Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 23 Lárus Jónsson, alþingismaður Hvernig skýra ráðherrar algjöra stöðnun þjóðarframleiðslu og rýrn- andi lífskjör í góðærinu 1980 og ’81? 136 Enn halda forráðamenn ríkisstjórnarinnar sér við það heygarðshornið að draga upp sem dekksta og hrikalegasta mynd af þeim efnahagsvanda sem við er að glíma um þess- ar mundir. Hann er enda tal- inn stafa af mestu utanað- komandi áföllum „í áratugi“ sem dunið hafí yfír þjóðina. Minna má ekki gagn gera. En spurning mín til ráðherra og áróðursmeistara ríkis- stjórnarinnar er þá sú: Hverju var um að kenna í góðærunum 1980 og 1981 þegar sjávarvöruframleiðslan var rúmlega þriðjungi meiri að verðmæti — metin á fóstu verðlagi — en hún var 1977 og miklum mun meiri en 1978 og 1979? Á árinu 1981 styrktist einnig sem kunnugt er dollarinn á alþjóðlegum peningamarkaði sem var mikill búhnykkur til viðbótar og viðskiptakjör bötnuðu. Hvernig stóð á því að þá snarminnkaði vöxtur þjóðar- framleiðslunnar og kaup- máttur heimilanna „seig“ eins og Guðmundur J. orðaði það? Ótrúlegur afrakstur af útfærslu landhelginnar Sannleikurinn er sá að undan- farið höfum við notið í ríkum mæli afraksturs af úrfærslu land- helginnar í 200 mílur á sínum tíma í tíð ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar og sjávarútvegsráð- herratíð Matthíasar Bjarnasonar. Mestur varð þessi afrakstur á ár- unum 1980 og 1981, fyrstu valda- árum núverandi ríkisstjórnar. Loðnuafurðir skiluðu að vísu minna verðmæti í þjóðarbúið en 1978 og 1979 en aðrar sjávarafurð- ir þeim mun meiru. Þjóðhags- stofnun hefur látið mér í té upp- lýsingar um verðmæti sjávarvöru- framleiðslunnar — á fóstu verðlagi — frá 1977 og sýnir eftirfarandi tafla glöggt hver þessi afrakstur var: Lirus Jónsson Sé verðmæti sjávarvörufram- leiðslunnar 1977 sett 100 og dregin upp mynd af þessari gífurlegu verðmætaaukningu sem tekin er upp úr sjóðnum þessi ár kemur niðurstaðan fram á meðfylgjandi línuriti til vinstri. Þar sést glöggv að verðmæti sjávarvörufram- leiðslunnar var langmest 1980 og 1981 og er áætlað meira í ár þrátt fyrir mismunandi svartar spár Þjóðhagsstofnunar en 1977 og 1978. „Niðurtalning“ þjóðarframleiðslunnar í þessu mikla góðæri sem vafa- laust má rekja til úrfærslu land- helginnar á sínum tíma hófst fyrir alvöru „niðurtalning" þjóðar- framleiðslunnar og þar með lífs- kjara þjóðarinnar í heild. Þessa hnignun í góðærinu má glöggt sjá á línuritinu sem áður er vitnað til og þá til hægri. Það hlýtur að vera lærdómsríkt að virða þessi tvö línurit fyrir sér við hlið hvors annars. Hver er skýringin? Dettur nokkrum í hug að þar komi við sögu röng fjárfestingarstefna, spennitreyja ríkisafskipta af at- vinnuvegunum, röng gengisskrán- ing, höft og bönn eða sú kenning að reka eigi atvinnuvegina á núlli og helst sem mest undir núllinu? Kemur nokkrum í hug yfir höfuð röng efnahags- og atvinnustefna stjórnvalda? Og hvernig er hægt að líkja því við mestu áföll þjóðar- innar í áratugi að hún er talin hafa úr sama verðmæti sjávar- vöruframleiðslu úr að moða og 1977 eða 1978? Verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar 1977—1982. Fast verðlag (m.nýkr.). 