Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 MORÖtlK/ kafp/no (( 'cí \ 1 Þessi vanilkökukeðja, sem allir eru vitlausir í, er eiginlega til orðin vegna mistaka í fjölda- framleiðslunni, sem hann stjórnar þessi. Er langt um liðið síðan skipið sökk? Mér virðist það eina sem heilbrigt geti talist í fari yðar, maður minn, sé taugaslappleikinn! BRIDGE Umsjón: PáU Bergsson Einn af meðlimum Culberson- sveitarinnar sigursælu á upphafs- árum Kontrakt-bridsins um og eftir 1930 var Theodore Lightner. Hann var lengi í fremstu röð bandarískra spilara, og spilaregla, sem hann setti fram, mun halda nafni hans lengi á loft. Og þykir sjálfsagður hluti vopnabúrs alls þorra spilamanna. Sennilega hefur Ligtner lent oft í þvi að gefa slemmu með vitlausu útspili. Og ráð hans við því var einfalt. Sem sé, dobl makkers biður um óeðlilegt út- spil. Að sögn ágæts kunningja virðist þörf á að fræða spilara um reglu þessa. Tilefni símtals frá honum var spil, sem kom fyrir nýlega á fjölmennu spilakvöldi í Reykjavík. Norður gaf og ailir voru á hættu. Lesendur ættu að lita fyrst á hendi austurs og gera sér hugmynd um útspil að sögn- um loknum. IVIér virðist fara saman minnkandi kaupgeta krónunnar og vaxandi innkaupaáhugi konu minnar? Málfrelsiss j óðurinn „Mikið er hughreystandi að finna það, Velvakandi góður, að nú, þegar kjölurinn loksins snýr alveg upp í efnahagsmálunum, skuli menningarlífið aftur á móti vera jafn líflegt og ráun ber vitni. 'Alþingismenn leggja nótt við dag út af z-málinu, en máttarstoð- ir þjóðfélagsins úti í bæ, aðallega skólamenn og aðrir leiðtogar í ýmsum greinum, hafa aftur á móti gefið sér tima frá mikilvæg- um störfum til þess að stofna sjóð til eflingar ljótu orðbragði á al- mannafæri. Tilefni stofnunar sjóðsins eru dómar í meiðyrðamálum „Varins lands“, en sakarefnið voru alls konar ærumeiðandi brigzlyrði. í fréttatilkynningu og ávarpi stofnenda kemur fram, að þeir eru:ekki sáttir við túlkun Hæsta- réttar á löggjöfinni um málfrelsi og meiðyrði, sem fram kemur í dómunum. Þeir segja m.a( að rétturinn sé ekki enn búinn að átta sig á frönsku stjórnarbyltingunni (sem væri að sjáifsögðu ekki nógu gott, ef satt væri, þar sem allgóður tími hefur nú gefist til að kynna sér málið). Af þessu leiði svo, segja þeir, að rétturinn taki það allt of hátíðlega þó að dáiítið af ljótum orðum slæðist stundum með þeg- ar menn fást ekki til að vera sam- mála, það sé óþarfi að leggja allt út á versta veg. Rétturinn virðist hins vegar álíta að best fari á því að orð haldi áfram að hafa nokkra merkingu manna í milli og ef, t.d„ að maður ávarpi náungann með orðinu landráðamaður, þá skilji menn það almennt svo að verið sé að brigzla um landráð, en ekki að viðkomandi hafi bara meint elsku vinur, eða eitthvað í þeim dúr, og þar sem hér sé þá óneitanlega dálítið ónotalega tekið til orða, geti varla talist ósanngjarnt að ætlast til að viðkomandi finni orð- um sínum nokkurn stað. í fréttatilkynningunni segir enn, að rétturinn sé heldur betur orðinn gamaldags, það sé þetta með að vernda æruna, það sé bara úrelt snakk að hún sé eitthvað sérlega merkilegt. Hitt sé jafnvel meira um vert, að mönnum sé ekki meinað að krydda mál sitt með dálítið hjartnæmum rógi um náungann, ef svo ber undir. Orð- rétt segir í fréttatilkynningunni: „Grundvallarviðhorf stofnenda er að ekki sé síður mikilvægt að tryggja fyllsta málfrelsi í stjórn- málaumræðum en vernda æru þeirra manna, sem taka þátt í opinberu lífi.“ Þetta þykja víst pottþétt fræði i vissum trúarsöfnuðum, en heldur mun þetta gæðamat á ærunni samt koma flestum íslendingum spánskt fyrir sjónir, enn sem komið er. í lokin langar mig svo að bæta því við, að mikið er ég nú þakklát- ur, að mega eiga þessa blessaða öðlinga að, að kosta fyrirtækið, ef maður skyldi nú freistast til að fara i það, að sletta dálítið ærlega úr klaufunum á almannafæri. Maður i Austurbænum." % Jafnrétti og brædralag „Það er mjög undarlegt að til sé fólk hér á landi, sem er á móti fólki með svartan hörundslit, gul- an eða brúnan. Það eru mörg dæmi um það að svört börn hafa orðið fyrir aðkasti bæði frá börn- Vestur S. ÁKD98642 H. — T. 6 L. ÁD92 Norður S. — H. ÁK974 T. Á1097542 L. 3 Suður S. — H. DG10852 T. K8 L. KG1065 Austur S. G 10753 H. 63 T. DG3 L. 874 Spiluð var hraðsveitakeppni og á einu borðanna urðu sagnirnar margar. Norður Auslur Suður Veslur 1 II pass 2 1. 