Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JUNI 1979 21 Þorsteinn Jónasson hefur nú slegizt í kompaní okkar Margrétar í eldhúsinu og Margrét segir mér, að hann hafi á yngri árum verið í háskólanum einn vetur, og hafði þó ekki notið áður nema sextán vikna skólagöngu og síðar komið við á Hvítárbakka. Hann segir að hann hafi verið í atvinnuleit í Reykjavík og sótti þá um að sitja tíma í norrænu í háskólanum, enda hefur hann alla tíð verið mikill áhugamaður um íslenzku og íslenzk fræði. Hann sótti fyrir- lestra hjá hinum mætustu mönn- um, segir hann Einari Ólafi, Sigurði Nordal, Árna Pálssyni og geta má nærri að þetta varð honum lærdómsríkur vetur. — Já, mig hefur stundum lang- að mest af öllu til þess að hafa fengið að læra, segir Margrét og otar í sífellu að mér veitingunum. Og nú vilja unglingarnir ekki læra. Kannski sé búið að kenna þeim alltof mikið. Ég verð stund- um ósköp hissa á mörgu, til dæmis klæðaburðinum á unglingunum. Þá hef ég stundum hugsað með mér að þeir fái ekki nóga þjón- ustu, en svo er þetta þá bara allra fínasta tízkan ... — Þorsteinn minn hefur víða farið, segir hún svo. Og hann var eitt sumar í vegavinnu með Steini Steinarr. — Já, það er rétt segir Þor- steinn og glottir nú við. Það var árið 1933 þegar verið var að leggja veginn yfir Bröttubrekku. Okkur samdi ekki vel. Hann var róttækur kommi og við deildum oft. Og þessi atómkveðskapur hans... aldrei gazt mér að honum. Ein vísa sem hann gerði þarna varð fleyg. Hann mælti til mín: Uti regnið fellur fellur fyrir utan gluggann minn, það er eins og milljón mellur mígi í sama hlandkoppinn. — Þetta var nú meiri dýrðin. En ég svaraði honum og sagði: Óðum ljóminn af þér fellur er að vonum Steinar minn fyrst að atóm magrar mellur migu á sálargluggann þinn. — Hann sagði ekki meira í það sinnið, Aðalsteinn Kristmunds- son, en því er ekki neitað að hann var hagorður maður. Ég hitti hann einu sinni í Reykjavík og hann beiddi mig lána sér fimm krónur því að hann sagðist ekki hafa borðað mat í þrjá daga. Hann var svo fátækur á þessum árum, Aðalsteinn, og þegar við vorum í vegavinnunni varð hann að liggja í rúminu, þegar þvegið var af honum því að hann átti ekki til skiptanna. Einu sinni þegar við hittumst beiddi hann mig skila kveðju til tveggja þúfna, önnur væri á Sauraleiti, hin rétt fyrir utan Sauðafell. Ég skildi hann ekki, Aðalstein. Hvort hann var að rugla eða hvort hálfkæringurinn leiddi hann í þetta tal. Margrét fylgir mér út á hlað og við kveðjumst með virktum áður en ég bruna af stað í átt að Leikskálum. Eftir góða og rausn- arlega dagstund með þessum vænu hjónum, dægilega kaffi- drykkju og mikið kaknaát. — Góða láttu nú verða af því að líta inn næst þegar þú ert á ferðinni, segir Margrét. Þá skal ég reyna að eiga eitthvað almenni- légt með kaffinu ... h.k. fámennasti á landi hér og einnig sá er næst býr á landi íier við hið nyrsta haf. Ekki þarf að orðlengja að vel þótti biskupi mælast í stólnum og frá þeim hjónum streymir geislarík hlýja, látlaus einlægni og kærleikur inn í hugi þeirra er þeim kynnast og þau eiga samræður við. Óg hlýjar óskir og þakkir fylgja honum og konu hans frá sóknarbörnum héðan, sem og til hans fríða föruneytis, sem mikil ánægja hefði