1977 1978 1979 1980 19811982 (1)1982 (II) 1. Loðnuafurðir 670 710 790 675 575 200 10 2. Botnfiskafurðir 2.730 2.895 3.140 3.600 3.925 3.720 3.480 3. Aðrar sjávarafurðir 535 640 845 1.020 815 765 765 ' 3.935 4.245 4.775 5.295 5.315 4.685 4.255 Aths.: Spár I og II fyrir 1982 eru gerðar af Þjóðhagsstofnun og veldur sú fyrri 3% samdrætti þjóðartekna en hin síðari 6%. Leiksýning nemenda Eiðaskólæ „Enginn veit sína ævinaa eftir Guðmund Steingrímsson Nú um helgina eiga íbúar Sel- tjarnarness og nágrannar þeirra von á góðum gestum, þar sem er leikhópur Alþýðuskólans á Eiðum en hann frumsýndi síðastliðið vor nýtt leikrit, „Enginn veit sína ævina", undir stjórn Sólveigar Traustadóttur. Nemendur Alþýðu- skólans hafa á hverju vori sett upp leikrit í fullri lengd, en hér er á ferðinni mun meira og merki- legra verkefni en nokkru sinni fyrr, því leikritið er samið af leik- stjóra og leikhóp í samvinnu. Að vísu hef ég grun um að Sólveig eigi þar stærstan hlut, þvi persónur og verkið allt er það heilsteypt og trúverðugt að hæpið er að samið hafi verið á 2 mánuðum eða svo. Sólveig er reyndar leiklistarunn- endum á Héraði vel kunn, því hún hefur leikið mikið með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs undanfarin ár og leikstýrði að auki Leynimel 13 með þeim í vetur. Einnig hefur hún leikstýrt áður við Eiðaskóla. Ekki hefur hún þó, svo mér sé kunnugt, farið út í að semja heilt leikrit fyrr. „Enginn veit sína ævina" fjallar um fjölskyldu þar sem sonurinn er að brjótast til frægðar og frama, studdur af föðurnum, sem sér æskudrauma sína rætast í synin- um. ’Dóttir þeirra hjóna fellur nokkuð í skugga bróður síns, og reynir því að ná athygli foreldr- anna með óstýrilæti og þver- móðsku. En þegar fjölskyldan verður fyrir miklu áfalli stendur hún sig þó mjög vel, en amma Sólveig Traustadóttir leikstjóri og aðalhöfundur. gamla þó best, enda hefur hún ýmsu kynnst í lífinu. Ekki er vert að segja of mikið frá efni leiksins — sjón er sögu ríkari. Þó mun óhætt að segja að viðfangsefni leikritsins sé í raun 2 afskiptir minnihlutahópar þjóðfélagsins, þ.e. gamalt fólk og fatlað. Ekki verður sagt að hér sé nýtt efni á ferðinni, því málefni þessara hópa hafa mikið verið í brennidepli að undanförnu. Lítið hefur þó miðað í réttlætisátt og veitir ekki af frek- ari umræðu. Sérstaklega athygl- isvert er að sjá unglinga á skóla- aldri fást við slíkt verkefni, því greinilegt er að þeir hafa lagt sig mjög fram við að skilja persónur verksins og setja sig í þeirra spor. Það er áreiðanlega enginn hægð- arleikur fyrir unglinga að ímynda sér, hvernig það er að horfast í augu við ævilanga fötlun eða þá ellina. Ekki verður þó annað sagt en að þeim hafi tekist það með ágætum, þó ekki ætli ég að halda því fram að leikur eða leikritið yf- irleitt hafi gengið hnökralaust. Atvinnuleikhúsin sýna ekki held- ur hnökralausar sýningar nema síður sé. Og sé tekið tillit til ungs aldurs leikaranna og reynsluleys- is, þá gera þeir stórkostlega hluti í þessari sýningu. Jafnvel án nokk- urrar tillitssemi standa þeir sig mjög vel. Uppsetning í heild sinni er mjög trúverðug, leiksvið og sal- ur nýtt á skemmtilegan og ný- stárlegan hátt. Talsvert mikil tón- list er flutt í tengslum við verkið og gefur skemmtilegan svip. Lögin eru eftir Stefán Jóhannsson og Örvar Einarsson. Textar eru eftir Vilborgu Traustadóttur og Vigfús Má Vigfússon. Tónlistarflutningur er í höndum kvartetts, sem tekur þátt í sýningunni sem fullgildur aðili. Samanstendur hann af tveimur gíturum, blokkflautu og söngkonu. Tónlistin fellur einkar vel að sýningunni og þjónar stóru hlutverki. Það er ekki oft sem íbúum höf- uðborgarsvæðisins gefst tækifæri til að sjá sýnishorn af menning- arsköpun þeirri, sem fram fer úti á landsbyggðinni og er eingöngu unnin af áhuga og leikgleði. Hér gefst þó slíkt tækifæri og vil ég benda íbúum höfuðborgarsvæðis- ins á að láta það sér ekki úr greip- um ganga. Sýningin verður í fé- lagsheimilinu á Seltjarnarnesi, laugardaginn 4. sept kl. 21 og sunnudaginn 5. sept kl. 21. „Eng- inn veit sína ævina" er vel þess virði að verja smástund til að , horfa á það, en of gott til að láta það fram hjá sér fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.