Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 29 lands ann. Rússar og Þjóðverjar hafa kennt hvorir öðrum um ódæðisverkin, en Pólverjar munu yfirleitt telja Rússa hafa staðið þarna að verki. Þegar svo Þjóðverjar síðar réðust inn í Rússland, höfðu Rússar lengi öðru að sinna en að vasast í málefnum Póllands, en í stríðslok tóku þeir til að nýju. Samkvæmt Jalta-samningunum var svo Pólland endurreist að nýju og Bretar og Bandaríkja- menn þröngvuðu síðar Rúss- um til að samþykkja að fram færu frjálsar kosningar í landinu, en nokkuð þótti þó vanta á að svo væri, enda rússneskur her í landinu og studdi svo sem mátti komm- únistaflokk Póllands í þess- um kosningum, að talið var, enda brutust þeir ekki löngu síðar endanlega til valda og Micholazejk, sem var helsti maður lýðræðissinna í ríkis- stjórninni, varð að flýja land. Pólverjar súpa nú seyð- ið af óráðsstjórn kommún- istaflokksins í landinu frá þessum tíma til dagsins í dag. Það var á árunum 1947—49 sem hvert landið af öðru í Austur-Evrópu var vegna áhrifamáttar Rússa hrifsað úr höndum meira og minna sundraðra lýðræðis- afla og skorðað í hlekki kommúnísks einræðis. Það var þá, 1949, sem Norð- ur-Atlantshafsbandalagið var stofnað til að reyna að koma í veg fyrir, að einræðið ryddist til valda í fleiri lönd- um álfunnar. Það eru undarlega margir, sem eru búnir að gleyma þessu í dag, enda er minni manna og greind okkar ís- lendinga því miður skeikulli en ýmsir halda.“ Johns Manville er meiri eða minni, þá er það ekkert launung- armál og hefur aldrei verið, að J.M. fær 25% — tuttugu og fimm af hundraði af brúttó-andvirði seldra afurða og þetta er þinglýst- ur samningur en segir hinsvegar ekkert um gróðann, sekt eða sak- leysi. Fyrir tveim eða þrem árum varð, öllum að óvörum, hagnaður af rekstri Kísiiiðjunnar; allt getur nú skeð. Fjölmiðlungar hentu vittigheit- in á lofti og hugðust pumpa eitthvað upp úr forstjóranum, sá varðist allra frétta, líklega ekkert vitað, en lofaði því samt að þetta skyldi ekki koma fyrir aftur, og hefir verið staðið við það. Kannski hefir hagnaðurinn bara verið mis- tök í bókhaldi, sem búið er að leið- rétta, bölvuð della að vera að skarka með þessar tölvur allsstað- ar og erfitt að hafa vit fyrir þeim. Starra bónda vaxa í augum vextirnir, segjum tveir; kallar þá „kratavexti". „Hávaxtastefnan, hinn mikli verðbólguvaldur," segir bóndinn. „Bankagróði" og nú í fyrsta sinn ekki heilagur, segja þeir Svabbi og Raggi, rétt eins og Halli og Laddi, og hugsa sem svo að svona rúning á landsins þræl- um verði á einhvern veg að nota í þágu Trúboðsins og Flokksins. Þú átt sýnilega eftir að tileinka þér þessa „Hugsun Svavars For- manns", Starri karlinn. Þinn einlægur Nasi frá Skarði. Húsavíkurkirkja Má ekki gleymast Ingibjörg Stefánsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég las grein í Jólalesbók Mbl. um listaverk í kirkjum, en þótti miður að sjá ekki á listanum er þar birt- ist getið um altaristöflu Sveins Þórarinssonar í Húsavíkurkirkju, stórt og mikið oliumálverk sem sýnir uppvakningu Lasarusar. Þetta verk má alls ekki gleymast þegar rætt er um listaverk í ís- lenskum kirkjum. Pappakassar á flugi um allar Hlíðar Hlíðabúi hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Það liggur við að hægt hafi verið að líkja götun- um hér í Hlíðahverfi við rusla- haug eins og þær voru núna um jólin. Nokkru fyrir hátíðina fóru bílar frá verslunum og fyrirtækj- um hér í borginni að keyra umbúð- ir, pappakassa og annað drasl, og losa það á bersvæði ofarlega í Bólstaðarhlíð, en þar hefur verið venja að hafa brennu undanfarin ár. En svo gerði mikið rok og af því að ekkert hafði verið gert til að hemja safnið, fauk það allt út í veður og vind, vítt og breitt niður um Hlíðar og allt niður á Mikla- tún. Horfðu menn m.a. á