Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 15 „Jarazelski er mesti svikari sögu okkaru — sagdi pólski sendiherrann í Japan, sem bedist hefur hælis í Bandaríkjunum Washinglon, 21». dosomber. Al*. /DIZISLAW Rurarz, fyrrver andi sendiherra Póllands í Jap- an, sem haóst hælis í Bandaríkj- unum í fyrri viku, sagði á fundi með bandarískri þingnefnd í gær, ad Bandaríkjamenn ættu ad hætta öllum verslunarvið skiptum við Sovétmenn og leppa þeirra, herforingjastjórnina pólsku. „Engin verslun, engin matvara, engin lán,“ sagði sendiherrann fyrrverandi, sem kvaðst vona, að Jaruzelski og stuðningsmenn hans slyppu ekki við „réttláta refsingu" fyrir illvirki sín. „Jaruzelski er mesti svikari sögu okkar og hon- um mun aldrei verða fyrirgefið að hafa úthellt blóði pólskra náma- manna," sagði hann. Norskir sjómenn: Þorskveiðibann virt að vettugi Osló. Krá fréllarilara Mbl. SLEGIÐ HEFUR í harða brýnu með norsku ríkisstjórninni og fiskimönn- um í NorðurNoregi vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarinnar að banna þorskveiðar undan ströndinni í tíu vikur samtals á næsta ári. Fiski- mennirnir segjast staðráðnir í að hafa hannið að engu en sjávarút- vegsráðherrann hótar því á móti, að hinir hrotlegu verði handteknir. Þorskstofninn undan strönd Norður-Noregs hefur minnkað mjög á síðustu árum og því hefur verið gripið til þessara verndunar- aðgerða. Veiðibanninu verður skipt í fjögur tímabil, í tiu vikur samtals, og hefst það fyrsta 2. janúar. Samtök sjómanna í Norður-Noregi hafa mótmælt banninu mjög ákaflega og segja, að netin verði lögð í sjó nú eftir áramótin eins og venja hefur verið til. „Þeir, sem brjóta gegn banninu verða kærðir og veiðarfærin gerð upptæk," er haft eftir Thor Listau, sjávarútvegsráðherra, sem segist undrandi á afstöðu fiskimannanna þar sem þessar ráðstafanir séu gerðar með hagsmuni þeirra fyrir augum. „Við höfum fjárfest mikið í bát- um og veiðarfærum og við verðum að hafa tekjur til að standa undir því. Tíu vikna veiðibann setti okkur á hausinn," eru svör norð- ur-norsku fiskimannanna. Verðsprenging í Noregi eftir áramót: Leitað eftir liðsinni V erkamannaflokksins Osló. Krá fréttaritara Mbl. ot; Al*. Minnihluta.stjórn Hægriflokksins norska glímir um þcssar mundir við crfið úrlausnarcfni í efnahagsmálum, svo erfið, að Kárc Willoch, forsætis- ráðhcrra, hcfur ekki aðeins skorað á horgaraflokkana að hafa gott samstarf við stjórnina, hcldur cinnig á Vcrka- mannafiokkinn og þykir það miklum tíðindum sæta í Noregi. Norðmenn horfa ekki fram á^iýja árið með neinni tilhlökkun. Um ára- mótin fellur úr gildi verðstöðvunin, sem sett var á í ágúst sl. og er búist við mikilli verðsprengingu þegar henni lýkur. Húsaleiga er talin munu hækka um 20—30%, raforka um 17—25%, matvara um 10—12%, nema hveiti sem hækkar um 43%, verðlagning á tóbaki og áfengi verð- ur upp á íslenskan máta, nýr 17% söluskattur verður settur á, hljóm- og sjónvarpstæki og aðrar hækkanir eftir því. Káre Willoch forsætisráðherra segir, að ef ekki takist að halda ríkisútgjöldunum í skefjum muni verðbólgan aukast og lífskjörin versna og þess vegna verði allir þingflokkarnir að taka hóndum sam- an í þessu efni. Ný sáttatilraun í Persaflóastríðinu Damaskus, 2D. desember. Al*. SÝRLENDINGAR og Kuwaitmcnn