Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 Sveinn Guðmundsson: Sveinn Guðmundsson Fjúkandi vetrarlauf Bændur og forstjórar Tvær stéttir munu það vera sem „kerfið" telur að aldrei vinni neitt og það eru bændur og forstjórar, að minnsta kosti hefur það farið fram hjá undirrituðum að talað sé um þessar stéttir sem vinnandi fólk. Við heyrum talað um atvinnu- sjúkdóma, en lítið mun það kannað hve heymæði og liðaveiki hrjáir bændur umfram aðrar stéttir. Aldrei mun vera talað um hey- mæði fyrr en hún er komin á það hátt stig að viðkomandi bóndi verður að hætta störfum. Bændum f jölgar Á síðast liðnu hausti hófu þrír bændur búskap í Gufudalssveit. Þessi sveit stóð höllum fæti vegna fólksfæðar og er það vel að úr því hefur ræst. Byggðarlag verður að geta sinnt tvennskonar hlutverki. Það er hinu verklega og þar eru bændur allvel settir, hvað verklega mennt- un snertir, en engar andlegar kröfur eru gerðar til bænda og ættu bændasamtökin að taka þetta mál upp og hefja bændur aftur til þeirrar virðingar sem þeim raunverulega ber. Kröfurnar gætu til dæmis verið þessar: „Enginn getur orðið bóndi, nema hann hafi lokið einhverju lág- marksprófi. Til dæmis frá búnaðarskóla, lýðháskóla eða ein- hverjum öðrum viðurkenndum skólum. Einnig þarf hann að hafa unnið í sveit í 3 til 4 ár eftir fermingu". Skilum við bændur næstu bændakynslóð aukinni bænda- menningu? Spyrji hver bóndi sjálfan sig. Veturinn og veðráttan Mjög mikið hefur verið um fögur litbrigði í skýjum himinsins á líðandi vetri. Veturinn hefur verið mjög snjóléttur það sem af er, en kaldari en í meðalári. Frost mun vera mikið í jörðu og hætt við að öllu jöfnu að gróður verði seint á ferðinni í vor. Sífellt fer það hér í vöxt að bændur taki ull af fé sínu að vetrinum og mun það ekki hafa gerst hér fyrr að byrja vetrarrún- ing upp úr áramótum og var þá fé orðið vel fyllt. Undirritaður sá það á prenti ekki alls fyrir löngu og það frá ábyrgum aðila í landbúnaðarmál- um, að helst væri hægt að spara í vísindamálum landbúnaðarins með því að leggja niður tilrauna- búið á Reykhólum. I vetur eru þar 330 kindur á fóðrum og meðal þungi dilka var 15.4 kg og 80% tvílembt og meðalþungi ullar var 2.7 kg og þar af fóru 80.5% í úrvalsflokk. Nú er það jafnan svo, að hægust eru heimatökin þó ég efist ekki um að hægt sé að finna hagstæðari tölur fyrir Tilraunastöðina. Á síðast liðnu ári var tekið hér af öllu fé eins og að venju. Þá voru lögð 312 kg inn til sölu og það var öll ullin og fóru þá 83 kg í úrvalsflokk en í vetur urðu kílóin 305 og fóru nú 165 kg í úrvalsflokk. Nú er verð á úrvalsflokki 1065 kr., en á fyrsta flokki 770 kr. og mismunur á hverju kg 295 krónur. Tekjuaukningin er því 24.190 kr. á þessu litla fjárbúi. Þessa ullar- gæðaaukningu er hægt að rekja beint til Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum, vegna þess að hrúta- kostur er að mestu annað hvort ættaður þaðan eða keyptur. Á meðalbúi myndi þessi aukning vera því sem næst 3.5 sinnum meiri og þá fengi bóndinn í sinn vasa 85 þúsund krónum meira fyrir sína ull á ársgrundvelli og verksmiðjurnar miklu betra hrá- efni. Nú er erfðastuðull fyrir ullar- magn og gæði hagstæður og er ástæða að vekja athygli bænda á því að auka arðsemi búa sinna á þann hátt að fá sér kynbótahrúta, eða fá sæði frá Tilraunastöðinni á Reykhólum. _________Nafngiftir___________ Er það ekki undarlegt að vera deila um það hvort menn megi heita Baltasar eða Jón. Jónsnafnið er viðurkennt af löggjafanum en Baltasar-nafnið er komið sunnan úr löndum og skal því á öskuhauga kastað. Svo kemur kerfið og segir: „Mig skiptir engu hvað foreldrun- um þóknaðist að láta ykkur heita og sama er mér hvor nafn ykkar er af erlendum toga spunnið eða það fellur að islensku beygingarkerfi. Enginn tekur mark á skírnarnafni ykkar, nema hæsta- lagi frændur og vinir. Þið skuluð merkt mér og bera mitt númer. Án minnar nafngiftar veit enginn hver þú ert og þú ert aðeins átta tölustafa númer." Einu sinni þótti fallegt og fínt að bera falleg ættarnöfn eins og þykir í dag að eiga falleg bílnúmer og bráðum getum við farið að monnta okkur af því hvert