Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 + Eiginkona min, KATRÍN BERGRÓS SIGURGEIRSDÓTTIR, Aðallandi 1, Reykjavík, (áður Hólmgaröi 37), lést í Landspitalanum 24. júní. Fyrir hönd aöstandenda, Sveínn Sigurösson. Móðir okkar og tengdamóöir, JEANNE BARTHELMESS, Furugerði 1, lést í Landspítalanum sunnudaginn 24. júní. Steingrímur Thorsteinson, Ingveldur Ó. Thorsteinson, Axel G. Thorsteinson, Halldór G. Thorsteinson, + Elskuleg systir okkar, SYSTIR MARÍA CÖLESCINE, andaöist i St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi, laugardaginn 23. júní. Jaröarförin fer fram fimmtudaginn 28. júni frá Kristskirkju, Landa- koti, kl. 10.30 f.h. Jósefssystur. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, EYÞÓR INGIBERGSSON, múrarameistari, Sólvallagötu 43, lést í Borgarspítalanum 24. júní. Þórdís Sveinbjörg Jónsdóttir og börn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN PÁLÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Skúlagötu 80, veröur jarösungin frá Dómklrkjunni í dag, þriöjudaginn 26. júní kl. 15.00. Unnur Árnadóttir, John McDonald, Gísli Árnason, Helga Einarsdóttir, Magnús Árnason, Ólína Kristinadóttir, Þórunn I. Árnadóttir, Sverrir Hallgrímsson, Jón Árni Hjartarson, Helga Gísladóttir og barnabörn. + Faöir minn, KRISTJÁN MATTHÍAS RÖGNVALDSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. júní kl. 13.30. Sveinborg Kristjánsdóttir. + Faöir minn, HANS J. HANSEN, Fífumýri 1, Garöabas, er andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 22. þ.m., veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 28. júní kl. 15.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Matthildur Hansen. + Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúö og hlýhug viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SVEINS GUDMUNDSSONAR, Öldugötu 44, Hafnarfiröi. Emma Magnúsdóttir, Kamilla Sveinsdóttir, Hans Ove Hansen, Guömundur Sveinsson, Guölaug Kristmundsdóttir, Gunnlaugur Sveinsson, Elín Ástráösdóttir og barnabörn. Minning: Vigfús Sigurgeirs- son Ijósmyndari Fæddur 6. janúar 1900 Dáinn 16. júní 1984 Mér er í senn sárt og ljúft að kveðja vin minn og frænda. Það er sárt að sjá á bak góðum dreng, en ljúft að dvelja við fagrar minn- ingar og þakka þær. Frændi minn var skjótur í heimanbúnaði, þegar hinsta kallið kom, eins og svo oft áður, þegar eitthvað það var að gerast, sem lét ekki bíða eftir sér. Honum var heldur aldrei neitt að vanbúnaði. Hann hélt fullri heilsu og mikilli starfsorku fram að banalegu, sem aðeins tók tvær vik- ur, og þessi góða heilsa og þessi mikli lífskraftur eru mikið þakk- arefni. Ungur má, en gamall skal, og enginn fær risið gégn lögmál- inu, en samt sem áður hnykkir okkur alltaf dálítið við, þegar við erum minnt á það. En illa hefði það átt við Vigfús Sigurgeirsson að þurfa að búa við hrumleika eða andleg örkuml. Því var gott, að hann fékk að halda reisn sinni til æviloka. Hann fæddist á þrettándanum árið 1900 á Stóruvöllum í Bárðar- dal, sonur hjónanna Friðriku Tómasdóttur og Sigurgeirs Jóns- sonar, sem bjuggu þar þá. Hann var annar í aldursröð 9 systkina. Eldri var Páll, faðir minn, sem lengst var kaupmaður á Akureyri (látinn), en yngri voru Gunnar, tónlistarkennari í Reykjavík (lát- inn), Hermína, tónlistarkennari í Reykjavík, Eðvarð, ljósmyndari á Akureyri, Jón, fyrrverandi