Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 27 „Sjálfstraust þjóðar kemur fram í buggingarlist hennar“ Spjallað við Garry og Önnu Griffiths í Unuhúsi „Það er ýmsum vand- kvæðum bundið að hanna byggingar í Arabaheimin- um. Arabar vilja halda sér við islamskar hefðir í húsa- gerðarlist, jafnt utanhúss sem innan, með öllum vest- rænum þægindum þó. En þar sem islömsk húsagerð- arhefð er fremur fábreytt og nær svo til eingöngu til íbúðarhúsa og mustera, skortir fyrirmyndir að nú- tímafyrirbærum eins og kvikmyndahúsum og há- skólabyggingum. Þar kem- ur til okkar kasta að sam- ræma vestræna tækni og islamskar hefðir og það er ákaflega spennandi verk- efni.“ Sá sem talar er Gary Griff- iths, breskur innanhússarkitekt. En hann veitir forstöðu innanhússteiknideild hins þekkta arkitektafyrirtækis York, Rosenberg and Mandall, eða YRM í Englandi. Griffiths var á ferð hér á landi á dögun- um, ásamt önnu konu sinni, en hún er textilhönnuður. Átti blm. Mbl. þá stutt spjall við þau hjón- in í Unuhúsi, heimili arkitekt- anna Ernu Ragnarsdóttur og Gests Ólafssonar, en þau fjögur stunduðu saman nám í Englandi, við „Lester College of Art“ á sín- um tíma. Fyrirtækið YRM er einkum þekkt vegna tengsla stofnenda þess við upphaf módernismans i evrópskum arkitektúr en einn þeirra, York, starfaði með arki- tektunum Marcel Breuer og Grupius og tengdust þeir allir Bauhaus-skólanum, þangað sem rekja má upphaf módernismans eins og kunnugt er. Nú starfar fyrirtækið einkum í London og Hong Kong, auk þess sem það hefur með höndum umfangsmiklar framkvæmdir í Gary Griffiths, innanhússarkitekt, og Anna Griffiths, textilbönnuður. Arabalöndunum, eins og kom fram í upphafi. „Nú erum við að byggja há- skólann í Oman og einnig lækna- deild við háskólann í Bashra í írak, þó að þar sé nú ekki frið- vænlegt þessa dagana," segir Gary Griffiths. Útibúið í Hong Kong höfum við starfrækt sl. fjögur ár, þar vinna nú um eitt hundrað manns á okkar vegum, um helmingi færri en í London, og stærsta verkefnið á döfinni er að hanna aðalneðanjarðar- járnbrautarstöð borgarinnar. í Bretlandi hefur fyrirtækið hins vegar starfað í sinni núverandi mynd frá árinu 1946 og starf- rækt sérstaka innanhússarki- tektadeild sl. 21 ár. Góð bygging á að hafa allt frá sama aðila, það skilar langsamlega bestri út- komu.“ Eitt helsta verksvið Griffiths er að hanna skrifstofuhúsnæði, og aðspurður hvað sé mikilvæg- ast þegar þær vistarverur eru annars vegar segir hann: „Það skiptir miklu máli að fólk hafi nægilegt svigrúm til þess að at- hafna sig og rétt húsgögn eru einnig afar mikilvæg. En stund- um er allt „rétt“ á vinnustað, en þó kvartar starfsfólkið undan því að það eigi í erfiðleikum með einbeitingu. Þá verður að huga að því að ekki sé of margt í um- hverfinu sem verkar truflandi, án þess að gera það á kostnað svigrúms til mannlegra sam- skipta. f Bretlandi starfar nú um helmingur alls vinnandi fólks á skrifstofum og því ætti það fjár- magn og sú umhugsun, sem fer í að búa þessa vinnustaði sem best úr garði að skila af sér hagnaði í formi aukinna afkasta. Þetta hafa líka æ fleiri viðskiptavinir okkar lært í gegnum árin. Þeim fyrirtækjum, sem búa vel að starfsfólki sínu á vinnustað, helst t.d. mun betur á fólki. Önnur verkefni, sem við höf- um fengist við á undanförnum árum, eru flugstöðvarbyggingar, en við sáum um byggingu Gatwick-flugstöðvarinnar og flugstöðvanna í Newcastle og Luton. Ákaflega spennandi og margþætt verkefni." Þess má geta að hjá fyrirtæki Griffiths hafa verið teiknaðar margir af stærstu spítölum Bretlands, m.a. John Radcliffe-spítalinn í Ox- ford, þar sem forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hafði viðdvöl í Bretlandsheimsókn