Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 Gunnar Björnsson, stjórnarmaöur Sambands almennra lífeyrissjóða, Pétur Blöndal, formaður framkvæmda- stjórnar Landssambands lífeyrissjóða, Eðvarð Sigurgeirsson, stjórnarmaður í SAL, Bjarni Þórðarson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, og Hermann Þorsteinsson, varaformaður Landssambands lífeyrissjóða, kynna blaðamönnum bæklinginn. Ljósmjnd Mbi. Lífeyrissjóðirnir gefa út upplýsingabækling: Leiðrétta þarf misskilning og vanþekkingu fólks á verð- tryggðum lífeyrissjóðalánum — segja forvígismenn llfeyrissjóðanna sjóða. „ÞAÐ hefur tilfinnanlega vantað upplýsingar um lífeyrissjóðalán, greiðslubyrði þeirra og annað, sem þeim viðkemur og því hafa lífeyr- issjóðasamböndin gefið út upplýs- ingabækling. Okkur finnst nauð- synlegt að fólk geri sér grein fyrir því að nú þarf það að greiða lánin að fullu og með vöxtum og það reisi sér ekki hurðarás um öxl er það tekur lán. Við höfum orðið var- ir við dæmi um það nýlega,“ sagði Pétur Blöndal, formaður fram- kvæmdastjórnar Landssambands lífeyrissjóða, á blaðamannafundi þegar kynntur var upplýsingabækl- ingur Landssambands lífeyrissjóða og Sambands almennra lífeyris- Þá kom það fram á fundinum að tilgangur með útgáfu bækl- ingsins væri m.a. sá að hafa áhrif á eftirspurn eftir lánunum, sem nú er mjög mikil og hefur aukizt verulega síðasta ár. Vegna þessa hefur ekki reynzt unnt að hækka lánin til að koma á móti ungum húsbyggjendum eins og vilji er fyrir hendi. Því vara lífeyrissjóðirnir við því að lánin eru verðtryggð og því þarf að greiða þau að fullu með vöxt- um gagnstætt því sem áður var. Vegna þess er talið mjög óhagkvæmt að nota þau til ann- ars en fjárfestingar í fasteign- um. Þá var bent á það, að nú geta menn sparað með því að leggja fé sitt inn á banka þar sem það brennur ekki lengur upp á verðbólgubálinu og með því að ávaxta fé sitt á þann hátt gerir það öðrum kleift að taka lán. í bæklingnum, sem dreift verður um allt land, er svarað 12 spurningúm, sem talið er að vakni meðal almennings og þannig útskýrð helztu atriði um lánin. Þá er í bæklingnum sýnd greiðslubyrði af 100.000 króna verðtryggðu láni til 10 og 20 ára miðað við mánaðarlaun og er þá gert ráð fyrir að vísitala og laun hækki um 45% á ári. Flokksstjóm Alþýðuflokksins: Ríkísstjórninni ber að segja af sér — Reynst óhæf til að taka á vandamálum íslensks efnahagslífs kjaraskerðingu og 13% gengisfell- ingu, eru nánast þær sömu og rík- isstjórn Geirs Hallgrímssonar greip til í febrúar og maí 1978. í þeim felst ekki lausn efnahags- vandans. Atvinnuöryggi og atvinnulíf stendur eftir sem áður höllum fæti og innan fáeinna mánaða bendir allt til að enn á ný verði gripið til sams konar að- gerða. Alþýðuflokkkurinn hefur marg- sinnis á undanförnum árum varað við afleiðingum þessarar stefnu og vinnubragða. Hann rauf ríkis- stjórnarsamstarf í október 1979 vegna þess að jafnvægisstefna hans náði ekki fram að ganga og benti á að með óbreyttum vinnu- brögðum ríkisstjórnarinnar næð- ist enginn varanlegur árangur. Það hefur nú áþreifanlega sann- ast. Ríkisstjórnin hefur reynst óhæf til þess að taka á vandamálum ís- lensks efnahagslífs. Hún hefur nú ennfremur misst þingstyrk til þess að fá mál sín samþykkt á Al- þingi. Henni ber því að segja af sér.“ KLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins samþykkti í fundi sínum 1. september sl. ályktun í tilefni af hinu alvarlega efnahagsástandi, eins og þar segir. Fer ályktunin hér á eftir: „Flokksstjórn Alþýðuflokksins bendir á að hið alvarlega efna- hagsástand er að mestu afleiðing rangrar og hættulegrar stjórn- arstefnu og skipulagsleysis í fjár- festingarmálum. Svonefndar efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar, sem fela í sér mjög verulega Pálmi Ólafs- son jarðsettur á Akureyri Akureyri, 2. september. PÁLMI Ólafsson, Þórunn- arstræti 89, Akureyri, andað- ist að heimili sínu 23. ágúst sl. Pálmi var kunnur borgari Ak- ureyrarbæjar, rak t.d. blaða- vagninn á Ráðhústorgi í tæp 20 ár. Hann verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. september. Fréttaritari. 5 Opið til kl. 8 í kvöld og kl. 10—2 á morgun laugardag ST0R- útsölumarkaóurinn sem allir hafa beðið eftir er í húsnæði Húsgagnahallarinnar (áöur sýningarhöllin Bíldshöföa) VÖRUÚRVAL FatnaÖur á dömur — herra — unglinga — börn og ungabörn. Hljómplötur — kassettur. Efni í stórkostlegu úrvali. Gardínuefni —stórísar — sængurfatnaður — handklæöi — sportvörur alls kon- ar — íþróttaskór — o.fl. o.fl. Karnabær Belgjageröln — Steinar Hummel umboöiö — Nylon Plast Z-brautlr — Gluggatjöld hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.