sendi- forðabíl sem þarna var losað úr geysimikið af umbúðum og allar fuku jafnóðum og losað var. Svo þegar bíllinn ók í burtu, voru pappakassarnir og plastið allt á fleygiferð eftir götunum og stöðv- uðust loks á limgerðinu við Mikla- tún, þ.e.a.s. það sem ekki hafði fokið inn í garða á leiðinni. Það var ekkert jólalegt að horfa út um gluggana hérna. Lögreglunni var gert aðvart og kom lið frá henni og hreinsaði af götunum, en auðvitað lenti það á okkur íbúunum hérna að hreinsa garðana. Og áfram var haldið að keyra umbúðum á opna svæðið og þaðan fýkur allt sem fokið getur þegar hreyfir vind. Mig langar þvi til að spyrja. Hver ber ábyrgð á því, að svona er stað- ið að verki í miðju íbúðarhverfi? Er ekki augljóst að þetta getur líka haft alvarlega slysahættu í för með sér fyrir umferðina, þegar heilu pappakassarnir koma fljúg- andi og skella á framrúðum bíla, fyrir utan sóðaskapinn og óþæg- indin sem þetta hefur í för með sér? Jólaperla Útvarpshluslandi hafði samband við Velvakanda og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég hlusta tölu- vert á útvarp og ekki læt ég það fara fram hjá mér í sjónvarpinu, sem ég held að sé einhvers virði. Þannig var þetta líka hjá mér um jóladagana. A aðfangadag var ég svo heppinn að vera með útvarpið opið þegar Ingibjörg Þorbergs hóf að lesa smásögu Olínu Andrés- dóttur, Fyrstu jólin mín. Það var ekki einasta að þessi saga væri rit- Ingibjörg Þorbergs uð af einstökum hlýleika, mannúð og velvilja til alls og allra, fyrir utan það að vera góð saga, heldur bættist það við, að upplesturinn var þannig af hendi leystur að naumast hefði verið hægt að gera betur. Lesturinn var gæddur öll- um sömu góðu eiginleikunum og sagan. Hafi höfundur og lesari heila þökk fyrir þessa fallegu jóla- perlu. Ekki nein dægurfluga 4649—5233 skrifar: „Athyglisverð grein um athyglis- verða frétt eftir „Einn úr hópi aldr- aðra“ birtist í Velvakanda nú á laugardaginn 19. des. En fréttin sagði frá nýjum sjóði: Styrktar- sjóði aldraðra, sem nú nýverið var hleypt af stokkunum. I os og amstri hátíðisdaga má búast við að ýmis- legt fari framhjá fólki í dálkum dagblaðanna — jafnvel í Velvak- anda. Vonandi hafa þó einhverjir gefið sér tíma til að renna augum yfir nefnda grein, því að hér er vissulega mál á ferðinni, sem vert pr að gefa gaum, málefni, sem að SlGeA V/öGA £ ‘ÚLVtMu Kópavogsbúar! #5^ T0Y0TA, NYBYLAVEGI 8 KAUPGARÐUR. v/ENGIHJALLA VERSLUNIN HAMRABORG 9 SKÁTAHEIMILIÐ, BORGARHOLTSBR. 7 OPIÐ FRÁ KL. 10 — 22 Stálvaskar XS~J~LJ1 Og ARABIA blöndunartæki hreinlætistæki . ItAPVÖRPRNAR FRÁ BAOSnPOFÞNNl E)adstofaTR ARMÚLA 23 - SlMI 31810. i eðli og tilgangi er ekki nein dægur- fluga heldur ætlað að spinna þráð- inn áfram inní ókominn tíma með- an kynslóðirnar renna sitt skeið frá æsku til elli. Hér er ekki stund né staður til að fjölyrða um þetta mál að sinni. Vil aðeins benda á, að samkvæmt upp- haflegri frétt og fyrrnefndri grein virðist þessi sjóður geta gefið hin- um öldruðu sjálfum ýmsa mögu- leika til frumkvæðis um framvindu sinna eigin mála. Og er það vel. Hafi því „Einn úr hópi aldraðra" þökk fyrir sína áhugaverðu grein." Þú kemur með filmurnar til okkar í dag og sækir myndirnar kl. 16 á morgun. Opiö laugardaga kl. 9—12 Verslið hjá fagmanninum LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. . LAUGAVEGI 178 SIMI 85811 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU /fe VMl1 'flPSS tö ''d/sWL 's /6áA M/M Umrútt óiwsOuiwotfJ y^WOVl VF/fJ' ; V s/pbim'b vfeKK-/ v x WVI T m ww^/í? MA5A9 wV svonaM 11 vmiwo ExW tí) vffrtAST XÍÉR Í riyKKtfJ- /.. :/jA 5T0WWIA S)4lVT GMl/\fá‘b'új()LVj | Blllf UZA \ XÍELM Y(mou HW M//V(JH M- / \\\ f{ Vt xU&ÍVÓl OWUM 4 5AL 06 Vf/6 YLYnA ' ONWA Wh/A rs ALLOZ 'IXmiNN áCÍPUtf, vS7FA/tf(jtf, »SU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.