Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 Crí'<oi IJ'F A/S 60 (V U ndirbúningur „Nú skulum við koma út, mamma, og skoða I búðar- glugga," sagði Stefán. Hann togaði f handlegg móður sinnar og var greinilega óþolinmóður. „Taktu Iffinu með ró, Stefán minn,“ sagði mamma hans. „Við verðum að halda áfram að undirbúa afmæli frænda þfns. Hann kemur eftir tvo daga.“ Og móðir hans hélt áfram að undirbúa afmæli frændans af miklu kappi. Það var von á hon- um frá útlöndum eftir langa fjarveru. Allt hafði verið gert hreint og mikið bakað, allir hlökkuðu til afmælisins, en Stefáni fannst tfminn svo lengi að Ifða. Loks rann hinn langþráði dagur upp. Stefán var spennt- ari en nokkru sinni fyrr. Hann masaði og masaði, spurði og spurði, svo að flestir urðu dauð- þreyttir á honum. Allt í einu hringdi síminn. Móðir hans svaraði f sfmann. Greinilegt var að nú var eitt- hvað á seyði. Hún lagði tólið á og gekk til barnanna. ,Jæja,“ sagði hún og settist. „Þetta voru nú meiri fréttirnar. Frændi ykkar kemst ekki næstu daga. Hann er veikur, svo að hann kemst ekki. En við skulum nú samt halda upp á afmælið hans, held ég.“ Og svo héldu þau upp á af- mæli frændans, þó að hann væri ekki nærstaddur, en öllum fannst það hálf undarlegt. „Eg vil hafa frænda hjá okk- ur,“ sagði Stefán, þegar leið á daginn. „Það er ekki hægt að hafa afmæli, þegar afmælis- barnið er hvergi nálægt." Og mamma þeirra notaði tækifærið til þess að útskýra fyrir þeim jólahátfðina og und- irbúning hennar. „Allir kepp- ast við að undirbúa jólin,“ sagði hún. „Og fólk keppist svo mikið við undirbúninginn, að sjálft jólabarnið gleymist. Það er jafnvel ekki minnzt á það sums staðar." Og börnin fengu ærið um- hugsunarefni. Stefán hélt áfram að spyrja og ræða við foreldra sfna og systkini um afmæli jól og jólabarnið. Og sjálfsagt verða það fleiri en Stefán, sem þurfa að fá tfma til þess að ræða og spyrja á næst- unni, þegar jólahátíðin nálgast. Skólaíþrótta- og fimleikasýning verður í íþróttahöllinni sunnudaginn 4. desember kl. 14. Komið og sj'áið glæsilega sýningu. Iþróttakennarafélag íslands Fimleikasamband íslands Loubud Barnakjólar, pils og blússur, terylenebuxur. Mittisúlpur loðfóðraðar. Sjóliðajakkar. Kven- kápur og frakkar. Pils og blússur. Lóubúð Bankastræti 14, II. hæð. Sími 13670. •T — Ensk gœði á gólf ið Hin velþekktu ensku gólfteppi fást nú hjá flestum kaupfélögum landsins í miklu úrvali á ótrúlega hagstæóu verói. AUGLYSINGASTOFA SAMBANDSINS Þriðjudaginn 6 desember kl. 20.30 í Franska Bókasafninu (Laufásveg 12) verður sýnd með enskum texta franska kvikmyndin: „L intrépide, grínmynd sem gerist í París og Nice. Myndin er frá árinu 1 975, gerð af Jean Girault. Leikarar. Louis Velle, Michel Galabru, Claudine Auger. íbúðir fyrir fatlaða Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra auglýsir hér með eftir umsóknum um leiguíbúðir í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, R. Ibúðirnar eru ætlaðar fötluðu fólki. Aðeins þeir einstaklingar og/eða hjón koma til greina, sem hafa ferlivist og geta séð um sig sjálfir. Að öðru jöfnu sitja þeir fyrir íbúð, sem eru á aldrinum 1 6—60 ára. Ibúðirnar eru 2ja herbergja með eldhúsi og baði og 1 herbergja með eldunaraðstöðu og baði Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar i janúar 1 978 Umsóknareyðublöð afhent á skrifstofu Sjálfs- bjargar (Eyðublöðin verða einnig send þeim, sem þess óska). Umsóknarfrestur er til 31 des. 1977. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Hátúni 12, Reykjavík. , Sírni 29133.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.