sinni í vetur sem leið. Hvernig líst Griffiths á nú- tíma íslenska byggingarlist. „Hér er töluvert um áhuga- verð ný hús og ég veit að það eru til góðir arkitektar hér. Það er eins og þeir séu smám saman að öðlast aukið öryggi og það veldur því að gæðin vaxa jafnt og þétt. Aukið sjálfstraust þjóðar kemur fram í byggingarlist hennar. Ég sá meira að segja nokkrar nýjar verksmiðjur sem mér fannst haganlega úr garði gerðar. Við vorum mjög hrifin af Árbæjar- safninu en fannst Þjóðminja- safnið ekki laust við að vera ofhlaðið, en það kemur kannski til af nauðsyn." Nú tekur Anna Griffiths þátt í samræðunum og fer að tala um íslensku ullina, sem' er henni hugleikin af skiljanlegum ástæð- um. En Anna stjórnaði um ára- bil einni stærstu keðju í Eng- landi, Craftsmith. „Þið sitjið uppi með fjársjóð þar sem ullin er,“ segir hún. „Og einmitt núna, þegar allir vilja hrein og náttúruleg efni. Én mér sýnist vanta hugmyndaauðgi í hönnun- ina á þeim ullarvörum sem unn- ar eru úr íslensku ullinni. Hrein ull verður að vísu alltaf góð sölu- vara og vissir hlutir, s.s. lopa- peysurnar, standa alltaf fyrir sínu en fólk vill hafa valkosti. Með því að hafa úrvalið af ull- arvörum ekki fjölbreyttara en raun ber vitni missa Islendingar af mörkuðum, sem þeir gætu annars hæglega orðið einráðir á ef rétt væri að málum staðið. Ég held að það myndi gefa góða raun að halda áfram framleiðslu á því sem fyrir er, en gera jafn- framt „líflegri" hluti — hráefnið gæti jú ekki verið betra." Talinu víkur aftur að Reykja- víkurborg og húsum hennar, gömlum og nýjum. Það liggur beint við að minnast á þau skoð- anaskipti sem nú eiga sér stað um gamla bæinn og Griffiths er þeirrar skoðunar að mestu máli skipti hvað komi í staðinn ef far- ið er til þess að rífa gömul hús. „Heildarmyndin skiptir mestu máli og það þarf að fela bestu arkitektum landsins það vanda- sama verkefni að fylla upp í skörðin, sem myndast ef gömul hús hverfa. Bernhöftstorfan er gott dæmi um húsalengju þar sem heildarsvipurinn er órofinn og mér finnst hún eiga fullan til- verurétt. Það sama verður ekki sagt um byggingarnar hinum megin Lækjargötunnar eða þann hluta Austurstrætis, sem liggur að henni, þar er margt sem mætti að skaðlausu missa sig. Væri ekki hagkvæmt fyrir íslendinga að byggja meira neðanjarðar eða undir hvolfþökum? Slíkir „inn- anhússheimar" geta hýst allt milli himins og jarðar og hafa gefið mjög góða raun í ýmsum löndum." En hvaða skoðun hefur Griff- iths á Barbican-samsteypunni, menningarmiðstöðinni bresku, sem opnuð var í vor með mikilli viðhöfn og búin er að vera í byggingu áratugum saman. „Ég er ekki hrifinn af Barbican," seg- ir hann, „byggingarnar eru svo þunglamalegar og ég er ekki viss um að rétt sé að setja jafn margt undir sama þak og þar er gert. Nýja þjóðleikhúsið á bökkum Thames er ný bygging úr grófri steinsteypu, líkt og Barbican, en þar hefur árangurinn að mínum dómi orðið betri. Þó efnismeðferðin sé svipuð þá er heildarmyndin samfelldari en í Barbican, sem verkar ruglandi á fólk. Dæmi um nútímabygg- ingu af þessu tagi, eins og þær gerast bestar, er að mínu mati Sainsbury — menningarmið- stöðin, sem reist var í tengslum við háskólann í Austur-Anglíu.