Morgunblaðið - 24.06.1979, Page 16

Morgunblaðið - 24.06.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraidur Sveinason. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstrœti 6, sími 10100. Aöalstrœti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakiö. Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla Olíuráðherrann og sjónvarpsumræður Olíuráðherrann, Svavar Gestsson, er langt leiddur í tilraunum sínum til að koma í veg fyrir, að olíukaup okkar íslendinga verði tekin til rækilegrar endurskoðunar. Þegar rökin þrýtur grípur hann til þess ráðs aö láta Þjóðviljann halda því fram, að ritstjórar Morgunblaðsins hafi ekki „þorað" að mæta honum í umræðum í sjónvarpi um olíumál þrátt fyrir „digurbarkalegt" tal þeirra á síðum Morgunblaðsins! Eins og fram kemur í frétt Morgunblaðinu í dag hafa ritstjórar Morgunblaðsins í samtali við fulltrúa sjónvarpsins lýst sig reiðubúna til þátttöku í sjónvarpsumræðum um oliumál með Svavari Gestssyni að því tilskildu, að þær umræður yrðu á breiðum grundvelli og í þeim tækju þátt auk ráðherrans og ritstjóra Morgunblaðsins fulltrúar frá olíufélögunum og frá útgerðinni, sem hér á tvenns konar hagsmuna að gæta. Annars vegar að tryggja fisksölur til Sovétríkjanna og hins vegar að fá olíu á hagkvæmu verði. Viðskiptaráðherra neitaði að taka þátt í slíkum umræðuþætti. Raunar er erfitt að skilja hvers vegna viðskiptaráðherra vill ekki taka þátt í slíkum umræðuþætti með ritstjóra frá Morgunblaðinu. Eins og kunnugt er gengur ekki hnífurinn á milli hans og sumra olíuforstjóra a.m.k. í þessu máli. Er ástæðan kannski sú, að olíuráðherrann vill ekki opinbera bandalag sitt og olíukónganna fyrir alþjóð? Tilfinningin gleymdist Myndlistagagnrýnendur Morgunblaðsins hafa vakið athygli lesenda okkar á tveimur atriðum, sem ástæða er til að benda á í forystugrein. Valtýr Pétursson segir í grein hér í blaðinu sl. sunnudag, Misnotkun listasafns, að sýning hafi verið á verkum Jóns Stefánssonar í nýlega innrét.tuðum Alþýðubanka við Laugaveg og nýr forstöðumaður Listasafns ASI hafi af því tilefni verið hróðugur mjög og látið mynda sig fyrir framan dýrgripina, „sem hengdir hafa verið á vegg bankans, og lýsir því yfir, að þetta sé aðeins fyrsta sýning af mörgum, sem eigi eftir að fylgja í kjölfar þessarar". Gagnrýnandinn spyr síðan, hvort svo hafi verið komiö fyrir þessu fyrirtæki, að það hafi ekki getað eins og aðrar stofnanir af slíku tagi keypt verk af listamönnum til að skreyta veggi sína. Síðan segir Valtýr Pétursson: „Ég hafði samband við einn af þeim listamönnum.sem áttu málverk á fyrri sýningu í þessum banka og spurði hann, hvort hann hefði fengið þóknun fyrir lánið á mynd sinni. Hann kvað nei við. Þarna á í hlut einn af okkar yngri mönnum, sem verður að berjast upp á líf og dauða til að geta stundað myndlist, en hinn aðilinn er enginn annar en Alþýðusamband Islands, sú stofnun, sem telur það sitt aðalverkefni að hugsa um hag láglaunafólks, hvað þá þeirra, sem ekki ná þeim flokki". Þá bendir gagnrýnandinn á, að núverandi ríkisstjórn hefur lagt 30% vörugjald á allan efnivið til listsköpunar og gengi hafi lækkað, „þannig að alltaf verður erfiðara og erfiðara að koma saman listaverkum meðal þeirrar þjóðar, sem telur sig gáfuðustu þjóð heirns". Bendir síðan á, að „hér í okkar dvergþjóðfélagi" séu aðeins örfáar stofnanir sem kaupa listaverk og styðja þannig