Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 ✓ AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN SIGURÐSSON l>ótt Pólverjum hafi verið haldið í járngreipum herlaga í átta mán- uði hefur ástandið ekki skánað, heldur versnað stórlega. Land- húnaðarframleiðslan hefur minnkað og skortur er á öllum öðrum nauðsynjum. ist. Kirkjan hefur hins vegar tek- ið þá afstöðu að vara fólk við beinum átökum við hermenn og lögreglu. Þriðjudagurinn 31. ágúst rann upp og þrátt fyrir hótanir yfir- valda söfnuðust tugþúsundir manna saman í borgunum til að mótmæla kúguninni í landinu og lýsa stuðningi sínum við Sam- stöðu. Ráðamennirnir stóðu líka við sitt. Táragassprengjur, vatnsbyssur og barsmíð voru þær viðtökur, sem fólkið fékk og í borginni Lubin voru tveir menn skotnir til bana og margir særðir. Áður en þessi síðasti dagur ág- ústmánaðar var liðinn höfðu 4.500 manns verið handtekin. Vonleysi og örvænting einkenna pólskt þjóðlíf l'yrir tveimur árum var vor í lofti í pólsku þjóðlífi. Verkamenn, með starfsmenn skipasmíðastöðvanna í Gdansk og Stettin i fararbroddi, höfðu þá unnið þann merka sigur að fá stjórnvöld til að viðurkenna starfsemi óháðra verkalýðsfélaga, þeirra fyrstu í kommúnísku ríki, og einnig til að lofa ýmsum umbótum í efnahags- og þjóðfélagsmálum. llpp á þessa samninga héldu l’ólverjar sl. þriðjudag, 31. ágúst, með þvi að safnast saman á götum borganna en nú voru svör yfirvaldanna með öðrum hætti: Táragassprengjur, vatnsbyssur, barsmíð og tveir menn skotnir. I'yrir tveimur árum einkenndist pólskt þjóðlif af bjartsýni og fyrirheit- um um nýja tíma en nú er örvæntingin ein eftir. Samstöðu óx mjög fiskur um hrygg strax á fyrstu mán- uðunum eftir stofnun samtak- anna og fyrr en varði var félaga- talan komin upp í 10 milljónir manna eða um 30% af íbúafjölda Póllands. Verkamenn og mennta- menn, sem voru búnir að missa eða höfðu kannski aldrei haft neina tiltrú á kommúnistaflokkn- um, sögðu sig úr honum í stór- hópum og gengu til liðs við Sam- stöðu. Bændur stofnuðu sín eigin félögog námsmenn kröfðust þess, að raunveruleg kennsla sæti í fyrirrúmi fyrir marxískum kreddukenningum. Ekki bætti heldur úr skák fyrir kommúnistaflokknum, að hann logaði allur af innbyrðisátökum þar sem hver höndin var upp á móti annarri, annars vegar þeir, sem vildu beita stalínískum að- ferðum í viðureigninni við verka- menn, og hins vegar þeir, sem vildu fara hægar í sakirnar. Mannaskipti voru einnig tíð og að lokum var svo komið, að Sam- staða var eina þjóðfélagsaflið, sem Pólverjar gátu snúið sér til, hvort sem um var að ræða hús- næðisvandræði eða hráefnisút- vegun fyrir verksmiðjurnar. Samstaða hafði aldrei ætlað sér að stunda slíka milligöngu en neyddist til þess af því að aðrar stofnanir þjóðfélagsins voru óvirkar. Þjóðfélagsþróun af þessu tagi er dauöadómur fyrir sérhvern kommúnistaflokk. Að vísu eru kommúnistar því vanir að stjórna án stuðnings fólksins, en því að- eins að þeir hafi öll völd í hendi sér. I rúmt ár höfðu hinir svoköll- uðu ráðamenn í Póllandi engan hemil á þróuninni. Þótt Samstaða gerði aðeins kröfu til, að réttur verkamanna yrði virtur og þeir hafðir með í ráðum við úrlausn aðkallandi þjóðfélagsmála, varð þeim það æ Ijósara, að nú höfðu þau öfl verið leyst úr læðingi, sem ekki myndu láta staðar numið fyrr en pólska þjóðin fagnaði fullu frelsi. Þegar svo við bættist, að risinn í austri var tilbúinn til að skakka leikinn upp á eigin spýtur, létu þeir loksins til skarar skríða. Þrettánda desember sl. tók herinn í Póllandi öll völd í sínar hendur, lýsti yfir herlögum, fang- elsaði mörg þúsund manns og þ.