“ Að lokum var Griffiths spurð- ur að því hver sé, að hans dómi, aðal góðs innanhússarkitekts. „Að fara þannig með fjármuni viðskiptavinarins að hann öðlist eitthvað, sem er betra en nokkuð það, sem hann kann að hafa látið sig dreyma um,“ sagði Gary Griffiths. hhs Áttræð: Brynhildur Jósefs- dóttir kennari Mig langar til að vekja athygli á því með nokkrum orðum að ágæt samstarfskona mín um langt ára- bil, frú Brynhildur Jósefsdóttir kennari, er áttræð í dag. Satt best að segja er það með miklum ólíkindum að hún skuli hafa náð svo háum aldri því að hún er enn með ferskleik æskunn- ar í anda og útliti. En glöggar heimildir herma að þeirri stað- reynd verði ekki á móti mælt. Brynhildur er fædd að Látrum í Aðalvík, dóttir Jósefs bónda á Atlastöðum í Fljóti, Norður-ísa- fjarðarsýslu, Hermannssonar bónda þar Guðmundssonar, og Pálínu Ástríðar Hannesdóttur bónda á Látrum, Sigurðarsonar. Að loknu barnaskólanámi stundaði Brynhildur nám í Ungl- ingaskóla ísafjarðar en fór síðan í Kennaraskólann og lauk þar prófi vorið 1925. Næstu fimm árin kenndi frú Brynhildur við barnaskólann á Látrum í Aðalvík og síðar kenndi hún nokkur ár í Þingeyrarskóla- hverfi, Dýrafirði og í Reykja- og Tjörneshreppi, Suður-Þingeyjar- sýslu. En haustið 1945 varð hún kennari við Barnaskóla Húsavíkur og starfaði þar samfellt í ellefu ár af þeim tuttugu sem ég var þar skólastjóri. Síðustu 12 árin sem hún kenndi, 1957—1969, var hún kennari við Breiðagerðisskólann í Reykjavík. Þegar frú Brynhildur var ráðin að Barnaskóla Húsavíkur þekkt- umst við ekki neitt. Ég vissi aðeins að hún hafði kennt eitthvað áður og að hún var húsfreyja á fjöl- mennu heimili, móðir sjö barna, þar af sex heima og öll í æsku. Það var engan veginn laust við að ég hefði áhyggjur af þessari ráðn- ingu. Mundi þessi annrika hús- móðir, kennslukonan nýja, hafa nokkurn tíma til að sinna skólan- um eins og skylt var að gera? Eitthvað á þessa leið mun ég fyrst hafa hugsað eftir ráðningu henn- ar. En ég þurfti ekki lengi að vera í miklum vafa. Frú Brynhildur hafði aðeins starfað við skólann stuttan tíma þegar mér varð ljóst að hún var óvenju fjölhæfur kenn- ari og hafði til að bera flesta þá kosti sem kennara mega best prýða. Það var í rauninni alveg sama hvað frú Brynhildur var beðin fyrir, hún leysti öll skóla- störf sín vel af hendi og sum óvenju vel og með ágætum. Með öruggri og elskulegri framkomu náði hún huga nemenda sinna og átti það að sjálfsögðu mikilsverð- an þátt í ágætum árangri hennar í skólanum. Alla þessa kosti kunni ég vel að meta, en þó er einn ótalinn sem lengst mun lifa í huga mínum frá samveruárum okkar: Það er trúmennskan og skylduræknin sem einkenndi allt skólastarf hennar. Ég hef áður drepið á það, að frú Brynhildur hafði ærnu starfi að gegna sem húsmóðir og mundi mörgum hafa reynst nóg að sinna því einu saman. En aldrei stóð þannig á fyrir henni að hún væri ekki ávallt til taks og boðin og bú- in til starfa ef skólinn þurfti á að halda. Þjónustan við hann skyldi sitja fyrir öllu. Þær voru því oft ekki fáar aukastundirnar hennar í viku hverri, sem aldrei var krafist launa fyrir, aukastundirnar við að hjálpa seinfærum börnum, við handavinnu telpnanna eða við fé- lagsstörfin í stúkunni okkar sem oft voru mikil. Allt var þetta unn- ið af þeirri fórnfýsi og hjartahlýju sem einkennir starf hugsjóna- mannsins. Og það eru einmitt þessir eiginleikar sem mikilsverð- astir eru í samlifi manna og mást aldrei úr safni minninganna þótt annað hverfi í skuggann. Á þessum merkisdegi í lífi frú Brynhildar sendi ég og fjölskylda mín henni hjartanlegar hamingju- óskir og þakkir fyrir langt og ógleymanlegt samstarf á liðnum árum. Jafnframt sendi ég henni og ágætum börnum hennar innilegar þakkir fyrir margar og ánægju- legar samverustundir á heimili þeirra bæði nyrðra og hér syðra og bið þeim öllum blessunar. Ég veit með vissu að undir þessar kveðjur og þakkir taka nemendur hennar um land allt. Sigurður Gunnarsson Frú Brynhildur tekur á móti gestum í kvöld frá kl. 20.30 í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5. Enskir samtalstímar Enskir úrvalskennarar. Málaskólinn Mímir 15 s. 10004 og 11109 kl. 1—5 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.