Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 Skip Sambandsíns munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell ... 11/01 Arnarfell ... 25/01 Arnarfell ... 8/02 Arnarfell ... 22/02 ROTTERDAM: Arnarfell ... 13/01 Arnarfell ... 27/01 Arnarfell ... 10/02 Arnarfell ... 24/02 ANTWERPEN: Arnarfell ... 14/01 Arnarfell ... 28/01 Arnarfell ... 11/02 Arnarfell ... 25/02 HAMBORG: Hvassafell ... 4/01 Helgafell ... 15/01 Helgafell ... 3/02 HELSINKI: Dísarfell ... 3/02 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ... 11/01 Skaftafell ... 10/02 LARVIK: Hvassafell ... 8/01 Hvassafell ... 18/01 Hvassafell ... 1/02 Hvassafell ... 15/02 GAUTABORG: Hvassafell ... 7/01 Hvassafell ... 19/01 Hvassafell ... 2/02 Hvassafell ... 16/02 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ... 6/01 Hvassafell ... 20/01 Hvassafell ... 3/02 Hvassafell ... 17/02 SVENDBORG: Hvassafell ... 5/01 Helgafell ... 17/01 Hvassafell .. 21/01 Hvassafell .. 4/02 Helgafell .. 5/02 Hvassafell .. 18/02 GLOUCESTER, MASS.: Skaftafell .. 8/01 Skaftafell .......... 8/02 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Hugsunarvilla forsætisráðherra Eftir Halldór Blöndal alþm. „Háspekileg tómhyggja". Magn- ús Ásgeirsson tók svo til orða í ritdómi um Stein Steinarr og eitt kvæðanna, sem féll undir þessa skilgreiningu, var „Utan hrings- ins“. Ég man úr menntaskóla að við höfðum fyrir satt, að sjálfur Kristinn E. Andrésson skildi þetta kvæði heimspekilegum skilningi. Ekki hvarflaði að venjulegum skólapilti að efast úr því — nema Heimi Steinssyni. Hann sagði, að „Utan hringsins" væri ástarkvæði og auðvitað gátum við ekki heldur látið hans orð sem vind um eyru þjóta. Virðingin fyrir háspekinni og gráum hærum sagði okkur að trúa Kristni. Tilfinningarnar tog- uðu í með Heimi. Thoroddsen segir gömlu sögurnar sínar, — og hann segir þær vel. En þær eiga ekkert skylt við pólitík. Forsætisráðherra var spurður um fiskverðið og atvinnuvegina. Þegar ég heyrði svör hans öðlaðist ég þriðja skilninginn á „Utan hringsins". Ég lærði að skilja kvæðið pólitískum skilningi eins og forsætisráðherra talaði til þjóðarinnar í gegnum það: kg geng í hring í krini'um allt, sem er. (>K innan þessa hrings er veröld þín. Þarna einhvers staðar fyrir utan þjóðfélagshringinn stóð for- sætisráðherra, þegar hann var að tala um fiskverðið og atvinnuveg- ina. „Stjórnmálaflokkurinn ber ábyrgð á þeim mönnum, sem hann býð- ur fram, líka þótt þeir svíki lit. Þótt þeir séu reknir úr flokknum ber hann samt ábyrgð á þeim. Ekki sízt ef þeir hafa náð kjöri og mynd- að ríkisstjórn í trássi við samherjana en leitt höf- uðandstæðingana í valdastóla.“ barma sér að ástæðulausu. Marg- ur hyggur auð í annars garði. Flestir skilja þó, að þjóðfélag okkar getur ekki staðizt án blóm- legs sjávarútvegs. Hér fyrr meir í bændaþjóðfélaginu gerði þjóðsag- an skop að bóndanum sem slátraði mjólkurkúnni. Jónas Rafnar læknir slær á sömu strengi í Ey- firzkum sögnum: „Ólafur Jónsson á Skjaldastöðum kom einu sinni snemma vors að Öxnhóli á hálf- horaðri, brúnni meri. Þegar hann var stiginn af baki gekk Sigurður (bóndi þar) að merinni, skoðaði hana í krók og kring og mælti: „Ó já, karlinn; þú hefur fengið þér í nokkrar súpur af henni þessari í vetur!““ I>riðji skilningurinn Eftir að Alþingi hafði verið sent heim fyrir jólin og svipt löggjaf- arvaldinu í bili var haft viðtal við forsætisráðherra í sjónvarpið. Hann var spurður um verðbólguna og þá rifjaði hann upp glettu, um látinn veðurstofustjóra til að drepa athyglinni á dreif. Látum það vera, — það er hans háttur. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið sig og einhvern veginn varð að reyna að gera gott úr því. Svo kallar það alltaf fram bros þegar Gunnar „I>að er þessi hringrás ...“ Ég missti af viðtalinu við for- sætisráðherra, þegar það var flutt í sjónvarpið. En maður í Austur- stræti vakti athygli mína á því og sagði mér, að dr. Gunnar hefði skilgreint verðbólguna með einni setningu: „Gengisfelling, kaup- hækkun, fiskverðshækkun." — Ertu viss um að hann hafi ekki byrjað upptalninguna á fisk- verðshækkuninni? spurði ég, og þá runnu tvær grímur á manninn. Athugasemd við sjón- varpsviðtal Ég gerði ráðstafanir til þess að fá að hlusta á viðtalið við forsæt- isráðherra og ganga úr skugga um hver röðin væri á orsakavöldum verðbólgunnar. Hún var þessi: Fiskverð, gengisfelling, verðbólga. Síðan sagði hann. „Það er þessi hringrás, sem menn verða alltaf að hafa í huga.