Morgunblaðið - 24.06.1979, Side 5

Morgunblaðið - 24.06.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 5 b. Flautukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson. Robert Aitken og Sinfóníuhljóm- sveit íslands leika; höfundur stj. c. „Þorgeirsboli“, balletttón- list eftir Þorkel Sigurbjörns- son. Sinfónfuhljómsveit ís- lands leikur; Bohdan Wo- diczko stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). KVÖLDIÐ 16.20 Popphorn: Þorgeir Ást- valdsson kynnir. 17.20 Sagan: „Sumarbókin“ eft- ir Tove Jansson. Kristinn Jóhannsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 18.00 Víðsjá. Endurtekinn þátt- ur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Björn Sveinbjörnsson verk- fræðingur talar. 20.00 Píanókonsert í c-moll op. 185 eftir Joachim Raff. Michael Ponti leikur með Sinfóníuhljómsveit Ham- borgar; Richard Kapp stjórnar. 20.30 Útvarpssagan: „Nikulás“ eftir Jonas Lie. Vaídfs Hall- dórsdóttir les þýðingu sína (7)- 21.00 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 22.10 „Skrifað stendur...“ Fjórði og síðasti þáttur Kristjáns Guðlaugssonar um bækur og ritmál. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Kvöldtónleikar. Frægir píanóleikarar ieika róman- tísk lög eftir ýmsa höfunda. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. MÁNUDAGÚR 25. júní 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 íþróttir úmsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.00 Keramik s/h Sjónvarpsleikrit eftir Jök- ul Jakobsson. 'Leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson. Persónur og leikendur. Gunnar / Sigurður Karls- son, Gerður / Hrönn Steingrímsdóttir, Auður / Halla Guðmundsdóttir, Nonni / Björn Gunnlaugs- son. Tónlist Spilverk þjóð- anna. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. Frumsýnt 19. aprfl 1976. 21.50 Blessuð bítlalögin Breskur skemmtiþáttur. Diahann Carroll, Ray Charles, Anthony Ncwley, Tony Randall og fleiri syngja lög eftir Bítlana. Þýðandi Björn Baldursson. 22.40 Fólk til sölu Austur-þýzk stjórnvöld hafa um hríð aukið tekjur sínar með því að selja pólitíska fanga vcstur íyrir járntjald. Stundum láta þau venjulega afbrota- menn fljóta með, og þess eru lfka dæmi að fangar séu seldir oítar en einu sinni. Þýðandi Ingi Karl Jóhann- csson. 23.10 Dagskrárlok Umsjónarmaður Gísli Jónsson 6. Þáttur Eg var ung gefin Njáli, lætur höfundur Brennu-Njálssögu Bergþóru Skarphéðinsdóttur segja, er henni var boðið líf, en kaus heldur að brenna inni með bónda sínum. Þetta hefur orðið mönnum minnilegt, enda gagn- ort í besta lagi. Þungi merking- arinnar leggst fast og fagurlega á orðið ungur, svo sem til er ætlast. í þessari frægu setningu er ung svokallað viðurlag, merkilegur setningarhluti, sem í þessu dæmi kemur í stað heillar setningar í tímamerk- ingu. Hugsum okkur hvað þetta yrði kollhúfulegt og slappt, ef Bergþóra væri látin segja; þeg- an ég var ung, var ég gefin Njáli. Bágt væri, ef við týndum viðurlagi eins og því sem getið var í upphafi. Annað dæmi: Eg var ungur maður alheill fær og glaður, lék við heimsins hátt. yrkir Stefán í Vallanesi í Svanasöng. Fyrsta braglínan merkir; þegar ég var ungur maður, en Stefáni tekst að nota þarna eitt lýsingarorð í stað heillar tíðarsetningar. Áherslan lendir að vísu ekki á viðurlaginu með sama þunga, sömu mark- vissu frásagnarhæfninni og í hinni frægu setningu Njálu. Eitt dæmi enn um viðurlag í tímamerkingu: Og ég finn aftur andans fögru dyr og cngla þá, sem barn ég þekkti fyrr. Svo þýðir sr. Matthías Joch- umsson í sálmi eftir Englend- inginn J. H. Newman. Hér er orðið barn látið koma í stað heillar setningar: Og þá engla, sem ég þekkti, þegar ég var barn. Mig langar til að stuðla að varðveislu þessa fallega og merkingarríka viðurlags. Svanur Karlsson, uppalinn í Flóa syðra, er ekki sáttur við sögnina að framhalda. Ég er það ekki heldur, og hún finnst ekki í orðabókum. Líklega er þetta tilkomið úr orðasamband- inu fram haldið, t.d. fundinum verður fram haldið á morgun. Af nógu er að