Morgunblaðið - 04.12.1977, Síða 2

Morgunblaðið - 04.12.1977, Síða 2
Þ — 1 Gunnar lyftir kokteilglasinu og skálar við aðalbankastjórann, voldugasta mann landsins, mannsins sem heldur örlagaþráð- um þjóðarinnar i hendi sér og allir lúta. Vilji hans er lög. Kjól- klæddir menn með orður eða orðubönd á jakkaslögunum og skrautbúnar konur, öll lyfta þau glösum með gullnu vini og skála við bankastjórann og hann sjálf- an. Þetta er hátindur lífs hans. Hann er maðurinn sem koma skal: hinn nýkjörni þingmaðurog tilvonandi ráðherra. Þarna eru þeir samankomnir strákarnir úr götunni, félagar hans, sem seldu dagblöð til þess að afla sér vasa- peninga. Þeir kunna engu siður að hegða sér en hefðarfólkið. Og honum flýgur ósjálfrátt i hug tvær fyrstu linurnar úr hinu fyrsta og eina Ijóði sínu: Landið mitt sem borið hefur gæfu til Þá er snert við jakkaermi hans. Hann hrekkur við og litur snöggt niður á hvita, granna höndina með blúndupifum framan á svartri ermi. Hann teygar mynd þessarar ungu fallegu stúlku með skynfærunum eins og hann áður hafði teygað vinið. Allt frá fagur- sköpuðum fótleggjunum niðrund- an stuttum kjólnum og grönnum likamanum með þrýstnum barmi að rjóðum, hálfopnum vörum hennar þar sem skin í tvær hvitar og votar framtennur. Hann finnur kitlandi fiðring ieggja frá mjóhryggnum fram i kviðinn þegar hún hallar lokka- flóðinu undir blúndukappanum að honum og hvislar einhverju í eyra hans. Augu hans hvarfla flóttalega um salinn, stansa við prúðbúna gestina, sem hann ósk- ar á bak og burt, framreiðslu- stúlkurnar og þjónana. Maður í hans stöðu er tilneyddur að fara með gát. Hann getur ekki numið orð hennar og hváir, en verður þess allt í einu var að hann stend- ur einn sér — eins og utan við hópinn. Hér höfðu orðið mistök. Jófriður skilur sig út úr hópn- um á miðju gólfi, hnarreist i flegnum kjól og með verðmæta skartgripi um háls og arma. Hún svífur í áttina til hans — eins og skúta fyrir fullum seglum. Sam- líkingíir flýgur honum ósjálfrátt i hug. Andlitsdrættirnir eru eins og höggnir í stein. Hann hefur aldrei tekið eftir þvi fyrr hversu harðir þeir éru. Augu hennar hvíla á honum, dökk af innibygð- um skapofsa. Það er sími til yðar, endurtekur framreiðslustúlkan eilítið hærra. Ég tek hann, segir frúin og strunsar fram í anddyrið ... Hún hefur rétt fyrir sér, hugsar Gunn- af og finnur leiða og þreytu fær- ast úm sig allan eftir örvandi taugaspennuna, sem stúlkan hafði vakið hjá honum, og mistök- in sem hann i þessu hafði upp- götvað . . . Hún hefur rétt fyrir sér, endurtekur hann við sjálfan sig. Hann getur ekki brugðið sér frá meðan beðið er eftir ræðu hans, nóg er samt. Þ — 2 Hann er vanur að tala blaðalaust og verður að vera gætinn, má ekki gefa höggstað á sér. Ræðan þarf að vera slétt og felld svo öllum líkl, jafnt flokksbræðrum sem andstæðingum. Hann ræskir sig, stigur lengra fram á gólfið og tekur til máls: Háttvirtu gestir, herrar minir og frúr! Um leið og ég býð yður velkom- in i þetta hóf, sem haldið er i tilefni af kosningasigri vorum, vil ég jafnframt þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn i orði sem á borði, já, sem lagt hafa sinn skerf af mörkum til sigurs- ins. Megi stjórnarsamstarfið verða blessunarrikt og til heilla fyrir land og þjóð. Það er margt og mikið sem þarfnast úrbóta, sér i lagi munum vér leggja áherlsu á að rétta hlut hinna lægstlaunuðu, þ.e. koma á meira launajöfnuði en verið hefur til þessa. Svo þarf stórum að bæta tryggingakerfið. Það er til háborinnar skammar hve lítið hefur verið skeytt um gamla fólkið sem lagt hefur horn- steininn að nútíma velmegunar- þjóðfélagi. Aldrei hefur nokkur kynslóð fornað jafnmiklu til að undirbúa jarðveginn fyrir ungu kynslóðina og sú kynslóð sem senn mun hverfa. Og á hún þvi einungis hið besta skilið. Heiti ég þvi fyrir hönd flokks mins að við hvert og eitt af kosningaloforðum vorum munum vér standa sem einn maður og hvergi hvika frá settu marki. Legg ég til að vér hrópum fer- falt húrra fyrir hinni nýju rikis- stjórn. Hún lengi lifi, hipp- hipp-hipp-hipp-hipp! Húrrahrópin