3 K 4 T 4 S 5 II 5 S 6 II 6 S pass pass 7 II allir pass pass pass hohl Lesendur hafa auðvitað ekki spilað út spaða en það gerist ein- mitt í þessu tilfelli — og nokkrum fleiri á nefndu spilakvöldi. Hug- myndin að baki Ligtner-doblsins er einföld og góð. Makker á út gegn slemmu og þú doblar til að biðja um óeðlilegt útspil. Eins og vestur gerði í þessu spili og hefði austúr betur farið eftir þvi. ^ j/r Framhaldssaga eftir HUS MALVERKANNA 14 Carl Hendberg forstjóri sem orðíð hefur fyrir margvfs>egri reynslu, en ann fjölskyldu sinni, lif- andi sem látinni, hugástum. Dorrit Hendberg fjórða eiginkona hans. Emma Dahlgren prófessor f sagnfræði. Hefur verið utan lands um hrfð. Susíe Albertsen Systir Dorrit Hendberg, haldin skefjalausum áhuga á fallegum fötum, eiturlyfj- um og peningum. Björn Jacobsen ungur rnaður sem málar mannamyndir. Morten Fris Christensen ungur maður sem leikur á pfanó. Birgitte Lassen ung stúlka sem skrifar glæpasögur og hefur auga fyrir smámunum. þig við tækifæri, en þá vil ég ekki hafa þig með gleraugun. Þú minnir á sunnudagaskóla- kennara með þessi gleraugu. — Þetta er bara plat, Björn minn. Gleraugu hafa jákvæð sálræn áhrif á eldri kynslóð- ina... tii dæmis Carl frænda. Hún pfrði augun bak við gler- augun og leit á þá til skiptis. — Og það skiptir nú aldeilis ekki litlu máli, sagði hún tor- ræðri rödd. 7. KAFLI — Já, ...en að koma alla þessa leið ... Þú hefðir ekki... Dorrit var vissulega hjartan- leg ... þó nú væri og samt sem áður sá Emma Dahlgren það sér til gremju að þau hjónin litust snöggt í augu, þegar hún lauk upp fyrir gesti þeim sem bar að garði svo sfðla kvölds. Emma losaði með köldum fingrum bandið á Ijótu plat- hettunni sem hún hafði vafið um höfuð sér og henni leið ólfkt betur þegar hárið lék aft- ur frjálst. Hún varð að hugsa sig um. Hún hafði farið af stað f svo miklum flýti að hún hafði eiginlega alls ekki velt því fyr- ir sér við hverju hún mætti búast þegar hún kæmi til heimilis Dorrits og Carls, en hvaða hugmyndir sem hún hafði nú gert sér, komu þær ekki heim og saman við þetta stóra og grfðariega hús. Utan frá séð virtist húsið risastórt en meira að segja í þessari dimmu og þungu rign- ingu virtist það engu að síður falla inn f umhverfið og hávax- in trén sem skyggði næstum sýn unz komið var að innkeyrsl- unni voru beinvaxin og ræktar- leg. — Við...við bjuggumst eigínlega ekki við þér fyrr en veðrið færi að skána, en auðvit- að er indælt að þú gazt kornið nú. Rödd Dorrits var hlý en Emma gat ekki hjá þvf komist að merkja undirtón af óstyrk... eins og ... já eins og Dorrit væri að grátbiðja mann sinn að segja eitthvað og hjálpa sér. Hún gekk að stóra speglinum f forsalnum og Jagaði á sér yfir- höfnina og reyndi að átta sig á hlutunum. Forsalurinn sem fyrst var komið inn f var stór og mikill en engu að síður hlýlegur og fjöldi málverka á veggjum og rautt teppi út f öll horn; Heimilið bar öll merki rfki- dæmis. Auk þess var þetta snyrtilegt heimili og öllu var vel við haidið, svo að sýnt mátti vera að pcninga skorti ekki. Það voru sem sagt ekki fjár- hagsáhyggjur að herja á hana. Kannski var þetta einber heila- spuni f henni. Emma sneri sér hægt frá speglinum. Kannski bréf Dorr- its hefði aðeins verið skrifað vegna þess að hana iangaði af eðlitegum ástæðum til að búa ein með manni sfnum og vera laus við þreytandi hcimsókn eldri systur sinnar. Hún hafði bara alla tfð verið þvf vön að Dorrit þyrfti á hjálp hennar að halda. Hún hafði þar af lefðandi ekki fmyndað sér að annað gæti legið að baki. Emmu fannst hún allt f einu gömul og dálftið þreytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.