“ Innlendar kostnaðarhækkanir voru ekki inni í hringrásinni hjá forsætisráðherra: Hækkun skatta, raforku og opinberrar þjónustu. Hækkun vaxta og rekstrarlán með kjörum, sem sjávarútvegsráð- herra hefur beðið Alþingi afsök- unar á að verða að kalla „okur“. Röng gjaldeyrispólitík. Afleiðing- in verður svo í þrem orðum sagt: Hallarekstur. Eignaupptaka. Rekstrarstöðvun. Hann skildi undir eins, að ekki er sama hvar byrjað er að telja. Sumir hafa gaman af að tala um það, að útgerðarmenn séu alltaf að Forsætisráðhcrra gerir sér grein fyrir að sjómenn una því ekki lengur að fá minni launa- hækkanir en aðrir. Og er hræddur við þá. Hann fer í smiðju til Svav- ars Gestssonar og lausnarorðin eru þau, að olíugjaldið skuli fellt niður og ef til vill framlagið í stofnfjársjóð en athugað, hvort Forðumst frek- ari upplausn Eftir Björgu Einarsdóttur 4-Í wMéí? Þessi fallega kartafla sem myndin er af spratt upp af kartöflu sem gleymdist í bréfpoka í tvo mánuði nú í haust í kartöflugeymslu á Grundarfirði og sést í þá gömlu skorpna og óhrjálega. Pokinn sem hún var geymd í var alveg laus við bæði mold og raka. Mynd Mbl. Hærint; (Vcilsson. Valsmenn /. yVftU)? / Flugeldasala í Valsheimllinu Hlíðarenda við Laufásveg í dag 23.12 frá kl. 11—21, gamlársdag frá 10—16. í desember 1981 er fátt nærtæk- ara sjálfstæðismanni búsettum í höfuðborginni, en að hugleiða borg- arstjórnarkosningarnar í maí 1982. Reykjavík var höfuðvígi Sjálf- stæðisflokksins frá stofnun hans 1929 og til 1978, þegar meirihluti tapaðist með litlum atkvæðamun. Leiða má getum að ástæðum og án efa fleira en eitt sem verkaði saman. En meginástæðan var augljóslega sú, að borgarbúar báru ekki gæfu til að þjappa sér saman um ábyrga og samhenta stjórn eins aðila, sem hafði sýnt í verki að honum var trú- andi fyrir hagsmunum Reykvíkinga. Glundroðaöflunum var brotin braut inn í stjórnkerfi borgarinnar og afleiðingarnar birtast í tregðu á framkvæmdum og fjármálastjórn reynslulítilla manna. Skattheimta eykst án þess að uppbygging at- vinnulífsins — forsenda velfarnaðar og framfara — komi í kjölfarið. Hvað er til bragðs að taka — er spurt í þekktu ævintýri og þar eru jafnan á reiðum höndum svör, sem lúta lögmálum ævintýrsins. En í daglegu lífi gildir það eitt að horfast í augu við veruleikann og þar er fyrsta boðorð að fylkja liði sínu þétt saman ef reykvískir sjálfstæðis- menn ætla að ná því höfuðmarkmiði sínu í kosningunum að vinna aftur fyrri stöðu sína við stjórn borgar- innar. „Fræðilega séd er ekki hægt að amast við sér framboðum ef fram- kvæmdin lýtur lýðræðis- legum reglum, en brýnt er að gaumgæfa fyrirbær- ið. I hugmynd kvenna um sérstakt framboð til borg- arstjórnarkosninganna felst ótvíræð viljayfirlýs- ing þeirra um að hafa áhrif á gang mála. En spyrja verður, hvort með siíku framboði sé ýtt á rétta takka til að ná árangri. Körfuknatt- leiksdeild Vals Mikió úrval af bombum, flugeldum og blysum. S S vV V Hugmyndafræði legur grunnur Flestir gera sér grein fyrir þeim hugmyndafræðilega grunni, sem ís- lenska flokkakerfið byggist á. Ann- ars vegar sem samsöfnun valds og miðstýring — samanber Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokk og Fram- sóknarflokk að svo miklu leyti, sem unnt er að tala um stefnu hjá þeim flokki. Hins vegar er Sjálfstæðis- flokkurinn, sem hefur valddreifingu á stefnuskrá sinni og treystir borg- urunum til að fara með eigið afiafé. í uppsiglingu er nú í Reykjavík sérframboð kvenna og að því er best verður séð utan við flokkakerfið. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, því muna má frægan sigur kvenna- lista í bæjarstjórnarkosningunum 1908, einn af 18 listum í framboði þá. Þó er þetta tvennt ekki fyllilega sambærilegt, því eiginlegir stjórn- málaflokkar voru ekki fyrir hendi á þeim tíma. Fræðilega séð er ekki hægt að amast við sérframboðum ef fram- kvæmdin lýtur lýðræðislegum leik- reglum, en brýnt er að gaumgæfa fyrirbærið. I hugmynd kvenna um sérstakt framboð til borgarstjórn- arkosninganna felst ótvíræð viljayf- irlýsing þeirra um að hafa áhrif á gang mála. En spyrja verður, hvort með slíku framboði sé ýtt á rétta takka til að ná árangri. —i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.