þó verið fólgin að mega hafa þessa ágætu gesti leng- ur í nærveru sinni. Héðan hélt svo biskup með föruenyti sínu til ísafjarðar með Fagranesinu, sem hann mun svo áfram halda vestur um firði til vísitasíuembætta á þeirri leið. Munu góðar óskir Vest- firðinga fylgja honum á þeirri yfirreið, sem og um framtíð alla. — Jens í Kaldalóni. Bergsveinn Skúlason; Nafnabrengl í Berufirði Tveir kunnustu innfirðir Breiðafjarðar eru Hvammsfjörður og Gilsfjörður. Hvar eru mörk þeirra? Það kann að þykja heldur fávíslegt, að maður fæddur og uppalinn úti á miðjum Breiðafirði spyrji svo. Þó er það ekki að ástæðulausu. Svo virðist sem þessir gömlu firðir hafi færst mjög úr stað á allra síðustu árum, eða vaxið um allan helming, án þess að nokkur hafi orðið þess var. Slíkt hefði ef til vill getað gerzt við landsig, misgengi í jarðlögum, eða vegna einhverrs annarra náttúru- hamfara á þessum slóðum. En sem betur fer, hefur enginn heyrt getið um neitt þess konar í Breiðafirði í tíð núlifandi manna. Heldur mun þarna um einhvers konar nýmóð- ins nafnabreytingar að ræða, sem ýmsir mætir menn hafa gert sig seka um eftir að þeir fóru að draga við sig nýtilegri störf. Leifur Jóhannesson ráðunautur í Stykkishólmi færði mér ekki alls fyrir löngu stóra og vandaða bók, prýðilega útgefna, er ber heitið, Byggðir á Snæfellsnesi. Hafi hann heila þökk fyrir. Þar er lýst hverri sveit og byggðakjarna á Snæfellsnesi og í Hnappadalssýslu af hinum kunn- ustu mönnum á svæðinu, og er ekki ástæða til annars en að ætla að þær lýsingar séu réttar í öllum megindráttum . Þó ber út af því á einum stað, að mínu mati. Á balðsíðu 205 stendur: „Þórsnesið takmarkast að sunnan af Vigrafirði og Hofsvogi, og um stórstraumsflæðar er ekki nema nokkur hundruð metra breitt eiði á milli Hofsvogs og Vigrafjarðar. Austan að nesinu liggur Hvammsfjörður, að vestan Hofsvogur, en norðurströnd þess liggur að Breiðafirði.“ Þessa lýsingu hnaut ég um. Hún stenzt varla. Einkum vegna þess, að hana ritar Björn Jónsson bóndi á Innri-Kóngsbakka í Helgafells- sveit, roskinn maður, reyndur og greindur, að líkindum vel kunnug- ur á þessum slóðum. Það eina, sem að mínum skiln- ingi er rétt í þessari landafræði, er, að Hofsvogur og Vigrafjörður liggja sunnan og vestan að nesinu. Hvammsfjörður snertir það hvergi — langt í frá — og að geta þess aðeins, að Breiðafjörður liggi að norðurströnd Þórsnessins, er að vísu rétt, en segir þó ekki nema brot af sannleikanum. Þórsnesið liggur óumdeilanlega allt í Breiða- firði, og tengist aðeins meginlandi Helgafellssveitar með eiðinu, sem höfundur getur réttilega um. Hofsvogur, Vigrafjörður og aðrar víkur og vogar er liggja að nesinu eru aðeins örlítill hluti Breiða- fjarðar, sem hafa hlotið sín sér- nöfn (örnefni) í aldanna rás, ásamt mörg hundruð öðrum vík- um og vogum kringum allan fjörð- inn. — Breiðafjörður snertir því ekki aðeins norðurströnd þessa söguríkasta ness Breiðafjarðar, heldur umfaömar hann það allt, nema títtnefnt eiði, sem skapar- inn skildi eftir til þess að forða Breiðfirðingum frá einhvers konar „Borgarfj arðarbrú". En hvað er þá um Hvammsfjörð að segja, sem Björn Jónsson segir að liggi að austanverðu Þórsnesinu. Það er helzt í þessu sambandi, að hvergi