sem fylgja láta dálítið hjáróma í eyrum hans. Þ — 3 Hófinu lýkur laust eftir mið- nætti. Gestirnir kveðjast með handabandi og hver heldur að sín- um bil á bílastæðinu. Fæstir eru svo ölvaðir að þeir geti ekki ekið sjálfir, enda lítil hætta á að lög- reglan hafi afskipti af jafnhátt- settum þjóðfélagsþegnum. Þeir sepi eru verr á sig komnir skilja bilana eftir og hringja á leigubíl. Gunnar situr sjálfur við stýrið. Verijulega er það Jófriður sem ekur þegar hann hefur bragðað áfengi, en í þetta sinn er hún sjálf talsvert hátt uppi. Gunnar ekur hratt að venju. Götuljósin fljúga framhjá þeim. Hann situr álútur og reynir að einbeita sér að akstr- inum en hugurinn er viðs fjarri. Ræðan hans hafði ekki hlotið neitt sérlega góðar undirtektir, aldrei þessu vant. Hafði honum orðið eitthvað á? Hann rifjar upp fyrir sér orðalagið . . . Nei, þetta var ekkert annað en venjulegur flokksáróður. Auðvitað varð hann, eins og aðrir stjórnmála- menn, að lofa upp í ermina sina. En hann hafði farið fremur gæti- lega í Ioforðin. Samt hlýtur hon- um að hafa orðið eitthvað á. Hver hringdi? spyr hann loks annars hugar. Jófríður dregur við sig svarið: Það var frá sjúkrahúsinu. Hann hrekkur við . . . Vegna mömmu? Já, það var sagt að hún væri langt leidd og spyrði eftir þér. Og hverju svaraðir þú? Ég sagði að þú værir að halda ræðu en myndir setja þig i sam- band við sjúkrahúsið að henni lokinni. Og þú lést mig ekki vita . . . Það var þér líkt. Gunnar þegir um hríð en bætir svo við: Það verður að hafa það. Maður getur hvort sem er ekkert gert. Ég skrepp þangað í fyrramálið. Öll verðum við einhvern tíma að deyja, segir Jófríður. Þau eru komin út fyrir borgina og leiðin í kjördæmið fer að stytt- ast. Hvað hafði honum orðið á? Það er varhugavert að punkta ekki inntakið niður fyrirfram. Þá hefði hann getað lesið yfir það áður en hann flutti ræðuna. Fyrst eftir að hann byrjaði að halda ræður var hann vanur að æfa sig fyrir framan spegil. En þjálfunin hafði smám saman gert hann of sjálfsöruggan. í þinginu yrði hann að standa sig betur. Hann heldur áfram að velta þessu fyrir sér og nú þykist hann allt í einu vita hvernig í öllu ligg- ur. Jú, honum hafði orðið á að hrópa hipp-hipp fimm sinnum i stað fjórum — og siðasta hippið hafði komið í undarlega skrækum tón. Gat það verið ástæðan? Þetta starfaði auðvitað af því að hann hafði fundið til reiði og særðrar metnaðarkenndar meðan á hófinu stóð en orðið að bíta það i sig. Já, honum hafði sárnað þegar þeim sem stóðu næst bankastjór- anum voru boðin drykkjarföng á undan honum isjálfum. Gestirnir höfðu staðið í hóp á miðju gólfi og hann hafði ekki gætt þess að þeir röðuðu sér eftir mannvirðingum. Mistökin voru auðvitað honum sjálfum að kenna en þau voru jafnsárgrætileg fyrir það. Hann hefði átt að stilla sér upp þar sem honum bar — við hliðina á banka- stjóranum og meðráðherrum sin- um. Þ — 4 Jtfriður gengur strax til svefn- herbergis sins. Gunnar verður eftir í setustofunni og blandar sér viskisjúss ... Ég verð að ná í Dag og láta hann vita að amma hans sé að deyja, drífa hann á fætur í fyrramálið áður en hann fær tækifæri til að fá sér afréttara. Það sæmir ekki að mæta drukk- inn við dánarbeð. Dagur virðist hafa tekið sér nærri lát vinar sins. Hann er algerlega lagstur út og lætur ekki sjá sig heima, hættur að stunda vinnu. Enn hann hlýtur að komast yfir þetta með tíð og tíma. Best að fara varlega i sak- irnar og lofa honum að jafna sig. Gunnar slekkur ljósið og reikar með glasið i hendinni að glugga sem snýr að borginni. Ljósadýrð- in blikar tilsýndar eins og séð gegnum társtokkin augu. Hann hefur ekki grátið siðan hann var barn. Honum er undarlega innan- brjósts. Minningar frá bernskuár- unum sækja að honum, fátæktin og öryggisleysið frá því hann fyrst mundi eftir sér ... Mamma, það varst þú sem lagðir grundvöll- inn að velgengni minni með því að styrkja mig til náms. Það við- urkennir hann nú. En að hann kemst til vegs og valda á hann kjósendum sinum að þakka. Fæ ég nokkurntima endurgold- ið þessu fólki? Nei, ekki frekar en móðúr minni. Hann