Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 Dóttir okkar, móöir og systir, BRYNJA ÁSGEIRSDÓTTIR, lést í Gautaborg 26. desember. Hildur Frímann, Ásgeir Gíslason, börn og systkini. t KRISTINN J. MAGNÚSSON. málarameistarí, Hafnarfirði, andaðist aö Sólvangi, Hafnarfiröi 28. desember sl. Börn og tengdabörn. t JÓNA ALEXANDERSDÓTTIR, Úthlíð 5, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 27. desember. Ingvi Þórðarson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN JÓNSSON. Álfhólsvegi 43, andaöist i Borgarspítalanum 24. þ.m. Bjarnheiður Ingimundardóttir, Ingimundur Þ. Jónsson, Jón Gísli Jónsson. t Systir okkar, MARÍA JÓNSDÓTTIR, Háteigsvegi 11, lést í Landspítalanum þann 28. desember. Jaröarförin veröur aug- lýst síöar. Systkini hinnar látnu. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, LYÐUR KRISTINN LÝDSSON, Hringbraut 52, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í dag, miövikudaginn 30. desember kl. 13.30. Aöalheiöur Björnsdóttir, og börn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HELGI RAFN TRAUSTASON, kaupfélagsstjórí, Smáragrund 2, Sauðárkróki, sem lést 21. þ.m. veröur jarösettur frá Sauðárkrókskirkju, þriöju- daginn 5. janúar 1982 kl. 2.00 e.h. Blóm og kransar afþökkuö en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Sauöárkrókskirkju njóta þess. Inga Valdís Tómasdóttir og börn. t Minningarathöfn um eiginmann, fööur, son og bróöur okkar, HAFSTEIN JÓHANNSSON, Möðrufelli 11, er lést af slysförum 17. nóvember, fer fram frá Dómkirkjunni þann 4. januar kl. 1.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg í Reykjavík. Ingibjörg Torfadóttir, Jóhann Torfi Hafsteinsson, Halldóra Eínarsdóttir, Jóhann Magnússon og systkini. t Þökkum ykkur öllum auösýnda samúö og vináttu, viö fráfall og utför ADALHEIDAR TRYGGVADÓTTUR, Eyrarhrauní, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til læknis og starfsfólks St. Jósefsspítala fyrir hiýhug og góöa umönnun. Jón Pétursson, Tryggvi Þ. Jónsson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Grétar Ó. Jónsson, Helga Hannesdóttir, Margrét Jónsdóttir, Hreinn Jónasson, Auðbjörg Jónsdóttir, Unnar Jónsson og barnabörn. Helga Þórðardótt- ir — Minningarorð Fædd 2. nóvember 1905 Dáin 17. desember 1981 Helga er horfin sjónum. Horfin er hlýja augnanna, hvort sem þau gljáðu í glettni eða al- vöru. Horfin festan í munnvikun- um, milt andlit, rólegt fas, skýr hugur, sístarfandi líkami, grannur og sveigjanlegur. Horfin er hlédraeg kona, sem aldrei fór að heiman. Veislur sótti hún sjaldan, en veitti sjálf ríkulega. Lífsstarfi sínu varði hún öllu í þágu fjöl- skyldunnar, sem hún fæddist til. Nú, að því loknu, stöndum við eftir í þakkarskuld og er minn hluti ekki minnstur. Dauðinn er köld staðreynd. Hann sýnist endanlegur og algjör. En vissulega er sjón mín ekki skörp. Sigurþór Þegar ég heyrði um andlát föð- ursystur minnar, Helgu Þórðar- dóttur, kom yfir mig mikill sökn- uður og tregi en um leið nokkur léttir yfir því að hún skyldi nú hafa fengið þá hvíld og þann frið. sem ég held að hún hafi þráð í sínum löngu og erfiðu veikindum. Helga var sjálfstæð og stolt kona, sem átti erfitt með að sætta sig við það að þurfa að þiggja alla hjálp frá öðrum eins og raun varð á síðasta árið, en þakklát var hún öllum sem aðstoðuðu hana. Það átti betur við Helgu að hjálpa öðr- Minning: Georg Tackács fiðluleikari Fæddur 30. janúar 1903 Dáinn 21. nóvember 1981 Árið 1927 fluttist hingað ung- verskur tónlistarmaður, Georg Takács að nafni. Hann réðst hingað sem fiðluleikari og spilaði í veitingahúsi Rósenbergs, sem þá var þar sem Reykjavíkurapótek er nú, ásamt tveim öðrum hljóðfæra- leikurum. Georg var sonur efnaðs kaup- manns í Búdapest og hafði lokið stúdentsprófi þar áður en hann fluttist til íslands, við kynntumst brátt í Hljómsveit Reykjavíkur sem starfaði hér á árunum 1920—1950 og var undanfari Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Hann var skarpgáfaður, fjölmenntaður maður og drengur góður. Hann miðiaði mér og öðhum óspart af þekkingu sinni. Hann spilaði m.a. í Gamla Bíó seinasta árið sem þar voru sýndar þöglar kvikmyndir, en síðar í hinu nýstofnaða Hótel Borg. í kreppunni miklu frá 1930—1940 var ekki ýkja mikið að gera hjá