taka, þó að við notum ekki þessi orð í einni bunu. Þá hefur Svanur búið til álitlegt nýyrði algát (d. ædru- lighed, e. sobriety) um það ástand að vera algáður, vera fullkomlega með sjálfum sér, ráða sér heilum. Oft hættir mönnum að vonum til þess að rugla saman orðum sem hljóma líkt, ég tala nú ekki um ef þau hafa einnig svipaða merkingu. Sjónvarpsþulur sagði nýlega fréttir úr Vestmanna- eyjum og komst m.a. þannig að orði: Efst trjónar skrúfan úr gamla Þór. Ég þekki ekki sögn- ina að trjóna, aðeins nafnorðið trjóna, sbr. trýni. Hins vegar höfum við í svipaðri merkingu og þarna var höfð tekið upp sögnina að tróna, en vera má að hjá þul hafi gætt óbeitar á þessari grísk-latnesku töku- sögn. Tróna merkir að hreykja sér eða gnæfa yfir, sbr. nafn- orðið trónn: hásæti. Það er talið úrelt í orðabók Menningarsjóðs. Hallgrímur Pétursson hefur það í Passíusálmunum: Lof sé mínum lausnara. lamb guðs á hæsta trón sigur gaf sínum þjón. Og að öllu athuguðu þætti mér rétt að segja að skrúfan úr gamla Þór trónaði efst á stytt- unni í Eyjum. Hitt er líklega vegna þægi- legri framburðar, þegar menn taka að segja (og síðan skrifa) snuðrulaust í staðinn fyrir snurðulaust. Eitthvað gengur snurðulaust, ef vel gengur, lík- ingin tekin úr spunamáli, þar sem snurða er sama og hnökri og ekki var gott, ef snurða hljóp á þráðinn. Snurða er skylt lýsingarorðinu snar, sbr. snar þáttur = harðsnúinn, harð- spunninn þráður. Snuðra er hins vegar allt annað, og þarf víst engum það að segja. Mér skilst reyndar að sögnin hafi í forneskju ekki haft niðrandi merkingu, heldur aðeins það að hafa skörp skilningarvit eða að kunna að beita þeim. Sumir lærðir menn ætla að sögnin að snuðra sé skyld sögninni að snýta og lýsingarorðinu snotur, sem að fornu þýddi vitur eða skarpskyggn (lat. video = ég sé). Það lýsingarorð hefur nú tekið undarlegri merkingarbreytingu sem allir munu þekkja. En hvað sem þessu líður, skulum við reyna að láta tal okkar ganga snurðulaust, ekki snuðrulaust. Með þökkum skal þess getið að í útvarpsfréttum er nú látið nægja að tala um festingar hreyfla, ekki hreyflafestingar hreyfla lengur. Hins vegar eru flóttamenn enn í flóttamanna- búðum, og erfitt reynist að koma í veg fyrir að hvalveiði- skipið Hvalur 8. færi hval til hvalstöðvar Hvals h/f í Hval- firði. •Hvergi betrí kjön SOL BESTU HÓTEL SEM FÁANLEG ERU Við bjóöum upp á gistingu á Playamar glæsilegasta íbúðahótelsvæði alveg við baðströndina, stór grasi gróin útivistarsvæði eru allt i kring með sundlaugum, veitingasölum, tennisvöllum, barnaleikvöllum o.fl. (búðir í sérflokki. Einnig bjóðum við upp á Lanogalera íbúðirnar ímiðborg Torremolinos með sundlaug og allri aðstöðu, stutt á ströndina. Costa del Sol býður upp á allt sem fólk óskar sér best í sumarleyfi í sólarlöndum, fjölbreytt skemmtanalíf og miklir ferðamöguleikar til aö kynnast sögustööum og fögru landslagi. Dagflug á föstudögum með 250 sæta super DC-8 vélum. Fullbókað 22. júní, sæti laus 29. júní og 6. júlí. 22. júní fullbókað, fáein sæti laus 13. og 27. júlí Bestu gististaðir sem völ er á: Royal Magaluf, Portonova, Trianon, Villa Mar og mörg eftirsótt hótel þar sem morgunmatur og kvöldverður er innifalið i verði ferðar. GRIKKLAND AÞENUSTRENDUR OG EYJAFLAKK Nýjung í Grikklandsferðum Nú getur fólk sparað sér 60.000 krónur í Grikklandsferð með þvi að búa á góðum hótelum með morgunverði i miðborg Aþenu. Hægt er að taka þátt í óvanalegri frjálsri ferðatilhögun, þar sem hægt er að dvelja eins stutt eða léngi eins og hver óskar á 30 heillandi griskum eyjum, þar sem náttúrufegurð, þjóðlif og skemmtanir eru öðruvísi en annarsstaðar. Auk þess bjóðum við enn sem fyrr hin glæsilegu baðstrandahótel á Glyfada og Vraona baðströndinni hjá Maraþon, 35 km frá Aþenu. Laus sæti i næstu ferðum, 27. júni - 18. júli. Fullbókað 8. ágúst. Dagflug með stórum Boeingþotum SVNNA REYKJAVEK: BANKASTRÆTI 10 - SIMI 29322. AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 94 - SÍMI 28715.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.