Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 Framsögumenn og stjórnarmenn SSA, L frá v.: Smári Geirsson, skólameistari Framhaldsskólans á Neskaupstað, Einar Már Sigurðarson, skólafulltrúi, Þorvaldur Jóhannsson, formaður SSA og Helgi Halldórsson, stjórnarmaður SSA. Ljósm.: Mbl./Ólafur Egilsstaðir: SSA kynnir stöðu verk- og tæknimenntunar á Austurlandi EgilsstöAum, 22. júní. NÝLEGA boðaði stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi til kynn- ingarfundar hér á Egilsstöðum um stöðu verk- og tæknimenntunar í fjórðungnum og hugsanlegt sam- starf sveitarfélaganna um frekari uppbyggingu og rekstur slíks náms við Framhaldsskólann í Neskaup- stað — sem er móðurskóli iðn- og verkmenntunar á Austurlandi. Formaður SSA, Þorvaldur Jó- hannsson, bæjarstjóri á Seyðis- firði, setti fundinn en síðan tóku framsögumenn til máls, þeir Smári Geirsson, skólameistari Framhaldsskólans í Neskaupstað og Einar Már Sigurðarson, skóla- fulltrúi — en þeir félagar hafa að undanfömu heimsótt fjölmarga skóla víðsvegar um land sem sinna verk- og tæknimenntun. Smári Geirsson greindi í stórum dráttum frá uppbyggingu iðn- og verk- menntunar við Framhaldsskólann í Neskaupstað og þeirri kostnað- arskiptingu sem þar hefur ríkt milli ríkis og sveitarfélags. Þá greindi Einar Már Sigurðarson frá för þeirra félaga í aðra fjórð- unga og tilhögun mála — þar sem sveitarfélögin hafa náð samkomu- lagi um sameiginlegan rekstur verk- og tæknimenntunar. Síðan greindi hann frá hugmyndum þeirra félaga varðandi samvinnu sveitarfélaga á Austurlandi um uppbyggingu og rekstur verk- og tæknimenntunar. Stjórn SSA hefur ákveðið að halda sérstaka kynningarfundi um mál þetta víðs vegar um Aust- urland og taka málið síðan fyrir á aðalfundi sambandsins — sem haldinn verður á Höfn í Horna- firði dagana 24. og 25. ágúst. næstk. Þegar hafa nokkrir slíkir fundir verið haldnir — og á næst- unni verða haldnir fundir á Vopnafirði og Neskaupstað. Sérstaklega eru sveitarstjórn- armenn boðaðir til þessara kynn- ingarfunda auk skólamanna og annarra þeirra er málið varðar öðrum fremur. Á fundinum á Egilsstöðum var hugmyndum þeirra Smára Geirs- sonar og Einars Más Sigurðssonar um uppbyggingu og rekstur verk- og tæknimenntunar á Austurlandi vel tekið — og stjórnarmönnum SSA þökkuð vönduð vinnubrögð sem felast í kynningarfundum þessum áður en málið er lagt fyrir aðalfund síðla sumars. Fundar- stjóri á Egilsstaðafundinum var Helgi Halldórsson, stjórnarmaður SSA. — Ólafur. Samvinnubankinn á Grundarfirði mun frá og með miðvikudeginum 27. júní nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND VIÐS vinnubankmn Grundarfirði Hátíðarhöldin á fæð ingarstað Jóns Sig- urðssonar 17. júní HÁTÍÐARMESSA var að Hrafns- eyri, fæðingarstað Jóns Slgurðsson- ar, hinn 17. júní síðastliðinn í tilefni 40 ára afmælis lýðveldisins. Séra Dalla Þórðardóttir, sóknarprestur á Bfldudai, prédikaði en séra Torfi Stefánsson þjónaði fyrir altari. Kirkjukór Þingeyrar söng, en Jón Kr. Olafsson frá Bfldudal söng ein- söng. í messulok afhenti Agúst Böðvarsson Ijósritað eintak af Guð- brandsbiblíu, sem gjöf til kirkjunnar á Hrafnseyri til minningar um móð- ur sína, systur og eiginkonu. Tekin var í notkun nýr messu- skrúði, hökull og rykkilín sem Guðrún Steinþórsdóttir húsfrú á Hrafnseyri, ásamt eiginmanni og móður, Ragnheiði Stefánsdóttur, hefur gefið til Hrafnseyrarkap- ellu. Hökullinn er ofinn af Guð- rúnu Vigfúsdóttur á ísafirði. Eftir messu voru tvö börn frá Þingeyri skírð í kapellunni. Þá fór fram hátíðarsamkoma, sem Þór- hallur Ásgeirsson, formaður Hrafnseyrarnefndar, stjórnaði, en nefndin var öll viðstödd að Hrafnseyri þennan dag. Doktor Matthías Jónasson flutti ræðu dagsins í minningu Jóns Sigurðs- sonar. Karlakórinn á Þingeyri söng nokkur lög undir stjórn Tóm- asar Jónssonar og Elís Kjaran Friðfinnsson ýtustjóri flutti frum- ort ljóð. Safn Jóns Sigurðssonar var formlega opnað þennan dag og verður það opið alla daga í sumar. Safnvörður er Jón Guðmundsson. Á annað hundrað manns var á Hrafnseyri á þessum hátíðisdegi. Var öllum viðstöddum boðið til veislu á eftir á vegum Hrafnseyr- arnefndar og ábúenda staðarins. MbL/Júlfus. Tveir af starfsmönnum Hellisins, þeir Jónas Þórðarson og Grétar Stefáns- son. Nýr veitingastaður í miðbænum NÝR veitingastaður hefur verið opnaður að Tryggvagötu 26 og ber hann heitið Hellirinn. Eigendur Hellisins eru þeir Vignir J. Jónsson, Daníel Þórisson, Vatnar Viðarsson, Jónas Þórðarson, Gunnar Stefáns- son, Rannver Sveinsson, Snorri Steinþórsson og Leifur Miðfell. Einn eigendanna, Vatnar Viðarsson arki- tekt hannaði staðinn, sem er innrétt- aður með íslensku stuðlabergi. Á hinum nýja veitingastað er boðið upp á salatbar og heitt hlaðborð í hádeginu. A kvöldin er sérréttamatseðill en auk hans er í boði matseðill kvöldsins. Fyrir- hugað er að koma upp kaffihlað- borði um miðjan daginn. Hellirinn, sem tekur 110 manns í sæti, verður opinn sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga frá kl. 11.30 til 23; fimmtudaga frá kl. 11.30 til 1; föstudaga og laugardaga frá kl. 11.30 til 3 og sunnudaga frá kl. 18 til 1. „Stroku- stelpan“ í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ hefur nú tekið til sýningar gamanmyndina „Stroku- stelpan“ eftir Mark Miller og Don Williams. Myndin segir frá stelpunni Sav- annah sem lendir óvart í klóm strokufanga. Hún uppgötvar um síðir að hjá strokuföngunum fékk hún það sem framagjarnir for- eldrar hennar gátu aldrei veitt henni. Með aðalhlutverk í myndinni fara Mark Miller, Donovan Scott og Bridgette Anderson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.