að listsköpun meðal íslendinga. Sannast sagna séu kjör listamanna með þeim hætti á íslandi „að þeir nái því ekki að teljast láglaunafólk, en verða að skapa sér lífsviðurværi á öðrum vettvangi, og almáttugur einn má vita, hverju er kastað á glæ með slíku ráðslagi. Lifi nokkur þjóðfélagshópur á guði og gaddinum, þá eru það listamenn okkar“. Og Bragi Ásgeirsson, einnig í fremstu röð íslenzkra listamanna og gagnrýnandi Morgunblaðsins, segir í grein í sama blaði, Hámark — lágmark, þar sem rætt er um „miðstýringu myndlistar", nákvæma formfræði og myndrænt meinlæti, þar sem allt er nákvæmlega skipulagt eins og svefnborgir og önnur sú fullkomnun hönnunar, sem nútíminn hefur yfir að ráða — þó að fólkinu líði misjafnlega: „Það vantar eitthvað opinskátt, segjum t.d. þann hlut í Iíkama hvers manns, sem hjarta nefnist, æðaslátt og lifandi tilfinningar. Að burthreinsa allt þetta og hanna ... hefur vissulega tilgang í sjálfu sér og getur verið hreinn unaður að skoða, — einfaldleikans vegna, vel fram borin og af mikilli umhyggju settur á stall. En í þjóðfélagi, sem byggist á tölvuvísindum og nafnnúmerum, hlýtur þetta að teljast vafasamt fyrirtæki, því að allur kraftur myndlistarmanna ætti frekar að beinast að því að opna augu manna fyrir lífinu allt um kring, — þessu merkilega lífi, þar sem gerviþarfir eru ræktaðar af ofurkappi með tilstuðlan alls konar skrumpésafræðinga, sálfræðinga og félagsfræð- inga, sem leggja áherzlu á það að búa til „þarfir" og „vandamál", sem menn höfðu ekki hugmynd um áður. í gamla daga lærðu menn að lesa án þess að það væri skipulagt og tók það skamman tíma, — í dag tekur það mörg ár með tilstuðlan skólarannsókna, skipulagið uppgötvaðist, en tilfinningin gleymdist." Þessi orð mættu menn festa sér vel í minni á tímum óforbetranlegr- ar skipulagshyggju og viðstöðulausra krafna um að hafa forsjá fyrir öðru fólki, enda þótt sjaldnast sé tekið tillit til hjartans og tilfinninganna. Gervitilfinningar eiga samleið með gerviþörfum, en við erum sem betur fer ekki komin svo langt í „hámenningunni", að gervimennskan sé orðið fyrsta, annað og þriðja boðorð þjóðfélagsins. Samt er óhætt að staldra við og íhuga aðvörun listamannsins. Rey k j aví kurbréf Laugardagur 23. júní i í hrúta- kofanum Á hvaða leið erum við íslending- ar? Erum við staðráðnir í því að kæfa þann hljóminn, sem er okkur ekki að skapi? Eða ætlum við að leyfa honum að hljóma í rúmgóðu lýðræðisþjóðfélagi, sem tekur til- lit til þegna sinna og ólíkra sjónarmiða þeirra? Því miður fer minna fyrir þessum hljómi í ríkisfjölmiðlunum en efni stæðu til. Þar heyrum við ekki mannsins mál fyrir jarminu í hrútakofan- um. Það er táknrænt fyrir islenzkt þjóðfélag nú um stundir, dóm- greindarleysið og tilfinningahrok- ann, að einn lögfræðiprófessor, sem hefur ekki verið þekktur að því að fara alfar&leið eða gangast upp í háværum skoðunum hrúta- kofans, má ekki segja álit sitt í sjónvarpi án þess rokið sé upp til handa og fóta á fjölmiðlahaugn- um, þar sem hver galar öðrum hærra og ráðizt er með dylgjum að lögfræðistéttinni á einu bretti og lagadeildinni, eins og hún væri eins konar samnefnari fyrir hið illa í þjóðfélaginu. Maður gengur undir manns hönd og í öllum hasarnum stendur auðvitað ekki steinn yfir steini. Allir lögfræð- ingar verða á einu andartaki pólitíska sálarháskans „íhalds- samir", „úrhrök gamalla yfir- stéttaætta" og