Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 39 Snemma í vor kom Vigfús i hinsta sinn til Akureyrar snögga ferð til að hlusta á Hörð frænda sinn Áskelsson leika á hið veglega orgel Akureyrarkirkju. Þarna í kirkjunni sá ég hann og kvaddi í siðasta sinn, kirkjunni, þar sem faðir hans og afi minn hafði verið fyrsti organistinn. Ég á Vigfúsi frænda margt að þakka, miklu fleira en hér er talið. Oft fengum við hjónin að gista hjá þeim Valgerði með börn okkar fyrr á árum, og alltaf var viðmótið hið saman, glatt, gott og ljúft, og þangað var alltaf gott að koma. Ég þakka honum alla hugulsemi við foreldra mína og þá ekki síst föður minn, eftir að móðir mín lést og hann var orðinn einbúi, en með þeim var alltaf hin besta vinátta með bróðerni. Vigfús var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Bertu Þórhallsdóttur kaupmanns Daníelssonar á Höfn í Hornafirði, missti hann árið 1932 eftir tæplega eins árs hjónaband. Síðari kona hans (20. júní 1943) var Valgerður Magnúsdóttir, skip- stjóra Brynjólfssonar í Reykjavík, en hún lést fyrir tæplega tveimur árum. Börn þeirra eru tvö: Gunnar Geir, f. 1943, ljósmyndari og samstarfsmaður föður síns. Kona hans er Erla M. Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur, og eiga þau tvö börn. Berta, f. 1945, húsfreyja í Mos- fellssveit, gift Gunnari Hinriks- syni, rafvirkjameistara, og eiga þau tvær dætur. Vigfús frændi fæddist í skammdeginu, en lifði langan og Ijósan dag og kvaddi að lokum þetta líf á björtum vormorgni. Hann bjó alltaf í ljósinu og gaf öðrum það með sér. Nú skín hon- um hið eilífa ljós. Sverrir Pálsson Ég ætla að þakka Vigfúsi Sigur- geirssyni, ljósmyndara, allt sem hann var Lionshreyfingunni á ís- landi og tímariti hennar LION. Vigfús var einn af frumherjum Lions á íslandi, félagi í meir en 30 ár! Við kölluðum hann ljósmynd- ara Lions, enda hélt hann hreyf- ingunni lifandi í ljósmyndum og kvikmyndum. Myndirnar skipta þúsundum frá því fyrsta myndin var tekin á stofnfundi af þeim Magnúsi Kjaran, Guðbrandi Magnússyni og Ásgeiri Ásgeirs- syni (heiðursfélaga) í ágúst 1951. Nefnið einhverja Lionsathöfn hér heima og myndir eru til af henni í safni Vigfúsar. Þegar okkur félögum bauð svo við að horfa kölluðum við Vigfús konsertmeistara Lionsmanna. Hann var undirleikari af guðs náð, músíkalskur og næmur. Fingurnir léku um nótnaborðið og andlitið ljómaði í ljúfu brosi. Listin var honum í brjóst borin. Fram í hug mér koma allar myndirnar sem ég sá hjá Vigfúsi af ferðalögum íslensku forset- anna, einnig allir studentahóparn- ir, sem hann geymdi á ljós- myndum. Ljóst er að í fórum Vig- fúsar var eitt athyglisverðasta ljósmyndasafn í landinu. Vigfús var léttur í spori og létt- ur í lund. Fáir sem mættu honum síðustu dagana munu hafa trúað því að þar fór 84 ára gamall mað- ur (hann fylgdi öldinni, fæddur 6. jan. 1900). Fráfall hans kom okkur Lionsfélögum í Lkl. Reykjavíkur á óvart. Hann lést eftir uppskurð og nokkurra daga legu í sjúkrahúsi 16. júní síðastliðinn. Vigfús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Bertha Þórhallsdóttir dó 1932 og síðari kona hans, Val- gerður Magnúsdóttir, andaðist fyrir tveimur árum. Börnin voru tvö, Gunnar ljósmyndari og Bertha. Pétur Ólafsson Nú þegar ævigöngu vinar míns Vigfúsar Sigurgeirssonar, ljós- myndara og kvikmyndagerðar- manns, er lokið, vil ég að leiðar- lokum minnast samstarfs okkar með nokkrum orðum. Okkar kynni hófust fyrir all- mörgum árum. Ég hafði séð fróð- legar vel gerðar kvikmyndir sem Vigfús hafði gert. — Myndir sem fyrst og fremst voru heimildar- kvikmyndir og geymdu merka þætti úr mannlífi fyrri tíma. Það var því engin tilviljun þegar við í framkvæmdanefnd heimildar- kvikmyndarinnar sunnlensku „1 dagsins önn“ vorum að undirbúa það umfangsmikla verk, að ákveð- ið var að leita til Vigfúsar Sigur- geirssonar með töku og frágang myndarinnar. Vigfús, sem lengst af hefur haft ljósmyndagerð