hljómlistarmönnum í Reykjavík. Hvarf Georg þá að því ráði að hefja læknisfræðinám hér við háskólann og lauk fyrri hluta þess með ágætum vitnisburði. Hann var þá orðinn íslenskur ríkisborgari. Honum hefði þá ver- ið auðgert að ljúka hér námi í læknisfræði. En tónlistin átti sterk ítök í honum og þegar hon- um bauðst vel launað fiðluleikara- starf í Kaupmannahöfn árið 1933 fluttist hann þangað. Hann hafði þó á orði, er við kvöddumst, að ef sér líkaði ekki vistin við Eyrar- sund, mundi hann hverfa hingað á ný og ljúka námi sínu í læknis- fræðinni. Til þess kom þó ekki því að Georg varð mjög eftirsóttur fiðlu- leikari í Khöfn og víðar á Norður- löndum. Við skrifuðumst jafnan á upp frá þessu og jukust þær bréfa- Unnur Þorvalds- dóttir — Minning í dag kveðjum við frænku okkar og vinkonu, Unni Þorvaldsdóttur, sem lézt hinn 18. þ.m. Unnur var fædd í Reykjavík 21. september 1940 og ólst upp hjá móður sinni, Hildi Pálsdóttur. Hildur giftist síðar Halldóri Þorbjörnssyni sakadómara, og hjá þeim átti Unnur síðan heimili alla tíð. Með Unni og stjúpföður henn- ar var mikið ástríki. Unnur var góðum gáfum gædd, lauk gagnfræðaprófi, en vanheilsa hennar kom í veg fyrir að af frek- ari skólagöngu gæti orðið. Hún starfaði nokkur ár í skrifstofu raf- orkumálastjóra og nú síðustu árin í Háskólabókasafni. Á ytra borði var hún hlédræg og rólynd, en meðal vina kom fram glaðlyndi hennar og spaugsemi. Trygglyndi var mjög ríkt í fari hennar og umhyggja í garð ætt- ingja og vina. Þessir eiginleikar hennar komu einna skýrast fram í þeirri ástúð og hlýju sem hún sýndi ömmu sinni, Margrjeti Arnadóttur, sem dvelst á heimili þeirra Hildar og Halldórs í hárri elli. Unnur hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð og naut þess að ferðast um landið þegar tækifæri gáfust. Hún hafði yndi af leikhús- ferðum og af því að hlusta á góða tónlist. + Inniiegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, ömmu og langömmu, GUDRÚNARBRANDSDÓTTUR frá Bessastööum, Vestmannaeyjum. Eyjólfur Gislason, Gísli Eyjólfsson, Hildur Káradóttir, Guójón Ármann Eyjólfsson, Anika J. Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. .. um eins og hún gerði alla sína ævi. Helga fæddist 2. nóvember 1905, næstelst 10 systkina, og var því nýlega orðin 76 ára er hún lést hinn 17. desember sl. Hún giftist aldrei, en hélt heimili með 2 syst- kinum sínum, Guðmundi og Her- dísi. Á þetta heimili er gott að koma og margs er að minnast frá liðnum árum, en mér eru minn- isstæðastar þær fjölskyldusam- komur, sem Helga stóð fyrir á að- fangadagskvöldi þegar ég var barn. Þá söfnuðust saman hjá henni þær fjölskyldur systkina hennar, sem næst bjuggu, í súkku- laði og smákökur. Þá voru jóla- sálmarnir sungnir áður en heim var farið. Þetta var góður siður, sem tengdi saman fjölskyldurnar, en það var Helgu mikið hjartans mál, að samheldni ríkti í hennar stóru fjölskyldu og stuðlaði hún mjög þar að. Það var líka gott að koma til Helgu og rabba við hana um ýmis smá og stór vandamál, sem hún reyndi jafnan að greiða úr. Oft var nóg að hún bara hlustaði, og vandamálið var leyst. Eg hef þessi fáu kveðjuorð ekki fleiri. Af mörgu er að taka þegar minnst er þessarar mætu konu, en mér er efst í huga virðing og þakklæti til hennar fyrir hennar þátt í uppeldi mínu. Hvíl í friði kæra frænka. S.H.A. skriftir eftir því sem á leið. Nokkrum sinnum hitti ég hann í Khöfn og var þá gaman að rifja upp gömul kynni. Einn son eignaðist Georg hér, Baldur Georgs kennara en hann hefur orðið þjóðkunnur skemmti- kraftur hér á landi. Georg kvæntist 1963 finnskri hjúkrunarkonu. Þegar hún til- kynnti mér lát hans, bað hún mig fyrir kveðju til gamalla vina hans hér á landi. Blessuð sé minning Georgs Tak- ács. Lárus Ástbjörnsson Ljúft er að minnast margra ánægjustunda, t.d. þegar tekið var í spil. Við þau tækifæri var leikið á als oddi, málefni líðandi stundar rædd, og rifjuð upp liðin atvik. Við vottum Hildi og Halldóri okkar dýpstu samúð. „Ævinlega blessuð" var orðtak Unnar þegar hún heilsaði og kvaddi með sínu fallega brosi, og með þessum sömu orðum viljum við kveðja hana og þakka sam- fylgdina. Ævinlega blessuð. *........* ■ ■ ■ * ♦’rændur ög’Yinlr ■'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.