snertir hann Þórsnesið sem fyrr segir. Og engan kunnugan mann á þessum slóðum hef ég heyrt halda því fram áður að svo væri. Hef ég þó átt heima nokkur ár í Þórsnesinu. Farið allmargar ferðir um sundin austan þess með kunnugum mönn- um, en enginn þeirra nefndi að við værum þá á Hvammsfirði, sögðu þeir mér þó eitt og annað og leiðbeindu mér um margt. Held ég því, að slík ummæli megi flokkast með kórvillum. Ef einhver skyldi efast um þetta, og ekki vilja. viðurkenna 1000 ára gamlar nafngiftir og málvenju á þessum slóðum, mætti ef til vill benda honum á kort Herforingjaráðsins til að sann- færast um villu sína. Ennfremur fjölmarga rithöfunda, sem minnst hafa á Hvammsfjörð í ritum sínum. Allir segja þeir hann ekki ná lengra í vesturátt en út að eyjamorinu, sem svo að segja þekur Breiðafjörð á stóru svæði, frá ytri hluta Skógarstrandar, innan Álftafjarðar í Snæfellsnes- sýslu og norður til Fellsstrandar og Dagverðarness í Dalasýslu. Eru í þeim hópi ekki slakari höfundar en séra Jón Gíslason, Þorvaldur Thoroddsen, Ólafur próf. Lárusson, Helgi Hjörvar og marg- ir fleiri. Mætti tilfæra um það kafla úr ritum þeirra ef þurfa þætti. Eyjaklasinn þarna er hluti Suðureyja á Breiðafirði, og afmarkar Hvammsfjörð svo vel sem verða má. Nærri lokar hon- um, eins og allir kunnugir vita. Greinilega mörk eins fjarðar verða varla fundin. Þetta hef ég líka borið undir marga skipstjórnarmenn, eldri og yngri, sem sigldu strandferðaskip- um ríkisins og öðrum fleytum inn á Hvammsfjörð. Enginn þeirra taldi sig vera á Hvammsfirði fyrr en þeir voru komnir inn úr Röst, aðalsiglingaleiðinni inn á fjörð- inn. Og út úr honum sögðust þeir vera komnir, þegar þeir sluppu úr Röstinni á vesturleið. Allir eldri sjómenn, búsettir við sunnan- verðan Breiðafjörð, hafa verið sammála því sjónarmiði skipstjór- anna. Utan nefnds eyjaklasa tekur við Breiðasundið, en það á ekkert erindi í þessa grein. Hitt er svo annað mál, að heyrt hef ég að nokkrir yngri menn, flestir líklega aðfluttir, vilji ekki unna gamla Hvammsfirði þess að liggja í sínu forna fari, heldur teygja hann langt út fyrir sín eðlilegu og fornu mörk. Ég veit ekki hvað langt út á Breiðafjörð. í hvaða tilgangi veit ég ekki. — Af þeim mönnum virðist Björn á Innri-Kóngsbakka hafa smitast. Hélt ég þó, að honum væri hætt- ara við öðru en að smitast af nýjungagirni og oflátungshætti froðusnakka. En yfirgefum nú Hvammsfjörð- inn og látum hann liggja áfram í sinni notalegu gömlu prísund innan eyja og strauma. Harðneit- um að hnika honum til um hænu- fet, og færum okkur dálítið norðar á Breiðafjörðinn. Fyrir skömmu las ég grein í Morgunblaðinu eftir annan merk- an Breiðfirðing, Friðjón Þórðar- son (alþingismann?). Þar segir, að Skeggöxl, 815 m hátt fjall, sé nokkurs konar miðstöð á nesi því sem gengur fram á milli Hvamms- fjarðar og Gilsfjarðar. Með þeirri skilgreiningu teygir hann anzi mikið úr Gilsfirði, í sömu átt og Björn á Innri-Kóngsbakka úr Hvammsfirði. Mér skilst að hann láti hann liggja út með allri Skarðsströnd, og hver veit hvað lengra. Er það alveg nýtt i landa- fræði Breiðafjarðarsvæðisins, að því er ég bezt veit. Hvar hefur alþingismaðurinn þá norður- ströndina á sínum Gilsfirði? Eyjarnar í Dalasýslu undan