Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 72. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Anwar Sadat og Menachem Begin undirrita friðarsáttmálann í viðurvist Jimmy Carters Bandaríkjaforseta. (AP-símamynd) „Shalom. Salaam. Aldrei framar blóðsúthellingar ” — sögðu Sadat og Begin við undirritun friðarsáttmálans, sem bindur enda á 30 ára vœringar Israels og Egyptalands Wafihington, 26. marz. AP. „MEGI aldrei framar koma til blóðsúthellinga milli Egypta og ísraelsmanna“. sagði Anwar Sadat Egyptalandsforseti er hann undirritaði friðarsáttmálann við ísraelsmenn í dag. „Aldrei framar styrjöld,“ sagði Menachem Begin forsætisráðherra ísraels, „aldrei framar blóðsúthellingar. Friður sé með yður. Shalom. Salaam, að eilífu.“ Með þessum ummælum að lokinni undirritun lauk þrjátiu ára ófriði ísraelsmanna og Egypta í Washington, en Jimmy Carter horfði brosandi á er Begin og Sadat undirrituðu sáttmálann, en að því búnu vottfesti Bandaríkjaforseti hann með undirskrift sinni og lýsti því yfir að nú væri friður á kominn. Athöfnin, sem fram fór í glaða sólskini á flötinni við Hvíta húsið að viðstöddu miklu fjölmenni, var afar hátiðleg, þrátt fyrir óp og sköll, sem bárust inn á hátíðar- svæðið frá fólki, sem mótmælti sáttargjörðinni, í námunda við 29%olíu- hœkkun? Genf, 26. marz. AP. ALLT bendir til þess að olíu- málaráðherrar OPEC-ríkjanna, sem nú þinga í Genf, komi sér saman um allt að 29% hækkun á olíuverði og kemur verð- hækkunin til viðbótar stig- hækkunum þeim, sem ákveðnar voru á fundi ráðherranna í desember síðastliðnum. Talið er að 11 ráðherrar af 13 séu fylgjandi þessari hækkun, og mun hún að öllum líkindum taka gildi um næstu mánaða- mót. Hvíta húsið. Þjóðarleiðtogarnir létu þá truflun ekki á sig fá og lófatak þeirra 1600 gesta, sem viðstaddir voru athöfnina, yfir- gnæfði hrópin frá mótmælafund- inum, en talið er að um 1000 manns hafi þar verið samankomn- ir. Begin setti á sig kollhúfu og tók að vitna í 126. Davíðssálm á hebresku, og kvaðst láta nær- stöddum eftir að lesa síðan sálm- inn á sinni eigin tungu. I ávarpi sínu að lokinni undirrit- uninni vitnaði Carter forseti bæði í Biblíuna og Kóraninn, og Sadat forseti fór einnig með tilvitnun í Jesaja spámann þar sem hvatt er til samvinnu unz sá dagur kemur að sverð bogna og verða að plóg- járnum. Bæði Sadat og Begin luku miklu lofsorði á Carter forseta fyrir að hafa átt mestan þátt í því að friðarsamningar voru gerðir og Begin lét svo um mælt að komandi kynslóðir mundu minnast hans með þakklæti og virðingu. Fánar ríkjanna þriggja blöktu hvarvetna við hún í nágrenni Hvíta hússins, en múhammeðstrú- armaður, gyðingur og kristinn maður höfðu lagt hönd að gerð hvers einasta flaggs, sem notað var við hina opinberu athöfn. I ræðum sínum létu bæði Sadat og Begin hörð orð falla í garð þeirra afla meðal Araba, sem standa gegn samningnum, og Sadat áréttaði þá skoðun sína að friðarsáttmálinn væri sameigin- legum málstað Araba til fram- dráttar, enda mundu Egyptar eftir sem áður standa við gerða samn- inga við önnur Arabaríki. Þjóðarleiðtogarnir þrír létu allir í ljós vonir um að sáttmálinn milli ísraelsmanna og Egypta nú yrði ekki annað en fyrsta skrefið á langri leið, en hið endanlega mark- mið væri að ná allsherjarsam- komulagi allra ríkja sem hlut ættu að máli í Miðausturlöndum. Bandaríkin hafa heitið ísraels- mönnum lánum og gjafafé, sem samtals nema um þremur millj- örðum Bandaríkjadala, í sambandi við sáttargjörðina, en framlög þeirra til Egypta af þessu tilefni verða þegar allt er talið nálægt | tveimur milljörðum. Vafi og vantrú einkenna viðbrögð Jerúaalem. 26. marz. Reuter. AP. MIKIL sprenging varð í elzta hluta Jerúsalem tíu mínútum eítir að Begin og Sadat undirrituðu friðarsáttmála ísraelsmanna og Egypta í kvöld. 13 manns, flest ferðamenn, særðust í sprenging- Fjölmörg ríki hafa lýst yfir fylgi sínu við friðarsáttmálann, en Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, segir að þrátt fyrir þá staðreynd að hér sé um að ræða sögulegan atburð og framlag til friðar í heiminum, þá hafi mál- stað Palestínuaraba ekki verið gefinn nægur gaumur í sáttar- gjörðinni. Sovétríkin hafa lýst megnri vanþóknun sinni á frið- arsamningnum, og í sömu mund og hann var undirritaður í Washington birti Tass sameig- inlega yfirlýsingu Gromykos utanríkisráðherra Sovétríkj- anna og Assads Sýrlandsforseta þar sem samningurinn er harð- lega fordæmsur og sagður stríða beint gegn hagsmunum Araba, en yfirlýsingin var undirrituð í skyndiheimsókn Gromykos til Sýrlands. Fæstir láta í ljós mikla bjart- sýni um varanlegan og öruggan frið í Miðausturlöndum í kjölfar samningsgerðarinnar, og er meðal annars bent á að Palest- ínuvandamálið sé engan veginn leyst, auk þess sem harkaleg viðbrögð Arabaríkjanna og PLO séu sízt friðvænleg teikn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.