Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 42 —ÁLXIAMÍL „Úrslitin i prófkjörum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins er til marks um óánægju kjósenda með „kerfið". Verkefni næstu ára er að breyta þvi." eftir HANNES GISSURARSON Úrslit prófkjaranna í Reykjavik Að öllum líkindum verður kosið til Alþingis á vori komanda, og tveir stjórnmálaflokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hafa valið frambjóðendur sína í Reykjavik, langmannflesta kjördæminu, í prófkjörum, en auk þess efndi Sjálfstæðisflokkurinn til skoð- anakönnunar um fáein málefni. Úrslitin eru öllum kunn: Vilmundur Gylfason sigraði í prófkjöri Alþýðuflokksins. Albert Guðmunds- son í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins (og reyndar einnig Friðrik Sophusson), og í skoðanakönn- un Sjálfstæðisflokksins töldu kjósendur, að Bandaríkjamenn ættu að kosta þjóðvegalagn- ingu hérlendis, að ekki ætti að lækka kosn- •ngaaldurinn niður i 18 ár. að leyfa ætti bruggun og sölu áfengs öls og að hætta ætti ríkiseinokun á útvarpi Fimmtu spurningunni, *sem var fullkomlega út í bláinn. var reyndar einnig svarað: Kjósendur töldu, að ráðuneytin ættu að-hafa aðsetur í gamla miðbænum En þessi spurning átti að sögn siðdegisblaðanna að vera um afstöðu manna til kaupa á Viðis- húsinu svonefnda fyrir menntamálaráðuneytið (en það er ekki í gamla miðbænum) Ég ætla í þessari grain að fara fáeinum orðum um úrslit- in i þessum prófkjörum og skoðanakönnun- inni, reyna að skýra þau og skilja með stjórn- málaskoðun frjálslyndra manna að viðmiði Prófkjör Alþýðuflokksins Prófkjör Alþýðuflokksins tókst í þeim skiln- ingi, að fleiri kusu í prófkjörinu en kusu flokkinn í siðustu alþingiskosningum. en sá árangur er auðvitað ágætur. Er þessi fjöldi til mundsson i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og Vilmund Gylfason i prófkjöri Alþýðuflokksins. sameiginlegir stuðningsmenn þeirra eru ..fimmti flokkurmn", lesendur síðdegisblað-' anna, stjórnmálaflakkararnir Skipulögð sam-j tök voru lítil sem engin i þessum prófkjörum þó að áróður væri mikill. i þau söfnuðust af sjálfsdáðun óánægðir alþýðumenn, lausafylgið í stjórnmálum Og hending ein ræður þvi, hvað þeir kjósa flestir í þingkosningunum En opin prófkjör eru varasöm fyrir jafnfámennan flokk og Alþýðuflokkinn, þó að þau hafi gefið góða raun i Sjálfstæðisflokknum. Liðsmönnum Alþýðuflokksins ber að muna aðvörunarorð aldins foringja sins, Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar, i Minningum hans (bls. 96 í síðara bindi): „Og vissulega er Alþýðuflokknum það nauðsyn, ef hann á að geta gegnt hlutverki sínu, að halda fullu sjálfstæði gagndum öðrum flokkum og vera vel á verði gegn hvers konar áhrifum frá þeim, ekki sízt á skipan sinna innri mála og val manna i trúnaðarstöður." Albert Guðmundsson jekki sérstaklega við sigurvegarana í þessum iprófkjörum, heldur við umræðuefnin og um- ræðuhættina í íslenzkum fjölmiðlum Fjölmiðl- ungarnir hafa ekki gagnrým „kerfið ', greint það að neinu gagni, gefið fullnægjandi skýr- ingar á röngum ákvörðunum og kynlegum atburðum, bent á aðra aðferð til umbóta en þá að kjósa aðra menn á þing — sjálfa fjölmiðl- ungana Aðfinnslur þeirra eru grunnfærnisleg- ar, þó að