skóla- stjóri á Akureyri, Agnes (lést ung), Hörður, ljósmyndari í Vest- mannaeyjum (látinn) og Harald- ur, fulltrúi á Akureyri. Þegar Vigfús var á fimmta ár- inu, fluttist fjölskyldan til Akur- eyrar, og þar ólst hann upp. Sigur- geir var mikilvirkur og vandvirk- ur tónlistarkennari, og segja má, að á heimilinu hafi starfað tónlist- arskóli frá morgni til kvölds alla vetur, og iðkun tónlistar var drjúgur þáttur uppeldis og mennt- unar barnanna. Vigfús lærði ung- ur píanóleik, bæði af föður sínum og öðrum kennurum, erlendum og innlendum, enda náði hann mjög langt í þeirri list. Hann var ekki gamall, þegar hann þótti ómiss- andi undirleikari söngkóra og ein- söngvara, sem héldu tónleika á Akureyri, og enn er í minnum haft, hve vel honum fórst það. Hann hafði fengið í vöggugjöf þann neista og þá náðargáfu að koma sannri list til skila til ann- arra. Vigfús hafði hljóðfærið á valdi sínu, þegar hann var sestur við það, tíminn hvarf og staður gleymdist. Hann var ekki einn þeirra, sem kaldhamra hljómborð- ið. Mýkt, fágun og ræktuð smekkvísi einkenndu leik hans. Hann hlustaði mikið á tónlist, átti gott plötusafn og sótti tónleika, þegar hann fékk því við komið. Hann unni allri góðri tónlist, en þó hygg ég, að píanóverk hafi staðið hjarta hans næst. Hann átti til að láta á fóninn plötur með ýmsum heimsfrægum píanóleik- urum, sem léku sömu viðfangsefn- in, bera þá saman, ræða um túlk- un þeirra á verkunum við vini sína og leggja sjálfur dóm á, hvað best þætti. Hann var líka fljótur að finna, hvar feitt var á stykkinu, þegar hann hlýddi á hljóðfæra- leikara eða söngvara, sem hann hafði ekki heyrt til áður. Næm- leikinn var mikill á það, sem að- eins verður skynjað, en tæplega skýrt eða sagt, svo að nokkur sé að bættari. En ekki þótti vænlegt til lífs- bjargar að leggja fyrir sig tónlist- arstörf, þegar Vigfús var um tví- tugsaldur. Hann lærði því ljós- myndaiðn hjá snillingnum Hall- grími Einarssyni, en stofnaði síð- an eigin ljósmyndastofu á Akur- eyri árið 1923 og rak hana til 1935. Þá fór hann utan til framhalds- náms í ljósmyndun og kvikmynda- gerð í Danmörku og Þýskalandi. Þegar heim kom tveimur árum seinna, setti hann upp ljósmynd- astofu í Reykjavík og rak hana til æviloka, hin síðari ár í samvinnu við Gunnar Geir, son sinn. Vigfús var í hópi fremstu ljós- myndara íslendinga, og margur sá fyrst eða betur en ella fegurð lands síns gegnum ljósopið á myndavélinni hans. Hann var jafnframt í hópi frumherja ís- lenskrar kvikmyndunar. Verður seint til fulls metið starf hans að varðveislu hverfandi þjóðmenn- ingar, verkmenningar og vinnu- bragða af ýmsu tagi með því að festa ýmislegt af þvi á filmu á ell- eftu stundu. Án þessa starfs, sem hann með fulltingi góðra manna vann i senn af alúð og kappi, hefði ýmislegt glatast um aldur og ævi og íslendingar nútíðar og framtíð- ar rofnað úr tengslum við menn- ingarsögu fortíðar. Ýmsar kvik- myndir hans eru því kjörgripir. Ýmsar ljósmyndir hans hafa einnig mikið sögulegt gildi, auk þess sem margar eru listaverk. Ég minni sérstaklega á ljósmyndir hans af höggmyndum Einars Jónssonar frá Galtafelli, þar sem birta og skuggar eru látin leika veglegt hlutverk við að leiða fram meginatriði, lyfta ljósmyndinni upp af sléttum fleti pappírsins í þrívídd höggmyndarinnar. í þessu + Þökkum þeim sem hafa sýnt okkur samúö og vinarhug viö fráfall móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, HALLDÓRUPÁLSDÓTTUR, Barónsstig 55. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Hafnarbúöa fyrir frábæra umönnun og vinsemd. Példis Eyjólfs, Edda I. Eggartsdóttir, Gísli V. Einarsson og barnabörn. Lokað frá hádegi í dag vegna jaröarfarar GUÐRÚNAR P. MAGNÚSDÓTTUR. Sverrir Hallgrímsson, smíöastofa hf., Trönuhrauni 5, Hafnarfiröi. verki ljósmyndarans liggur mikil vinna, mikil yfirlega, mikil vand- virkni, en framar öllu listrænn smekkur. Þó að aldursmunur okkar Vig- fúsar væri allmikill, áttum við margt saman að sælda, sem ég þakka nú að leiðarlokum. Ég var lengi eina litla barnið í fjölskyld- unni á fyrstu árum hans sem lærðs ljósmyndara og var þess vegna tilvalið myndefni, þegar hann fékk sér nýja myndavél eða þurfti að gera einhverjar tilraun- ir. Fyrir bragðið eru til furðulega margar myndir af mér úr bernsku. Hann var mér líka alltaf góður og ljúfur allt frá þessum fyrstu árum okkar. Þess vegna var mér það tilhlökkunarefni að flytjast til hans leigjandi og búa hjá honum fyrsta vetur minn í háskóla. Það urðu mér heldur ekki vonbrigði. Þar var gott að vera. Frá ung- karlabúskap okkar á Fjölnisvegi 5 er margra góðra stunda að minn- ast. Á sunnudagsmorgnum vakn- aði ég oft við píanóleik frænda míns, Chopin-etýðu, Beethoven- sónötu eða þá að heilagur Frans- iskus gekk á vatninu eftir for- skrift Liszts. Á kvöldin komu stundum ýmsir vinir Vigfúsar í heimsókn og varð þá einatt skrafdrjúgt yfir kaffibolla, helst um tónlist, og var þá oft gripið í flygil eða leiknar valdar plötur. Minnisstæðastur verður mér ef til vill hinn glæsilegi gáfumaður Axel Guðmundsson, en þeir Vigfús voru aldavinir. Á veggjum stof- unnar héngu úrvals-málverk eftir íslenska listmálara, en þó grópað- ist sennilega dýpst í huga mér hin mikilúðlega og stórvel gerða svartkrítarmynd Vigfúsar sjálfs af meistara Beethoven. Þegar Hekla gaus á útmánuðum 1947, var Vigfús í fyrstu flug- vélinni, sem flaug yfir gos- stöðvarnar, og náði ómetanlegum ljós- og kvikmyndum af fyrstu stigum gossins. Einhvern næstu daga fór hann svo austur í Hreppa til þess að mynda gosið þaðan og bauð mér þá að fara með sér í bíl sínum. Sú ferð líður mér seint úr minni, einkum þegar við stóðum í næturmyrkrinu á Hagaflötum við Þjórsá, horfðum á eldflóðið steyp- ast ofan fjallshiíðarnar og fund- um loft og jörð titra með þórdun- um við átök eidfjallsins. Svo sofn- uðum við heima í Ásum síðla næt- ur við glamrið í gluggarúðunum, því að jörðin var aldrei kyrr. Rætur Vigfúsar stóðu djúpt í grænum grundum ættarstöðvanna í Bárðardal. Frændrækni hans var mikil og ræktarsemi í garð dalsins og fólksins, sem þar býr eða er þaðan sprottið. Sjaldan eða aldrei kom hann svo f Norðurland, að hann skryppi ekki fram i dalinn. Síðustu ferðina hans þangað fór- um við í haust er leið með Áskeli frænda okkar Jónssyni, og létum ekki staðar numið fyrr en við Is- hólsvatn, þar sem sá fram til ör- æfageimsins. Hann naut þessarar ferðar og tók margar fagrar lit- myndir, því að sólskin var um dag- inn og sunnangola. Þarna kvaddi Vigfús dalinn sinn í síðasta sinn, án þess að nokkurn okkar grunaði það þá. Á heimleiðinni hafði haustið samt minnt á sig með krepju á heiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.