Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 32
munirt trulofunarhrin^a litmvndalistann fffl) <©uU & á£>tlfur Laugavegi 35 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 Um 1500 verkamönnum 11 frystihúsum sagt upp I>eir voru búralegir strákarn- ir á Ægisíðunni í gær þegar Ólafur K. Magnússon, Ijós- myndari Morgunblaðsins renndi þar við og smellti mynd þar sem þeir voru í óða önn að draga „björg í bú“ og hlaða upp myndarlegan bál- köst fyrir gamlársdag. Flest frystihús landsins með uppsagn- ir kauptryggingar á prjónunum LIOLKtíA 1500 vi'rkamenn í i'llefu frystihúsum sem Morgunhlaðið hafdi samhand við í (jær víðs vej<ar um land hafa fenjjid uppsagnir vegna ástandsins í fiskvinnslu og útfjerð. Ilér er um að ræða fólk sem flest hefur haft kauptrym'inj'u en einniy fjiilda fólks sem helur haft fasta vinnu í fiskvinnslu án kauptryto;int;ar. Sömu söjju um uppsagnir fastráð- ins starfsfólks er að segja frá fjölmörgum öðrum plássum á landinu er við höfðum samhand við í gær. í Vestmannaeyjum hafa frysti- húsin sagt upp liðlega 200 fast- ráðnum starfsmönnum auk þeirra sem eru lausráðnir, en frystihúsin í Eyjum hafa ekki fyrr sagt fólki upp á þennan hátt í vertíðarbyrjun vegna verkfalla og hráefnisskorts samkvæmt upplýsingum Stefáns Runólfssonar forstjóra Vinnslu- stöðvarinnar. A Seyðisfirði hefur um 60 manns verið sagt upp fastri vinnu og hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hefur 100 fastráðnum starfs- mönnum verið sagt upp en að auki missa um 200 lausráðnir vinnuna og sagði Vilhelm Þorsteinsson framkvæmdastjóri að fyrr hefði Utgerðarfélagið ekki sagt starfs- fólki upp á þennan hátt, því það hefði verið stöðug vinna hjá fyrir- tækinu á hverjum degi mörg und- anfarin ár. I Olafsvík hefur 65 fastráðnum landverkamönnum verið sagt upp um áramótin og Isbjörninn í Reykjavík hefur sagt upp liðlega 60 manns á kauptryggingu auk um 150 lausráðnum. I Neskaupstað vinna um 150—200 manns hjá Síldarvinnsl- unni, en þar af eru mjög fáir með kauptryggingu að sögn Ólafs Gunnarssonar framkvæmdastjóra, en Ijóst er að öllu þessu fólki verð- 70% fyrirfram- greiðsla ákveð- in á næsta ári ÁKVEÐIÐ hefur verið að fyrir- framgreiðsla skatta á næsta ári verði 70% af álögðum gjöldum yf- irstandandi árs. Fjármálaráðu- neytið ákveður hversu hátt hlut- fallið skal vera að fengnum tillög- um Þjóðhagsstofnunar. Áætlar stofnunin að tekjubreyting milli ára verði þessi og tók ráðuneytið nýlega ákvörðun um 70% fyrirframgreiðslu opinberra gjalda. ur sagt upp fljótlega ef mál leysast ekki. Hjá Keflavík og Miðnesi hefur um 50 af fastráðnum starfs- mönnum verið sagt upp nú þegar, en nokkur vinna hefur skapast þar vegna mikils tjóns af völdum óveð- ursins um sl. helgi. Þá hefur Bæjarútgerð Reykja- víkur sagt upp um 300 starfs- mönnum sínum, um 200 í fiskiðju- veri og um 100 í fiskverkunarstöð og gilda þær uppsagnir þegar lokið verður vinnslu úr síðustu togurum BÚR sem landa um áramótin. Þormóður rammi og ísafold á Siglufirði hafa einnig sagt upp fastráðnu starfsfólki frá 29. des- ember, 75 konum hjá Þormóði ramma og 35 konum hjá ísafold. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra: Mjög svartsýnn á að fiskverð verði ákveðið fyrir áramótin ,ÉG ER mjög svartsýnn á að nýtt fiskverð verði ákveðið nú fyrir ára- mót,“ sagði Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann. Yf- irnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins kom saman til fundar klukkan 15.30 í gær til að ræða nýtt fiskverð. A fundinum átti að leggja fram út- reikninga Þjóðhagsstofnunar um stöðu fiskvinnslunnar, en það var ekki gert og var fundurinn því árangurslaus. Morgunblaðinu er kunnugt um að mikið hefur verið deilt um olíu- gjaldið innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga og Ingólfur Ingólfs- son formaður Vélstjórafélags ís- lands sagði í samtali við blaðið í gærkvöldi, að enginn grundvöllur væri fyrir neinum viðræðum um nýtt fiskverð, fyrr en ríkisstjórnin tilkynnti hvort olíugjald yrði fellt niður, því breytt eða hvort það yrði lögfest á ný óbreytt