okkar á fallegast nafnnúmer og ef til vill dettur Kerfinu bráðum í hug að selja okkur fallegt nafn- númer á nokkrar milljóir. Lítið barn hefur 41' lítið sjónsvió í alvöru talað, hafa dátar Kerfisins leyfi til þess að gera okkur að venjulegu númeri og ef svo er, hvers vegna er þá verið að halda við mannanöfnum? Ég get ekki sannað tilveru mína nema að tilgreina númer sem mér er gefið af einhverjum m alls óviðkomandi. Nafnnúmer stríðir á móti ís- lenskri málvenju og er brot á persónufrelsi þess, sem neyddur er til þess að skrifa það á hvað sem Kerfinu þóknast að láta nota þetta tækniundur sitt. ________Hvað er kerfið___________ Sennilega er um fátt eitt talað meira en kerfið og gunnfána þess, verðbólguna. En hvað er eiginlega „Kerfi"? Jú, mín skilgreining skal vera stutt, en ekki nægilega ítar- leg. Hver sem notar ofstjórnun í hvaða málum sem er og gerir það á skipulegan hátt flokkast undir þessa nafngift. Öll misbeiting valds, hvort sem hægt er að styðja hana með lögum eða reglugerðum, þar sem einum aðila er gert hærra undir höfði en öðrum. Ef velviljað- ir menn stjórna Kerfinu getur það verið viðunandi, en stjórni Kerfið þeim, sem stjórn eiga, er það ómannúðlegt og stutt verður í lögregluríki. Kerfið hefur á undan- förnum árum verið að þenjast út og getur breyst í ófreskju sem hvorki hofgoðar þess eða hinn almenni borgari ræður við. Nýr prestur _________í Reykhóla___________ Hingað er kominn ungur og nývígður prestur, séra Valdimar Hreiðarsson, með konu og tvö börn. Það er ekki fyrir neina aukvisa að fara út á akur kirkjunnar, því að jarðvegur er sumsstaðar grunn- ur og grýttur, en eins og þeir vita sem einhverja ræktun stunda er arfinn fljótur að ná yfirhöndinni og kæfa þann nytjagróður sem rækta á. Ef til vill hefur það farið fram hjá okkur að þjóðfélagsskipan okkar er byggð upp á kristnum grunni. Illgresisplönturnar eru margar og það er því hlutverk okkar sem viljum viðhalda lýðræði að standa vörð og þá gæti korn prestsins borið margfaldan ávöxt. Veri þessi ungu presthjón velkom- in til starfa meðal okkar. Heilbrigðisþjónustan Ef til vill geri ég Matthíasi Bjarnasyni rangt til, þegar ég þakka honum ekki fyrir að flytja Reykhólalæknishérað norður til Hólmavíkur. Ég skal koma að kjarna þessa máls. Ein minnsta þjóð veraldar hefur ekki efni á því að mæta ekki þörfum í heilbrigðismálum fá- mennasta „læknishéraðsins". Við vitum að stórþjóðir líta niður á íslendinga, nema í skála- glamri stjórnmálamannanna. Við þekkjum þá kenningu að lært fólk setji niður ef það starfar meðal alþýðufólks í afskekktum byggðar- lögum, eða jafnvel utan Stór-Reykj avíkursvæðisins. Ég ætla þingmönnum okkar að kveða niður þennan malbiksdraug, því að til þess kusum við þá á þing. ___________Skólinn____________ Farið er að síga á seinnihlutann með endurbyggingu Reykhóla- skóla eftir brunann í haust og er þegar búið að taka nokkurn hluta kennsluhúsnæðis í notkun. Sam- kvæmt upplýsingum frá skóla- stjóra Reykhólaskóla, Hermanni Jóhannssyni, hafa skólanum borist peningagjafir frá aðilum sem ekki óska eftir því að sjá eða heyra nafns síns getið í fjölmiðlum. Kvenfélag Geirdalshrepps hefur gefið skólanum 4 reykskynjara og er það mjög þörf gjöf og vel þegin. Lesandi góður. Þessu rabbi er lokið og ég vil þakka lesturinn. Sveinn Guðmundsson Gísli Baldvinsson kennari: Samráð við kennara Á fjölmennum fundi um skóla- skipan í Reykjavík á næsta ári sagði formaður fræðsluráðs frá þeim hugmyndum sem samstarfs- nefnd borgarinnar og mennta- málaráðuneytisins hafa sett fram um skólaskipun í Reykjavík á næstunni. Kom þar m.a. fram að fyrirhugaðar eru breytingar á a.m.k. tveimur skólum þ.e. Ár- múlaskóla og Laugalækjarskóla. Hugmyndin væri sú að enginn grunnskóli yrði í Ármúlaskóla og verslunarbrautin í Laugalæk flyttist upp í Ármúlaskóla. Á þessum fundi voru kennarar úr þessum skólum og fengu staðfest þær lausafregnir sem borist hafa með vindinum síðustu vikurnar. Þessi orðrómur vakti ugg í brjóst- um manna þar eð mikil óvissa skapaðist og menn vissu ekki hvort þeir héldu starfi sínu. Þetta ástand hefur verið óþolandi fyrir viðkomandi kennara