dæmisráðs Alþýðuflokks- ins á Suðurlandi, og innti frétta af prófkjörsmálum vegna næstu alþingiskosn- inga. Þorbjörn kvað fram- boðsfrest renna út 20. ágúst n.k., en hann kvaðst örugglega vita um þrjú framboð, en væntanlega yrðu þau fimm. Nefndi hann Magnús H. Magnús- son, símstöðvarstjóra í Eyj- um, og Erling Ævar Jóns- son á Selfossi. Kvaðst hann vita til þess að þeir tveir hefðu safnað nægilega mörgum stuðningsmönn- um til þess að taka þátt í prófkjörinu, en hinir væru að safna. Prófkjör Alþýðu- flokksins verður 10. og 11. september. Áður en prófkjör kom til hafði verið ákveðið að Magnús H. Magn- ússon, símstöðvarstjóri í Vest- mannaeyjum, yrði í fyrsta sæti á lista flokksins við næstu alþingis- kosningar, en þegar hreyfing komst á prófkjörsmál Alþýðu- flokksmanna á landinu kom upp sú tillaga innan flokksins að efnt yrði til almenns prófkjörs og var það samþykkt. Prófkjör Alþýðuflokks á Vestfjörðum: Óflokksbundnir undimti yfirlýsingu á kjörstað MORGUNBLAÐII) hafði í gær samband við Agúst II. Pétursson, formann kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum, og innti frétta af framboðum til prófkjörs vegna næstu aiþingiskosninga. Agúst sagði að niðurstaðan hefði orðið sú sem sagt var frá í Morgunblaðinu fyrr í vikunni, tveir menn hefðu tilkynnt fram- boð, þeir Jón Baldvin Hannibals- son skólameistari á Isafirði og Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður. „Fleiri framboð verða ekki ', sagði Ágúst, ,,en Sighvatur gefur kost á sér í 1. sæti, en Jón Baldvin i 1. eða 2. sæti. Prófkjörið fer væntanlega fram 18. og 19. sept. n.k. Það verður opið prófkjör fyr- ir alla flokksbundna Alþýðu- flokksmenn og aðra sem ekki eru í öðrum stjórnmálaflokkum. Þeir verða þó að undirrita yfirlýsingu um það að þeir séu ekki í öðrum flokkum um leið og þeir kjósa, en þeir þurfa ekki að vera flokks- bundnir í Alþýðuflokknum." Lúðvík Jósepsson: „Hef engan áhuga á að verða formaður Alþýðubandalagsins’ ’ „Ég hef þegar sagt félögum mínum í Alþýðubandalaginu að ég hafi engan áhuga á því að verða formaður Alþýðubandalagsins", sagði Lúðvik Jósepsson alþingismaður þegar Mbl. spurði hann um möguleika á sliku i sambandi við flokksþing Alþýðubandalagsins i haust. „Það liggur ekki fyrir mér að gera neitt slikt", hélt Lúðvík áfram. „Viðeigum fullt af ungum og rennilegum mönnum i okkar flokki til þess að gegna slíkumstörfum og þeir sem eru komnir á efri ár eiga að fara sér hægar. Eg get stutt ýmsa vaska unga menn“. Lúðvfk Jósepsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.