eftir ára- Breyting á vöxtum afurðalána fyrirhuguð Deilt um olíugjaldið innan stjórnarinnar mót. „Svo viðamikill þáttur er olíugjaldið við fiskverðsákvörðun nú,“ sagði Ingólfur. Annar við- mælandi blaðsins sagði, að líklegt væri að einhverjar minni háttar breytingar yrðu gerðar á olíu- gjaldi. Fulltrúar fiskvinnslunnar sátu fund með Steingrími Hermanns- syni sjávarútvegsráðherra í gær- morgun. Á fundinum skýrði sjáv- arútvegsráðherra þeim frá fyrir- huguðum vaxtabreytingum. Kom fram hjá ráðherra, að fyrirhugað er, að afurðalán fari í innlend lán um áramót. í stað gengistryggðra lána og 4% vaxta, eiga að koma beinir vextir og hefur Seðlabank- inn gert að tillögu sinni, að þeir verði 29%. Á fundinum með sjáv- arútvegsráðherra lögðust full- trúar vinnslunnar gegn svo háum vöxtum og töldu þeir skynsam- legra að vextirnir yrðu nær 20% en 30%. Þótt útreikningar Þjóðhags- stofnunar um stöðu fiskvinnsl- unnar hafi ekki verið lagðir fram á fundi Yfirnefndar í gær hafa menn gizkað á niðurstöðurnar. Viðmælandi Morgunblaðsins sagði í gær, að niðurstaðan yrði líklega sú, að frystingin væri nú rekin með um 9% tapi, saltfiskverkun með um 5% hagnaði og skreiðar- verkun með rúmlega 10% hagnaði. Sami viðmælandi sagði, að það væri orðið erfiðara en áður fyrir Þjóðhagsstofnun að leggja fram áreiðanlegar tölur, sérstaklega þar sem skreiðin væri orðin stórt dæpd af heildarmyndinni. Útflytj- endur á skreið væru margir og erfitt að fá upplýsingar frá þeim, þá væri reksturinn sjaldnast sjálfstæður, heldur væri skreiðin verkuð með öðrum fiskafurðum og éinnig væri mikið af henni flutt á milli ára í bókhaldi, þar sem verk- un tæki langan tíma. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur verið boðuð á ný til fundar klukkan 14 í dag og verða útreikningar Þjóðhagsstofn- unar þá væntanlega lagðir fram. Reykjavíkurskákmótið ’82: 19 stórmeistarar og 15 alþjóðlegir SAUTJÁN erlendir stórmeistarar og 10 erlendir alþjóðlegir meistarar hafa boðað þátttöku sína á Reykja- víkurskákmótið, sem haldið verður á Kjarvalsstöðum og hefst 9. febrú- ar næstkomandi. Auk þeirra munu allir sterkustu skákmenn landsins taka þátt í mótinu, með stórmcist- arana Kriðrik Olafsson og Guð- mund Sigurjónsson í broddi fylk- ingar, svo og alþjóðlegu meistarana okkar fimm. Auk þess hafa 7 titil- lausir erlendir skákmenn boðað komu sína. Þeir stórmeistarar sem boðað hafa þátttöku sína eru Tony Mil- es frá Englandi, Bandaríkja- mennirnir Robert Byrne, Sham- kovic, Soltis og Mednis. Frá Júgóslavíu hafa Sahovic, Kuraj- ica, Ivkov, Ivanovic, Rajkovic, Janocevic og Ostojic boðað komu sína, Forintos og Aaorjan frá Ungverjalandi, en þó á endanlegt svar eftir að koma frá þeim síð- arnefnda. Þa hefur pólski stór- meistarinn Kuligowski tilkynnt um þátttöku. Alþjóðlegu meistararnir eru Carsten Hoi og Iskov frá Dan- mörku, Abramovic, Júgóslavíu, Plaskett, Englandi, Bandaríkja- mennirnir Kudrin, Zaltsman, Gurevich, Burger og Martz og loks Spraggett frá Kanada. Auk þessara hafa sjö titillausir skákmenn tilkynnt þátttöku. Enn eiga nöfn eftir að bætast á listann, þó frestur hafi runnið út 15. desember. Sovétmenn hafa boðað komu tveggja stórmeist- ara. Þó er ekki ljóst hvort þeir koma, þar sem þeir hafa spurst fyrir um hvort Viktor Korchnoi komi á mótið. Korchnoi var einn þeirra sem boðið var, en endan- legt svar hefur ekki borist frá honum. Verðlaun verða hin hæstu í sögu Reykjavíkurskákmótsins, 16 þúsund dollarar, eða sem nemúr liðlega 131 þúsund krónum. Fyrstu verðlaun verða 6 þúsund dollarar, en fimm efstu menn hljóta verðlaun. Keppt verður eftir svissneska kerfinu. Stórsigur íslendinga ÍSLENDINGAR unnu stórsigur í handknattleik gegn I)önum í lands- lcik þjóðanna á Akranesi I gær- kvöldi. 32—21 urðu úrslit leiksins. Danska liðið var langtímum saman yfirspilað og átti það ekk- ert svar við stórleik íslenska liðs- ins. Kristján Arason var atkvæða- mikill í leiknum og skoraði FH-ingurinn ungi 20 mörk í leikj- unum þremur gegn Dönum. Sjá nánar á íþrótta- síðu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.