Morgunblaðið - 24.06.1979, Page 1

Morgunblaðið - 24.06.1979, Page 1
64 SÍÐUR 140. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sandinist- ar hafna afskint- um USA Washinxton, Manauua, 23. júní. Reuter. FORSVARSMENN Sandinista- skæruliðahreyíingarinnar í Nica- ragua, sem berjast gegn Somoza íorscta, lýstu því yfir á fundi sem boðað var til í Samtökum Ameríku- ríkja, OAS, að þeir vísuðu alfarið á bug hugmyndum Bandaríkja- manna um að þeir sendu sveitir til Nicaragua til þess að binda enda á bardagana f landinu. Fulltrúi sand- inista, Miguel Escoto, sagði, að yrði af áætlun Bandarfkjamanna myndi það vera glæpsamleg gjörð og sú forsenda, sem gefin væri, að með því væru Bandaríkjamenn að tryggja lýðræðið, væri hjóm eitt. í fréttum frá fundinum segir, að margir fulltrúanna telji að það virðist nánast sjálfgert að stjórn Somoza falli innan tíðar. Frá Managua bárust þær fréttir í morgun, að talsmenn sandinista hefðu skýrt frá því, að þeir hefðu látið taka af lífi sex menn eftir að byltingardómstóll hefði dæmt þá til dauða. Barizt var enn af mikilli heift í fátækrahverfum norðvesfur af Managua fram eftir nóttu. Stjórnar- hermenn beittu flugvélum og eld- flaugum gegn skæruliðum. Skæru- liðar sögðu að þeir hefðu náð á sitt vald tveimur smábæjum skammt frá landamærunum við Honduras. Flugdagurinn var haldinn í Reykjavík í gær og voru þar til sýnis ótal vélar af ýmsum gerðum og aldursflokkum. Vél frá Icecargo sézt hér fara lágt yfir og á vellinum standa ýmsar erlendar vélar. Ljósm. Mbi. Ói.K. Mait. Lule var látinn fara frá Uganda Dar Es Salaam, 23. júní. Reuter. YUSUFU LULE, forseti Úganda um skamma hríð, kom í dag til Tanzaniu eftir að ákveðið var í gær, að hann færi umsvifalaust frá Úganda. Á blaðamannafundi í Kampala eftir að Lule var farinn á brott, sagði hinn nýi forseti, Godfrey Binaisa, að Lule héldi að öllum likindum til Bretlands. Búizt er við, að Nyerere, forseti Tanzaníu, ræði við Lule meðan hann tefur í Tanzaníu. Tanzaníu- menn hafa þegar lýst því yfir, að þeir styðji Binaisa og áreiðanlegar heimildir herma, að Tanzaníufor- seti hafi falið ýmsum háttsettum embættismönnum að kynna er- lendum fulltrúum í Dar Es Salaam afstöðu stjórnarinnar varðandi leiðtogaskiptin í Úganda. Lule, sem er 69 ára gamall, bjó í útlegð í London og Dar Es Salaam meðan Amin stýrði landinu. Hann sagði af sér á miðvikudag, en dró síðan lausnarbeiðni sína til baka og virðist nú hafa beðið lægri hlut í þeirri skammvinnu valdastreitu sem á eftir fylgdi. Lule Flóttamannavandamálið í Suðaustur-Asíu: Víetnamar eru á móti alþjóð- legri ráðstef nu Tokyo, Kuala Lumpur, 23. júní — AP, Reuter. MÁLGAGN víetnamska kommún- istaflokksins, Nhan Dan, sagði f dag, að alþjóðleg ráðstefna sem fyrirhuguð er um flóttamanna- vandann í Suðaustur-Asíu, væri „ráðabrugg enskra nýlendusinna, kínverskra útþenslusinna og amer- ískra heimsvaldasinna til að sverta Bandarískir embættismenn: Frysting olíuinnflutn- ings leiddi til kreppu Washinfíton, Ncw York, StrassbourK, London. 