þeir afli sér vinsælda með þeim, væmninni og vandlætingunni En hvað veldur því, að óánægjukornunum er sáð í þennan frjósama jarðveg? „Kerfið" er ekki gaMaðra nú en áður, fjármálaspillingin sízt meiri Mönnum finnst einungis meira til um sakamálin og „spillinguna" nú en áður, staðreyndirnar einar skipta ekki öllu máli, heldur einnig hitt, hvaða afstöðu almenningur tekur til þeirra Það, sem veldur þessum viðbrögðum við uppljóstrunum fjölmiðlunganna, er annar hugsunarháttur nú en áður. Og ástæðan til hans er umfram allt verðbólgan. Verðbólgan á íslandi brenglar sið- Friðrik Sophusson um samanburði hagsmunahópanna, mismun- un, illvild og siðferðilegri upplausn Draga verður úr verðbólgunni til þess að draga úr spillingu, almennar markaðsreglur verða að taka við af geðþóttaákvörðunum ráðamanna. Taka ber efnahagsvöldin af skömmtunarstjór- unum og fá þau einstaklingunum. En verð- bólgan er ekki sök þessarar ríkisstjórnar. held- ur landsmanna allra. Stuðningur hefur ekki fengizt við aðhaldaaðgerðir, lánsfjárkröfur at- vinnurekenda og launakröfur almennings hafa farið úr öllu hófi íslendingar hafa ekki gert sér grein fyrir efnahagslegum takmörkunum sín- um. Ríkinu er ætlað að sinna öllum kröfum. Ég held, að ríkisstjórnir eigi að meta eftir fjölda mistaka þeirra: Þær, sem gera fæst mistökin, eru beztar Og ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar hefur gert miklu færri mistök en fyrrverandi ríkisstjórn og sú ríkisstjórn, sem hefði tekið við völdum, ef Sjálfstæðismenn hefðu ekki hafið samstarf við Framsóknarmenn. Frjálslyndum mönnum ber því að styðja þessa stjórn, muna Vilmundur Gylfason Prófkjörin og prófraunin Rlkisstjómarfundur marks um raunverulega fylgisaukningu Al- þýðuflokksins? Prófkjörið var opið öllum „stuðningsmönnum" Alþýðuflokksins, hvort sem þeir voru flokksbundnir eða ekki Að öllu óbreyttu má ætla, að Alþýðuflokkurinn auki verulega fylgi sitt við næstu kosningar, hann hefur verð í stjórnarandstöðu á erfiðum timum og ekki borið ábyrgð á óvinsælum ákvörðun- um En getur slík fylgisaukning haldizt? Það er auðvitað komið undir öllum aðstæðum fram að kosningum, málstað hans og málflutningi for- ingja hans, Benedikts Gröndals formanns og Kjartans Jóhannssonar varaformanns En Al- þýðuflokkurinn þarf að bæta við sig miklu fylgi, ef hann á að ná aftur sögulegum, hlut- fallslegum styrk sínum í íslenzkum stjórnmál- um eftir hrakfarir siðasta áratugs Fylgisaukn- ing hans, ef af henni verður, verður í rauninni fylgisheimt Og valt er veraldargengi þeirra flokka, sem hafa boðið fram á íslandi undir vígorðum eins og „nýtt afl í íslenzkum stjórn- málum" og „gegn stjórnmálaspillingunni" Langþreyttir kjósendur, sem leita að nýjum kosti. grípa hann fegins hendi, en fleygja síðan vonsviknir, þegar það kemst upp, að siðbótar- mennirnir gleyma að siðbæta sjálfa sig, hald- reipið reynist hálmstrá Þjóðvarnarflokkurinn kom 2 mönnum á þing árið 1953, en missti þá árið 1956, en stefnumál hans var auk andstöðunnar við varnarliðsdvölina barátta gegn „spillingunni" Og Samtök frjálslyndra og vinstri manna fengu 5 þingmenn kosna árið 1971, misstu 3 árið 1974 og missa líklega 2 hina síðustu árið 1978 Báðar þessar bylgjur risu vegna óánægju, báðar