að aðalstarfi, tók erindi okkar af velvilja og góðum skilningi. Kjörorð hans var strax í upphafi, svo sem áður var spak- lega mælt: „Það skal vel vanda sem lengi skal standa". Þessa ákvörðun hafði hann í heiðri uns verkinu var lokið. Taldi hann ekki aðalatriðið að skila verkinu á sem skemmstum tíma, eldur hitt að skila vel unnu verki. Heimildarkvikmyndin f dagsins önn er í allmörgum þáttum og tek- ur sýning þeirra allra um þrjár klukkustundir. Hvort það var til- viljun, eða „forlög" — þá er stað- reyndin sú að síðasta samstarfs- verkefnið okkar Vigfúsar var að skoða sameiginlega sfðustu þætti myndarinnar sem þá voru ný- komnir fullfrágengnir frá Bret- landi. Þessi sögulega stund var Vigfúsi mikils virði. Nú hafði hann lokið vandasömu og umfangsmiklu verki, að dómi viðstaddra með mjög góðum árangri. Gerð þessarar myndar var Vig- fúsi mikið áhuga- og hugsjónamál. Hann vissi að mikilsvert væri að myndin geymdi sem sannasta heimild síns tíma. Þakklátur var hann þeim sem lögðu honum góð ráð við gerð myndarinnar. f því efni var texti og tónlist honum mikils virði. Hann vildi svo sann- arlega ræða málin og afla fanga sem síðar mættu að gagni koma. Samstarf okkar Vigfúsar Sigur- geirssonar og kunningsskapur náði yfir langt árabil. Það var oft ánægjulegt að heimsækja þau hjónin að Miklubraut 64. Gestrisni þeirra var frábær. Oftast endaði heimsóknin í vinnustofu húsbónd- ans. Þar var mikið safn mynda af markverðum atburðum úr þjóðlífi fyrri tíma. Mikið og verðmætt myndasafn úr forsetaferðum fyrri ára, heima og erlendis, átti hann og manna- myndir margar og sumar fágætar. Vigfús vann oft langan vinnu- dag, gaf sér þó oft tíma til að fara í sund, taka í hljóðfæri og margar stundir átti hann í matjurtagarð- inum sínum. Ég hvíli mig frá „dagsins önn“ við að hlú að mat- jurtunum mínum — sagði hann stundum, spaugsamur, aðspurður hvort ekki væri erfitt hjá mynd- gerðarmanninum að moka og pæla úti í garði. Vigfús var mikill tónlistarunn- andi og kunni vel að meta góða tónlist. Hann lét sæti sitt sjaldan vera autt í Háskólabíói þegar Sin- fóníuhljómsveit íslands hélt þar tónleika, eða völ var á annarri vandaðri tónlist. Ungur að árum lærði hann á hljóðfæri, enda af merku tónlist- arfólki kominn. Faðir hans var organisti í Akureyrarkirkju um langt árabil og mikill tónlistar- áhugi var á æskuheimili hans. Fyrri kona Vigfúsar var Bertha Þórhallsdóttir, ættuð úr Horna- firði. Síðari kona hans, Valgerður Magnúsdóttir, af hinni lands- þekktu Engeyjarætt lést fyrir einu og hálfu ári. Þessi heiðurskona bar ekki áhugamál sín á torg. Hún var fyrst og fremst húsmóðir og skap- aði fjölskyldu sinni farsælt vé inn- an veggja heimilisins. Þar var hugur hennar og hönd fyrst og fremst. Vigfús Sigurgeirsson fæddist á Akureyri 6. janúar árið 1900. Hann var einn af aldamóta- mönnunum sem lifðu og störfuðu með þjóð sini á því mesta fram- fara- og umbreytingatímabili sem um getur frá upphafi. Eitt af því merkasta í ævistarfi hans var að bjarga menningarverðmætum for- tíðarinnar yfir til framtíðarinnar í aðgengilegu óbrotgjörnu formi. Nú, þegar þessi aldni heiðurs- maður er allur og lífsljósið slokkn- að, ferðin hafin yfir móðuna miklu til fundar við ástvini, hinum meg- in grafar, er okkur samstarfs- mönnum hans og vinum efst i huga virðing og þakklæti. Börnum hans, Berthu og Gunn- ari Geir, ljósmyndara, tengda- börnum og afabörnum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Stefán Jasonarson Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. ..fctríojtniTirrTTTjTT-“__- Tirc$tone ER FJÖLS DA wn OÐRA HJÓLBARÐA VIRÐI ? Firestone S-211 radial hjólbarðarnir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan. Firestone S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist . . . UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! JOFUR HR Nybylavegi 2 Kópavogi Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.