Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 13 Gísli Jónsson. mínu viti skýlausan rétt til lögum samkvæmt. Og þá er skammt í al- ræði. Svokallaðir félagsmálapakkar eru táknrænir fyrir þessa við- leitni. Að svo miklu leyti sem þeir eru ekki tómir, þá er innihald þeirra sitthvað það sem þegnarnir eiga rétt á samkvæmt lögum eða samningum. En framkvæmdavaldið segir: Við skerðum rétt ykkar, þrengjum kjör ykkar, ógildum samninga ykkar, af því að brýna nauðsyn ber til, en við látum ykkur hafa ýmislegt í staðinn, og svo erum við jafnir! Þetta heitir því áferðarfal- lega nafni kjarajöfnun. Tökum aðeins eitt dæmi. Við eigum lögum samkvæmt rétt á framlögum úr byggingasjóði ríkis- ins til þess að koma okkur upp þaki yfir höfuðið. Þegar svo illa er að sjóðnum búið, að hann getur ekki sinnt hlutverki sínu, er sagt við okkur: Við ætlum að vísu að leggja fé í þennan sjóð, en þá verð- ið þið líka að taka því vel, þó að umsamið kaup ykkar sé skert hvað eftir annað með bráðbirgðalögum. Það er kaup kaups, jöfnuður! Ekki er furða, þótt forsvarsm- enn launþegasamtaka álykti nú hver eftir annan um fánýti þess að sitja á maraþonfundum til þess að ná einhverju saman sem á að tryK&ja kaup og kjör. Nærri lætur að sáttasemjari ríkisins og aðilar vinnumarkaðarins séu hafðir að fíflum. Framkvæmdavaldið setur sín bráðabirgðalög, þar sem öllu því, sem um var samið, er koll- varpað, en reynt er að stinga dús- um upp í fólk. Nú á til dæmis að framkvæma eitt og annað sem ekki fékkst afgreitt sem lög á síðasta alþingi! En hvað sem efni slíkrar laga- setningar líður, er aðferðin hættu- leg. Það er reynt að ala okkur upp við það ástand, láta okkur venjast því sem sjálfsögðum hlut, að rétt- indi okkar og kjör sé skömmtunar- vara stjórnarherranna, ekki afleið- ing laga og kjarasamninga. Þann- ig er sífellt gengið lengra í átt til alræðis framkvæmdavaldsins. Ef löggjafarvaldið lætur bjóða sér slíka auðmýkingu og óvirðingu enn um sinn, kemur röðin vænt- anlega að dómsvaldinu og réttin- um til frjálsra kjarasamninga. Það er hlutverk framkvæmda- valdsins að réttu lagi að fram- kvæma vilja löggjafarvaldsins og sjá um að dómum sé fullnægt. En framkvæmdavaldið á að setja lög eða dæma dóma, og það á heldur ekki að ákveða kaup og kjör, með- an í gildi eru lög um stéttarfélög og vinnudeilur og önnur hliðstæð. Við þegnar þessa lands viljum ekki vera bótaþegar framkvæmda- valdsins. Við krefjumst laga og réttar. Sú skömmtunarstjórn kjara og mannréttinda, sem enn situr, þrátt fyrir minnkandi fylgi á alþingi, virðist ekki skilja þessa kröfu. Þess vegna á hún að segja af sér, áður en hún óvirðir hand- hafa löggjafarvaldsins og samn- ingaréttarhafa um kaup og kjör meira en orðið er. 29. ágúst ’82. GJ. verid við framhaldssögu frúarinnar árum saman hefur öllu því verið svar- að margoft, sem hér kemur fram í nýjustu útgáfu sögunnar í gær. Þó að Morgunblaðið birti sömu smásög- una aftur og aftur með nokkurra vikna eða nokkurra mánaða milli- bili, þá ber ég þá virðingu fyrir les- endum blaðsins, að ég vil ekki taka þátt í því að endurtaka einu sinni enn, allt það sem sagt hefur verið um málið. Það er löngu ljóst öllum þeim, sem vilja hafa það er sann- ara reynist, að þessi söguglaði höf- undur fer með staðlausa stafi, enda aldrei getað lagt fram neitt máli sínu til stuðnings nema yfirlýs- ingar einar saman. Höfundurinn er sömuleiðis svo ósmekklegur að leyfa sér að vitna nú í merkan stjórnmálamann, þar sem hann er að tala almennt um ábyrgð stjórnmálamanna og það hve sjálfsagt er að þjóðin sæki stjórnmálamenn til ábyrgðar eins og hver lýðræðisþjóð gerir við hverjar kosningar. Þessi orð reynir hún að tengja þrugli sínu, sér til framdráttar. Við gætum að sjálfsögðu haldið áfram að skrifast á um þetta mál næstu árin eins og við höfum gert síðustu ár, en hverju værum við bættari? Engu. Og hverju væri þá þjóðin bættari að þurfa að hafa þetta fyrir augunum dag eftir dag? Engu heldur. Og því má spyrja enn, hverju er við þetta mál að bæta? Og svarið við því er örugglega: Engu. P.s. Fyrir þá, sem áhuga hafa á að kynna sér svör SÍF, má benda á m.a. greinar í Mbl. í nóv., sept. og marz '81 auk fjölmargra greina og viðtala á árinu 1980 í Mbl., Tíman- um, Þjóðviljanum og Vísi. VIDEO-EXTRA ’82l Útborgun kr. 6.000. R. 6 mán. Þetta eru vinsælu myndsegulbandstækin sem svo margir mæla meö. Vestur-Þýzk þrautreynd gæöi. Verð 25.980.- Útb. 6.000.- — Rest á 6 mán. VERSLIÐ í SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 NORDMENDE Tegund PIA 3+2+1 litir blátt, brúnt og rústrautt. Furuborð og hornborð. irumarkaðurinn hf. I Árm Ma* úla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-112 vörudeild S-86-1 11, VefnaSarv.d. S 86 1 13 Furusófasett Tegund Bella — 3+1+1 litir blátt, brúnt og rústrautt. Sófaborð og hornborð. mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.