Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 in i Póstminjasafni sænsku póststjórnarinnar í „Uamla bænum". Af þvi tilefni hefur hún getið hennar í fréttablaði sinu, sem kemur út nær 60 sinnum á ári. Jafnframt er birt mynd af sérstimpli þeim, sem notaður verður á sýningunni um hverja helgi, svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. í fréttablaðinu er gerð ör- stutt grein fyrir íslandi og póst- og frímerkjasögu þess. Freist- ast ég til að þýða hér nær orð- rétt það, sem þar segir, í þeirri von, að mönnum þyki gaman að lesa, hvað Svfarnir segja um okkur. Fyrst er þess getið, að ibúar landsins séu rúmlega 200 þúsund og það því einna fólks- fæsta land Evrópu. Svo segir orðrétt: Að sjálfsögðu varðveit- ist ekki mikið frímerkjasögu- legt efni í fámennu landi, og hér er Island engin undantekn- Afinæli tveggja frímerkjafélaga 1 þessum þætti vil ég geta afmælis tveggja félaga fri- merkjasafnara. Annað er Félag frimerkjasafnara á Selfossi, sem varð 10 ára 18. nóv. sl. Af því tilefni gaf félagið út sérum- slag i 150 eintökum og lét stimpla þau á afmælisdaginn. Til gamans læt ég hér fylgja mynd af umslaginu og einnig merki félagsins, sem er einkar smekklegt og minnir vel á póst- inn með póstlúðri og umslagi. Að sögn Ernst Sigurðssonar, formanns félagsins, eru í þvi 18 félagsmenn, allir komnir yfir þrítugt, en svo er unglingadeild eða nær sanni barnadeild, sem i eru um 40 félagar á aldrinum Hver veit, nema Eyjólfur hressist? í siðasta þætti var þess getið, að allar horfur væru á algerum skorti 45 kr. frímerkja undir jólabréfin, svö að menn yrðu fyrir bragðið að líma einhver tvö merki á til þess að ná réttu burðargjaldi. Raunar hefði ég mátt nefna það, að menn geta sloppið með 40 krónur, ef bréf- ið er opið og ekki handskrifuð nema fimm orð. Og enginn hörgull mun vera á frímerkjum með þessu verðgildi. En nú hef- ur hagur póstnotenda vænkazt og það flestum að óvörum. Fyr- ir alllöngu hafði verið boðuð útgáfa frímerkja til að minnast 50 ára afmælis Ferðafélags Is- lands, sem er nýlega um garð gengið. Ekki virtust samt líkur H.KDAH I.V. flSIANDS ! »27 »77 í l'SLAND 45 É*ÉAÉ**É*««ÉÉ*É á, að þetta merki kæmist út á sjálfu afmælisárinu, og mun hér einkum hafa valdið óvissa um gjaldskrárhækkun. Nú hef- ur póststjórnin heidur betur tekið fjörkipp, þvi að útkoma þessa merkis er boðuð 12. þ.m. og tilkynning hefur verið send út. Fylgir hér mynd af merk- inu, og má þar sjá vörðu á fjöl- farinni öræfaleið og jökul i bak- sýn. Er merkið teiknað af Þresti Magnússyni og djúp- prentað i Sviss. Að sjálfsögðu er verðgildi þess 45 krónur, svo að nú geta menn andað léttar yfir frímerkingu jólapóstsins, þó að á síðasta snúningi sé! Hitt er svo annað mál, að heidur má ósennilegt telja, að 45 krónur verði lengi hið almenna búrðar- gjald undir einfalt bréf, og þá heltist þetta nýja merki úr lest- inni. Ekki hefur islenzka póst- stjórnin enn sent frá sér áætlun um frímerkjaútgáfu næsta árs, svo sem margár póststjórnir gera með sæmilegum fyrirvara. Slíkt væri þó vel þegið af söfn- urum, jafnvel þótt ekki reynist unnt að ákveða verðgildi merkjanna með jafnlöngum fyrirvara. 8—14 ára. Eru fundir haldnir með þeim á hverjum laugar- degi kl. 14—16, en annars eru félagsfundir einu sinni i mán- uði. Fróðlegt væri að fá fréttir af öðrum félögum utan Reykja- víkur og starfsemi þeirra, þótt þau eigi ekki eitthvert sérstakt afmæli. Hitt félagið átti 15 ára afmæli á þessu ári, en það heitir Islandssamlarna og er i Stokk- hólmi. Enda þótt þetta sé erlent félag, er ekki síður ástæða til að fræða lesendur þessa þáttar um það og starfsemi þess. Eins og nafnið bendir til, er þetta félag manna í Svíþjóð, sem safna is- lenzkum frimerkjum, en þeir eru flestir búsettir i Stokk- hólmi og Gautaborg. Þessir Is- landssafnarar eru svo ekki ein- ungis frímerkjasafnarar, held- ur einnig Islandsvinir. Hafa þeir mikið og gott samband við islenzka safnara og hafa allt frá 1970 komið hingað í hópum nær árlega og nú síðast i sumar leið, þegar Félag frímerkjasafnara hélt hátiðlegt 20 ára afmæli sitt og m.a. með sýningunni Frímex '11. Tóku nokkrir þeirra þátt i þeirri sýningu, svo sem ég hef áður rakið hér í blaðinu. Ég