og reyndar nemendur einnig. Nú skal það tekið fram að þessi háttur er ekki nýr á nálinni. Frægt er þegar menn birtust dag einn á tröppum gamla Lindargötuskólans og tóku til að mæla gólfplássið. Aðspurðir sögðu þeir að mæla þyrfti hve mörgum píónóum mætti koma í húsið! Á þann hátt var skólinn rekinn frá Lindargötunni upp í Ármúla. Sami háttur er nú við- hafður og vil ég vara alla skóla- stjóra í Reykjavík við grunsam- legum mönnum með tommustokk í nágrenni skóla sinna. Þessi dæmi eru ekki einu dæmin því hvað skyldu kennarar Æfinga- skólans, Austurbæjarskólans, Kvennaskólans og Námsflokka Reykjavíkur segja? Með einu pennastriki hafa þessir skólar annað hvort verið lagðir niður eða verið á fleygiferð um borgina síðustu vikur. Enda rignir yfir fræðsluráð þessa dagana mótmæl- um frá þessum skólum. Það virðist vera eina ráðið til þess að komast í eitthvert samband. Hugmyndir ráðuneytisins I áðurnefndri samstarfsnefnd virtist það vera skoðun ráðuneyt- ismanna að borgin ætti að leysa húsnæðisvandamál ríkisins. Sí- fellt bentu þeir á húsnæðisvanda- mál Fósturskólans, Myndlistar- skólans, Hótelskólans og Leiklist- arskólans. Ríkið sóttist eftir hluta Laugalækjarskóla til þess að mæta þessum vanda. En er svo komið að fækkun nemenda í borginni sé svo mikil og varandi að selja þarf skólahús- næði? Er það óumbreytanlegt náttúrulögmál að íbúum borgar- innar fari fækkandi? Ég tel að með betri lánapólitík og skipulagi megi spyrna við fótum. Erlendis hefur mönnum tekist að leysa þennan vanda. Ekki er það nú svo að borgin sé hætt að byggja skólahúsnæði. Búið er að grafa fræga holu í Seljahverfi og fyrirhugað er að byrja á E-álmu Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem á að vera stjórn- miðstöð. Þessi stjórnunareining á að vera 4000 ferm. Til samanburðar má geta þess að Melaskólinn er 3800 ferm. Vissulega þarf að byggja stjórnunareiningu við Fjölbrauta- skólann og félagsaðstöðu fyrir nemendur. En ég tel það ekki tímabært á sama tíma og verið er að íhuga að selja skólahúsnæði á öðrum stað. Ég tel að Fjölbrauta- skólinn sé full stór eins og hann var fyrirhugaður í byrjun og miðað við núverandi ástand of margir nemendur í skólanum. Það mætti lækka nemendatöluna nið- ur í 800 nemendur. Við það skap- aðist bráðabirgðahúsnæði fyrir kennara og félagsaðstaða fyrir nemendur. Það verður að hafa það í huga að skólar hafa verið full- byggðir allt að 25 árum eftir byrjun framkvæmda. Með þessu flyttist öll verslunar- menntun í Laugalæk og uppeldis- brautin í Ármúlaskóla. Þetta yrði svo fyrsti vísir að Framhaldsskóla Austurbæjar. Stjórnunartengsl skólanna Röksemdir manna að ekki sé hægt að framkvæma þetta strax vegna þess að til þess skorti lagaheimild eru hæpnar. Ármúla- skóli hefur útskrifað stúdenta frá Kennaraskólanum svo ekki þyrfji annað en að fá lánaðan stimpil frá Fjölbrautaskólanum meðan beðið væri eftir lagasmíðinni. Lögin mætti gera um leið og lögin um framhaldsskóla. Nú er því svo háttað að framhaldsdeildum Ár- múlaskóla og Laugalækjarskóla er stjórnað frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Kennarar kvarta und- an þessari fjarstýringu og er hægt að nefna það sem dæmi að fag- stjórar Fjölbrautaskólans telja sig ekki eiga að hafa afskipti af þessum skólum en samt þurfa þessir skólar að hlíta þeim reglum sem samdar eru uppi í Breiðholti. Ekki eru kennarar fyrmefndra skóla boðaðir á kennarafundi í Fjölbrautaskólanum. Þess vegna er eðlilegast að stefna sem fyrst að stofnun Framhaldsskóla Aust- urbæjar. Framtíðarskipan Nú þegar á að bæta inn í samstarfsnefndina fulltrúa frá stéttarfélögum kennara og síðan legði nefndin fram drög að fram- tíðarskipan í skólamálum Reyk- víkinga. Þessi vingulsháttur nú- verandi nefndar er óþolandi enda ekki ljóst hvað úr verður þar sem endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Sú ákvörðun verður ef til vill ekki tekin fyrr en í haust sem er allt of seint. Kennarar hafa sýnt ótrúlega þolinmæði í þessu máli og er vonandi aö á það verði ekki reynt hvenær sú þolinmæði brestur. Gísli Baldvinsson kcnnari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.