Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 37 r Oli Jóhann Pálmason: Þjóðin stendur á bak við starfsemi S.Á.Á. Nú ekki alls fyrir löngu birtist í Morgunblaðinu grein eftir Árna Helgason í Stykkishólmi, sem hitti mig fremur illa, því hann fer þar mörgum ósönnum orðum um starfsemi S.Á.Á. Árni Helgason er félagsmaður í S.Á.Á og það er ég líka og báðir eigum við þá ósk heitasta að uppræta megi drykkju- skap í landi voru, þó svo okkur greini eflaust á um aðferðir til þess. Árni segir í grein sinni, að S.Á.Á. hirði lítt um fyrirbyggjandi aðgerðir í áfengismálum, en ein- blíni um of á afleiðingar drykkj- unnar, allt að því hvetji fólk til drykkju því þeir, þ.e. S.Á.Á., bjargi málunum ef illa fari. Þetta eru helber ósannindi, því S.Á.Á. hefur einmitt rækt upplýsingaskyldu við almenning mjög vel samanher blaðamannafund þann sem Árni hnýtir í í grein sinni. Einnig hefur S.Á.Á. staðið fyrir fræðslu og kynningu á áfengisvandamálinu í mörgum skólum borgarinnar. Eg þekki marga unglinga sem hlýtt hafa á þá fræðslu og ber þeim öllum saman um, að mjög vel hafi verið að henni staðið. Við Árni vitum báðir, að áfengisvandamálið er eitt stærsta vandamálið í nútíma þjóðfélagi og á ég við alla þá, sem þegar hafa orðið áfenginu að bráð, svo og aðstandendur þeirra. Og mun láta nærri að það samanlagt sé nálægt eitt hundrað þúsund manns sem líður á einn eða annan hátt fyrir áfengið. Eg sjálfur er alkóhólisti og er ennfremur einn af fjölmörgum sem standa í þakkarskuld við S.Á.Á. Eg hafði gengið með sjúk- dóminn, alkóhólisma, í 10 ár án þess að fá neitt við ráðið, þegar ég fór í meðferð hjá S.Á.Á.. En eitt verða allir að gera sér ljóst, og þ.e., að S.Á.Á. er enginn „patentlausn" fyrir alkóhólista, því alkóhólismi er ólæknandi sjúkdómur sem einungis er hægt að halda niðri með því að bragða ekki áfengi eða aðra vímugjafa. Á meðferðarstofnunum S.Á.Á. er látin í té sú fræðsla sem er hverjum alkóhólista nauðsynlegt vegarnesti út í lífið. Síðan kemur til kasta einstaklingsins sjálfs, hvernig hann nýtir sér þann fróð- leik og vitneskju sem hann hefur öðlast. Auk þess að reka meðferðarstofnanir fyrir alkóhól- istana sjálfa, hefur S.Á.Á. einnig komið á fót meðferð- ar-„prógrammi“ fyrir aðstandend- ur þeirra. Því það vita allir sem til þessara mála þekkja, að alkó- hólismi er ekki einkamál þess sem neytir áfengisins og/eða annars vímugjafa, heldur er hann fjöl- skyldusjúkdómur. Fræðslu- og leiðbeiningarstöð er rekin á vegum S.Á.Á. í samvinnu við Reykjavíkurborg að Lágmúla 9 í Reykjavik, en þangað geta allir snúið sér í leit að upplýsingum og leiðbeiningum á þessu sviði. Óli Jóhann Pálmason. , Ef við lítum á þá tugi manna og kvenna sem S.Á.Á. hefur hjálpað út úr myrkri og vonleysi alkóhól- ismans til heilbrigðs lífs, hljótum við að verða að viðurkenna að þetta framtak í ísl. áfengisvarnar- málum á fullan rétt á sér. En við verðum líka að gera okkur ljósa grein fyrir ástæðunni fyrir vel- gengni S.Á.Á. í baráttunni við áfengisbölið, en hún er einfaldlega sú, að þjóðin stendur á bak við starfsemi S.Á.