veit af reynslu, að þessir menn eru einlægir vinir og aðdáend- ur íslands og islenzkra frí- merkja, enda eiga þeir margir hverjir frábær söfn íslenzkra merkja og stimpla og enn frem- ur heilla umslaga með sjald- gæfum merkjum og stimplum. I gær, 2. þ.m., var opnuð i Póstminjasafninu i Stokkhólmi afmælissýning, Allting '11, og var sendiherra okkar þar, Ingvi S. Ingvarsson, fenginn til að opna hana. Þessi sýning stend- ur til 15. janúar nk. Ekki er að efa, að sýningarefnið er bæói fjölbreytt og fallegt. Ég átti þess kost að vera hjá þessum vinum okkar, þegar þeir héldu upp á 10 ára afmæli sitt með frimerkjasýningunni Allting ’72, og hún var á allan hátt fróðleg og skemmtileg. Eins og áður segir, er sýning þessi hald- ing. Tala þekktra skildinga- bréfa frá 1873—1876 er t.d. ein- ungis um 30, og flest þeirra eru í opinberum söfnum. En þrátt fyrir þessa fátækt er islenzk frimerkjasöfnun bæði mjög áhugaverð og margbreytileg. Á frímerkjunum eru oft útlendir stimplar, en það stafar af því, að bréfin voru oft send með fiskiskipum og þá stimpluð við komu til erlendra hafna, svo sem i Bergen, Aberdeen, Leith, Edinborg o.s.frv. Hinir mörgu númerastimplar og kórónu- stimplar frá leiðum landpóst- anna eru einnig skemmtilegir og eins stimplar frá póststöðv- um enska og ameriska hersins á Islandi í seinni heimsstyrjöld- innii Frímerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Pósturinn á Islandi er vita- skuld eldri en frimerki lands- ins. Arið 1870 festist hann bet- ur i sessi, þegar sérstakar póst- stöðvar voru settar á fót i Reykjavík og á Seyðisfirði i sambandi við gufuskipaferðir til og frá landinu. Þessar póst- stöðvar fengu danska þrí- hringsstimpla, sem stimpla skyldi með dönsk frimerki, sem notuð voru. Reykjavik fékk nr. 236 og Seyðisfjörður nr. 237. Þegar Island fékk eigin fri- merki 1873, voru þau gerð eftir danskri fyrirmynd. Eftir 1944, þegar lýðveldi var stofnað, hef- ur myndefni frímerkjanna breytzt mikið. Islendingar vilja með merkjum sinum Iýsa sér- kennum lands síns, sögu og náttúru, sem er breytileg allt frá kuldalegum jöklum og til glóandi hraunstrauma. Þetta segir í fréttablaðinu, en þar er enn fremur tekið fram, að sýningarefnið sé margvís- legt, bæði forfrímerkjabréf, skildingafrimerki, antikva- og lapidarstimplar, jólamerki, póstsaga o.s.frv. Þá er tekið fram, að fulltrúar Islandssaml- arna muni leiðbeina sýningar- gestum ákveðna daga og fræða þá um það, sem fyrir augu ber. Islenzka póststjórnin hefur söludeild á sýningunni dagana 2.—4. og 9.—11. þ.m. og selur þar frímerki sin á nafnverði. Vill hún með þessu heiðra af- mæli Islandssafnaranna, og er það vissulega vel við hæfi. Sérstakt uppboð verður hald- ið, og fer það einmitt fram í dag. Af myndarlegri uppboðs- skrá, sem send var út með all- góðum fyrirvara, má sjá, að þar verður margt skemmtilegt á boóstólum, og er nær allt efnið íslenzkt. Ég þykist vita, að ég mæli fyrir munn allra fri- merkjasafnara, þegar ég óska báðum þessum félögum til ham- ingju með afmælin og um leið langra lifdaga. Jólafundur frímerkjafélaga í Reykjavík og nágr. 9. des. Félagar í Félagi frimerkja- safnara koma saman til jóla- fundar, svo sem venja hefur verið um nokkur ár. Eins og i fyrra taka Félög frímerkjasafn- ara í Kópavogi og eins i Hafnar- firði og Garðabæ þátt í þessum fagnaði. Er fundarboð að berast félagsmönnum þessa dagana. Fundurinn verður haldinn í Kristalssal Hótel Loftleiða 9. þ.m. og hefst kl. 20.30. Ekki er mér vel kunnugt um fundar- eða skemmtiefni, en frimerkja- safnarar kunna vel að skemmta sér, þegar þeir hittast, enda skortir ekki umræðuefni. Til þess að auka enn meir á ánægj- una eru félagarnir hvattil- til að fjölmenna og taka maka með að þessu sinni. Senn liður að jólum. Því mið- ur gafst mér ekki tóm til að segja hér frá jólamerkjum, en þau koma allmörg út fyrir þessi jól eins og áður. Næsti þáttur verður sennilega 17. þ.m., og þá má vera, að eitthvað verði sagt frá jólamerkjum, þótt seint sé. Þá hef ég hug á að ræða nokkuð um kilóvöru póststjórnarinnar i þessum þáttum, en ekki er víst, að mér vlnnist tími til að koma þvi efni saman fyrir næsta þátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.