23. júní. AP, Reuter. BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í dag, að ef Bandaríkjamenn færu að áskorun leiðtoga ríkja Efnahagshandalagsins (EBE) og takmörkuðu olfuinnflutning sinn á næstu árum og miðuðu við innflutning í fyrra hefði það í för með sér ófyrirsjáanleg kreppuáhrif. Takmörkun af þessu tagi kæmi illa niður á áætlunum er miðuðu að auknum hagvcxti í landinu. Talsmcnn Hvíta hússins vildu ekkcrt um niðurstöður fundar leiðtoga EBE í Strassbourg segja að svo komnu máli. Bentu þeir þó á. að yfirvöld hefðu þcgar lagt til að olíuinnflutningur yrði takmarkaður að einhvcrju Ieyti. en þó ekki neitt í líkingu við hugmyndir EBE-ríkja. Við lok fundarins í Strassbourg sögðu leiðtogar EBE að sparnaðarráðstafanir Evrópuríkja yrðu gagnslausar ef önnur lönd heims færu ekki að dæmi þcirra. Carter Bandaríkjaforseti hélt í Fyrstu sex mánuði ársins var neytenda í Bandaríkjunum hækkaði dag í opinbera heimsókn til Japans, olíuinnflutningur Bandaríkja- um 7,4 af hundraði á árinu og um manna orðinn 8,1 af hundraði meiri en þar mun hann sitja fund leiðtoga helztu iðnríkja heims í næstu viku. Fyrir hönd ríka EBE mun Valery Giscard d’Estaing Frakklandsfor- seti afhenda Carter áskorun fund- arins í Strassbourg og er búist við að sparnaðarráöstafanir Evrópu- ríkjanna verði helzta umræðuefnið á fundinum í Tókýó. miðað við sama tímabil árið 1978 og er búizt við því, að innflutningurinn eigi eftir að aukast næstu ár. Þegar hefur orðið nokkur röskun á banda- rísku þjóðlífi vegna takmarkaðra birgða af gasolíu og benzíni. í ársbyrjun spáðu sérfræðingar því aö verð á benzíni og gasolíu til 3,3 af hundraði 1980, en með tilliti til þróunar olíumála að undanfðrnu og iíklegra verðhækkana á næst- unni er nú reiknað með að verðið hækki um 34,7 af hundraði í ár og um 21,6 af hundraði á næsta ári. Helmut Schmidt kanzlari V-Þýzkalands lét svo um mælt nýlega að nýjar skyndilegar verð- hækkanir kynnu að valda efnahags- legu hruni í vestrænum ríkjum. Sérfræðingar telja að Opec-ríki hækki verð á olíu allt að 30 af hundraði á fundi samtakanna í Genf í næstu viku. Einnig er talið að Opec-ríkin taki upp framleiðslukvóta og kann það að auka enn áhrif verðhækkananna. Olíuráðherra Saudi Arabíu mun, að sögn kunnugra, reyna að knýja fram þak á olíuverð og einnig að öll ákvæði um aukagjald verði afnumin þannig að öll ríki Opec selji olíu á sama verði. Saudi-Arabar eru að íhuga að auka olíuframleiðslu sína um 12 af hundraði „til að stöðva skrekkinn sem hlaupinn er í heims- markaðinn”. Víetnam í augum heimsins“. Þá sagði blaðið, að flóttamannavanda- málið í Suðaustur-Asíu væri stór- lega ýkt. Á morgun mun DC-10 þota frá Caledonian-flugfélaginu breska sækja um 300 flóttamenn til Hong Kong en breskt herskip bjargaði þeim á Kínahafi. Japönsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni taka við um 500 flóttamönnum frá Víetnam. Malaysísk herskip héldu áfram að stugga „bátafólki" frá landinu. í gær voru þrír bátar með um 250 manns dregnir út fyrir malaysíska landhelgi. Indónesísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau geti ekki tekið við fleiri flóttamönnum, en þar eru nú um 34 þúsund flóttamenn. Malaysískir embættismenn, sem sjá um aðstoð við víetnamska flótta- menn i landinu, segja að óvenju stór hluti þeirra sé ungt fólk undir 18 ára aldri, eða yfir helmingur. „Það sem vekur mesta athygli er, að margt þessara ungmenna er eitt sér, annaðhvort vegna þess að foreldrar þeirra vildu ekki fara frá Vietnam eða þá vegna þess, að fjölskyldur þeirra höfðu ekki efni á að borga fyrir nema einn til tvo úr fjölskyld- unni,“ sagði embættismaður í Kuala Lumpur. „Sex af hverjum tíu hafa orðið að beita mútum til þess að komast úr landi,“ bætti hann við. Síðan 1975 hafa vestræn lönd tekið við rúmlega 43 þúsund flóttamönn- um. Eftirlitsmaður flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði, að á milli 30 og 40% „bátafólksins" hefðu drukknað á leið frá Víetnam. Áætlað er, að um 1.5 milljónir manna vilji fara frá Víetnam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.