Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 Frumsýning á spýtnstráknum Gosa í dag „ÁHORFENDUR, ég ætla að biðja ykkur að hlæja hátt ef ykkur (Innst eitthvað sniðugt, það er svo miklu betra fyrir leikarana, syngja með og svara þegar beðið er um það. Ef þig eruð feimin við leikarana verða þeir bara feimnir við ykkur." Það er Brynja Benediktsdóttir höfundur leikstjóri leikverks- ins um Gosa sem mælir þessi orð á einni lokaæfinttunni. I salnum eru fremur fáir áhorfendur eins og tíðkast á æfingum, nokkrir blaðamenn, og vinir og vanda- menn leikhúsmanna. Smátt og smátt fjara Ijósin út, leiksýning- in hefst og við fáum að sjá inn í stofuna til hans Láka leikfanga- smiðs, sem einmitt hefur nýlokið við að smíða nýjasta leikfangið sitt, spýtustrákinn sem síðar fær nafnið Gosi. Það er áreiðanlega óhætt að segja að flestir kannist við sög- una af þeim furðustrák. Sagan um Gosa er orðin nokkuð gömul, birtist fyrst á prenti í formi framhaldssögu í ítölsku blaði fyrir um 100 árum. Italir minn- ast afmælisins með ýmsum há- tíðarsýningum, en þar sem menn eru ekki ásáttir um hvort Gosi hafi fæðst 1881 eða ’82, halda þeir bara tveggja ára hátíðar- höld til að gera öllum til hæfis! Höfundur sögunnar um Gosa hét Carlo Lorezini, en notaði höfundarnafnið C. Collodi. Hann var blaðamaður lengst af, skrif- aði nokkur ritverk áður en hann fór að setja saman bækur fyrir börn. Þær skrifaði hann í ævin- týrastíl og þær urðu nokkuð vinsælar, en það var þó ekki fyrr en hann hafði skrifað um spýtu- strákinn Gosa að hann tryggði Gosi sleppir sér í löngun sinni til að þóknast áhorfendum og slá í gegn í Gervikallaleikhúsinu. Sannkalladur Glaumgosi. sér sess meðal helstu rithöfunda heims. Leikverkið um Gosa samdi Brynja Benediktsdóttir eins og fyrr segir, og við náðum tali af henni stutta stund í hléinu. Við spurðum Brynju hvort leikverkið um Gosa hefði verið lengi í undirbúningi. Hún sagð- ist hafa byrjað á verkinu í sept- ember og varla getað um annað hugsað á meðan. Æfingar hafa verið í sex vikur, þær voru að vísu lagðar niður um tíma vegna „Gosi, þú ert lifandi, kraftaverk hefur gerst.“ Feðgarnir Láki og Gosi sem leiknir eru af nöfnunum Árna Tryggvasyni og Árna Blandon. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri og höfundur leikverksins í augna- blikshvíld í hléinu. „Þú ert sannkallaöur Glaumgosi“ æfinga á Húsi skáldsins, en nú væri lokarispan hafin og unnið af fullum krafti. „Þetta hefur verið gífurleg vinna fyrir stóran hóp fólks, en eins og kemur reyndar fram í leikskránni hef ég samið leikrit- ið, en í verkinu eru níu söngvar og semur Þórarinn Eldjárn söngtextana, Sigurður Rúnar Jónsson alla tónlistina og Ingi- björg Björnsdóttir dansa. Leikmynd og búningar eru eftir Birgi Engilberts, og leggja reyndar fleiri hönd á plóginn þar, dýrahöfuðin eru gerð af Jóni Benediktssyni myndhöggv- ara. Mjög margir hafa unnið hér einstaklega vel.“ Brynja sagðist hafa samið leikverkið með ákveðna leikara í huga, og reyndar einnig gert ráð fyrir þeim möguleikum sem Þjóðleikhúsið hefur yfir að ráða þar sem hún þekkir þar vel til. „Eg studdist við söguna eftir Collodi, en reyni að færa hana nær íslenskum börnum í dag. Ég hef einnig fækkað persónum, í þessari sýningu er Flökku-Jói samnefnari þeirra afla sem eru Gosa til leiðsagnar í sögunni. Að öðru leyti er reynt að leggja áherslu á boðskap sögunnar, Gosi mætir ýmsum freistingum sem fyrr og lærir af reynslunni." Og það er mikið rétt, Gosi spýtustrákur fellur fyrir freist- ingum Möngu músarfælu og Dóra Dýrbíts á leiðinni í skól- ann, verður stórstjarna, eða eins og segir í textanum, „sannkall- aður Glaumgosi" og um leið fangi Loga leikhússtjóra. Hann reykir á sig gat og étur á sig gat í Undralífsvagninum og þar fær hann asnaeyrun, hann skrökvar og nef hans lengist, en eins og allra góðra ævintýra er siður fer allt vel að lokum. Gosi spýtu- strákur lærir af reynslunni og verður manneskja af holdi og blóði og hann og Láki leikfanga- smiður eiga eflaust eftir að lifa góðu lífi mörg hundruð ár í við- bót. Einkum fyrir smáfólkið Kvíkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI íslensk, gerð af Norðan 8, 1981. Ixúkstjórn og handrit: Þráinn Bert- elsson, byggð á bókum eftir Guð- rúnu Helgadóttur. Kvikmynda- taka: Baldur Hrafnkell Jónsson. Klipping: Kristín Bálsdóttir. Tón- list: Egill Olafsson. Aðalhlutverk: l’áll Jósefs og Wilhelni Jósefs Sævarssynir, Þórhildur Ýr Arnar dóttir, I.aufev Sigurðardóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Egill Olafsson, Sólrún Yngvadóttir, flerdís Þorvaldsdóttir og Gísli llalldórsson. „Mundu nú eftir að segja að myndin sé ofsa fín,“ sagði ung dóttir mín að skilnaði eftir að við höfðum séð saman hina nýju, íslensku mynd um Jónana tvo. í bókasafni smáfólksins á heimilinu eru bækurnar um grallarana, tvíburabræðurna, með lúðari eintökum. Svo tel ég víst að sé á fleiri bæjum. Það sem valdið hefur gífurlegum vinsældum þeirra er skýr og ein- læg frásagnargleði, skilningur á barnssálinni og veröld barnsins og skörp og bráðfyndin persónu- skopun. í stuttu máli hafa sumir þessir grundvallarþátta glutrast niður í kvikmyndagerðinni og skrifast það einkum á reikning kvik- myndahandrits og leikstjórnar. Því miður er alllangt á milli bestu kaflanna og þá er furðu- legt að slíta þá sífellt í sundur með því að „feida útí svart". Undirstrikar það jafnframt óhóflega mörg atriðaskifti myndarinnar. En JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI á einnig sínar góðu stundir, þær bestu þegar fyndni Guðrúnar sleppur heil í gegn, eins eru nokkur atriði myndar- innar skemmtilega uppbyggð. Og ekki var að því að spyrja, að þeg- ar best lét var mikið hlegið í Há- skólabíói. Menn höfðu beðið spenntir eftir að sjá frammistöðu hinna ungu leikara, þó einkum bræðr- anna Páls og Wilhelms í titil- hlutverkunum. Oftast nær standa þeir, og annað smáfólk, sig með prýði, þetta eru kátir og hressir strákar og vitaskuld býr mikil vinna og þolinmæði á bakvið stjórnina á öllum þessum barnafans. Heldur minna fer fyrir leik- sigrum hjá fullorðna fólkinu ef undan eru skilin Sólrún Yngva- dóttir sem Soffía og Gísla þáttur Halldórssonar. Þessi ágæti leik- ari fer á kostum og lyftir þeim atriðum sem hann kemur fram í, langt yfir meðallagið. Hér ber fyrst og fremst að þakka leikar- anum sjálfum og bitastæðasta hlutverki handritsins. Kormák- ur afi er skemmtilegt tilbrigði á ferli hins merka leikara. Tónlist Egils er létt og gríp- andi melódísk og fellur vel að kátlegum heimi grallaranna. Draugur í kvikmyndagerð okkar, hljóðið, er hér afturgenginn. Okkur feðginunum gekk hálfilla stundum að greina barnsradd- irnar, en þess ber að geta að við sátum á afleitum stað í kvik- myndahúsinu. Líkt og ég vék að í upphafi, er JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI ágætasta skemmtun fyrir börn og unglinga, sem vafalaust eiga eftir að eiga góðar stundir yfir myndinni. En það takmark að- standenda hennar að gera þá bráðhressu fjölskyldumynd sem við oft sjáum glefsur úr, hefur ekki náðst sem skyldi. Aðallega sökum misjafns handrits og leik- stjórnar. Þórshöfn: Fagranes- ið selt til Vopna- fjarðar „I>AÐ EK búið að selja stærsta bátinn okkar I>órs- hafnarbúa, Fagranes, til Vopnafjarðar og er nú eng- inn bátur hér á staönum stærri en 10 tonn. l>ar til fyrir skömmu voru hér þrír stórir bátar, Langanes, Borg- þór og Fagranes, en nú hafa þeir allir verið seldir,“ sagði I>orkell Cuðfinnsson, frétta- ritari Morgunblaðsins á 1‘órshöfn í samtali við Morg- unblaðið. Þorkell sagði að þeir bát- ar sem eftir væru á Þórs- höfn væru 2—10 tonn að stærð. Þeir hefðu fiskað vel fyrir jólin þegar gefið hefði, þetta 4—8 lestir í róðri. Þessum góða afla hefur fylgt mikil vinna á Þórshöfn. Þá sagði Þorkell, að hinn nýi togari Þórshafnarbúa væri væntanlegur til lands- ins í mars og gert væri ráð fyrir að hann landaði öll- um sínum afla á Þórshöfn, en hinsvegar yrði höfð samvinna við Raufarhafn- arbúa um nýtingu aflans. Stjörnur myndarinnar Jón Oddur og Jón Bjarni — Wilhelm og Páll í titilhlutverkunum og Gísli Halldórsson sem hinn óborganlegi Kormákur afi. . !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.