þar með auðveld bráð hinni nýju stétt. Rökþrota- menn og aðrir skyni skroppnir af aðdáun á eigin ágæti horfa í spegilmynd sjálfs sín og grípa til alhæfinga, sem koma staðreynd- um ekkert við — hvað þá heil- brigðri skynsemi. Lögfræðingar eru eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins harla ólíkir, bæði í sjón og raun. En það skilja augsýnilega ekki þeir, sem hæst jarma í hrútakofanum. Lögfræð- ingar mega hafa sínar eigin skoð- anir á þjóðmálum — og raunar öllu milli himins og jarðar — rétt eins og annað fólk. Þótt blaða- menn Þjóðviljans hafi t.a.m. einhverja skoðun, kemur það blaðamönnum Morgunblaðsins ekkert við. Það væri jafn fáránlegt að tala um blaðamannastéttina vegna einhverra prívatskoðana blaðamanna Þjóðviljans eins og það er nú heimskulegt að tala um alla lögfræðistéttina vegna þeirra skoðana, sem Sigurður Líndal setti fram í harla tímabærum sjónvarpspistli fyrir skömmu, enda þótt gagnrýni hans hafi fremur átt við flesta aðra en sjómenn. Þeir hafa ekki verið ofsælir af kjörum sínum miðað við ýmsar stéttir aðrar og höfðu raunar sýnt langlundargeð. En prófessor Sigurður hlýtur að mega hafa sínar skoðanir í sjón- varpi sem annars staðar án þess ástæða sé til að rífa hann í sig og afgreiða hann af mærðarfullri meinfýsni. Einkaskoðanir hans koma öðrum lögfræðingum eða lagaprófessorum ekkert við, ekki heldur stéttarbræðrum hans í Hæstarétti, þó að látið hafi verið að því liggja í síðdegispressunni. Einn greinarhöfundur talaði jafn- vel um að nauðsynlegt væri að beina kastljósinu að kalkhúð Há- skólans vegna skoðana Sigurðar Líndals. Morgunblaðið vill einungis taka undir það, að ástæða væri til að líta undir húðina á Ólafi Ragnari Grímssyni og kollegum hans. Slíkt „rannsóknarstarf" gæti orðið til þjóðþrifa. En þó vill blaðið um- fram allt, að prófessor Ólafur Ragnar, alþingismaður með meiru, verði sem lengst í þjóðfé- lagsdeildinni, sem eins konar tákn þeirrar nýju stéttar, sem Djilas hinn júgóslavneski skrifaði svo ágætlega um á sinum tíma. Yfir- stétt og olíukóngar eru nefnilega að verða eitt af helztu einkennum Alþýðubandalagsins, á sama hátt og Janusarhöfuðið sýndi lengra inn í rómverska þjóðarsál en margt annað sem þar var á boðstólum á torgum úti. Olía enn Morgunblaðið hefur ekki ráðizt á neinn vegna innflutnings á olíu frá Sovétríkjunum. Það hefur að- eins gagnrýnt, hversu rólegir ráðamenn hafa verið vegna þeirr- ar þróunar, sem orðið hefur og vegna hennar erum við lentir í þeirri þjóðhættulegu aðstöðu að greiða stóran hluta þjóðartekna okkar í olíugróða til Sovétríkj- anna. Miðað við olíuverðið í maí sl. hækkar olíureikningur okkar Is- lendihga á þessu ári um hvorki meira né minna en 44 milljarða króna miðað við árið í fyrra, eða úr 24,4 milljörðum í 68,4 milljarða, sem er 2,8 földun á reikningsupphæðinni. Olíureikningurinn yrði þá nær þriðjungur af áætluðum útflutn- ingstekjum þessa árs. Það sam- svarar því, að allt andvirði út- — og Tíminn að sumu leyti — heldur bent á, að það sé langt frá því sjálfsagður hlutur, að íslend- ingar búi við þessi slæmu við- skiptakjör. Blaðið hefur aldrei ráðizt að viðskiptaráðherra per- sónulega, en sagt, að engu sé líkara en hann sé feiminn að ræða málin við Rússa. Hann hefur sagt, að oliuforstjórar hafi lýst því yfir, að þeir vissu ekki til, að unnt væri að fá olíu á hagstæðara verði en við höfum fengið hingað