á m. Lech Walesa og aðra for- ystumenn Samstöðu, sem til náð- ist. í neðanjarðarriti nú fyrir skemmstu, þar sem Samstaða hvatti fólk til að minnast tveggja ára afmælisins með því að safn- ast saman á götum úti, segir Buj- ak, að mótmælin muni verða af- drifarík fyrir framtíð Samstöðu: „Þetta er síðasta tækifæri okkar til að neyða stjórnvöld til samninga við Lech Walesa. Ef ágúst líður hjá án þess, að fólkið láti hug sinn í ljós, mun það verða túlkað sem veikleikamerki hjá þjóðinni og Samstöðu." Yfirvöldin voru heldur ekki spör á yfirlýsingar og aðvaranir. I ræðu, sem Kasimer Barcik- owski, meðlimur í stjórnmálaráð- inu, flutti í fyrri viku í Stettin, sagði hann, að fyrirhuguð mót- mæli væru „upphafið á vopnaðri uppreisn" í landinu, sem vestræn- ir undirróðursmenn stjórnuðu og að ekki yrði tekið á mótmælend- um neinum vettlingatökum. Hvað sem líður aðvörunum yf- irvalda og áskorunum Samstöðu er það víst, að nú sem stendur er það kaþólska kirkjan, sem á mest ítök með Pólverjum, enda hafa allar tilraunir stjórnvalda til að brjóta hana á bak aftur mistek- Mótmælin sl. þriðjudag enduðu ekki með vopnaðri uppreisn, eins og yfirvöldin höfðu látið í skína, og þau „mistókust" ekki heldur þótt herstjórnin vilji nú halda því fram. Að vísu var æskufólk í miklum meirihluta meðal þeirra, sem voguðu bæði lífi og limum með því að mótmæla kúguninni, en það stafar af þeim stöðugu hótunum og skelfingaráróðri, sem rekinn hefur verið gegn verkamönnum og öðrum launþeg- um. Fólk hafði jafnvel verið rekið úr vinnu, nokkrum dögum fyrir mótmælin, öðrum til aðvörunar. Mótmælin sýndu það svart á hvítu hvaða hug pólska þjóðin ber til yfirboðara sinna. Eftir átta mánaða herstjórn er staðreyndin nefnilega sú, að ástandið hefur ekki skánað, heldur versnað stórkostlega. Kolaframleiðslan hefur að vísu aukist mikið frá fyrra ári og einnig hefur nokkur aukning orðið í framleiðslu brennisteins og kopars. Líka hef- ur tekist að semja við lánar- drottna Pólverja um hagstæðari afborganir af skuldum þjóðarinn- ar en þar með eru líka afrek her- stjórnarinnar upp talin. Landbúnaðarframleiðslan í þessari „brauðkörfu" Mið- Evrópu, sem eitt sinn var nefnd, hefur hins vegar minnkað stór- lega og gífurlegur skortur er á öðrum nauðsynjum. Fólk verður að standa í biöröðum alla daga til að komast yfir mjólk, brauð, kjöt og egg og þvottaefni, sápa og ein- faldasti skófatnaður eru að verða lúxus, sem sjaldan er hægt að veita sér. Bandaríski blaðamaðurinn John Darnton, sem dvalið hefur í þrjú ár í Varsjá á vegum stór- blaðsins New York Times, komst þannig að orði þegar hann kvaddi Pólland nú fyrir skemmstu: „Pólland er land vonleysisins. Fólk vill allt leggja í sölurnar fyrir það eitt að komast á burt úr sínu eigin föðurlandi. Það er engu líkara en fólk sé hætt að vinna. Ég veit ekki hvað mun gerast hér, það veit enginn, en allir vita þó, að óánægjan og ólgan er alls staðar undir niðri. Kannski endar það með blóðbaði." (Heimildir: AP, Politíken, The Daily Telegraph.) í átt til alræðis — eftir Gísla Jónsson menntaskólakennara Þrískipting valdsins, í dóms- vald, löggjafarvald og fram- kvæmdavald, á að vera trygging þess, að of mikið vald komi ekki í einn stað niður. Þessi þrískipting á að veita þegnunum öryggi, vera grundvöllur lýðræðis, koma í veg fyrir alræði. Enn er ástæða til að minna á sannyrði Actons lávarðar hins enska: „Állt vald spillir. Ger- samt vald spillir gersamlega." Mér þykir sem þeir tímar, sem við lif- um á , Islendingar, einkennist af vaxandi sókn framkvæmdavalds- ins á hendur löggjafarvaldinu. Með öðrum orðum: Ríkisstjórnin sækist stöðugt eftir meiri völdum á kostnað alþingis og virðist vera fegnust þeim tíma ársins sem al- þingi situr ekki að starfi. Mörgum mun hafa orðið það nokkurt fagnaðarefni, þegar því var lýst yfir að núverandi ríkis- stjórn væri mynduð hvað helst til að bjarga virðingu alþingis. Ekki þykir mér sem aðgerðir hennar, einkum hinar síðustu, beri því hugarfari vitni. Þegar bráðabirgðalög um hin mikilvægustu efni eru sett nú fyrir skemmstu, er því við borið, „Mér er þó jafnvel ann- að meira í hug. I»að er sí- vaxandi tilhneiging hand- hafa framkvæmdavaldsins til þess aö taka sér ýmiss konar skömmtunarvald, ef svo mætti segja. Að leyfa sér að úthluta þegn- unum hinu og þessu í orði og verki, ýmsu því sem menn hafa að mínu viti skýlausan rétt til lögum samkvæmt. Og þá er skammt í alræði.