hafa komist að samkomulagi um að rcyna að miðla málum í styrjöld íraka og írana og frcista þcss að fá alla mú- hamcðstrúarmcnn til að snúa bökum saman gcgn ísraclum og ákvörðun þcirra um að innlima Golan-hæðir. Eru þcssar frcttir hafðar cftir árciðanlcg- um hcimildum. Eftir heimildunum er haft, að Hafez Assad, Sýrlandsforseti, ætli að fara fram á það við Iranstjórn, að hún setjist að samningaborðinu með Rurarz sagði fyrir þingnefnd- inni, að í raun væru það ráða- mennirnir í Kreml, sem stæðu að baki hörmungunum í Póllandi. Allt frá því að Samstöðu fór að vaxa fiskur um hrygg hefðu Rúss- ar lagt hart að pólsku stjórninni að beita verkamenn hörðu en hún hefði ekki þorað það fyrr en nú. „í mars í vor var hringt til mín um miðja nótt og mér §agt, að herlög væru yfirvofandi. Af því varð ekki þá, en í nóvember frétti ég, að þau væru fyrirhuguð í vetur, þegar vetrarhörkurnar og hungrið syrfu sem sárast að þjóðinni," sagði sendiherrann. Þegar Rurarz ræddi við þing- nefndina kveikti einn þingmann- anna á kerti, sem komið var fyrir í 100 ára gömlum, pólskum stjaka. Þann stjaka hafði pólsk kona í fórum sínum eftir að hafa flúið undan ofsóknum Rússa á þeim tíma. „Við Pólverjar munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en föður- land okkar verður frjálst," sagði Rurarz. „Pólland er ekki tapað enn.“ Bandarískt glasabarn Norfolk, 28. dcsembcr. Al*. TÆI’LEGA þrítug bandarísk kona ól í dag stúlkubarn, sem er fyrsta glasaharnið sem fæðist í Bandaríkj- unum. Stúlkubarnið, sem vó 15 merkur við fæðingu, var tekið. með keis- araskurði á sjúkrahúsi í Norfolk og heilsaðist mæðgunum vel, að sögn lækna. Fjöldi glasabarna hefur fæðst frá því Louise Brown, fyrsta glasabarnið, fæddist í lok júlí 1978. Glasabörn eru þau börn nefnd sem verða til við frjóvgun eggs utan móðurlegs, með þeim hætti að egg hefur verið sótt í eggjastokka konunnar og frjóvgað utan móðurlegs áður en því hefur verið komið fyrir í leginu. /dzislaw Rurarz í Koupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Irökum í þeim tilgangi að binda enda á Persaflóastríðið, sem staðið hefur í 15 mánuði, og að fram á það sama muni ráðandi maður í Kuwait, Jaber Al-Ahmed Al-Sabah, fara við íraka. Fullyrt er einnig, að Saudi- Arabar og Sýrlendingar hafi orðið ásáttir um að ráðstefna Arabaríkj- anna, sem frestað var fyrir skömmu, verði haldin hið bráðasta og þar rætt um hugsanlegar hefndaraðgerðir vegna innlimunar Golan-hæðanna og áætlun Saudi-Araba um frið I Miðausturlöndum. FERÐAMYNDSEGULBANDSTÆKI . ýyf'ÍT J Nú bjóöum viö þetta bráðsniðuga Sharp 2300- ferðamyndsegulbandstæki. Þetta tæki er tilvalið í sumarbústaöinn, veizluna, eða bara hvert sem feröinni er heitið. Ótrúlega létt og þægilegt, upptökuvél fáanleg, þannig að þú tekur bara myndirnar sjálfur og sýnir þær svo beint á Sharp-myndsegulbandinu góða. Það er skemmtilegt að geta tekið myndir í jóla- boðunum og sýnt þær síðan samstundis á myndsegulbandinu. HLJOMTÆKJADEILD Ijj) KARNABÆR HVERFISGÖTU 103, SÍMI 25999, Utsóluslaöir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ— Fataval Keflavik — Portiö Akranesi — Patróna Patreksfirði — Epliö Isafirði — Alfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði — M M h/f Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.