Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 63 GAMLA BlÓ: ASTRtKUR HERTEKUR RÓM Aðdáendur þessara makalausu teikniffgúra þurfa engu að kvfða þessa dagana, þvf Ástrfkur og félagar svfkja engan að venju og sérstakur húmorinn nýtur sfn til fullnustu f lipurri þýðingu. besta verk meistarans, til þess dags. Hálfum fjórða áratug síðar, dettur svo nokkrum ofurhugum sú endaleysa í hug að vekja nú Möltufálk- ann til lífsins á ný — sem „spennandi gamanmynd í litum með hraðri atburða- rás“, sbr. prógram Stjörnu- bióss. Það er ekki heiglum hent að hrófla við helgi- dómum kvikmyndasögunn- ar, jafnvel þótt lægra sé á þeim risið en Möltufálkan- um. En viti menn, Columbia Pictures — i miklu fjármálaöngþveiti — gleypti hugmyndina og fjármagnaði, og í stuttu máli sagt þá varð afkvæm- ið eitthvað banvænasta „flop“ í sögu kvikmynda- versins. Reið því næstum að fullu. BLACK BIRD var aðal- jólamynd Col., árið 1975, og auk þess sem hún var dýr í framleiðslu, fóru milljónir dala í súginn í gýfurlegri auglýsingaher- ferð sem rekin var fyrir henni. En allt kom fyrir ekki; publikum sat sem fastast heima hjá sér því myndin spurðist illa út og slæmt umtal er öllum áróðri yfirsterkara. Ástæðurnar fyrir orð- sporinu eru bersýnilegar. I fyrsta lagi er hugmyndin ekki nógu skemmtileg til að úr hefði getað nokkrun tíman orðið skemmtimynd; í öðru lagi er ófrunlega unnið ur því litla efni sem um er að ræða. Brandararnir missa marks vegna seinagangs, flestir, eða þá að þeir eru einfald- lega ekki nógu fyndnir. Svo að útkoman verður til- þrifalitið vindhögg til frá- bærrar skemmtanagerðar og rennur fljótlega úr minni. «> En það verður líka að geta þess sem vel er gert. George Sengal er einn besti, núlifandi gamanleik- ari og myndin nýtur sannarlega góðs af. Þá má ekki heldur gleyma Lionel gamla Stander, sem í myndinni fer agætlega með vandræða- og furðu- legt hlutverk. Öðrum prýðislegum garaan- leikara, Richard B. Shull, sem hérlendis er að öllum Hkindum kunnastur úr myndinni Howard Zieffs, SLITHER OG HEARTS OF THE WEST, bregður eftirminnilega fyrir i hlut- verki öryggisvarðar á hóteli. Stephanie Audran er augnayndi, að veðju, en 'ef Hollywood getur ekki 'boðið henni uppá betri hlutverk en þetta, þá ætti hún að halda sig áfram i háaðli kvikmyndagerðar- manna í Frans. Og svona, einsog til að ' kóróna allt þetta fergðar- | flan á Möltufálkanum, þá I bregður fyrir einum aðal- skúrknum úr frummynd- inni, Elisha Cook, jr. Enda hefnist honum fyrir og hlýtur makleg málagjöld. Svo bregðast krosstré em önnur tré... ... en Ameríka lét á sér standa. STJÖRNUBÍÓ: SVARTI FUGLINN („The Black Bird“) Handrit og leikstjórn: David Giler. Tónlist: Jerry Fielding. Aðalhlutverk: George Segal, Stephanie Audran, Lionel Stander, Lee Patrick Eliska Cook, jr., Felix Silla. Eitt sígildasta verkið í sögu einkaspæjaramynd- anna og jafnframt ein best gerða mynd allra tíma, er listaverk Jnhn Huston, THE MATESE FACCON. Þessi fyrsta mynd hans, (en Huston skrifaði enn- fremur handritið), lyfti gerð spæjaramynda á hærra svið, enda er frum- raun hans af mörgum talin A NÆSTUNNI IIASKOI. VISIO: ( Ol SI V COCSINE. 1'lakatiO scin y;if þaO lll k> nna aO ofan- ííruind nixnd \a*ri \a'ntanl<*x i lláskóla liíó. ulatltli lijarla míll óspgjanlt'^a. Húr <*r n<*fnilt*na uni aó ra*öa <*ina nafnl»Ku<V uslu ni> nd fransinanna á síöan áruiti. Il\ar\<*lna s<*m lnin hcfur \<*riö (<*kin 111 s>niii”ar. h<*fur ('Ol SIV ( (II sl\i; hloliö <*inslakl<*^a itóóa aösókn »}• dónia. Jafn\<*i hantlariskiii nlmciimii^ur. s<*ni 111 |i<*ssa h<*fur þóll lílill fcn^ur i k\ik imndaucrö franskra. hcfur lckiö þcssa lilillálu f ramhjáhaldssouii siilafólks. upp á arma sina. Mcó aóalhlul \ crk fara Mar■!<•-( hrislinc liarraiill. \ i<-l»r l.anmiv oy \Iaric-I-'rancc l'isicr. I.ciksljóri <*r Jcan ( harlc I acchclla Fálkinn, sem hafði sig ekki til flugs Má ég kynna þá Carradine-feðga John Carradine, sem bregður fyrir sem vítis- vörðurinn í myndinni sem Laugarásbíó frumsýndi fyrir nokkrum dögum, THE SENTINEL, er gam- alkunnur skapgerðarleik- ari úr fjölda mynda á undc anförnum áratugum. Á meðai þeirra eru stórverk á borð við THE GRAPES OF WRATH og STAGE- COACH. Hitt vita sjálfsagt l færri, að þessi gamla kempa hefur alið af sér | þrjá leikara, sem nú þegar hafa getið sér góðan orðstír í kvikmyndaheiminum. Við könnumst líklega best við þann elsta, David Carradine, en hann lék ein- mitt í myndinni sem var I sýnd næst á undan The | Sentitenel í Laugarásbiói, eða Cannonball. Þeirri mynd vill David sjálfsagt gleyma, en á þessu ári var hann tilnefndur til Oscars- verðlaunana fyrir túlkun sína á countrysöngvaran- um Woody Guthrie í mynd- inni Bound for Glory, (verður væntanlega kynnt, ásamt fleiri, væntanlegum myndum i Tónabíó, á næstu siðu). Þá hefur og David nýlokið við að fara með aðalhlutverkið í nýj- ustu mynd Bergmans, The Serpents Egg. Keith Carradine hlaut heimsathygli fyrir leik og kannski ekki sfður, fyrir tónlist sína í mynd Alt- mans, Nashville, sem sýnd var hérlendis á siðasta ári. Keith hlaut Oscarinn fyrir tónlistarlegt framtak sitt i þeirri ágætu mynd. Nú ný- verið, hlaut hann mjög góða dóma fyrir frammi- stöóu sina í eftirtektar- verðri mynd sem nefnist Welcome to L.A., og fjallar um afturkomu leiðs rokk- lagasmiðs til borgarinnar. Þá er enn ónefndur yngsti bróðirinn, Robert, enda ferill hans lítt kunn- ur hérlendis. En hann ku hafa gert sér það til ágætis, m.a. að leika i glænýjum, én ósýndum kvikmyndum, l Pom Pom Girls og Joyride. M.vndirnar: Aö ofan: Gamii John Carradine Neðri myndirnar talið frá vinstri: Keith, Robert og David

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.