Morgunblaðið - 24.06.1979, Síða 31

Morgunblaðið - 24.06.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 31 Prestastefnu slitið í Bolungarvík ísafirði. 22. júní 1979. PRESTASTEFNA íslands scm staö- ið hefur á ísafirði undanfarna þrjá daga. eins og komið hcfur fram í Morgunblaðinu, lauk störfum síð- degis í gær með altarisgöngu í Ilólskirkju í Bolungarvík. Prestastefnan fjallaði aðallega um efnið tilbeiðslu og trúariðkun. Eftir framsöguerindi prestanna Arngríms Jónssonar og Arnar Friðrikssonar var starfað í umræðuhópum á þriðju- dagseftirmiðdag og fyrir hádegi á miðvikudag voru niðurstöður fund- anna dregnar saman í ályktun, sem sendar veröa til presta og starfs- manna kirkjunnar og er ætluð til hliðsjónar, við guðsþjónustugjörð og skipulagningu kirkjulífs. Eftir há- degi á miðvikudag var þátttakendum prestastefnunnar og mökum þeirra boðið í kynnisferð í Hraðfrystihúsið Norðurtanga h.f. á ísafirði, en það er eitt best búna frystihús landsins. Var húsið skoðað undir leiðsögn Jóns Páls Halldórssonar framkvæmda- stjóra. Gestirnir voru greinilega mjög miskunnugir fiskvinnslu, því á meðan sumir störðu í stórri spurn á athafnalífið, brugðu aðrir sér í flök- Eftir að hafa skoðað frystihúsið fylgdi Jón Páll Halldórsson gestun- um um Byggðasafn Vestfjarða, en hann er þar gjörkunnugur, enda verið í stjórn safnsins um margra ára skeið. Um kvöldið sátu gestirnir kvöld- verðarboð sóknarnefndar og bæjar- stjórnar Isafjarðar í húsakynnum menntaskólans. Þar rakti bæjar- stjórinn Bolli Kjartansson helstu söguþætti kaupstaðarins og gerði grein fyrir helstu viðfangsefnum líðandi stundar. Biskup þakkaði gestrisni Isfirðinga og bað þeim guðs blessunar. Kl. 9 um kvöldið yar dagskrá í kirkjunni í umsjá Isafjarðarsafnaðar. Sunnu- kórinn flutti nokkra kórala eftir Bach og Kjartan Sigurjónsson organ- isti lék einleik á orgel kirkjunnar. Séra Gunnar Björnsson lek einleik á selló við undirleik Kjartans. Gunn- laugur Jónasson bóksali, formaður sóknarnefndar, flutti ágætt erindi um sögu þeirrar kirkju, sem nú hefur staðið á Isafirði síðan 1863. Eftir að Gunnlaugur hafði lokið máli sínu flutti Sunnukórinn með aðstoð hljóðfæraleikara úr hljómsveit Tón- listarskóla Isafjarðar og organista kirkjunnar tónverk eftir Jónas Tóm- asson yngri, „Sjö orð Krists á krossinum". Sóknarpresturinn séra Jakob Hjálmarsson lauk athöfninni með ritningarlestri og bænagjörð. Kirkjan var þéttskipuð fólki. Höfðu gestir orð á því, að það sem þeir hefðu heyrt og séð á ísafirði þennan dag bæri ríkan vott um þróttmikið atvinnu- og menningarlíf hér vestra. Höfðu sumir gestirnir orð á því, að athyglisvert væri að sjá konurnar frá bónusborði frystihúss- ins flytja frumsamið nútímatónverk í kirkjunni um kvöldið með miklum ágætum. Séra Jakob Hjálmarsson sóknar- prestur hafði veg og vanda af undir- búningi og framkvæmd prestastefn- unnar hér, fréttaritari Morgunblaðs- ins hafði samband við hann í dag og innti hann eftir því hvernig fram- kvæmd ráðstefnunnar hefði gengið. Sagði hann að aðstaða fyrir ráð- stefnuhald fyrir allt að 100 þátttak- endur væri all góð og fyrirgreiðsla hefði verið öll einstaklega lipurleg. Taldi hann að þegar búið væri að bvggja menntaskólann allan svo og hótelið sem nú er í smíðum, jafn- framt því sem starfið efldist í kringum slíka staði, væri Isafjörður orðinn kjörinn staður til hvers konar ráðstefnuhalds. Vildi séra Jakob koma á framfæri sérstökum þökkum sínum til allra þeirra sem stuðluðu að því að prestastefnan fór fram svo áfallalaust, sem raun bar vitni. Úlfar. Það er ekki að sjá annað en prestar þekki til starfa alþýðunn- ar. Séra Iljálmar Jónsson á Ból- stað bregður hnííum og flakar vænan þorsk. Ljósm: Myndablaftift. 