Skarðsströnd, s.s. Ólafseyjar, Rauðseyjar, Rúfeyjar, Djúpeyjar, Hafnareyjar o.fl., veröa þá að öllum líkindum allar á Gilsfirði. Eru það líka nýmæli. Allar eru þessar eyjar langt úti á innri hluta Breiðafjarðar, og hafa verið sagðar þar svo lengi sem ég hef heyrt þeirra getið. — Fyrirrennari Friðjóns í sýslumannsembættinu í Dalasýslu, Þorsteinn Þorsteins- son, fór ekki með Gilsfjörð svo langt út, þegar hann á sínum tíma skrifaði um Dalasýslu fyrir Ferða- félag íslands. Hann talar um verzlunarstaðinn Skarðsströð við Breiðafjörð, ekki Gilsfjörð. Hins vegar er skylt að geta þess, að ekki hafa allir verið á einu máli um stærð Gilsfjarðar, hversu Bergsveinn Skúlason. langt út á Breiðafjörð hann nær, enda mörk hans hvergi nærri eins greinileg og Hvammsfjarðar. Lengst hefur hann verið teygður út á móts við Akureyjar í Dala- sýslu (Þ.Th.) og eyjarnar þá nefndar Akureyjar á Gilsfirði, til aðgreiningar frá Akureyjum í Helgafellssveit. Má vel við það una. Fleiri munu þeir þó vera, sem segja Gilsfjörð vera aðeins innstu totu Breiðafjarðar, milli Holta- lands í Saurbæ að sunnan og Króksfjarðarness í Geiradals- hreppi að norðan. Eru það að mínu viti eðlilegustu mörk Gils- fjarðar í vesturátt, og líklega hin elztu. — Og svo hefur Jóhann Skaptason sýslumaður litið á, þegar hann skrifaði um Barða- strandasýslu fyrir Ferðafélag Islands 1959. Hann segir: „Breiður flói gengur norður frá innanverð- um Breiðafirði, milli Króks- fjarðarness og Reykjaness. Nyrðri hluti hans skiptist um Borgarnes (Borgarland) í tvo smáfirði, Króksfjörð austan nessins og Berufjörð vestan þess.“ (Árbók Ferðafél. íslands 1959, bls. 25). Að segja Gilsfjörð liggja út meö allri Skarðsströnd nær engri átt. En fleiri hefur gengið til og færst úr gömlum naustum í Breiðafirði á síðustu árum, en blessaðir firðirnir í suðurhluta hans. Barðaströnd heitir allverulegur hluti af norðurströnd Breiða- fjarðar. Hefst hún vestur við Stálfjall á Sigluneshlíðum (Berghlíðum) og teygir sig inn í Vatnsfjarðarbotn — ef til vill alla leið í botn Kjálkafjarðar, að nú- verandi hreppa- og sýslumörkum við Skiptá. Virðum við gamlir Breiðfirðingar þá fornu nafngift, og nefnum ekki aðra Barðstrend- inga en þá sem búa á því svæði. — VIÐ gerð fjárlaga fyrir árið í ár var gort ráð fyrir. að niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum lækkuðu á árinu um samtals 3.1 milljarð króna og f samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Ilöskuldur Jónsson. ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. ekki vita annað en ríkisstjórnin hefði samþykkt að verðlag yrði fært til samræmis við þá upphæð. sem ætluð væri í fjárlögum til niður- greiðslna og þær ættu að lækka 1. júlí, 1. ágúst og 1. október. Ilöskuld- ur sagði að nú 1. júh' ætti að draga úr niðurgreiðslum. sem na‘mi 1.3 milljörðum á þeim G mánuðum. sem eftir væru af árinu. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra. sagði í gær. að engin ákvörðun heföi enn verið tekin um þetta mál í rikisstjórninni en það yrði væntanlcga tekið fyrir á fyrsta fundi hennar eftir helgina. Miðað við að niðurgreiðslur á búvörum verði lækkaðar um 1,3 milljarða nú 1. júlí er um að ræða um 13% lækkun á heildarniðurgreiðsl- Nú þykir það ekki viðhlítandi lengur, að Barðaströndin sitji ein að þessu gamla og gróna nafni sínu. Yngri kynslóðin virðist vilja annað. Síðustu árin gengur það staflaust í fjölmiðlum, blöðum og útvarpi að Barðaströndin nái alla leið í Gilsfjarðarbotn, sem sagt yfir allan austurhluta Barða- stranda sýslu. Hefur þá verið bætt við Ströndina allri Múlasveit, Gufudalssveit, Reykhólasveit og Geiradalshreppi. Minna gat það ekki verið! Bera þessar sveitir þó sannarlega engan strandlengju- svip. Það eru hreinir smámunir, sem þeir Björn og Friðjón hafa bætt við Hvammsfjörð og Gils- fjörð, borið saman við það sem búið er að bæta við Barðaströnd- ina. Einn kemur öðrum meiri, og nær lengra að því marki að gera ómerk gömul staðanöfn, breyta þeim og færa úr stað. Harla undarlega lætur það í eyrum okkar gamalla íbúa austur- hreppa Barðastrandarsýslu að heyra talað um Reykhóla á Barða- strönd, Skóga, Djúpadal eða Vattarnes. Allir eru þessir bæir í Baröastrandasýslu, en enginn á Barðaströndinni, að gamalli og viðtekinni málvenju á þessum slóðum. Verður úr engu bætt, þótt Barðaströndin verði í framtíðinni látin ná yfir þá alla, en gömlu hreppanöfnunum kastað á glæ. En hvað tapast? Mér er sem ég sjái upplitið á gömlu eyjabændunum, sem ég ólst upp með, ef einhver nágránninn hefði farið að tala við þá um Guðmund hreppstjór á Svínanesi á Barðaströnd, séra Guðmund Guðmundsson í Gufudal á Barða- strönd, Hákon Magnússon bónda á Reykhólum á Barðaströnd, eða Jón Ólafsson kaupfélagsstjóra í Króksfjarðarnesi á Barðaströnd. — Þeir hefðu haldið að maðurinn væri ekki með öllum mjalla. Langt að komnum manni, ókunnugum við Breiðafjörð, hefðu þeir auðvit- að leiðbeint og sagt að allir þessir menn ættu að vísu heima í nágrenninu, en enginn þeirra á Barðaströndinni, heldur miklu austar í sýslunni. — Gömlum nöfnum á landshlut- um, víkum og vogum, fjörðum og flóum má ekki breyta þótt ein- hverjum nýgræðingum eða fram- úrstefnumönnum þyki önnur nöfn fara betur. Þeir bæta ekki það sem fyrir er á því sviði. Landnáma, jarðabækur og ónnur forn skjöl og bækur eiga að gilda það sem þau ná, svo gamlir málvenjur í hverju héraði ef ekki er við annað að styðjast. Þetta er orðið miklu lengra mál en ég ætlaðist til í fyrstu og er því mál að linni. um.Útsöluverð hinna ýmsu landbún- aðarvara hækkar af þessum sökum mismunandi eftir því hversu miklar niðurgreiðslurnar eru á viðkomandi vörutegund og einnig er ekki vitað, hvort lækkun niðurgreiðslanna verð- ur látin ná hlutfallslega jafnt yfir allar búvörutegundirnar. Þannig er alinennt ekki gert ráð fyrir, að niðurgreiðslur verði lækkaðar á smjöri en ef lækkun niðurgreiðslna kæmi jafnt niður á öllurn búvöruteg- undum ætti smjörið að hækka unt 12 'til 14%. Ef þessi 1,3 milljarða króna lækk- un niðurgreiðslna kentur til fram- kvæmda eftir næstu helgi ætti mjólkin að hækka unt 8%, dilkakjöt milli 7 og 8%. en vörutegund eins og ostur, sent er litið niðurgreiddur, hækkar um 1 til 2%. Verði farin sú leið að lækka ekki niðurgreiðslur á einstökum tegundum svo sem srnjöri verður hækkun á verði annarra búvara, sent greiddar eru niður, fneiri en getið var um hér að framan. Lækka niðurgreiðslur um 1,3 milljarða króna 1. júlí?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.