hnigu. Fylgisaukn- ing vegna óánægju helzt ekki lengi, nýjabrum- ið fer af flokknum „Fimmti flokkurinn" En prófkjör Alþýðuflokksins mistókst í þeim skilnangi, að kjósendur flokksins og stuðnings- menn höfðu ekki úrslitavöldin, heldur lausa- menn á stjórnmálum og stuðningsmenn ann- arra flokka Fjöldi manna kaus í prófkjöri Alþýðuflokksins án þess að telja sig skuld bundinn til að kjósa flokkinn í þingkosningun- um sjálfum, sumir þeirra til dæmis flokks- bundnir Sjálfstæðismenn „Fimmti flokkurinn" hefur margoft verið nefndur i fjölmiðlum og sagðar af honum samsærissögur, kosninga- sigrar skýrðir með skipulagningu „baktjalda- manna" Ég held, að sannleikurihn sé heldur hversdagslegri „Fimmti flokkurinn" er flokkur stjórnmálaflakkaranna — þeirra, sem leita að því, sem þeir geta ekki fundið fullkomnum stjórnmálaflokk „sterkra" stjórnmálamanna Og fjölmargir þeirra kusu bæði Albert Guð- Óánægjan með „kerfið" Sigrar Vilmundar i prófkjöri Alþýðuflokksins og Alberts og Friðriks i prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins eru umfram allt til marks um óánægju kjósenda með það, sem kallað er „kerfið" Auðvitað nutu þeir mála sinna. Vil- mundur „siðvæðingarinnar", Albert atorkunn- ar og Friðrik starfa sinna með ungum Sjálf- stæðismönnum En allir eru þeir taldir and- stæðingar „kerfisins" Vilmundur er einn af uppljóstrunarmönnum Dagblaðsins. og Albert og Friðrik hafa báðir gagnrýnt rikisstjórn lands- ins opinberlega, þótt Sjálfstæðismenn séu Þessi óánægja með „kerfið" er auðvitað á margan hátt réttmæt íslenzka stjórnkerfið er stórgallað. verðbólgan er að nálgast 30% fyrirgreiðslumenn sumra stjórnmálaflokkanna hafa náð miklum völdum, margar fjárfestingar ríkisins eru vafasamar. bankakerfið er lokað. litlar sem engar upplýsingar eru fáanlegar um það. og sjóðakerfið er i rauninni úthlutunar- kerfi Og menn finna fyrir auknum umsvifum þess rikis, sem seilist i sífellu með krumlurnar niður í vasa skattborgaranna i nafni samneyzl- unnar Og réttarkerfið hefur alls ekki gegnt hlutverki sinu Margt er rotið i ríki íslendinga, þótt það sé ekki „gerspillt" eins og fjölmiðlung- arnir segja En við megum ekki gleyma því, að á íslandi er mannúðlegt stjórnarfar, við eigum þvi láni að fagna að búa i lýðræðisriki og megum ekki missa sjónar á kostunum, þótt gallarnir séu margir G runnfærnislegar aðfinnslur En „kerfið" er ekki eitt aðfinnsluvert, heldur einnig flestir þeir, sem hafa fundið að því Ég á ferðilegt mat manna — bæði þeirra, sem fremja afbrotin, og hinna, sem mikla þau fyrir sér — eins og hún ruglar verðskyn þeirra i efnahagsmálum. Fjölmiðlungarnir fást við hismið, en ekki kjarnann í stjórnmálum afglöp einstakra manna, en ekki kerfið, sem margfald- ar þessi afglöp. Einstaklingarnir og kerfið Auðvitað skipta mennirnir máli. þeir eru misjafnlega hæfir til stjórnmálastarfa En þessi vandi er ekki mannanna, heldur kerfisins Ekki skiptir öllu máli, hvort þessi maðurinn eða hinn hafi tekið hina röngu ákvörðun, heldur hitt, hvaða kerfisbreytingar beri að gera til þess að fækka röngum ákvörðunum, minnka likurn- ar á því, að mistök ráðamanna margfaldist Skýringar á mistökum síðustu ára I hagstjórn og allri „spillingunni" er ekki að finna i innræti einstaklinga, heldur I