Morgunblaðið - 24.06.1979, Side 18

Morgunblaðið - 24.06.1979, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1979 Gleísur úr bréíum írá ílóttamannabúðum Kambódíu- íólksins í Thailandi Tekið saman af Elínu Pálmadóttur hrekjost splundraðar til baka „Ég grét inni í mér,“ skriíar Robert Ashe írá hjálparstofnuninni PVO í flóttamannabúðum Kambódíumanna í Thailandi, sem fréttamaður Mbl. heimsótti haustið 1977. Ilann var í bréfi að lýsa því þegar Thailendingar neyddu 1700 flóttamenn frá Kambódíu til að snúa aftur heim í aprílmánuði sl. Thailendingar sem voru orðnir uppgefnir á sívaxandi flóttamannastraumi ákváðu allt í einu að taka harðari stefnu til að stemma stigu við straumnum. Talið er að þeir séu búnir að taka við um 200 þúsund flóttamönnum og straumurinn fór vaxandi frá Kambódíu eftir innrásina frá Víet Nam í austri, sem hrakti rauðu kmerana áfram í vestur að landamærum Thailands. Fólkið lenti gjarnan milli tveggja grimmra herja, annars vegar rauðu kmeranna, sem gefa Amin ekkert eftir í grimmd, og hins vegar innrásarhersins frá Víet Nam. Þannig lýsir einn hjálparsveitarmaðurinn í búðunum atburðinum, en hann var viðstaddur þessa fyrstu flutninga úr flóttamannabúðunum á fólki, sem rekið var aftur heim. Kambódíumenn kveðjast með tárum er þcir eru neyddir til að halda á braut írá Thailandi. Fjölskytdurnar A harnaári: Gcgn um Kaddavírsgirðingu ná börn til fjölskyldna sinna — til þess eins að skiljast frá þcim aftur og vera endursend til Kamhódíu. þar sem híða þeirra sjúkdómar. hungur og jafnvel dauði. Mynd úr flóttamannabúðunum. „Klukkan sjö fyrir hádegi 12. apríl óku nokkrir langferöabílar inn í búðirnar. Flóttafólkinu hafði verið lofað að það yrði flutt í aðrar búðir og nú var farið með það. Þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Síðar bárust okkur fréttirnar um að flóttafólkinu hefði verið ekið suðúr á bóginn og það neytt til að halda fótgangandi inn yfir landa- mæin, aftur til Kambódíu. Inn í frumskóginn, þar sem regntíminn er byrjaður og malarían herjar. Skömmu seinna bárust okkur fréttir um að 200 þeirra hefðu þegar látist úr hungri og skorti á hjúkrun og meðulum, eftir að hafa vaðið fram hjá jarðsprengjum og gildrum, sem lagðar voru við landamærin áður, til að „halda frelsaða fólkinu inni“. Mjög erfitt er að átta sig á ástandinu inni í Kambódíu. Það lítur út fyrir að sumir andstæð- ingar rauðu kmeranna berjist nú við hlið þeirra eftir innrásina frá Víet Nam. Ekki leit út fyrir að innrás Kinverja í Víet Nam drægi nokkuð úr liðstyrk þeirra í Kambódíu. Hrakið fólkið er þarna eins og í gildru og reynir að komast í skjólið í Thailandi. Eymdin og dauðsföllin aukast með hættunni á að fleiri lönd dragist inn í átökin. • Gengur manni til hjarta Þótt hin opinbera stefna Thai- lendinga sé að veita konum og börnum og sjúklingum og gömlu fólki skjól, þá eru þeir að reyna að stöðva flóttamannastrauminn inn í landið. Þð er skiljanlegt, en erfitt að horfa upp á að þeir, sem héldu sig hafa komist í skjól, séu hraktir aftur inn í Kambódíu, segja hjálp- arliðarnir í bréfum sínum. Thailendingar héldu nýkomnu flóttamönnunum aðskildum frá þeim, sem fyrr voru komnir, þar sem þeir gátu ekki vitaö nema einhverjir hinna nýkomnu væru hermenn rauðu kmeranna. Robert Ashe frá PVO segir m.a. frá því er hann varð þess var að margir flóttamannanna í „nýju búðunum" voru ættingjar þeirra, sem eru í aðalbúðunum í Aranya Prathet. Honum tókst að fá að koma með suma af feðrunum og eiginmönn- unum í búðirnar í vinnuhópum, svo að þeir gætu fengið að sjá konur sínar og börn. En það gekk honum til hjarta, segir hann, að verða svo að kvöldinu að skilja þau aftur að og fara með mennina. „í morgun (31. marz) fékk ég með mér 10 menn til að vinna í búðun- um í Wat Koh,“ segir hann. „Þar sá ég litla stúlku sem grét við- stöðulaust og ég fékk túlk til að spyrja hvað að henni væri. Hún var að gráta af því að ég hafði ekki Ilarmlcikur flóttaharna frá Kambódíu. Eldri systirin, sem varð viðskila við systkini sín á flóttanum til Thailands, hittir þau þar aftur. En samveran varð ekki löng, því bróðirinn og systirin yngri tilheyrðu hinum nýkomnu og voru rekin til baka inn í Kambódíu, þar sem litlir möguleikar eru á að finna sér viðurværi eða meðul gegn malaríunni. komið með föður hennar í þessum 10 manna hópi.“ Og meðan reynt var að beita þrýstingi á stjórnvöld í Thailandi, svo þau leyfðu að fjölskyldur væru sameinaðar, voru þessir 1700 flóttamenn í nýju búðunum skyndilega fluttir á brott. Og margar fjölskyldur splundruðust. • Allir með malaríu Nokkrum bréfum hefur verið smyglað frá fólki sem lenti í Kambódíu, til búðanna í Thai- landi. Hér eru nokkrar glefsur úr bréfum þeirra: „Ferðin var erfiö og ekki hægt að lýsa líðan okkar. Eg þrauka í þessari vesöld, vants- og matarlít- il, og dreymir viðstöðulaust um flóttamannabúðirnar í Aran. Ég græt í sífellu og get ekki stöðvað tárin.“ „Ég hefi misst sjónar af allri minn fjölskyldu og orðið viðskila við manninn minn. Hér erum við bara tvö — móðir og barn — eins og litlir hræddir fuglar, sem eng- an eiga að.“ Frú Ilong Var Lach Somaly 10 ára Lach Panita 7 ára Ungfrú Hong Varda Þegar flóttafólkið var sent til baka til Kambódíu, var þessi kona, Hong Var, ísjúkraskýlinu í húðunum í Aranya Prathet, en börnin hennar tvö og yngri systir hcnnar, Hong Vyada, voru á meðan hjá frænku hennar Peng Sy, i öðrum flóttamannabúðum skammt frá. Sú hafði farið í heimsókn til barna sinna, þegar hermcnn komu ísjúkraskýlið og fóru þaðan með alla „nýkomna“ flóttamenn og sendu þá með hópi flóttafólks aftur til Kambódíu. Þannig hvarf móðirin ein úr lífi barnanna. Brezka utanríkisráðuneytið hefur veitt undanþágu og veitt börnunum landvistarleyfi „af sérstökum mannúðarástæðum “.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.