til, Á sama tíma kemur sú rödd úr hópi olíuforstjóra, að þetta mál hafi ekki verið kannað og vel geti verið, að við gætum fengið olíu á hag- stæðara verði, t.a.m. frá olíufélög- unum, eða þar sem verð væri miðað við annan markað en í Rotterdam. Verð á honum er nú helmingi hærra heldur en olíu- verðið frá OPEC-ríkjunum. Um Rotterdammarkað fara ekki nema 4% olíusölu í heiminum. Þessi 4%-braskmarkaður ræður verðinu á sölu rússneskrar olíu til íslands. Það er hörmuleg þróun og þjóð- hættuleg. Við erum fyrir bragðið lentir í klóm á olíubröskurum og arðræningjum, hörmöngurum nýrra tíma, olíumöngurum og nýrri nýlendustefnu. Islendingar 20 .AÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 19. JÚNt 1979 Útgcfandl hf. Árvakur, Raykjavlk. Framkvramdaaljótl HaraMur Svalnaaon. Rllaljórar Matthlai Johannaaaan, 8tyrmlr Gunnaraaon. Rilaljórnarfulllrúl Þorbjörn Guómundaaon. Fréttaatjórl BJftrn Jóhannaaon. Auglýalngaatjórl Baldvln Jónaaon Rltatjóm og akrlfatofur Abalatraati 6, aimi 10100. Auglýalngar Aóalatraati 6, alml 22480. Afgralóala 8(mi 83033 Aakriftargjald 3000.00 kr. á ménuól Innanlanda. I lauaaaólu 150 kr. alntaklð. um hækkar upp úr Ollu valdi, olíu á hagstæðara verði en nú að setti verð íslenzka fisksíns er gert”. Og ennfremur.^" auðvitað að hækka sem svarar grímur taldil hækkunum á heimsmarkaði. Þegar á það er bent, er Morg; unblaðinu l0 ’ ■ j' nginn fékk fálkaorðuna á 1 35 ára afmæli lýðveldis- ^fyrir afskipti af olíumál- ">én kannski verður hægt að Ka úr því, áður en langt um Ljóst er, að íslenzka þjóðin F fiú í klóm nýrra hörmang- Ira. Gífurlegur olíugróði renn- • í vasa Sovétmanna vegna Riækkaðs oliuverðs á brask- ^markaðinum í Rotterdam. Ýmsir þeir, sem með þessi mál ^ra, þ.á m. ráðherrar Alþýðu- Kndalagsins í hinni „stór- ptnu“ ríkisstjórn íslands, 1 þeirrar skoðunar, að ekki F unnt að fá olíu á hagstæð- |ra verði en á braskmarkaðn- n og bera fyrir sig ýmis rök (ár að lútandi. Flest þeirra Itu þó einskis virði. Morgunblaðið hefur bent á Fmiklar veilur í málflutningi Rþessara manna. Það hefur i krafizt þess, að þeir, sem tekið hafa að sér forystuhlutverkiö í . þjóðfélaginu, séu menn til þess L að leita nýrra ieiða í viðskipta- Bháttum og sætti sig ekki við w hlutskipti þeirra, sem töldu kdönsku einokunarvezlunina rbæði góða og nauðsynlega á |niðurlægingart!mabilinu. ISvefngenglar vanans eiga ekki *að hafa forystu um þjóðmál. Jþað getur orðið lítilli þjóð rhættulegt til frambúðar. Mikill hluti íslenzks fiskafla líer nú í að greiða Sovétmönn- lum braskverð fyrir olíu og Iþannig eru íslendingar, ekki rsízt íslenzkir sjómenn, að I verða e.k. vinnudýr fyrir vald- " hafana i Kreml. Það er hlut- verk, sem við munum ekki I sætta okkur við. Okkur tókst að reka rányrkjumenn Breta og annarra þjóða út úr iand- helginni. Rússar eru nú komn- ir þangað aftur á oliutunnum. Þeir, sem ekki vilja láta sér það lynda, hafa bent á, að ekkert sé sjálfsagðara cn leita nýrra leiða í oliumálum, því allir vita, að braskmarkaður- inn í Rotterdam þjónar engum lengur nema arðránsmönnum og spekúlöntum sem hrifsa til sín óhemjulegan gróða, en íslendingar ætla ekki að una því til lengdar að vera í klón- um á hörmöngurum, hvað sem „leiðtogarnir” segja. Þá hefur verið bent á, að það sé nánast fyrir neðan aílar ríkjó íslen kjarll islauA i aö að : r og ekki áfram að arðræna is- lenzku þjóðina vegna brasks