þvi kerfi, sem leysir úr læðingi fjárplógsstarfsemi, spillingu og brask Það er mikill misskilningur, að öll verk séu ætlunarverk einstaklinga Með öllum þjóðum eru til menn, sem geta orðið fyrirgreiðslu- menn, stofnað „nýja stétt" aðstöðusala. En frjálshyggjusinnar vita af þeim reynslusannind um, að vald sé misnotað og þess vegna beri að dreifa valdinu og með því áhættunni af röng- um ákvörðunum Þeir vilja breyta hagkerfinu i markaðskerfi Á íslandi er kerfi úthlutana, skömmtunar og skiptingar Samkeppni um lánsfé er til dæmis svo hörð í verðbólgu, að þeir, sem eru i góðri „aðstöðu". hagnast á kostnað hinna úthlutun verður ivilnun Mein- valdurinn er umfram allt verðbólgan, sem veldur hóflausri fjárfestingu og neyzlu, sifelld- það, að dyggð lýðræðissinnans er þolinmæði, og kjósa þá stjórnmálamenn, sem þeir treysta, — Þá, sem hafa bæði þekkingu og skoðanir. Skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins Prófkjör stjórnmálaflokkanna eru sjálfsögð I lýðræðisriki eiga borgararnir þess kost að skipta friðsamlega um ráðamenn i þingkosn- ingum á fárra ára fresti, og stuðningsmenn stjórnmálaflokks eiga þess á svipaðan hátt kost að skipta um frambjóðendur flokks sins i prófkjörum Prófkjör tryggja lýðræði innan flokks eins og þingkosningar tryggja lýðræði innan ríkis En öðru máli gegnir um skoðana- kannanir. Lýðræði er ekki og á.ek* að vera aðferð til þess að kanna skoðamr manna, heldur aðferð til þess að tryggja jafnan rétt manna til frelsis. Afl atkvæða ræður ekki I lýðræðisriki vegna þess, að meiri hlutinn hafi i flestu eða öllu rétt fyrir sér Það ræður vegna þess, að einstaklingarnir hafa allir sama at- kvæðisréttinn, eru allir taldir jafngildir. Segjum sem svo, að með nútimatækni væri unnt að komast að skoðunum manna á öllum málum, smlða vél til þess að „mæla" almenningsálitið Á að nota hana til ákvörðunartöku? Alls ekki. Þá hugsanlegu skoðun meiri hluta að meina eigi minni hlutanum máls ber til dæmis»að hafa að engu, vegna þess að menn hafa í lýðræðisriki rétt til máls Auk þess er meiri hlutinn breytilegur eftir efnum og ástæðum, hann er ekki ein heild Lýðræði er ekki harð- stjórn höfðatölunnar Það er umfram allt frjáls- ræði, ekki meirihlutaræði Mannréttindm eru frumhugtak lýðræðis, ekki meiri hlutinn Meiri hlutinn á þess vegna ekki að meina minni hlutanum þess að njóta áfengs öls eða fjör- legra dægurlaga i einkaútvarpi Spurningarnar um það i skoðanakönnun Sjálfstæðismanna voru i rauninni óþarfar, frelsið er að minu viti sjálfsagt Skoðanakannanir eru hæpnar aðferð- ir til ákvörðunartöku i stjórnmálum, þótt fróð- legar séu Og þjóðaratkvæðagreiðslur eru með svipuðum rökum einungis flótti ráðamanna frá ábyrgð Ákvarðanir á að taka i góðu tómi og að vel athuguðu máli Og af þeirri skoðun margra Sjálfstæðismanna, að Bandaríkjamenn eigi að kosta þjóðvegalagningu á íslandi, á einungis að draga þá ályktun, að brýna nauðsyn beri til að rökræða um utanrikismál íslendinga, varn- irnar og fyrirkomulag framkvæmda varnarliðs- ins Auðvitað kemur leiga landsins ekki til greina Við setjum ekki verðmiða á landið Prófraun næstu ára er þessi: Treysta (slending- ar sér til sjálfstæðis Ég svara þvi játandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.