hefði átt að vera búinn að kaupa íbúð handa henni og útvega henni hjúkrunar- konu svo hún hefði átt það gott i ellinni. Héðan af getur hann ekk- ert fyrir hana gert annað en kosta jarðarförina, ef hún á þá ekki fyrir henni sjálf. Nei, hún hafði lánað honum peningana. Hann hefði án efa lent í örðug- ieikum ef flokkurinn hefði ekki sigrað. Þrátt fyrir drjúgar tekjur er hann skuldum vafinn — skuld- ar eiginlega allt sem hann á. Hann hefur hvað eftir annað orð- ið að greiða fallna vixla og inni- stæðulausar ávisanir vegna þeirra fyrirtækja sem hann er aðili að — og mútufé vegna ýmissa fjármála- umsvifa sem ekki þola dagsins ljós ... Það kostar að senda fólk til útlanda i viðskiptaerindum, fólk sem oftast notfærir sér að hafa tökin á manni. Og Fríða ger- ir kröfur til lífsins. Hún líkist föður sínum, kann ekkert með peninga að fara. Og nú stendur til að ég gerist ráðherra. Hann verður skyndi- lega gripinn ótta...Ég hefði átt að vera búinn að losa mig við bissnessinn — og það fyrir löngu. Hringurinn er orðinn of yfirgrips- mikill, kominn langt fram úr þvi sem þeir höfðu áætlað í fyrstu. Hann hafði hlaðið utan á sig eins og snjóbolti sem skoppar niður brekku i lausamjöll, þanist út jafnhliða verðbólgunni.. . I valdaaðstöðu verður æ oftar kraf- ist :f mér aö kippa i spottann. Hann situr sjálfur fastur í köngu- lóarvefnum iiem hann upphaflega hafði tekið þátt í að vefa. Ef allt kæmi fram i dagsljósið myndi það ekki eingöngu bitna á honum og félögum hans, heldur flokknum í heild. En einmitt það yrði þeim kannski til bjargar. Honum hafði aldrei flogið í hug að'starfsemin myndi verka eins og kasttré á hann sjálfan, að hún myndi verða einkasyni hans að fótakefli. Hann stynur þung- an .. . Úr þessu get ég ekkert ann- að gert en styðja Dag fjárhagslega meðan hann er að komast á réttan kjöl. Seinna heldur hann vonandi áfram með námið. Gunnar reynir að hugga sig við að oft verði góður hestur úr göldum fola. Þ — 5 Hann stendur kyrr við glugg- ann og horfir út yfir borgina þar sem háhýsi, bankabyggingar og kirkjuturna ber eins og skugga- myndir við myrkan himin. Siðbú- in þota er í aðflugi. Hún flýgur lágt og húsið nötrar í gnýnum ... Hættulegt að fljúga svona lágt yfir borgina. Fyrr eða síðar gæti orðið slys. Reisulegar bankabyggingarnar veita honum ekki sömu upplyftingu og áður. Þó svo að hann yrði bankastjóri að kjörtimabilinu loknu myndi hann verða neyddur til að feta troðnar slóðir: halda ffram að styðja flokkinn og hringinn og hlýða skipunum hins dularfulla „X“ sem stendur á bak við starf- semina og enginn veit hver er... Það fyrsta sem ég geri eftir að ég verð ráðherra er að selja hlutabréfin og losa mig úr keðj- unni. Sem háttsettum embættis- manni yrði honum ekki synjað um hagstætt víxillán sem bjargaði öllu við og gerði honum kleift að byrja lífið að nýju. Nei, honum er ljóst að dauðinn einn getur losað hann úr viðjum hringsins, dauði fyrir eigin hendi eða leigumorðingja. H:nn hefur lengi grunað að hringurinn losi sig við samstarfsmenn sem ekki hlýðnast boðum hans . . . Dauðinn — móðir mín er að deyja og ég er hvergi nálægur! Ég fer þangað strax i fyrramálið, strax í fyrra- málið, endurtekur hann hvað eft- ir annað með sjálfum sér. Eitt- hvað vott og glært kemur fram I augu hans og byrgir honumsýn. Mamma, einu sinni dreymdi mig um að verða skáld . . . Ég ætla að helga þér fyrsta og eina ljóðið mitt. Og hann segir kvæðið fram í hálfum hljóðum um leið og hann færir það yfir á móður sína. IVIóðir mfn sem borið hefur kjpíu f il að fæða af sór son burðarás framvindu á heimsmælikvarða sem risið hefur úr öskusfó fáfækf ar og umkomuleysis OR orðið hornsf einn háþróaðs þjóðfélaKs Hann horfir upp i skýjaðan næturhimininn meðan hann flyt- ur ljóðið og skyndilega er serr^ skýin greiðist sundur og himininn^ opnist. Oravíddir geimsins birtast honum í sjónhendingu og svo er sýnin horfin. Honum verður ósjálfrátt litið á sjálflýsandi skif- una á armbandsúrinu. Klukkan er á minútunni fjögur. Skömmu siðar hringir siminn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.