með olíu. Olían, sem við kaup- um, er í raun og veru ekki meiri en sem svarar olíunotk- un lítillar borgar í milljóna- þjóöfélögum, svo að engum ætti að verða skotaskuld úr ínemju gróða. í bók J. Aðils um einokunar- verzlunina segir hann m.a. að ágætir íslendingar hefðu reynt að sætta þjóðina við einokunarverzlunina, „og fóru landsmenn upp frá því að sætta sig smámsaman við ein- okunina eða öllu heldur að líta svo á, sem eigi gæti verið um Hörmangarar í hásæti hellur, aö íslenzka ríkið skuli hafa notað tækifærið og grætt milljarða á olíuhækkunum á braskmarkaði Rotterdam. Það er nóg, að við séum á uppboði í Rotterdam eins og í kóngsins Kaupinhöfn forðum daga, þó að islenzk stjórnvöld noti sér ekki viðstöðulaust þessa erfið- leika og hrifsi milljaröa króna í skattahítina sína. Við seljum úrvals vörur til útlanda. Það er langt frá því eðlilcgt, eins og Morgunblaðið hefur margbent á. að fiskverð sé samningsbundið, þegar Rússar eiga i hlut, enda þótt heimsmarkaðsverð á íslenzk- um gæðafiski á Bandarikja- markaði hafi hækkað um 10—20% á undanförnum mán- uðum. Fyrst verð olíunnar, sem við fáum frá Sovétrikjun- þvi að leita þessa oliudropa hjá aðilum, sem við höfum lítil sem engin sambönd haft hingað til. Svavar Gestsson, i ráðherra, hefur sai mangarasamtali, aðl olíuforstjóranna hefl sér til að útvega oliu| verði en við kaupum mönnum”. Þetta er yfirlýsing ráðherrans liti tii þess, sem Hallgi Hallgrímsson, stjói maður Skeljungs h/f i verandi forstjóri fél segir í breiðsíðusami Þjóðviljann fimmtudap júní sl., en þar kemst stj formaðurinn m.a. svo ai „að ákaflega erfitt v segja til um það núna’ „möguleikar væru að aðra ræða“ verzlunartilhögun Og ennfremur: „Sumir mönnum landsins (freenpeacemenn þeim veröur. í'rydenluBdísam Tókve ísland fluttra fiskflaka á Bandaríkja- markað fari í að greiða fyrir olíuinnflutninginn á braskverðinu í Rotterdam. Morgunblaðið hefur krafizt þess, að ráðamenn ranki við sér; að þeir hafi forystu um að leita hófanna hjá Sovétmönnum um það, hvort ekki sé unnt að snúa þessari þjóðhættulegu þróun við. Blaðið hefur gagnrýnt þá fyrir seinlæti og andvaraleysi. Það hef- ur krafizt þess, að við gerðum rækilega könnun á því, hvort ekki sé unnt að fá olíu á hagstæðara verði annars staðar en í Sovét- ríkjunum, t.a.m. í Nígeríu, hjá Portúgölum eða Norðmönnum eða einstökum olíufélögum, sem minni hætta væri á að reyndu að seilast hér til valda og áhrifa en risaveldi eins og Sovétríkin. Morgunblaðið hefur bent fólki á, að menn skyldu ekki þakka olíuseljendum okkar eins og einhverri almáttugri for- sjón fyrir gæzku og góðvild, eins og Þjóðviljinn hefur reynt að gera eru staðráðnir í að losa sig úr þessum klóm, hvað sem Þjóðvilj- anum og ráðamönnum líður. Vegna þessara skrifa Morgun- blaðsins hefur viðskiptaráðherra látið að því liggja, að ritstjórar Morgunblaðsins séu „vitsmuna- verur“ og Þjóðviljinn hefur lýst því yfir, að annar ritstjóri blaðs- ins sé „galinn“. Morgunblaðið hef- ur hvorugt sagt um viðskiptaráð- herra(!) Það hefur gagnrýnt hann fyrir seinagang og vanafestu. Stjórnmálamenn eiga ekki að breytast í embættismenn af verstu gerð, þó að þeir setjist í ráðherrastóla um stundarsakir, — það er allt og sumt. Aumkunar- verd afstaða Þjóðviljinn er grátbroslegur i þessu olíumáli. Sl. fimmtudag tekur hann enn upp hanzkann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.