Á. Ekki efast ég um að stúkur og hin ýmsu trúfélög hafi bjargað mörgum manninum og margri konunni frá áfengisböl- Lnu í gegnum árin. Eg bara skil ekki hvers vegna þeir, sem að þessum málum starfa beint eða óbeint, finna hjá sér hvöt til að metast um hver hafi gert mest. Því öll stefnum við að sama markinu, burtséð frá aðferðunum. Sem betur fer eru ekki margir með sama hugarfari í garð S.Á.Á. og Árni Helgason, því annars hefði árangurinn af starfi S.Á.Á. ekki orðið eins góður og raun ber vitni. S.Á.Á. er félagsskapur opinn öll- um þeim sem áhuga hafa á áfengisvandamálum og er þar af leiðandi kjörinn til að sameina starfskrafta okkar í þágu þjóðar- innar og velferðar hennar. Góðir Islendingar, látum ekki neinn, hvorki geðlækna né Árna Helgason fá tækifæri til að rifa niður það sem við erum að byggja upp. Verum minnug þess hvernig Bláa bandið var brotið niður á sínum tíma með vanþekkingu og hleypidómum minnihluta- en valdahópa í þjóðfélaginu. Stöndum saman, því í þessari baráttu sannast hin fornu spak- mæli: Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Að lokum vil ég beina þeim tilmælum til allra, sem um þessi mál rita, að blanda ekki A.A.-samtökunum inn í skrif sín. Óli Jóhann Pálmason rafvirki. Tuttugu hreindýr í byggð í Berufirði Djúpavagi 24. marz. STÖÐUG norðanátt hefur verið nokkuð hvasst og nokkurt frost. í norðanáttin gangi senn niður. Togarinn Hólmanes fra Eskifirði landaði 70 tonnum af fiski á miðvikudaginn var og hefur síðan verið unnið frá kl. 8 á morgnana til miðnættis að vinnslu aflans, og verður unnið þannig yfir helgina og þangað til lokið verður að vinna úr öllum aflanum. Neta- veiði hefur verið heldur treg hjá þeim bátum sem hana stunda og togbátar aðrir en Hólmanesið hafa ekki lagt afla á land síðan línu- vertíð lauk. Hreindýr eru hér i byggð á víð og dreif, rúmlega 20 í hóp, og hafa haldið sig hér skammt frá þorpinu síðustu dagana. Þau líta vel út og er ekki að sjá að þau hafi liðið neinn skort þótt veturinn hafi verið nokkuð kaldur og snjóþung- hér síðan um mánaðamót, oftast dag er glaðasólskin og vonum við að ur. Stefán Aðalsteinsson hefur verið með hákarlalínur hér úti í Berufirði og hefur fengið 7 há- karla. Hann hefur beitt sel því að það er gömul reynsla að hákarlinn rennur vel á blóðýlduna. Stefán telur að þeir hákarlar er hann hefur veitt séu eingöngu hrygnur, í einni þeirra voru ungar, 10—15 sm langir, enda mun það nú engin ráðgáta lengur hvort hákarlinn eigi egg eða unga. Þann 15. þessa mánaðar skar hann síðasta hákarlinn sem hann veiddi. Ur maga hans komu tveir allvænir laxar, að vísu var lítið eftir af þeim nema hausinn. Trúlega hefðu þessi laxar haldið upp í Breiðdalsá í sumar ef þeim hefðu ekki verið búin þau örlög að lenda í hákarls- maga. Námskeið 1 kór- söng og kórþjálfun Námskeið í kórsöng og kór- þjálfun verður haldið í Mennta- skólanum við Hamrahlíð dagana 3.-5. aprfl n.k. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Willy Tráder prófessor í kórstjórn og þjóðlagafræðum við Tónlistarháskólann í Hannover, en honum til aðstoðar verður kór hans, „Der Niedersáchschische Singkreis. Tráder mun einnig halda fyrir- lestur miðvikudaginn 4. aprfl kl. 11.30 í sal Tónlistarskólans í Reykjavík. mun hann flytja fyrirlesturinn á ensku og ber hann heitið „kór með byrjend- um“. Þorgerður Ingólfsdóttir, Reykjavík, og Jón Hlöðver Áskelsson sáu um skipulagningu námskeiðsins og veita þau nánari upplýsingar um námskeiðið. Der Niedersáchsische Sing- kreis er einn af þekktustu a-cap- ella kórum í Þýzkalandi. Kórinn hefur hlotið margs konar viður- kenningu fyrir frammistöðu sína Kennarar á svæðinu frá Stöðvarfirði að Lónsheiði héldu fund á Stöðvarfirði 16. þ.m. Á fundinum var formlega stofnað Kennarafélag Suðurfjarða en kennarar af þessu svæði hafa hitzt öðru hvoru undanfarin 2 ár til skrafs og ráðagerða. Stjórn félags- ins er í höndum Stöðvarfjarðar- kennara það sem eftir er af þessu skólaári, en Djúpavogskennarar munu taka við stjórn félagsins á þessu hausti. Á fundinum kom fram mikil óánægja með það fyrirkomulag að kennarar úti á landi fá sína yfirvinnu greidda eftir dúk og disk eftir ýmsum krókaleiðum á meðan kennarar á Suðvesturlandi fá þessa yfirvinnu greidda beint frá ríkinu um leið og föst laun eru greidd. Kennarar fögnuðu þeirri ágætu þjónustu sem Kennaraháskóli Islands veitir með margháttaðri fræðslustarf- semi í formi fræðslufunda úti á landsbyggðinni. Var áhugi á þvi á fundinum að notfæra sér þessa þjónustu og voru hin ýmsu tilboð um fræðslufundi rædd ítarlega og valið úr það sem kennurum við litlu skólana var talið hentast. Ingimar. óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur 1—33 □ Ingólfsstræti □ Sóleyjargata □ Flókagata 1—47 VESTURBÆR: □ Miöbær UPPL. I SIMA 35408 í alþjóðlegum kórakeppnum, varð sigurvegari í Cork á írlandi, Arezzo þ Ítalíu og Debrecen í Ungverjalandi. Kórinn hefur ver- ið leiðandi á Evrópa-cantatmót- um allt frá upphafi. Jafnhliða flutningi á kórtónlist fyrri alda leggur kórinn áherzlu á kynningu 20. aldar kórtónsmíða en á tón- leika- og hljómplötuskrá kórsins eru verk eftir mörg fræg tón- skáld. Willy Tráder hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir árangursríkt starf í þágu söng- og kórmála í Þýzkalandi og hefur verið leiðbeinandi á kórnám- skeiðum víða um heim. Kórinn syngur á vegum Tón- listarfélags Akureyrar í Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 1. apríl kl. 20.30. Einnig á tvennum tónleikum á vegum Tónlistar- félags Reykjavíkur mánudaginn 2. apríl kl. 20.30 í Háteigskirkju og miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.30 í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. y Nr.HMars 1979 Eggjakaka meÖGOÐA Servelatpylsu 100 g Servelatpylsa 30 g blaðlaukur 1 dl rifirm os 4 'gg >u smjöri. Hristið ^rVLV^^unWT^uknum og rifna ostinum yfir ^tið^^a 4^Fa við vægan hita. Leggið g berið hana fram vel heita með.grænmetis- Biðjið um GOÐA-vörur og þér fáið gceðavörur. flflpfiflP '&''Mataruppskriftir Uppskriftablað nr. 13 í lausblaðabókina » RáÖ og rétti(< er komið út. Nú kynnum við Eggjakoku og notum að sjálfsögðu GOM-SERVELATPYLSU sem aðaleftn í þennan óvenjulega rétt. Einnigerkynntur »Indiánabvdmatur" en úr GOÐAPYLSU erauðvelt að matreiða ódýra úrvalsmáltíð. Afurðasala Kjötiðnaðarstöð Kirkjusandi stmi:86366

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.