Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 19
1 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 51 Þetta eru nýjustu adressuteiknin. Frimerkjamiðstöðin frá 1974 og Prentsmiðja Arna Valdemarssonar frá 1976. V erzlanamerki I HANDBÖK myntsafnara, ís- lenzkar myntlr, sem Frímerkja- miðstöðin, Skóiavörðustíg 21A gefur út, er skrá um íslenzka vöru og brauðpeninga og birtar myndir af nokkrum þeirra. Meðal þessarra peninga eru þó peningar, sem hvorki eru brauð né vörupeningar, heldur eru þetta hin svokölluðu adressu- teikn eða verzlanamerki. Þessi merki voru aðeins notuð sem auglýsing frá kaupmönnunum, sem létu gera þau. Voru þau mest gefin um borð í skip og til nýrra kaupenda, sem komu ef til vill langt að í kaupstaðinn. Oftast munu til dæmis merkin frá Thostrup á Seyðisfirði hafa verið gefin um borð í skútur. Þarna liggur kannske skýring- in á þvi hve sjaldgæf þessi merki éru hér á landi. Merki þessi hafa komið í ljós hjá frönskum myntsölum, sem ekk- ert botnuðu í hvað það var sem þeir voru þarna með í höndun- um. Það hafa aðeins örfá af hin- um gömlu verzlanamerkjum komið i leitirnar og ekki minn- ist ég þess, að þau hafi nokkurn tíma verið boðin upp hjá Mynt- safnarafélaginu. Það væri fróð- legt ef einhver lesara minna veit um þessi merki og ef til vill ítarlegar, en að ofan greinir. Það væri lika til bóta, ef merk- eftir RAGNAR BORG in væru út af fyrir sig i næstu útgáfum af íslenzkar myntir, en ekki innan um vöru og brauðpeningana. Ekki er fráleitt, að fleiri verzlunamerki hafi verið i gangi hér á landi, en þau tvö, sem tilfærð eru hér og enn í dag eru verzlanamerki í notk- un. Má þar fyrst nefna merki, sem Frimerkjamiðstöðin sjálf lét slá árið 1974 og hefir gefið sumum viðskiptavinum sinum. Ég á einnig í fórum mínum afar skemmtilegt adressumerki sem mér var gefið af Prentsmiðju Árna Valdemarssonar. Er þetta veglegasta adressumerkið sem ég hefi enn séð, 61 mm í þver- mál 8 mm á þykkt og er úr gljáfægðum kopar. Er þetta all þungur peningur enda ætlast til þess að hann sé notaður sem bréfapressa. Ég var svo lánsam- ur að kynnast Árna heitnum Valdemarssyni og hefi verzlað töluvert við prentsmiðju hans. ÖIl verzlanamerkin eiga það sameiginlegt að þeim er ein- göngu ætlað að vera auglýsing Adressumerki frá V.T. Thostrup kaupmanni á Sevðis- firði. Stærðin er 24 mm. Þetta merki kom líklega fyrst fram árið 1892. Adressumerki Guðmundar Is- leifssonar á Eyrarbakka frá um 1890. Stærð 20,5 mm. fyrir þann, sem gaf þau. Minna, á skemmtilegan hátt, á fyrir- tækið sem merkið lét gera. Verzlanamerkin eru öll úr málmi og endast þvi töluvert lengi. Til dæmis hafa merkin frá Thostrup á Seyðisfirði og Guðmundi ísleifssyni á Eyrar- bakka enzt miklu lengur en fyrirtækin sem létu slá þau. Tvö ný Lærdóms- rit frá Bók- menntafélaginu Galdrafárið í Evrópu og Gorígas MORGUNBLAÐINU hafa borizf tvö ný rit i bókaflokki Hins islenzka bókemnntafélags, Gorigas eftir Platón og Galdarfárið í Evrópu eftir Hiigh Trevor-Roper Rit Platóns er i islenzkri þýðingu Eyjólfs Kjalar Emilssonar, sem einnig ritar inn- gang að bókinni, en Helgi Skúli Kjartansson hefur snarað Galdrafár- inu á islenzka tungu og ritar hann einnig inngang Ritstjóri Lærdóms- rita Bókmenntafélagsins er Þor- steinn Gylfason, háskólakennari Nú hafa komið út 1 6 lærdómsrit Hins islenzka bókmenntafélags, en útgáfan hófst með ritunum Um sál- greingu, Frelsinu eftir Mills og Af- stæðiskenningunni eftir Einstein, en meðal merkra rita, sem eru í þessum flokki. má geta Síðustu daga Sókra- tesar eftir Platón, Samræðna um trúarbrögð eftir Hume, Birtings Voltaires og Um skáldskaparlistina eftir Aristoteles í kynningu Hins íslenzka bók- menntafélags á nýju ritunum tveim- ur segir um Gorgias Platóns: „Gorgias er ugglaust sú samræða Platóns, sem mest erindi á við allan almenning á síðustu tímum. í henni gerir Platón upp sakirnar við lýðræð- ið, þá stjórnskipun, sem við nú lifum; höfum þegið i arf frá hinum fornu Aþenumönnum Óvist er. hvort nokkur höfundur hefur visað lýðræðinu á bug af öðrum eins sannfæringarkrafti og Platón gerir i Gorgiasi Þó er kannski meira vert um falsleysi Platóns, þvi að við er- um þvi vönust. að jafnvel eindregn- ustu andstæðingar lýðræðis telji prýði að nafni þess og margvisleg- um ytri búnaði Samræðan er eitt af höfuðritum Platóns um siðfræði. og er þar ýtarlegasta tilraun hans til að sanna með rökum svonefnt lögmál Sókratesar: að betra sé að þola órétt en beita honum." Og um Galdrafárið i Evrópu segir í kynningu forlagsins: „H R. Trevor- Roper er einn kunnasti sagnfræð- mgur Breta og það af ritsnilld sinni ekki síður en lærdómi í Galdrafár- inu tekur hann til umhugsunar þann þátt hugmyndasögu Vesturlanda, sem m a leiddi til galdramála og nornabrenna. Hann lýsir á minnis- stæðan hátt mörgum atvikum þeirr- ar ófögru sögu, en einkum beinir hann sjónum að þeim hugmynda- heimi lærðra manna, sem gerði galdafárið möguleg Hvernig gat svo afskræmileg kenning náð þvíliku of- urvaldi? Hvað hvatti og hvað seink- aði hruni þessa hugmyndakerfis? Rannsóknin er gerð af alvöruþunga manns. sem þekkir úr samtíð sinni Gyðingaofsóknir og aðrar haturs- hreyfingar, sem galdrafár fyrri alda er óhugnanlega áþekkt MWIIIt- IflHtlfVfV SG - híjómplölur* FJÖRTÍU GULLFALLEG JÓLALÖG í ÁTTA BRÁÐSKEMMTI LEGUM SYRPUM. SILFURKÓRINN var stofnaöur sérstaklega með þessa plötu í huga. Hann er skipaður tuttugu og fjórum ungmennum, sem öll hafa sungið i öðrum kórum — hér er valinn maður í hverju rúmi. Útsetningar, kór- og hljómsveitarstjórn er í höndum MAGNÚSAR INGIMARSSONAR. Þetta er jólaplata, sem kemur öllum í jólaskap. Tvímælaíaust vandaðasta og bezta jólaplata, sem komið hefurút á íslandi. Verð á plötu eða kassettu kr.3300.~ *•«* SG-^^nplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.