“ að kostnaðarsamt sé að kveðja saman aukaþing. Víst er sparnað- ur oft góður, en í gömlum bókum segir, að menn geti líka sparað sér til óþurftar. Og hvað kostar það að kalla alþingi ekki saman? Mér er þó jafnvel annað meira í hug. Það er sívaxandi tilhneiging handhafa framkvæmdavaldsins til þess að taka sér ýmiss konar skömmtunarvald, ef svo mætti segja. Að leyfa sér að úthluta þegn- unum hinum og þessu í orði og verki, ýmsu því sem menn hafa að Var einhver að tala um forpokun? eftir Friðrik Pálsson Þær hafa lengi verið vinsælar framhaldssögunrar og eru um það mörg dæmi að menn kaupi blöð og tímarit þeirra vegna jafnvel svo mánuðum og árum skipti. Aðals- merki góðrar framhaldssögu er yf- irleitt, að þar er einhver atburða- rás, þó ef til vill sé hún ekki alltaf merkileg, en það er alveg nýr siður, sem skapast hefur í greinum Jó- hönnu Tryggvadóttur, að fram- haldssagan hennar er alltaf sú sama. Hún hefur að vísu þann kost, að hún er stutt, alls ekki leiðinleg, en eins og aðrar skáldsögur, afar reyfarakennd. í góðum skáldsögum er yfirleitt reynt að draga fram góðar persón- ur, slæmar persónur og svo kannski einhverjar aðrar eftir því sem gengur, en þegar allar persón- urnar eru orðnar slæmar nema söguhetjan, þá þykir mörgum skáldsagan hafa náð hámarki sínu og svo er greinilega um Jóhönnu farið. Þessari skáldsögu hefur ekki verið gefið nafn; en hún gæti svo sem vel heitið: „Ég og vondu menn- irnir“ eða „Ég ein í heiminum" eða „Af hverju eru allir vondir við mig“. En í sjálfu sér skiptir ekki heitið á sögunni máli, innihaldið er að sjálfsögðu það, sem skiptir öllu. Stundum þegar ný skáldsaga kemur út, þá velta menn því fyrir sér, og skrifaðar eru um það lærðar greinar í blöðin, hvort lesa megi eitthvað út úr skáldsögunni um innri mann þess sem skrifar sög- una. Ef ég ætti að skrifa ritdóm um þessa margbirtu skáldsögu Jó- hönnu, þá þyrði ég ekki að stinga upp á því, að skáldsagan bæri á nokkurn hátt svipmót af innri manni Jóhönnu. Ég sagði fyrr að skáldsagan væri alls ekki leiðinleg; hugmyndirnar eru ansi líflegar og bera þess vott að höfundurinn hafi mikið og frjótt ímyndunarafl, sem hann svo sann- arlega gefur lausan tauminn. Þarna koma við sögu á flugvelli úti í Evrópu, vafalaust þrautþjálfaðir vaskir menn, sem rífa þar merki- miða af pökkum í akkorði. Hér heima týna menn telexskeytum hver sem betur getur og jafnvel er gefið í skyn í bestu köflunum, að ríkisstjórnarfundir þessarar þjóð- ar, sem sagan fjallar um, snúist að verulegu leyti um það, hvort góða konan eða vondu mennirnir verði yfirsterkari. Nú vill ennfremur svo til í þess- ari sögu, að höfundurinn hefur tek- ið sér það leyfi að tilgreina ákveðn- ar persónur í sögunni, nefna þær þar með nöfnum, og hún ætlar þeim síðan hinar ýmsu sakir. Frú Jóhanna hefur gengið öllu lengra í þessum aðferðum heldur en dæmi eru til um áður. Þess vegna hefur þessari framhaldssögu hennar verið svarað æ ofan í æ og hefur höfundinum verið gerð grein fyrir því, að hann vaði algjörlega í villu og svima og hann megi nú gjarnan gefa hugmyndafluginu lausan tauminn en helst ekki þegar hann þykist vera að fjalla um stað- reyndir. í þeim svörum sem birt hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.