1975 — Mósambík fær sjálfstæði. 1963 — Moise Tshombe neyddur til að segja af sér sem forsætis- ráðherra í Katanga. 1950 — Kóreu-stríðið hefst með innrás Norður-Kóreumanna í Suður-Kóreu. 1942 — Áttundi her Breta hörfar til Mersa Matrun, Lýbíu — 1.000 brezkar sprengjuflugvélar ráðast á Bremen. 1925 — Pangalos verður forsæt- isráðherra Grikklands eftir bylt- ingu. 1920 — Haag valin aðsetur Al- þjóðadómstólsins. 1918 — Bandarískt herlið hrekur Þjóðverja úr Belleau-skógi eftir hálfs mánaðar orrustu. 1879 — Soldáninn steypir Ismael Khedív í Egyptalandi og Tewfik tekur við. 1876 — Orrustan um Little Big Horn: Sioux-Indíánar stráfella riddaralið George Custers hers- höfðingja (Custer’s Last Stand). 1870 — Isabella Spánardrottning leggur niður völd. 1862 — Sjö daga orrustan hefst. 1862 — Bandaríkin viðurkenna sjálfstæði Líberíu. 1861 — Abdul Aziz verður Tyrkjasoldán við lát Abdul Mejids. 1658 — Ensk-franskur her sigrar Spánverja við Dunkerque — Aur- angzet fangelsar föður sinn eftir sigurinn í orrustunni um Samgar, Indlandi. 1530 — Ágsborgar-játningin. 1501 — Alexander páfi VI stað- festir Granada-samning Frakka og Spánverja um skiptingu Nap- oli. Aímæli — Nikulás I Rússakeisari (1796-1885) — Louis Mountbatten lávarður, brezkur hermaður (1900--)■ Andlát — George Cleveland, stjórnmálaleiðtogi, 1908. Innlent. — Jörundur hundadaga- konungur tekur völd 1809 — Flóabardagi (mesta sjóorrusta hér við land háð af íslendingum) 1244 — Skálholtsför Jóns Arasonar biskups 1548 — Bannfæring num- in úr lögum 1782 — W.L. Watts leggur upp frá Núpsstað í ferð þvert yfir Vatnajökul 1875 — Grímuklæddir menn rífa laxagirð- ingar í Elliðaám 1879 — Hjalti Jónsson klífur Háadrang undan Dyrhólaey 1893 — Heimastjórn- armenn sigra í kosningum 1902 — d. Þorlákur Ó. Jónsson 1917 — Vígður Sigurgeir Sigurðsson bisk- up 1939 — Kosningasigur Alþýðu- flokks 1978 — f. María Markan 1905 — Verfall á drykkjumanna- hælinu á Kaldraðarnesi 1945. Orð dagsins — í stjórnmálum stendur valið milli tveggja ókosta — John Morley, enskur stjórn- málaieiðtogi (1838-1923). Skrýplavika í Karnabæ Já, á morgun höldum við skrýpladaginn hátíðlegan og gerum ýmislegt til að lífga upp á lífið og tilveruna • Allir sem koma inn í verslanir okkar fá gefins „Skrýplalímmiða". • Allir, sem kaupa plötuna „Haraldur í Skrýplalandi“ fá gefins sérstakar „Skrýplaveifur". • í verslun okkar í Austurstræti verða skrýplarnir á skjám video tækjanna. • Aö auki, verður allt starfsfólk plötuverslana okkar í „Skrýplabolurn" og „Skrýplar" á víö og dreif um verslanirnar okkar, og auövitað hljómar skrýplatónlist innan dyra sem utan. Við höldum svo áfram kynningu plötunnar út vikuna. Hver veit nema við fáum Harald til aö mæta í einhverja verslun okkar seinna í vikunni, auk annars. Sjáumst öll í Skrýplastuði!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.